Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 2
2 MORCUKBl 4 Ð1Ð Miðvikudagur 4. des. 1957 •r Mæirostyrksneind heítir jólo- söinnn síno í þessori viku Nefndin heitir á fóik að ieggja fáfæklingum iió MÆÐRASTYRKSNEFND hefur á undanförnum árum margoft leitað hjálpar bæjarbúa til styrkt ar fátækum mæSrum og börn- um þeirra fyrir jólin. Hefur þetta starf nefndarinnar farið ört vaxandi og mætt mikilli góðvild. Á síðastliðnu ári nuiu milli 700 og 800 f jölskyldur og einstakling- ar góðs af úthlutun Mæðrastyrks nefndarinnar. Meðal annars út- hlutaði nefndin þá miklu af fatn- aði, sem ævinlega er vel þeginn á barnmörgum heimilum. Enn leitað tU Reykvíkinga Nú leitar Mæðrastyrksnefnd einu sinni ennþá til Reykvíkinga í þeirri von, að hún mæti sömu gjafmildi og skilningi sem fyrr. Munu konur í Mæðrastyrksnefnd reyna af mætti að halda sam- bandi við heimilin og fólkið, svo að trúin á glaðning nefndar- innar bregðist ekki og gjafirnar komi þar sem þeirra er mest þörf og sem fæstir verði út- undan. Söfnunin að hefjast Mæðastyrksnefndin hefur nú opnað skrifstofu sína á Laufás- vegi 3 frá kl. 1.30—6 síðd., alla virka daga frá 6. þessa mánaðar. Þar er tekið á móti gjöfum og fólk beðið að sækja um hjálp sem allra fyrst, helzt ekki síðar en um 10. til 12. þessa mánaðar. Vegna margs konar breytinga frá ári til árs er æskilegt að fólk gefi sig fram sem allra fyrst. Fataút- hlutun verður í Iðnskólanum, gengið inn frá Vitastíg. Opnar fataúthlutunin einnig föstudaginn 6. þessa mánaðar og verður op- in frá kl. 2—5,30 síðd. alla virka daga..Það eru vinsamleg tilmæli nefndarinnar, til þeirra sem ætla að gefa föt, að þeir sendi þau sem allra fyrst. Sérstaklega vantar barnafötáalla aldursflokka, bæði á drengi og stúlkur. Listar hafa verið sendir til margra fyrir- tækja í bænum og væntir nefnd- in góðrar móttöku á þeim og fljótrar afgreiðslu, svo sem verið hefir áður. Flytur gefendum beztu þakkir Mæðrastyrksnefnd hefur beðið blaðið að flytja beztu þakkir for- ráðamönnum og vinum nefndar- innar innan hinna mörgu fyrir- tækja sem lagt hafa á sig vinnu við að safna á lista nefndarinn- ar, hver á sínum stað. Nú er það von Mæðrastyrksnefndar, að margir bætist í þennan hóp, því oft er þörf en nú er nauðsyn, því lítið fæst fyrir hverja krón- una nú í dýrtíðinni. Enginn má verða fyrir vonbrigðum Nú þegar nefndin hefur starf- semi sina á þessu ári flytur hún öllum gefenduin fyrri ára innileg ar þakkir allra þeirra sem notið hafa gjafanna svo og nefndar- kvenna sem hafa haft þá ánægju að útbýta þessum jólaglaðningi til þeirra sem mikla þörf hafa haft fyrir hjálp eg samúð. Nefnd- in treystir því bæjarbúum til að stuðla að því að þetta fólk verði ekki fyrir vonbrigðum þessi jól. Skákþing Suðurnesja 11. UMFERB Skákþings Suður- nesja var tefld s.l. mánudag í Keflavík. — Efstir eru: Ragnar Karlsson 9% sinning og 1 bið- skák, Páll G. Jónsson 9 vinninga og 1 biðskák, Borgþór H. Jóns- son 9 vinninga, Óli Karlsson 8 vinninga og 2 biðskákir, Iíaukur Magnússon 7 vinninga og 1 bið- skák, G. Páll Jónsson 7 vinninga. í öðrum flokki eru 14 keppend- ur. Eístur er Helgi Ólafsson, sem hefir unnið allar sinar skákir. B. Þ. Hneykslaði í Canues - dáin í Lundánum LUNDÚNUM, 3. des. — Leik- konan Simone Silva hefur fund- izt látin í rúmi sínu. Banamein hennar var hjartaslag. Hún var aðeins 25 ára gömul. — Simone vakti geysimikla athygli fyrir nokkrum árum, þegar hún á kvik myndahátíð í Cannes lét mynda Simone Silva sig nakta að ofan með Robert Mitchum. — Bústin vel og síbros- andi var hún oft og tíðum for- síðuefni stórblaða. Hún var fædd í Egyptalandi, af fransk-ítölsku foreldri, en gift brezkum manni. Húnvetninyar mestlr fjúrbœndur Árnesingnr nnutpipnræktarmenn Sagf frá búfjáreign landsmanna 1956 I NYJUM Hagtíðindum er birt yfirlit yfir tölu búfjár miðað við árslok 1956. Segir þar að sauðfé hafi fjölgað í öllum sýslum lands- ins, nema Dalasýslu og Stranda- sýslu, en í þeim sýslum var fram- kvæmdur niðurskurður vegna mæðiveiki er þar gerði vart við sig í nokkrum hreppum. Einnig segja Hagtíðindi að sauðfjáreign í kaupstöðum hafi aukizt. Um nautgripaeignina segir að hún hafi aukizt í þeim sýslum öllum, þar sem mjólk er fram- leidd til sölu í verulegum mæli, eins og t.d. í Árnessýslu og Rang- árvallasýslu, en þar varð fjölgun nautgripanna mest, en einnig hafði hún orðið veruleg í Borga- fjarðarsýslu og Mýrasýslu. í þess- um sýslum tveim hafði nautgrip- um fækkað árið 1955 sem var af- leiðing hins mikla óþurrkasum- ars. Sauðfjáreign landsmanna var Kona hreppti happ- drœttisíbúð DAS í gœr I GÆRKVOLDI var dregið í 8. fl. happdrættis D.A.S. Að venju eru vinningarnir 10 taisins og að þessu sinni er fullgerð 3ja her- bergja íbúð Álfheimum 72 stærsti vinningurinn og hana hreppti frú Þórdís Helgadóttir, Stórholti 29 hér í bæ á miða númer 49,673, sem er í umboði Sigríðar Helga- dóttur Miðtúni 15 Annar vinn- ingur, Pobedabill, kom á miða 61173 sem er í umboðinu í Vestur veri. Þá er 4 manna plastbíll austur-þýzkur sem kom á miða nr. 6311 og eigandmn er Hjördís Jónsdóttir, Hólmgarði 16 og var miðinn í umboðinu í Verzl. Rétt- arholt. Þá eru húsgögn eftir eig- in vali fyrir kr. 25,000 og komu á miða 25675. Eigandinn er Hörður Sveinsson, Barmahlíð 19, sem er að Ijúka giftingarundir- búningi!! Þessi miði er í Vestur- veri. Pianó Hornung & Möller var 5. vinningurinn og kom á miða 26,087. Eigandinn er Torf- hildur Guðbrandsdóttir Hring- braut 95 í Keflavík og miðinn í umboðinu þar syðra. Annað pianó, Zimmermann kom á miða 56481 og eigandinn er Carl Ryden verksmiðjueigandi og miðinn seldur í Vesturversumboði. Vespubifhjól kom á miða 5220 og er í Vesturveri. Heimilistæki eftir eigin vali fyrir 15,000 komu á miða 25,358 og eigandinn er Ás- geir Ásgeirsson háseti, á m.s. Heklu, Hátúni 19. Húsgögn fyrir 15,000 kr. eftir frjálsu vali komu á miða 55810 í Vesturversumboði. 10. vinningurinn var svo heimi- listæki fyrir 12,000 kr. og kom á miða nr. 5648 í Keflavíkurum- boði. Eigandinn hafði látið undir höfuð leggjast að endurnýja miðann og missti þarna af veru- legum „jólaglaðningi". við síðustu áramót 706.291, en hún hafði árið áður verið 657.294. Tala nautgripa var alls 47.509, en hafði árið 1955 verið 45.499. Af nautgripum eru kýr og kefld- ar kvígur taldar vera 34.068. Enn eru rúmlega 100 geitur l landinu, 746 svín, 93.489 hænsni, 208 endur, 220 gæsir og refir og önnur loðdýr eru talin 10. Mesta sauðfjárræktasýsla lands ins 1956 var Húnavatnssýsla með 76.909 fjár, þá kemur Þing- eyjasýsla 74.410, þar næst N-Múla sýsla 60.350, Árnessýsla með 60.147, Skagafjarðarsýsla 54.211. Fjárminnstu sýslur landsins eru Gullbringu og Kjósarsýsla 12.029, Strandasýsla 15.022, en þar fór fram niðurskurður í nokkrum hreppum og A-Skaftafellssýsla 17.582. í kaupstöðum landsins er sauð- fjáreigin mest á Akureyri 3292, Reykjavík 2721, Ólafsfirði 2400 og Húsavík 2364. — í Keflavík eru sauðkindurnar 31 talsins. Mesta nautgriparæktarsýsla landsins er Árnessýsla með 8299 gripi, Rangárvallas. 6405, Eyja- fjarðars. 5082 og Þingeyjarsýsla 3530. Fæstir nautgripir eru í Strandasýslu 586, A-Skaftafells- sýslu 646 og Barðastrandarsýslu 771. í kaupstöðum eru flestir nautgripir á Akureyri 528, Reykjavík 455 og Vestmannaeyj- um 241. 1. SAUÐÁRKRÓKI, 3. des. — 1. desember var minnzt hér að venju með veglegri samkomu sem Iðnaðarmannafélagið hér á Sauð- árkróki hélt. H. J. Hólmjárn, flutti ræðu dagsins. Sigurbjörn Frímannsson hermdi eftir íslenzk um söngvurum og Gunnar Einars son á Bergsskála las frumort ljóð. Sýndur var gamanleikur. Kynnir var Adolf Björnsson. Að lokum var stiginn dans. Á fimmta hundr að manns sótti samkomuna. — jón. Croft Baker viðurkennir um síðir: Málstaður Breta í land- helgisdeilunni var veikur í brezka vikublaðinu ’John Bull' birtist nýlega grein um togara- veiðar Breta og um landhelgis- mál íslands. Höfundur hennar nefnist Keith Ellis. í grein þessari er lýst gangi landhelgisdeilunnar og löndunar banninu. Er frásögnin í heild hliðholl brezku togaraeigendun- um. Eitt hlýtur þó að vekja nokkra athygli í grein þessari og það er, að höfundurinn hefur það eftir sjálfum Croft Baker, sem þá var formaður togaraeigendafélagsins að málstaður Breta í landhelgis- deilunni hafi verið veikur. Það, sem haft er eftir Croft Baker er þetta: — Málsstaður okkar var ekki sterkur. Ég hefði ekki verið sérlega ánægður ef málið hefði komizt fyrir alþjóðadómstól- inn Haag. Síðan bætir Croft Baker því við, að löndunarbannið hafi ver- ið mjög harðýðgisleg ráðstöfun, Akureyríngar fengu væga inflúenzu AKUREYRI, 3. des. — Inflúenzu- faraldurinn er nú í rénun hér í bænum. En tiltölulega nýlega hef ur veikin tekið að berast út í nærsveitir. Mun enn líða nokk- ur tími þar til hún hefur gengið yfir þar. Hér á Akureyri er nú orðin næsta eðlileg skóla- sókn í öllum skólum bæjarins. Engir hættulegir fylgikvillar hafa komið í kjölfar inflúenzunnar, nema hvað borið hefur á ein- staka lungnabólgutilfelli og einn- ig á illkynjuðu kvefi. Ekki er kunnugt um neitt dauðsfall af völdum veikinnar. Hér var í haust mikið bólu- sett gegn veikinni og mun al- mennara að hlutfalli til en ann- ars staðar á landinu. Telur hér- aðslæknir að í flestum tilfellum hafi þessi bólusetning gefizt mjög vel. Ýmist hafa menn alls ekki tekið veikina eða þá mjög vægt. Til er þó að bólusetningin hafi engin áhrif haft. Héraðslækn irinn telur að þessi inflúenzufar- aldur hafi hagað sér mjög svipað og venjulegt er og að telja verði að Akureyringar hafi sloppið til- tölulega vel. — vig. þar sem mikill hluti fiskútflutn- ings íslendinga hafði gengið til Bretlands. En hann segir, að ætl- unin með þessum hefndarráðstöf- unum hafi einkum verið að hræða aðrar þjóðir frá því, að fylgja fordæmi íslendinga að víkka landhelgi sína. Breyiing á lagaákvæBum um eignarskatt í undirbúningi 1. UMRÆÐA um frumvarp það sem ríkisstjórnin lagði fram í fyrradag varðandi fasteignagjöld til sveitarsjóða var til 1. umr. í gær. Jón Pálmason tók til mals og benti á, að gert hefði verið ráð fyrir, að hið nýja fasteignamat, sem gekk í gildi 1. maí s.l., ætti ekki að leiða til þess að neinir fasteignaskattar hækkuðu. Gilti það ekki einungis um skatta til sveitarfélaga heldur og um eign- arskatt til ríkisins og um gjöld í sýsluvegasjóði. Spurði hann fjármálaráðherra hvað liði end- urskoðun lagaákvæða um eignar- skatt í sambandi við þetta atriði. Eysteinn Jónsson svaraði því til, að frumvarp um þetta efni yrði lagt fram á þessu þingi. Myndi það gert nægilega snemma til að ákvæði þess gætu tekið gildi áður en eignarskatturinn verður næst lagður á. Níræð Guðbjörg Sigurðardóllir á Mureyri NÍUTÍU ÁRA er í dag, Guðbjörg Sigurðardóttir, Strandgötu 45 á Akureyri, ekkja Einars heitins Einarssonar útgerðarmanns. Guð- björg er fædd að Eyri á Reyðar- firði. Hún fluttist til Akureyrar ásamt manni sínum um síðast- liðin aldamót og með þeim þrjú börn þeirra hjóna. Ennfremur ólu þau upp þrjú fósturbörn. Mann sinn missti Guðbjörg árið 1945. Hefur hún síðan lengst af dvalist hjá syni sínum, Einari J. Malm- quist og verður hún stödd þar nú á afmælisdegi sínum. Guðbjörg er heilsuhraust og vel ern, nema hvað sjón er nokkuð tekin að bila. — vig. Frakkar og skæruliðar berjast heift- arlega um lík ungrar stíilku ALSÍR, 3. des. — Franskar her- I sveitir og skæruliðar í Alsír hafa I barizt harkalega um lík 16 ára gamallar stúlku, sam fór frá Evrópu og gerðist skæruliði í Alsír. Bardaginn átti sér stað að- faranótt miðvikudags sl., en Frakkar hafa ekki getið hans fyrr en nú. Þeir segja, að stúlkan hafi heitið Reymonde Peschard og hafi verið flokksbundinn komm- únisti. Önnur evrópsk stúlka, Danielle Minne, 17 ára gömul, tók þátt í þessum bardaga en var tekin höndum af Frökkum. — Franska stjórnin segir, að báðar þessar stúlkur hafi gengið í lið með skæruliðum eftir að þær höfðu átt hlut að sprengjukasti í Algeirsborg. f fyrrnefndur* bardaga féll Reymonde og grófu Frakkar hana, áður en þeir drógu lið sitt til Bordj -Bou-Arreridj. Næsta dag var nokkrum hermönnum fyrirskipað að sækja lík stúlk- unnar, en þá sáu þeir, að skæru- liðar voru að grafa það upp. — Frakkarnir kölluðu á hjálp, en þeim tókst ekki að komast að gröfinni vegna vélbyssuskothríð- ar skæruliða. Tóku þeir það þá til bragðs að beita orrustuvélum lí viðureigninni við skæruliða og I höfuðu þeir þá á ílótta. Frakkar fóru svo með líkið í sjúkrabíl inn í næsta bæ, en þegar þangað Reymonde Pechard kom, var hann sundurskotinn. Svo mikla áherzlu lögðu skæru- liðar á að ná líki félaga síns. Nú hefir Reymonde fengið hvíld í kirkjugarðinum í Bordj-Bou- Arreridj. -v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.