Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 19
Miðvik'udagur 4. des. 1957 MORGIJNBL4ÐIÐ ?9 Hlusfað á útvarp ÞÁTTUR um nýjar bækur var að venju kl. 16.30 á sunnudag 24. nóv. Var nú lesið úr bókum Al- menna bókafélagsins. Þegar ég opnaði viðtæki mitt var Krist- mann skáld Guðmundsson að lesa úr þýddri bók eftir Karl Eske- lund er nefnist Konan mín borð- ar með prjónum. Ég hef lesið nokkuð margt eftir þennan ferðalang og geri ráð fyrir að bók hans verði vinsæl. Hann skrifar lipurt og er mikill fróðleikur í því er hann lætur frá sér fara. — Þá las Lárus Pálsson kvæði úr Sýnlsbók Einars Benedikts- sonar. Kvæðið var um Jón bisk- up Vídalín, snilldarverk, eins og allir vita. Eitthvað mun vera í þessari bók, ljóð og fl. sem ekki hefur áður verið prentað, skild- ist mér. Hjörtur Halldórsson, skjalaþýðandi og kennari las úr bók einni mikilli er nefndist Heimur okkar. Er það stór bók með 350 myndum, sjálfsagt afar fróðleg, upphafl. gefin út í Ameríku en síðan þýdd á mörg tungumál. Þá var loks lesið úr þýddri gamansamri bók er nefn- ist Hundadagastjórn Pippins fjórða eftir John Steinbeck. Virð ist þar vera skopazt að stjórn- málum Frakka o. fl. þjóða. Auk þess gefur Almenna bókafélagið út úrvalssögur eftir Guðmund Friðjónsson á Sandi. Um helgina (Páll Bergþórsson og Gestur Þorgrímsson) var fróð legt. Fyrst fóru þeir með hlust- endur í skautahöll skáta. Geta þar leikið sér á skautum 40 menn í einu. Mest koma unglingar 12— 18 ára gamlir og svo nokkuð af eldra fólki. Þeir hafa 200 ferm. svell. Þá fór Gestur til tannlæknis og bar sig hörmulega. Svo vildi til að tannlæknir þessi var í flug björgunarsveitinni — og var nú kallaður í leiðangur austur á jökla, þar sem lítil flugvél með tveim mönnum hafði álpazt niður einhvers staðar á snjóauðnirnar. Var nú sagt frá hvernig flug- björgunarsveitin brá við, hóf leitina og tókst að finna flug- vélina og mennina, sem að vísu voru særðir. Þetta var áhrifa- mikil og nýstárleg frásögn, ágæt- ur þáttur. Sýnir að þeir í flug- björgunarsveitinni eru karlar í krapinu bæði í lofti og á jörðu niðri og að þessi björgunarflokk- ur er þarflegur mjög. Þá fóru þeir með okkur í Þjóð- leikhúsið á nýjan sjónleik, Rom- anoff og Júlía, gamanleikur með „pólitískum broddi“ eins og þeir sögðu. Alvarlegur þó, öðrum Guðmundsson er málsnjall mað- ur og var þetta ágætur bindind- isfyrirlestur og hverju orðinu sannara margt það sem hann sagði, þótt sumt væri hæpið. Þóroddur skáld Guðmundsson, talaði um enska skáldið William Blake og Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir leikkona las upp ljóð eftir skáldið er Þóroddur hafði þýtt. Flestum mun Blake lítt kunnur hér á landi, ekki man ég til þess að ég hafi heyrt neitt eftir hann áður. Erindi Þórodds var vand- lega samið og vel flutt og kvæð- in ágæt. Það sem menn hlusta einna mest á nú, er útvarpssagan, Bar- bara, sem Jóhannes úr Kötlum les, snilldarvel. Ég held, að síðan Helgi Hjörvar las Bör Börsson, hafi útvarpssaga aldrei verið betur lesin en Jóhannes gerir nú. Hefur þó oft verið prýðilega les- ið. Sagan sjálf er fremur vel skrifuð, en þó nokkuð langdreg- in og staglsöm, en ber þess þó ótvíræð merki að Jacobsen hef- ur verið mikilhæfur rlthöfund- Einar Ólafur Sveinsson, pró- fessor, hóf á miðvikudag lestur Gautreks sögu, sem er ein af fornaldarsögum vorum, rituð á tólftu öld, hér á landi, eða svo sagði próf. Einar í stuttum en fróðlegum formála. Hann les fornritin afar vel, með hæfilega miklum en glöggum skýringum, er mjög vinsæll í útvarpi. Á fimmtudaginn, 28. nóv. var kvöldvaka. Lesið var úr þrem ur ævisögum, skemmtilegast þótti mér það sem Helgi Hjörvar las úr „Skruddu“ Ragnars Ásgeirs- sonar, — ef til vill er Skrudda ekki ævisaga, heldur minningar og frásögur, hef ekki enn séð bókina. Ég held að ævisaga Gunnþórunnar Sveinsdóttur, sem dr. Broddi Jóhannesson las lítinn kafla úr, sé skemmtileg, ég kannaðist við ættarmótið frá Sveini föður hennar, var ekki um að villast. — Lesið var úr Kvæðabók Ingólfs Kristjánsson- ar. Erfitt oftast að dæma kvæði eftir að hafa heyrt þau einu sinni lesin, en mér leizt vel á þetta sýnishorn, — síðasta „kvæðið“ var alls ekki kvæði heldur hugleiðing í óbundnu máli. Ef til vill vilja sumir nefna | slíkt kvæði. Lögreglukórinn söng, virðast þeir hafa góðar raddir og vera allvel þjálfaðir. Um ævisögu Lárusar í Klaustri vil ég ekki dæma, eftir því sem lesið var úr henni. Svipaði þeim kafla er lesinn var <um Lárus mjög til líkræðu, en svo var langur kafli um annan mann. — Laugardagsleikritið Lærisveinn djöfulsins eftir Bernard Shaw er ekki meðal beztu leikrita þessa mikilhæfa skálds og fer ekki vel í útvarpi, þótt leikarar gerðu sitt bezta. — Auk þess er það dálítið stagl, að heyra hvert út- varpsleikrit eftir annað, þar sem lesin er upp erfðaskrá. Svo hefur nú verið tvo laugardaga og skömmu áður var sama efni í leikriti útvarpsins. Góðkunningi minn, Sigurður Jónsson, frá Haukagili, hringdi til mín nýlega. Þótti honum ég hafa farið heldur óvirðulegum orðum um rímnakveðskap. Ég virði skoðun hans og þeirra er gaman hafa af slíkri skemmtun, en ég get ómögulega að því gert að ég kann ekki að meta þá sönglist. Aftur á móti eru marg- ar rímur merkilegur skáldskap- ur, og eins og áður er sagt, held ég að rétt væri að lesa góðar rímur einu sinni í viku, en sleppa einhverjum hinna ótelj- andi söng- og músikþátta í stað- inn. Þorsteinn Jónsson. Beztu þakkir fyrir vinsemd á 80 ára afmæli mínu. Magnús Björnsson, Klapparstíg 13. Soffía Berfhelsen minning SOFFÍA Berthelsen ljósmóðir andaðist í Landakotsspítala 29. júlí 1956, hún var fædd 1. sept. 1881 í Reykjavík, foreldrar henn- ar voru hjónin Jórunn Jónsdóttir og Berthelsen málarameistari, Jórun var dóttir Jóns Jónssonar prentara sem bjó í Skálholti hér í bæ, en Berthelsen var danskur og hafði numið málaraiðn í Dan- mörku og setzt hér að. Þau hjón áttu 5 börn sem komust til full- orðinsára, 4 dætur og einn son, mun Soffía mafa verið elzt þeirra systkina, eru nú fjögur látin en em systir á lifi, Ragnheiður hús- þræði. Lítið sýnishorn fengum gagnameistari í Kaupmannahöfn. við að heyra. Svo kom langt erindi og fræði- legt mjög, um vopn og vopna- burð frá fyrstu tíð til vorra daga, frá trévopnum til atómvopna. Mér heyrðist það vera þeir Krist- ján Eldjárn og Páll Bergþórs- son er með þátt þennan (um vopnin) fóru og var það mjög vél gert. Loftur Guðmundsson, skáld, talaði um daginn og veginn. Var það skilgreining á orðinu eitur og eiturlyf. Kvað hann t.d. á- fenga drykki eiturlyf, en mætti ekki nefna það svo. Vestræn skáld hafa ort lofsöngva um þetta eitur, eins og Kínverjar hafa í sínum ljóðum dásamað ópíum, sem við teljum eiturlyf og bönnum sölu á, nema að lækn- isráði. Kjólklæddum manni er draslað út í lúxusbíl úr veitinga- stofu, óhreinn og illa búinn mað- ur er kallaður „róni“. Munurinn enginn, báðir hafa þeir drukk ið sama eiturlyfið, alkóhól. Björg unarleiðangrar eru gerðir út til þess að leita að einum manni, sem tapazt hefur, og eins og rétt er, ekkert til sparað að reyna að koma honum til hjálpar. Engu síð ur þyrfti að gera út björgunar leiðangur upp á Arnarhól, til þess að bjarga þeim sem þar eru að verða voðanum að bráð. Loftur Þau Berthelsen-hjónin voru nýtir og góðir borgar, sem komu börn- um sínum vel til manns, þrátt fyrir erfiðan efnahag eins og al- gengt var í þann tíma. Soffía nam ung ljósmóðurfræði hjá dr. J. Jónasen landlækni, henni bauðst ljósmóðurstarf í Súðavík, Álftafirði við ísafjarðardjúp, þar starfaði hún um 30 ára skeið en á þessum árum voru ferðalög erfið bæði fyrir lækna og ljós- mæður, því ekki mátti fresta ferð vegna veðurs. Um farkosti var ekki um annað að ræða en hesta eða báta og var þá oft um svaðil- farir að ræða. Soffía hlifði sér aldrei, enda var hún vel liðin fyrir störf sín við innanvert ísa- fjarðardjúp. Soffía lét af störfum sem Ijós- móðir þegar hún hafði náð há- marksaldri og fluttist til Reykja- víkur. Soffía var skýr og gáfuð kona, sem fylgdist ávallt með landsmál- um og félagsmálum, enda kom það skýrt í ljós hvern hug hún bar til sjómannastéttarinnar, þeg ar hún færði samtökunum að gjöf 1000 krónur til að stofna báta- sjóð fyrir aldraða sjómenn sem dveldu á dvalarheimili samtak anna i Laugarási. Þessa gjöf gaf hún þegar fyrsta skófstung an var stungin að dvalarheimili aldraðra sjómanna en þá lá hún þungt haldin á Landakotsspítala. Þessi sjóður ber nafn hennar og er skráður: Bátasjóður Soffíu Berthelsen, og hafa sjóðnum síð an borizt nokkrar góðar gjafir. Fyrir nokkru var birt erfða- skrá hennar en lögfræðingur hennar Ólafur Á Pálsson sá um að hennar síðustu óskir yrðu upp- fylltar, en það var að afhenda eftir sinn dag fjórum félagssam- tökum allar eigur sínar og skyldi þeim skipt jafnt á milli þeirra, en þessar stofnanir eru Dvalar- heimili aldraðra sjómanna (í bátasjóðinn), barnaspítalasjóður inn Hringurinn, Krabbameinsfé- lag Reykjavíkur og Hallvegiar staðir Reykjavík. Upphæðin sem skiptist milli félaganna var 40 þúsund krónur. Þessi félög minn- ast hennar með virðingu fyrir hennar hlýhug og skilning í verkefnum þessara menningar stofnana. Margir Vestfirðingar munu minnast hennar fyrir hennar ó metanlegu störf. A. H. Innilegar þakkir færi ég öllum vinum og vandamönn- um nær og f jær, sem sýndu mér vinarhug sinn og heiðr- uðu mig á 70 ára afmæli mínu, hinn 28. nóvember sl. með heimsóknum, góðum gjöfum, blómum og heillaskeytum, og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Ólafía Sigurþórsdóttir. Eiginmaður minn og faðir SVEINN JÓNSSON andaðist í hjúkrunarheimilinu Sólvangi 3. þ.m. Jóna Jónsdóttir, Jóhann Sveinsson. Maðurinn minn ÓLAFUR HRÓBJARTSSON Tómasarhaga 19, lézt hinn 2. desember sL Karitas Bjarnadóttir, börn og barnaböru. Útför eiginkonu minnar og móður SIGRÍÐAR KOLBEINSDÓTTUR, fyrrum húsfreyju á Veigastöðum, verður gerð frá Foss- vogskirkju föstudaginn 6. desember kl. 1,30 e. h. Athöfninni verður útvarpað. Þorlákur Marteinsson, Kristín Þorláksdóttir. Bróðir okkar HARALDUR TIIORSTEINSSON HAMAR lézt af slysförum 23. nóv. sl. Jarðarförin hefur farið fram. Steinunn Thorsteinsson, Þórunn Thostrup, Axel Thorsteinson Þökkum hjartanlega sýnda samúð við andlát og jarðar- för ástkærs eiginmanns, fósturföður, tengdaföður og afa SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR Njarðargötu 61. Hólmfríður Björnsdóttir, Þorsteinn B. Jónsson, Jón Guðmundsson, Margrét Magnúsdóttir, Halldóra Víglundsdóttir og barnabörn. •cJ:‘aiaMiiwnwi«iiWHPaiani ii ............. ,i wiiiiwnmif Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jaröarför ÞÓRUNNAR JÓHANNESDÓTTUR Lúðvík Einarsson. Gyðríður Jóliannsdóttir. Hjartanlega þökkum við öllum sem sýnt hafa samúð og vináttu við fráfall móður okkar EINBJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR sem jarðsett var að Snóksdal 29. nóv. 1957 Ingibjörg Hannesdóttir, Kristjana V. Hannesdóttir, Matthildur Hannesdóttir, Guðbjörg Hannesdóttir, Kristján Hannesson, Þorsteinn Hannesson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og jarðarfarar bróður okkar VILHJÁLMS halldórssonar frá Stuðlum. — Fyrir hönd systkina minna. Helga Ilalldórsson, Stuðlabergi, Hafnarfirði. Þökkum hjartanlega sýnda samúð við andlát og jarðar- för GUÐJÓNS SIGURÐSSONAR Núpakoti. Vandamenn. Þökkum hjartanlega sýnda samúð við andlát og jarð- arför ELlNAR GlSLADÖTTUR Fyrir hönd systkina hennar og annarra vandamanna. Valgerður Grímsdóttijr, frá Óseyrarnesi. Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem auðsýndu okkur hluttekningu við andlát og jarðarför JÓHÖNNU JÓNSDÓTTUR saumakonu, og vottuðu hinni látnu samúð sína á annan hátt. EnnfremuV hjartans þakklæti til allra þeirra, sem studdu hana í hennar langvarandi veikindum, sérstaklega lækna- og hjúkrunarliði Landsspítalans og að Reykja- lundi. Systkini hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.