Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 13
Miðvik'udagur 4. des. 1957 MORGVNBTAÐIÐ 13 Itfeð opnun siýja frystihússins á ísafirði er mikiivægum áfanga náð Einn elzti starfsmaður ísfirðings, Sigurbaldur Gíslason, flakaði fyrsta þorskinn. Miklar annir i pökkuaarsal nýja frystihússins. Ljósmyndirnar tók Jón Páll Halldórsson. ÞEGAR frystihús togarafélags ins Isfirð'ings tók til starfa a Isafirði í síðustu viku, flutti Matthías Bjarnason, stjórnar- formaður félagsins, ræðu, þar sem hann rakti starfsemi fé- lagsins frá því það var stofnað 1946 og tildrögin að byggingu frystihússins. — Verður hér greint frá nokkrum atriðum úr þeirri sögu, samkvæmt ræðu Matthíasar. Borgirnar tvær Togarafélagið Isfirðingur hf. var stofnað 13. maí 1946 að frum- kvæði bæjarstjórnar Isafjarðar. Hluthafar auk bæjarsjóðs voru einstaklingar og félög í bænum. Félagið festi kaup á einum af Þáttaskil í útgerðinni Þegar farið var að vinna togara afla í landi, karfaveiðar hófust að nýju eftir 1950 og alveg sér- staklega eftir að löndunarbannið var sett á í Englandi, urðu þátta- skil í rekstri togaraútgerðarinnar hér á landi. Siglingar togaranna með ísfisk á erlendgfi markað lögðust niður að mestu leyti og afla togaranna varð að leggja á land til vinnslu. Af þessu sköpuðust miklir erfið- leikar. Skreiðarverkun var hafin í stórum stíl og keypti félagið Hraðfrystistöðina hf. og kom ser upp um 170 skreiðarhjöllum. — Jafnhliða var hafin framleiðsla a saltfiski, þrátt fyrir margvíslega tíma ársins, sem karfinn var uppi staðan í afla togaranna. Hér við bættist, að ný og auðug karfamið fundust bæði austan og vestan Grænlands, sem gáfu mikla og fljóttekna veiði. Hraðfrystihúsin hér og í nágrenninu voru upp- haflega byggð, til þess að geta hagnýtt afla vélbátaflotans, enda var hraðfrysting á togarafiski þá óþekkt. Forráðamenn ísfirðings hf. voru því sammála um, að það yrði að bæta aðstöðu skipa fé- lagsins með því að byggja full- komið fiskiðjuver og koma þar fyrir allri starfsemi félagsins, þ. e. saltfisk- og skreiðarverkun, hraðfrystingu og ísframleiðslu. Fjöldi gesta var viðstaddur opnun frystihússins. Meðal þeirra sem héldu ræður við opnun frystihússins voru Kjartan J. Jóhannsson alþingismaður, Matthías Bjarnason for- maður og Ásberg Sigurðsson framkvstj. Isfirðings hf. hinum eldri nýsköpunartogurum. Var það togarinn Isborg, sem kom til ísafjarðar í maí 1948. I ársbyrjun 1951 festi félagið svo kaup á öðrurn togara, Sólborgu, og kom hann til landsins í ágúst- lok 195L erfiðleika, þar sem var ekki fyrir hendi. húsakostur Stórvirkt frystihús skorti En þetta var ekki nóg. Frysti- húsakosturinn var alls ónógur til að taka við afla togaranna þann Strax haustið 1952 var farið að undirbúa byggingu fiskiðjuvers- ins. Var sótt um lóð til hafnar- nefndar og teikningar af fyrir huguðu fiskiðjuveri gerðar af Gísla Hermannssyni, verkfræð ingi Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna. Byggingarframkvæmdir hófust svo í júlí 1952. Byrjað var á salt- fiskverkunarstöðinni, vegna þess að lóð sú, sem félaginu var út- hlutað á hafnarbakkanum nýja, var að mestu óuppfyllt. Ætlunin var að láta byggingu hraðfrysti- hússins ganga fyrir, en þess var því miður enginn kostur. Vorið 1955 var byggingu saltfiskverk- unarstöðvarinnar að mestu lokið. Lán Framkvæmdabankans I ársbyrjun 1954 var búið að fylla upp lóð félagsins í sambandi við dýpkun Sundanna. Var þá þegar farið að vinna að því að fá fjárfestingarleyfi og lán til byggingar hraðfrystihússins. Var leitað til Framkvæmdabanka Is- lands um stórt lán. Á miðju sumri veitti Framkvæmdabank- inn félaginu lán að upphæð 2,2 millj. kr., sem síðar var hækkað um 1 milljón króna, og voru bygg ingarframkvæmdir hafnar í júlí- Lóðin á hafnarbakkanum lok 1955. Hefur. síðan verið unnið óslitið að byggingu hraðfrysti- hússins, en skortur á lánsfé hef- ur jafnan verið mikill og það ó- neitanlega tafið nokkuð fyrir framkvæmdum. Á myndinni eru Guðbjartur Jónsson verkstjóri, Daniel Krist- jánsson byggingameistari og Magnús Eiríksson vélstjóri. Úr Borgarfirði eystra: Misjofn vœnleiki ijnr — Jnrð- vinnsln — Umhleypingnsöm tíð Haustveðrátta hefur verið frem- ur mild, en mjög umhleypinga- söm einkum síðara hluta okt., og það sem af er þessum mán. Sauð- fjárslátrun lauk um miðjan okt. og var hún með meira móti, enda hefur fé farið fjölgandi undan- farin ár. Meðalvigt slátur lamba var heldur betri en undanfarið en þó mjög misjöfn hjá einstök- um mönnum. Lömb, sem komu úr Víkunum hér fyrir sunnan og annars staðar þaðan sem féð hefur gengið við sjó í sumar, voru yfirleitt í lak- ara meðallagi að vænleika en til landsins voru lömb með ailra vænsta móti. Beztu meðalvigt dilka hafði Hannes Árnason bóndi á Grund um 17 kg. En þyngsti dilkurinn, sem slátrað var, hafði 26 kg. fall. Var hann eign Björns Andréssonar, bónda í Njarðvík og mun vera þyngsti dilkur, sem menn muna eftir að hafi komið hér til slátrunar. Heimtur munu | yfii'leitt hafa verið sæmilegar í haust. Jarðvinnsla hefur ekki verið mikil í haust, þó hefur jarðýta unnið við að brjóta land til rækt unar öðru hverju fram undir októberlok, en mikið vantar á að hún lyki því verkefni sem fyrir lá. Skurðgreftri hefur aftur miðað vel og hefur skurðgrafa unnið úrtaka lítið frá í vor allt fram til síðustu mánaðarmóta og ræst fram mikið land. Ýmsir hugðu á að nota haustið til að vinna að byggingafram- kvæmdum ef veðrátta hefði leyft. T.d. var ráðist í að grafa fyrir félagsheimili hér í síðastl. mán- uði, sem verða á mikil og reisu- leg bygging. Var fengin heimild til að vinna fyrir 90 þús. kr. í ár, en ekki voru horfur á að úr því gæti orðið. Þá var verið að vinna að byggingu 20 m langrar brúar á Fjarðará undan Hólalandi. Var búið að steypa báða stólpana og stilla upp undir brúarplötuna, þegar frost og snjór stöðvaði frekari framkvæmdir. Bíður nú brúarsmiðurinn, soin er Sigurður Jónsson á Sólbakka, eftir fyrsta tækifæri til að stevpa plötuna og ljúka við brúna. Er ekki óiiugsan legt að það kunm að takast á næstunni. Hin fjögur íbúðarhús, sem haf in var smíði á hér í sumar, eru nú öll um það bil að vera fok- held og sitthvað meira, en á sum vantar enn þakjárn. Þá hafa menn unnið að peningshúsum og smærri byggingum og viðhaldi húsa en hinir stöðugu umhleyp- ingar gert mönnum erfitt fyrir með allar framkvæmdir. í byrjun þessa mánaðar gerði fremur slæmt snjófelli. Snjórinn er að vísu ekki djúpur, en nokkuð jafn fallinn, storka yfir allt svo nærri hefur verið jarðlaust. Hafa menn því flestir hýst fé sitt en lítið sem ekkert hey hefur verið gefið enn. Tvo síðustu daga hefur verið þíðviðri og mjög batnað í högum, en er þó æði hvítt yfir að líta. í gær fór hér fram jarðarför Ragnhildar Hjörleifsdóttar Ás- garði er lézt 1. þ.m. 85 ára að aldri, merkiskona og vel látin. Ekki hefur gefið á sjó til fiskj- ar í um það bil mánaðartíma, en allgóð fiskveiði var á línu hér í haust, þegar gaf á sjó. Vegurinn yfir Vatnsskarð varð ófær í byrjun þ.m. en var opnað- ur aftur í fyrradag og er nú fær öflugum bílum. — I.I.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.