Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 4. des: 1957 MORCFJVBf ÁÐ1Ð Nýi ISnskólinn bætir mjög skiiyröi tii aukinnar iðnfræ'öslu. atvinnustéttanna haldist nær ó- breytt á þessu tímabili. Þá hef ég áætlað að hlutur iðnaðarins sé um 43%, verzlunarinnar nær 13%, samgangna 12% og þjónustu starfa 17%, en fisltveiða aðeins 6%. Gert er ráð fyrir skv. þessu, að 653 lifi af landbúnaði í Reykj avík 3918 af fiskveiðum 28081 af iðnaði 8489 af verzlun 7837 af samgöngum 11102 af þjónustustörfum og 5225 eru óstarfandi Alls 65305 i árslok 1956. Nú fjölgar fólkinu til ársloka 1962 um a. m. k. 5.759. Spurningin er þá, hvaða at- vinnugreinar muni veita þessu fólki lífsviðm-væri. Ef hlut- föll milli atvinnustétta haldast óbreytt, þarf iðnaðurinn einn að framfleyta 2500—2800 manns í viðbót. Ef ég áætla, að 45% af þessari aukningu séu framfær- endur, þ. e. a. s. þeir menn, sem beinlíríis vinna þá í iðnaðinum, þarf hann að taka við.1100—1300 manns sem auknu starfsliði á næstu 4 árum, og öðru eins á næstu 4 árum þar á eftir, kjörtímabilinu 1962 til 1966. Að sjálfsögðu getur skeð, að einhverjar breytingar verði á þessu, þannig að fleira af flókinu fari í t.d. fiskveiðarn- ar, ef þær verða stundaðar meira en hingað til er, en að óbreyttum ástæðum lítur út fyrir, að þessi þróun muni halda áfram eins og gert er ráð fyrir. Af þessum ástæðum er lögð töluverð áherzla á það, að bæjarstjórnin greiði fyrir iðnaðinum á ýmsan hátt, eins og fram kemur í tillögunum. í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að bæjarstjórn og þingmenn Reykjavíkur beiti sameiginlegum áhrifum sínum til þess að ráð- stafanir ríkisstjórnarinnar til aukins jafnvægis í byggð lands- ins skerði ekki hagsmuni Reyk- víkinga og þá sérstaklega þeirra, sem lífsframfæri sitt hafa af iðn- aði og sjávarútvegi. Er rétt að skýra þessa tillögu nokkuð nánar. Frá samtökum iðnrekenda höfum við fengið þær upplýsingar, að nokkuð sé þegar farið að bera á því, að auðveldara sé að fá inn- flutningsleyfi fyrir vélum til ým- iss konar framleiðslu og fjárfest- ingarleyfi, ef iðnaðarfyrirtækin eru staðsett utan Reykjavíkur. Munu iðnrekendur í Reykja- vík þegar hafa látið freistast af þessum tilboðum, og flutt at- vinnustarfsemi sína úr Reykja- vík. Þó eru hráefnin til iðnaðar- ins fengin i gegnum Reykjavík, og fullunna varan er aftur flutt til Reykjavíkur til sölu aðallega og nær eingöngu hér. Þetta verð- ur að telja mjög óheillavænlega þróun. Ég sé ekki ástæðu til að ræða þetta vandamál almennt hér, þ. e. það, sem kallað er með slagorði „jafnvægi í byggð iands- ins“. í sjálfu sér get ég verið alveg sammála hagfræðingi Þjóð- viljans í því efni, að þetta sé efnahagsleg fjarstæða. Við ræð- um hér um Reykjavík og hags- muni Reykjavíkur, þ. e. hreina hreppapólitík. Við því er ekkert að gera, að nokkur átök eigi sér stað milli sveitarfélaga í ýmsum málum. En þegar afskipti ríkis- valdsins, fara að verða til þess að þróunin verði sú, að iðnaður, sem ella hefði verið staðsettur hér, ef iðnrekendur hefðu sjálfir mátt ráða, fer að færast burt úr bænum, þá er nokkur hætta á ferðum, sérstak- lega þar sem vitað ér, að núver- andi ríkisstjórn hefir sýnt það, að hún er ekki sérlega vinveitt Reykvíkingum og reykvísku at- vinnulífi. Ákvarðanir í þessum efnum kunna að ver» gerðar ein mitt um þessar mundir. Þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast vel með. Það er of seint að hefja aðgerðir, þegar ný iðnfyrirtæki hafa verið stofnsett annars stað- ar, hús byggð og vélar settar niður. Þá verða þau ekki auð- veldlega flutt. Hugmyndin um að koma í veg fyrir hið árstíðabundna atvinnuleysi í hinum dreifðu byggðum landsins með því að stofnsetja iðnfyrirtæki þar, sem ómögulegt er að reka þau með hagkvæmni, «r mjög var- hugarverð, svo ekki sé meira sagt. Þó það virðist vera óskylt mál, þá langar mig til þess að nefna stóreignaskattinn einmitt í þessu sambandi. Stóreignaskatturinn er nefnilega ekki lagður á atvinnu- reksturinn eða atvinnufyrirtækin almennt, heldur aðeins á ákeðið rekstrarform. Ég er ekki í vafa um að stóreignaskattslögin, eru stíluð upp á að tefja eðli- legar framfarir og aukningu á þeim stærri iðnaðarfyrir- tækjum og verzlunum, sem rekn- ar eru hér í Reykjavík. Stór- eignaskatturinn fer nú bráðlega að koma til innheimtu, og eykur það gífurlega á örðugleika iðn rekstrarins hér í Reykjavík. Með þessum tvennum ráðum gerir nú- verandi ríkisstjórn mjög harða hríð að Reykvíkingum, og er rétt að forráðamenn Reykjavíkur, bæði í bæjarstjórn og á þingi, séu vel á verði um þessi mál. Ég legg áherzlu á að þessar ráðstafanir verða beinlínis til þess að skaða allan almenning í Reykjavík. Ég véit að talsmenn stóreignaskatts- ins munu svara því, að önn- ur fyrirtæki muni þá koma í stað- inn fyrir þessi einkafyrirtæki, sem verða að láta í minni pokann fyrr skattheimtumönnum ríkis- ins. Það eru hin skattfrjálsu sam- vinnufélög. Sambandið undirbýr nú á öllum sviðum stóra sókn á hendur Reykvíkingum. Það vill yfirtaka alla verzlunina og iðn- aðinn og hefur nú úti öll spjót. Þegar ekki fæst styrkur til þess frá fólkinu sjálfu, sem lítið skipt- ir við þá, er lagður á stóreigna- skattur til þess að hjálpa til í baráttunni, og slá niður keppi- nauta Sambandsins hér í Reykja- vík. En þá mun almenningur i Reykjavík fljótlega finna, að út- svarsbyrðin mun heldur snögg- lega þyngjast, ef atvinnurekst- urinn á að færast í þetta form, sem ekki greiðir útsvar svo að nokkru nemi. Tillögur Atvinnumálanefndar Varðar HLUTVERK bæjarstjórnar í atvinnumálum er að veita atvinnu- starfsemi einstaklinga og félaga hvera konar þjónustu með því að sjá fyrir orkuþörf atvinnurekstrarins, úthluta lóðum til atvinnu- fyrirtækja, greiða fyrir samgöngum með gatnagerð og hafnargerð cg hafa á hendi forustu um samvinnu til úrlausnar sameiginlegum vandamálum atvinnufyrirtækja. — Við þetta miðast eftirfarandi tillögur: Dýraverndarinn krefst aðgerða í olíumálinu ÞAÐ fer ekki milli mála að síðan Guðmundur Gíslason Hagalín rit- höfundur, tók við ritstjórn Dýra verndarans hefur blaðið tekið mikinn fjörkipp og er ósvikinn málsvari á vettvangi dýravernd- unar. í gær er t.d. grein eftir rit stjórann um naðsyn þess að að- gerðir í oliumálunum dragist ekki úr hömlu. Segir m.a. .....,Svo sem lesendum Dýra- verndarans hefur verið skýrt frá, skipaði ríkisstjórn íslands fyrir meira en einu ári nefnd til þess að gera tillögur um frumvarp til laga, sem skulu fyrirbyggja olíu mengun sjávar. Eiga sjö menn sæti í nefndinni, og virtist í fljótu bragði, að val þeirra hefði tekizt mjög vel. Formaður nefnd arinnar er Hjálmar Bárðarson, 1 Bæjarstjórn og þingmenn Reykjavíkur beiti sameiginlega áhrifum sínum til þess að ráðstafanir ríkisstjórnarinnar til auk- ins „jafnvægis í byggð landsins“, skerði ekki hagsmuni Reyk- víkinga og þá sérstaklega þeirra, sem lífsframfæri sitt hafa af iðnaði og sjávarútvegi. 2. Gerðar verði ráðstafanir til þess að fá umráð yfir Seltjarnar- nesi og sameina það lögsagnarumdæmi Reykjavíkur og ætla lóðir þar fyrir fiskiðnað og aðra stóriðju í framtíðinni eða greiða á annan hátt fyrir því að stórar lóðir séu veittar iðn- fyrirtækjum, sem gefi þeim næga möguleika á aukinni starf- semi. 3 Bæjarstjórn hafi samvinnu við iðnaðarmenn um að koma upp iðnaðarhúsi (industribyg) fyrir smærri iðnað og viðgerðarverk- stæði ýmiss konar til þess að örva framtak til sjálfstæðs at- vinnurekstrar og gera þeim með því auðveldara að veita bæjar- búum meiri og betri þjónustu. 4. Gert verði það, sem í valdi bæjarstjórnar stendur, til að stuðla að því, að útgerðinni sé séð fyrir þeirri aðstöðu í bænum, sem nauðsynleg er til eðlilegrar þróunar og aukningar þessarar at- vinnugreinar og sérstaklega verði þess gætt, að hafnaraðstaða sé fullnægjandi. 5. Bæjarstjórn og þingmenn Reykjavíkur beiti áhrifum sínum til þess að samþykkt verði lög um álagningu veltuútsvars á allan atvinnurekstur og þau talin frádráttarbær við ákvörðun skatt- sk.yldra tekna. Veltuútsvör og tekjuútsvör verði síðan lögð á allan atvinnurekstur í bæjarfélaginu án tillits til þess í hvaða formi fyrirtækin eru rekin og hverjir eigendur þeirra eru Ríkis-, bæjar-, samvinnu- og einkafyrirtæki greiði öll útsvör eftir sömu reglum. 6. Ákveðið verði, að öll meiri háttar verk í sambandi við verk- legar frpmkvæmdir bæjarfélagsins og bæjarfyrirtækja og einnig stærri innkaup til bæjarfyrirtækja skuli boðin út til tryggingar því, að bæjarsjóður njóti jafnan beztu fáanlegra kjara. ! 7. Hraðað verði að ganga frá framtíðaráætlun um stæklcun Reykja víkurhafnar og jafnframt tryggt í skipulagi bæjarins, að ekki verði frekar en orðið er gengið á athafnasvæði væntanlegrar hafnar. 8. Bæjarstjórn beitti sér fyrir því, að byggðar verið birgðaskemm- ur á hafnarbökkum í samræmi við nútímakröfur um vöruaf- greiðslu. Verði þetta gert í samvinnu við skipafélögin og sam- tök inn- og útflytjenda. 9 Bæjarstjórn og þingmenn Reykjavíkur leggi áherzlu á, að kom- ið verði sem fyrst upp tollvörugeymslu (frilager) í sambandi við Reykjavíkurhöfn. 10. Bæjarstjórn skipi tvær fastanefndir, iðnaðarnefnd og sjávar- útvegsnefnd. Hlutverk þeirra sé að efla alla fyrirgreiðslu bæj- arins við þessar þýðingarmiklu atvinnugreinar og örva framtak einstaklinga og félaga til þess að stofna ný iðn- og útgerðar- fyrirtæki í bænum. Verkefni útgerðarráðs takmarkist við að vera yfirstjórn Bæjarútgerðar Reykjavíkur. skipaskoðunarstjóri. Eftir þvi sem Dýraverndarinn veit bezt, mun nefndin alls ekki hafa starf- að — enn sem komið er. Þing kom saman í október í fyrra og sat fram á vor, og ekkert heyrð- ist frá nefndinni, og nú hefur þing verið kvatt til funda á ný, án þess að nefndin hafi rumsk- að, . . . . “ Margar fróðlegar greinar og skemmtilegar frásagnir eru í blað inu, fyrir unga sem gamla. Þá er boðað til verðlaunasamk., eru það ritgerðir um dýravernd eða frásagnir um dýr og sambúð manna og dýra. Það er Menning- arsjóður Jóns Ólafssonar sem veitir verðlaunin, en 1. verðlaun eru 350 kr. og II. verðlaun 250 kr. Er sagt nánar frá þessu í blað inu að sjálfsögðu. * KV I K MY N D I R * „Hver var maburinn' i T jarnarbiói EF DÆMA ætti enskan „humor“ eftir þessari kvikmynd, þá mundi maður segja, að hann væri ekki upp á marga fiska. — Myndin minnir að vísu nokkuð á hina gömlu Mac-Sennet-farsa, en stendur þeim þó svo óralangt að baki. Keyrir vitleysan svo úr hófi að áhorfandanum stekkur varla bros. Þó kynni að vera að börn hefðu gaman að sumum at- riðum myndarinnar, t.d. er storm ur feykir alls konar krásum fram an í menn, eða þegar fjöldi bíla- þýtur með ofsahraða á eftir bóf- unum og allt lendir að lokum í bendu. — Aðalhlutverkið leikur Benny Hill „nýjasti gamanleik- ari Breta, sem spáð er mikilli frægð“, að því er segir í leik- skránni. — Er vonandi að sú frægðarspá rætist, en varla get- ur hún verið byggð á leik hans í þessari mynd. — Ego. „Can Can” / Austurbæjarbiói „RAUÐA MYLLAN" var um langt skeið víðfrægastur skemmti staður hinnar miklu gleðiborg- ar, Parísar þó að hún sé nú varla meira en svipur hjá sjón við það sem áður var. Ekki er langt síðr an kvikmynd, sem bar nafn „Rauðu myllunnar" og fjallaði um ævi hins fræga franska list- málara Toulouse-Lautrec, var sýnd hér í Austurbæjarbíói við feikna aðsókn og hrifningu. Nú sýnir þetta sama bíó enn eina kvikmynd, franska dans- og söngvamynd þar sem „Rauða myllan“ kemur mjög við sögu. Er myndin efnismikil, og frábær- lega vel gerð, enda hefur snill- ingurinn Jean Renoir sett mynd- ina á svið og annazt leikstjórn- ina. Auk þess fara afburðaleik- arar svo sem Jean Gabin, Frango- ise Arnoul og Maria Felix með aðalhlutverkin. Eru báðar þessar leikkonur fríðar sýnum og glæsi- legar og leikur þeirra hrífandi. — Þá koma og fram í myndinni margir aðrir þekktir listamenn, svo sem vísna-söngkonan Yvette Guilbert, Eugenie Buffet, Paul Delmet o. fl. — En það sem setur hvað mestan svip á mynd- ina er hinn ósvikni og eldfjör- ugi franski Can-Can-dans. Það er óhætt að mæla með þessari bráðskemmtilegu mynd. Hún svíkur áreiðanlega engan. —Ego. I.des.-fagnaður iKjos Valdastöðum 2. des. UMF Drengur efndi til kvöld- fagnaðar 1. des. að Félagsgarði. Hjálmar Gíslason og Haraldur Adólfsson skemmtu með gaman- vísnasöng o. fl. Ólafur Á. Ólafs- son, Valdastöðum, flutti ávarp í tilefni dagsins. Einnig voru sung- in ættjarðarlög, undir stjórn Odds Andréssonar á Neðra Hálsi. Ólafur minntist m. a. á baráttu- mál íslendinga í sambandi við handritin og einnig um meiri rétt íslendingum til handa á Græn- landi, samkv. fornum og sögu- legum heimildum. Loks var dans stiginn. — Allmargt fólk sótti þennan kvöldfagnað. —St.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.