Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLAÐ1Ð Miðvik'udagur 4. des. 1957 mttiritafrifc tJtg.: H.i. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðamtstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktssorj, Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, simi 33045 . Auglysingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargialci kr. 30.00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 1.50 emtakið. YFIRLYSING KOMMUNISTA UM BROTTFÖR VARNARLIÐSINS LOKKSÞING kommúnista |H flokksins, sem staðið hef- -* ur yfir undanfarið hefur nú lýst því yfir, að það líti svo á að „ríkisstjórn sú, sem nú situr sé skuldbundin gagnvart um- bjóðendum sínum og samkvæmt stjórnarsáttmálanum að fram- fylgja tafarlaust samþykktinni um brottför bandaríska hersins frá íslandi. Fyrir því skorar þingið á ríkis- stjórnina að standa við fyrirheit sín um brottför hersins úr land- inu og treystir því að fulltrúar Aiþýðubandalagsins í ríkisstjórn og á Alþingi neyti allra krafta tii þess að knýja fram tafarlausa lausn í þessu höfuðmáli þjóðar- innar og heitir á alla fylgjendur hins íslenzka málstaðar, einstakl- inga og félagssamtök, að standa sem einn maður í þessari baráttu, unz fullur sigur er unninn“. Þá lýsti þing kommúnista því einnig yfir að það teldi höfuð- nauðsyn á því að hafinn verði undirbúningur að því að ísland segi sig úr Atlantshafsbandalag- inu árið 1959. Enda þótt samþykkt þessi sé nokkuð óljós virðist þó auðsætt að hún eigi að fela í sér til- raun til þess að reka af flokkn- um slyðruorðið varðandi fram- kvæmd tillögunnar frá 28. marz 1956 um brottrekstur þess. Kommúnistum finnst æru sinnar vegna að þeir verði að taka fastar á málinu en þeir hafa hingað til gert, þess vegna segjast þeir „treysta því, að fulltrúar Alþýð<ubanda lagsins í ríkisstjórn og á Al- þingi neyti allra krafta til þess að knýja fram tafarlausa lausn í þessu höfuðmáli þjóð- Hvað hafa þeir gert til þessa? En á hverju er það traust byggt? Hvað hafa þeir gert á því rúmlega eina ári, sem þeir hafa setið í ríkisstjórn til þess að „standa við fyrirheit sín um brottför hersins úr landinu“? Ekkert, hreint ekkert. Þeir hafa hins vegar tekið ábyrgð á samningi ríkisstjórnarinnar um áframhaldandi setu hans hér. Skammir „Þjóðviljans“ um Guð- mund í. Guðmundsson vegna þessa samnings og ýmissa stjórn- arathafna skipta í þessu sam- bandi engu máli. Þær hafa þann tvíþætta tilgang að reyna annars I vegar að breiða yfir ábyrgð kommúnista á athöfnum utanrík- j isráðherrans og hins vegar að i auðvelda honum að koma óheil- | indum vinstri stjórnarinnar í ör- yggismálum í dollaraverð, verzla með réttinn til þess að verja ís- lenzkt öryggi og sjálfstæði. Brottför úr Atlants- haf sban dala^í nu En hvað sem öllu öðru líður krefjumst við þess að ísland segi sig úr Atlantshafsbandalaginu ár- ið 1959, segja kommúnistar. Virðast þeir reikna með því að hægt sé að koma þvi í kring á tveimur árum. En hér er um lævíslega til- raun til blekkinga að ræða. í 13. gr. stofnsamnings Atlantshafs- bandalagsins segir svo: „Þegar 20 ár eru liðin frá gild- istöku samnings þessa getur hver aðili sagt honum upp með eins árs fyrirvara, talið frá afhend- ingu tilkynningar þess efnis til ríkisstjórnar Bandaríkja Ame- ríku, en hún skýrir ríkisstjórn- um annarra aðila frá afhendingu slíkra tilkynninga“. Stofnsamningur Atlantshafs- bandalagsins er þannig gerður til 20 ára. Hins vegar er í honum ákvæði um endurskoðun hans. Eru þau á þá leið að þegar 10 ár eru liðin, og hvenær sem er eftir það er hægt að krefjast endurskoðunar samningsins, ef ein eða fleiri þjóðir óska þess. En það er ekki hægt að segja samningnum upp fyrr en 20 ár eru liðin frá gildistöku hans. Auðvitað vita leiðtogar kommúnista þetta, en þeir hika samt ekki við það að láta flokksþing sitt gera samþykkt, þar sem gert er ráð fyrir að ísland geti sagt sig úr Atlants- hafsbandalaginu árið 1959! FuIItrúar íslands á Parísarfundinum Um miðjan desember n.k. hefst fundur ráðs Atlantshafsbanda- lagsins og æðstu manna þjóða þess í París. Er gert ráð fyrir að hann verði sóttur af samtals um 60 ráðherrum, þar af öllum for- sætis- og utanríkisráðherrum NATO-ríkjanna. Munu þannig sækja fundinn 4 ráðherrar að meðaltali frá hverju þátttökuríki. Ákveðið mun verið að Her- mann Jónasson forsætisráðherra og Guðmundur f. Guðmundsson utanríkisráðherra, sæki fundinn af hálfu íslands. En liklegt má telja að þriðji flokkur ríkisstjórn arinnar, kommúnistaflokkurinn, óski þess að senda annan af ráð- herrum sínum til fundarins. Mundi þá annaðhvort Lúðvík Jósefsson eða Hannibal Valdi- marsson sækja fundinn. Senni- legast er að Hannibal mundi verða fyrir valinu. Koma þar til tvær ástæður. í fyrsta lagi mun sjávarútvegsmálaráðherra hafa öðrum hnöppum að hneppa um miðjan desember en sækja ráð- stefnur erlendis. í öðru lagi hef- ur Hannibal orðið allmiklu meiri æfingu í að sitja -ráðstefnur er- lendis eftir fjölmargar utanfarir á yfirstandandi ári. En eins og kunnugt er, er hann fyrir nokkr- um dögum kominn heim frá Moskvu eftir að hafa setið þar gestaboð Krúsjeffs ásamt fleiri ráðamönnum frá leppríkjum Rússa. Öðrum forráðamönnum NATO mun vafalaust forvitni á að sjá hinn eina ráðherra Atlantshafs- ríkjanna, sem í þá heimsókn fór. Ekki sízt, þegar hann hefur þann boðskap að flytja, að heimaland hans skuli hverfa 10 árum fyrr úr bandalaginu en samningar standa til. 12 mínúturnar, sem réðu úrslitum óKÝRT var frá því í frétt hér í blaðinu á dögunum, að Rússar hefðu haft á prjónunum að myrða Tító árið 1953. Á síðustu stundu hefði komið skipan frá Moskvu um að hætta við morð- tilraunina. Sögumaðurin* er Boris Morr- os, sem um margra ára skeið stundaði njósnir fyrir bandarísku leynilögregluna. En það sögulega við njósnir hans var, að á sama T í T Ó tima var hann mikilvægur hlekk ur í njósnakerfi Rússa í Banda- ríkjunum — og á þann hátt varð hann bandarísku leynilögregl- unni mikilvægari njósnari en flestir eða allir þeir menn, sem verið hafa á snærum hennar. Morros hefur ritað grein í banda ríska timaritið Look þar sem hann greinir frá fyrirhuguðu morði Títós. Morros tók ekki sjálfur þátt í undirbúningi morðsins, en hins vegar fékk hann vitneskju um þær áætl. frá fyrstu hendi. Þann 17. marz árið 1953 kveðst hann hafa átt fund með Yefimov nokkr 1 um, sem var mjög taugaóstyrkur I — og sagði honum að lokum, að j honum hefði verið falið að skipu leggja morð Títós. Hann hafði fengið sex menn sér til aðstoðar, en" hann einn var ábyrgur fyrir að allt færi vel. Um svipað leyti hurfu þrír Júgóslavar með dul- arfullum hætti í Austurríki — og á sínum tíma var mikið rætt um hvarf þeirra. Þeir voru allir myrt ir, segir Morros, og voru Yefi- mov og félagar hans þar að verki — í æfingarskyni. Yefimov sagði Morros, að hann ætti að klæðast sem prestur, er hann framkvæmdi verknaðinn — og hefði hann um tvo daga að velja til framkvæmdanna: 28. marz og annan dag — í júlí. Ekki hafði Morros neinar fregn ir af undirbúningi morðsins í tvo mánuði, en 4. maí 1953 átti hann íund með yfirmanni Yefimovs, Christopher Petrosian. Sagði hann Morros, að Yefimov hefði verið komið í sjúkrahús vegna taugaveiklunar. Einn á- kveðinn dag, sem Petrosian til- tók ekki, hefði Yefimov átt að hafa yfirumsjón með morði mik- ilvægs manns, en 12 mínútum áður en til skarar átti að skríða kom orðsending frá Moskvu um að hætt skyldi við morðið — hvað sem það kostaði. I Tókst Yefimov að stöðva fram ' kvæmdina á þessum stutta tíma | og koma skilaboðum til allra að- stoðarmanna og þátttakenda. En I þessi þolraun varð Yefimov um megn. Hann fékk taugaáfall, þeg- ar hann hafði stöðvað alla „morð vélina" og var fluttur í sjúkra- hús. Ensk móðir og 3 born hennar flýja Pólland Ensk kona, sem verið hafði í Póllandi frá styrjaldarlokum, kom sl. fimmtudag aftur heim til Englands. Hafði henni tekizt að flýja rússneskt fangelsi í Póllandi og komast heim sem laumufar- þegi ásamt þrem börnum sínum. Frú Ciesielka giftist pólskum her manni í Skotlandi í lok styrjald- arinnar og fluttust þau til Pól- lands. Þar var hún handtekin af lögreglunni í Chozsno og sökuð um njósnarstarfsemi. Henni tókst að flýja út um klefagluggann og komast 30 km leið heim til sín til að sækja börn sín. Þann 8. nóv. sl. tókst henni að finna brezkt skip, sem sigla átti frá Gdynia. Tókst henni að laumast um borð og fela sig ásamt börnum sínum í lestinni. Börnin eru 2, 4 og 12 ára. Sagð- ist frú Ciesielka aldrei mundu yfirgefa England aftur — „í Pól- landi er ekkert að hafa nema sjúkdóma, hungur og ótta, „sagði hún. Maður hennar er ennþá í Póllandi. Bandarískir vísindamenn hafa upplýst, að mýs, sem hafa fæðzt ob lifað í gerilsneyddu umhverfi í tili aunastofum þeirra, hafa ekki fengið krabbamein. Aftur á móti hafi allmargar mýs af sama stofni, sem ekki hafi notið sömu skilyrða, fengið krabbamein. — Þykja þetta allmerkar niðurstöð- ur, en ekki segjast vísindamenn vita, af hverju þetta stafar. Þeir eru dr. James A. Reyniers og Miriam R. Sacksteder. Rainier fursti og Gracy Kelly brosa við ljósmyndaranum. Menntamenn ■ Ungverjaiandi eru kommúnistum óþægur ijár í þúfu Þeir sýna kenningum Marx kœruleysi eða jafnvel fjandskap BÚDAPEST. — Undanfarið hafa ungversk blöð mjög kvartað um kæruleysislega eða fjandsamlega afstöðu menntamanna til kenn- inga Marx. Hafa þau komizt svo að orði, að mestur hluti ung- verskra menntamanna sé ekki marxistar. Ungverskur yfirverkfræðingur segir frá því í blaði nokkru, að hann hafi verið neyddur til að aflýsa fundum, af því að enginn sýndi minnsta áhuga á þeim. f grein í málgagni menntamála ráðuneytisins, „Közneveles", er skýrt frá því, að margir, sem sækja um þátttöku í námskeiðum um marxisma og leninisma, hafi raunverulega ekki Iöngun til aff kynnast faginu. Enn fremur er það upplýst, að skólastjórar, sem fengið hafa skipun um að kenna marxisma og leninisma, færist undan því og beri við annríki. Slíkar afsak- anir er engan veginn hægt að taka til greina, segir blaðið. Skóla stjórar, sem ekki liafa tíma tii að sinna slíkum efnum, verða fyrr eða síðar lýstir óhæfir til að stýra skóla, segir í greininni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.