Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 3
Miðvik'udagur 4. des. 1957 MORGVKBT4 ÐTÐ 3 ^ v^" wv , ? •?-■ %vyww»ftwy^< ■ ^ - ' ' ■-■<"'■'•" "jwwn « ' V-P^W: ■*» í .<? £ #«?«** Séaíaiist*$iíÍokk$§ft$ áÍij'iUtrz ' ' ; FYRIRSÖGN sú sem birt er mynd af hér að ofan, var yfir þvera 1. síðu Þjóðviljans í gær. Fyrir neðan þessa fyrir- sögn var birt eftirfarandi til- kynning: „Ellefta þing Sameiningar- flokks alþýðu — Sósíalistaflokks- ins samþykkti í fyrradag ein- róma eftirfarandi ályktun um sjálfstæðismál. 11. þing Sameiningarflokks al- þýðu — Sósíalistaflokksins lítur svo á, að ríkisstjórn sú sem nú situr, sé skuldbundin gagnvart umbjóðendum sínum og sam- kvæmt stjórnarsáttmálanum að framfylgja tafarlaust samþykkt- inni um brottför bandaríska hers ins frá íslandi. Fyrir þvi skorar þingið á ríkis- stjórnina að standa við fyrirheit sín um brottför hersins úr land- inu og treystir því, að fulltrúar Alþýðúbandalagsins í ríkisstjórn og á Alþingi neyti allra krafta til þess að knýja fram tafarlausa lausn i þessu höfuðmáli þjóðar- innar og heitir á alla fylgjendur hins íslenzka málstaðar, einstakl inga og félagssamtök, að standa sem einn maður í þessari bar- áttu, unz fullur sigur er unninn. Þingið lýsir því einnig yfir, að það telur höfuðnauðsyn á að nú þegar verði hafinn undirbúning- ur að því að fylkja þjóðinni til baráttu fyrir því að Island segi sig úr Atlantshafsbandalaginu árið 1959 og að erlendar her- stöðvar verði lagðar niður á ís- landi. Þá lítur þingið svo á, að fs- landi beri að lýsa yfir ævarandi hlutleysi og stefnt sé að því að tryggja það með alþjóðasamning- um.“ Það fer ekki hjá því, að það séu talin tíðindi, þegar stærsti stuðningsflokkur stjórnarinnar, gerir svo afdráttarlausa ályktun, sem miðar að því, „að framfylgt skuli tafarlaust“ samþykkt Al- þingis frá í fyrra um brottflutn- ing varnarliðsins úr landinu, en í þessu sambandi er vitnað í „stjórnarsáttmálann“ en þar er átt við málefnasamning þann, sem núverandi stjórnarflokkar gerðu áður en ríkisstjórnin var mynduð. Almenningur veltir því fyrir sér, hvað muni verða næsta | skrefið í þessu máli. Þótt menn I séu orðnir vanir stóryrðum úr' þessari átt og viti að ekki er að . marka öll gífuryrðin, þá fer ekki! hjá því að margir munu bíða þess | með nokkurri forvitni, hvort. kommúnistar ætla sér raunveru- I lega að fylgja eftir þessari sam- þykkt flokksins innan ríkisstjórn ar og á Alþingi. Friðrik heiur 1 vinning citir 3 umiorðir í SÞalias — en sigurinn vann hann á einum snjallasfa skákmanni heims I ANNARRI umferð skákmótsins í Ðallas í Texas vann Friðrik Ólafsson stórmeistarann Reshevsky. Szabo og Najdorf gerðu jafn- tefli en skák Yanofskís og Evans og skák Gligorics og Larsens fóru í bið. Eftir tvær umferðir var því staðan: Yanofskí 1 vinning og biðskák, Friðrik 1 vinning, Szabo, Gligoric, Najdorf og Evans V? og biðskák hver. Larsen 2 biðskákir, Reshevsky 1 biðskák. I gærkvöldi sagði Ríkisútvarp-1 þegna til Ungverjalands. Reshevsky tefldi á kandidata- mótinu í Zurich 1953, þar sem Smyslov sigraði og öðlaðist rétt til að skora á Botvinnik heims- meistara í hið fyrra sinn. Þegar fáar umferðir voru eftir af því kandidatamóti voru Smyslov og Reshevsky jafnir, og segja fróðir að Reshevsky hafi farið of geyst á endasprettinum, en hvað um það, hann varð nr. 2—4 ásamt Bronstein og Keres. 1953 og 1954 tefldi Reshevsky tvö 18 skáka einvígi við Najdorf ið, að Evans hefði unnið Friðrik í 3. umferð og að efstir á mótinu væru eftir 3 umferðir Szabo og Evans með 2 vinninga og Larsen þriðji með VA vinning. Aðrar fregnir hafa ekki borizt af 3. umferð. En af fréttum út- varpsins verður ekkert ráðið um gang biðskáka nema það að Ev- ans og Yanofskí hafi gert jafn- tefli og hefur þá Yanofskí 114 vinning ásamt Larsen. Töfluröð Töfluröð keppendanna í Dallas hefur enn ekki borizt, en af þeim 3 umferðum sem lokið er, verð ur hún ekki rétt ráðin á annan hátt en þennan: 1. Yanofskí 2. Evans 3. Larsen 4. Szabo 5. Reshevsky 6. Najdorf 7. Gligoric 8. Friðrik Á mótinu er tvöföld umferð og þegar hinni fyrri er lokið byrja þeir sem tefldu saman i fyrstu umferð aftur og skipta um lit. Stórsigur Friðriks Sigur Friðriks Ólafssonar yfir Reshevsky er mjög mikill per- sónulegur sigur, einn af meiri eða mestu slíkra sem Friðrik hefur unnið. Sam. Reshevsky er 46 ára gamall og hefur um ára- bil verið einn af snjöllustu skák- mönnum heims. 1948 er tefla skyldi um það hverjum bæri heimsmeistaratign- in í skák eftir andlát Aljechins var Reshevsky 1 af 5 er um titil- inn kepptu. Hinir voru Botvinnik, Smyslov og Keres frá Rússlandi og dr. Euwe frá Hollandi. Tefld var 5-föld umferð (3 í Moskvu og 2 í Hollandi). Botvinnik sigr- aði og varð heimsmeistari Smys- lov varð annar og Reshevsky og Keres í 3.—4. sæti. Sigur Botvinn iks var glæsilegur og næstu þrír voru mjög álíka að vinningum. Reshevsky átti sökum sinnar fyrri getu að tefla á kandidata- mótinu í Budapest 1950 án þátt- töku í undankeppni. Þá stóð svo á að Bandaríkjastjórn hafði lagt bann við ferðum þandarískra og vann bæði. Hið fyrra með nokkrum mun, hið síðara 9V2'.BV2. Reshevsky hefur lengi verið fremsti skákmaður Bandaríkj- anna. í skákkeppnum sem Banda ríkin og Rússland hafa háð hef- ur hann eiginlega verið eini mað- urinn sem staðið hefur Rússum á sporði. 1953 fór slík keppni fram á nokkrum borðum og var um- ferð 4-föld. Keppnin var í New York og tefldu Reshevsky og Smyslov á 1. borði. Allar 4 skák- irnar urðu jafntefli. 1956 fór önnur slík keppni fram í Moskvu. Reshevsky mætti þá heimsmeistaranum Bottvinnik á 1. borði og var 4-föld umferð. Reshevsky vann með 214:114. Búðar keppnirnar unnu Rússar með yfirburðum. Reshevsky hefur allmikið teflt vestra síðari árin en ekki keppt mikið í Bandaríkjunum. Mun það fremur stafa af því að keppnin vestra gefur meira í aðra hönd, en skákmót í Evrópu. Flyzt Mykle til Danmerlmr Sigurd Hoel minnir á ritfrelsið og fasistana KAUPMANNAHÖFN, 3. des. — Sigurd Hoel, norski rithöfundur- inn frægi, hefur skýrt frá því, að „Roðasteinn“ Mykles hafi nú ver ið seldur í 200 þúsund eintökum á Norðurlöndum.Hann sagði m.a. um bókina í blaðaviðtali: Eitt er, hvort manni líkar bókin, annað hvort maður vill láta lögregluna I banna þær bækur, sem manni 'geðjast ekki að. Eftir hernám iÞjóðverja í Noregi hefði maður ekki trúað því, að svo margir væru reiðubúnir að ráðast á rit- frelsið í landinu. En það er ein- mitt það, sem gerzt hefur. — Hann sagði í gamansömum tón: Við höfum talað um bók Mykles síðan í marz. Ég yrði hamingju- samur þann dag, sem ég fengi tækifæri til að tala um eitthvað annað en hana! — Þá benti hann á, að Ibsen hafi ekki verið í Nor- egi í þrjá áratugi og Björnsson og Kjelland voru alltaf að fara utan annað veifið. Flestir „hinir stóru“ í norskum bókmenntum og málaralist fengu frægð sínar er- lendis. Þá ræddi blaðamaðurinn við Mykle, sem kvaðst hafa unnið að tveimur nýjum skáldsögum eftir að „Roðasteinninn“ kom út. En nú bíð ég dóms hæstaréttar, bætti hann við. Þá sagði hann, að sennilega mundi hann flytjast til Danmerkur, ef hæstiréttardóm urinn yrði honum ekki í vil. Og loks: Nú hafa verið seld 200 þús. eintök af bók minni — og skyldi nokkur hafa skaðazt af að lesa hana? Ég hef ekki trú á því. Nýr þýzlrnr togari á Patreksfirði PATREKSFIRÐI, 30. nóv. — Einn giæsilegasti togari Þjóðverja, Hans Pickenpack, frá Hamborg, er hér í höfninni, kom vegna radarbilunar. Togari þessi var tekinn í notkun fyrir 14 dögum. Er hann 750 brúttólestii% 324 nettólestir með 42 manna áhöfn. Togari þessi getur verið 5—6 vik- ur að ísfiskveiðum, því flökun fisksins fer fram á þilfari, en flökin síðan hraðfryst í kössum, en úrgangur og ruslfiskur fer í fiskimjölsverksmiðju. Nokkrum dögum áður en veiðiför líkur veiðir togarinn í ís. Öllu er mjög haganlega komið fyrir um borð í þessum stóra togara og marg- ar tæknilegar nýjungar sá ég þar um borð, en skipverjar láta hið bezta yfir sjóhæfni togarans. —Karl. Verið að vinna við Hvalveiðistöðina AKRANESI, 2. des. — Enn eru 10 menn að störfum í Hvalveiði- stöðinni í Hvalfirði. Eru þeir að vinna við smíðar á 140 ferm. við bótarbyggingu við verksmiðjuna, og ýmiss konar viðgerðir og við- hald, þannig að allt verði tilbúið til vinnslu er hvalveiðivertíðin hefst næsta vor. í sumar er leið voru hvalveið- ar stundaðar á fjórum bátum af fimm sem stöðin á og varð „hval- veiðikóngur" Jónas Sigurðsson á Hval V. Framleiðsla stöðvarinnar í ár varð 3000 tonn af lýsi og annað eins af hvalkjöti og rúmlega það, 29,000 sekkir af mjöli og 40—60 tonn af skíðum — Oddur. SIGLUFIRÐI, 30. nóv. — Undan- farið hefur verði hér ágæt tíð og gæftir góðar. Tveir bátar stunda róðra héðan með línu að staðaldri og hafa aflað sæmilega. Aflinn hefur verið 6—8 þúsund pund í róðri. Nokkrar trillur róa héðan, mest með færi, en sumar með línu. Róa litlu bátarnir aðal- lega þegar ekki er vinnu að hafa 1 í landi. —Guðjón. STAKSTtlMiVR Óf rægingarsí arf stjórnarinnar Tíminn sagði frá því í gær, að undir mánaðarlokin síðustu hafi birzt „óvenju rætið og svívirði- legt lesendabréf“ í „Information“ í Kaupmannahöfn. Að sögn Tím- ans stendur m.a. þetta í bréfinu, sem ritað er af C. Linde í Hels- ingör: „Amerikumönnum er sagt að fara frá Keflavíkurherstöðinni (af hugsjónalegum og friðar- stefnulegum ástæðum), en þegar þeir bjóða fram álitlegt mútufé, þagnar allt í einu talið um hug- sjónirnar--------“ Sjálfur bætir Tíminn við: „Þetta er nærri því eins og það hefði staðið í Morgunbiaðinu eða í grein eftir Tamöru Ershova i Moskvu“. Hins getur Tíminn ekki, að það er núverandi ríkisstjorn, sem með atferli sínu hefur gefið ástæðu til þess, að svo er talað um ísland. Héðan af er vonlaust að breyta því, sem orðið er. En ef Tímann tekur sárt að lesa slík erlend um- mæli, væri honum nær að beita áhrifum sínum til að fá stjórnina til að hverfa af óheillabraut siii'oi og liætta að gefa mönnum sem Linde þessum efni til ádeilna á ísland. Þá ætti Tíminn og að láta niður falla skammirnar um Tamöru Ershova í Moskvu. Hún sagði í New Times aðeins frá því, sem stjórnarliðar hér trúðu henni fyrir. Og þótt ekki sé mark tak- andi á þvi, sem kommúnistar segja um andstæðinga sína, þá eru það sannarlega eftirminnileg tíðindi, þegar þeir skýra trúnað- arvinum sínum frá því, að þeir hafi sjálfir ásamt Hermanni og félögum samið um áframhald herstöðva á íslandi gegn því að fá þrjú stórlán frá Bandaríkjun- Rakettu-flugvél með 15 þús. km hraða MOSKVU, 3. des. — Skýrt lief- ur verið frá því, að rússneskir visindamenn vinni að því að smíða flugvél, sem flogið geti fyr ir utan gufuhvolfið, eins og eld- flaugar. Það er rússneska blaðið „Sovjetskaja Aviatzia“, sem skýr ir frá þessarl flugvélasmíð. — í greininni er ennfremur sagt, að rakettuflugvélar geti farið upp í liiminhvolfið og snúið svo við aftur til jarðar og lent eins og venjulegar flugvélar. — Þegar vélin hefur náð 12 þús.—15 þús. km hraða á klst. drepur flugmað- urinn á hreyflinum og flýgur vélin svo með ,sama hraða eftir nk. sporbaugi. — Þegar vélin kemur aftur niður í gufuhvolf jarðar svífur hún með aðstoð vængjanna, en getur haldið upp í háloftin aftur. Þannig getur hún farið mörg þúsund kílómetra án þes að brenna eldsneyti. um. „Vanræksla“ A.S.Í. Alþýðublaðið birti á sunnu- daginn stóra forsíðugrein undir þessum fyrirsögnum: „Mörg sjómannafélög segja upp fiskverðsamningum. Alþýðusamband íslands van- rækti að efna til sjómannaráð- stefnu“. Grcininni lýkur með þessum orðum: „Er nú að koma í ljós, að Al- þýðusambandið hefur alls ekki haft nægilegt samráð við sjó- mannafélögin um fiskverðsamn- ingana. Þess vegna segja félögin nú upp þrátt fyrir ákvarðanir fundar 19 manna nefndar ASÍ og efnahagsmálanefndarinnar“. Þjóðviljinn segir frá þessum tíð indum í lítilli eindálksfrétt í gær, en Tíminn þegir alveg um þau. Samningsuppsögnin er auðsjáan- lega eitt af því, sem þjóðin má alls-ekki fá vitneskju um. Vöruskorturinn Nýlega var hér í Morgunblað- inu prentuð upp umsögn kaup- félagsstjórans á Ilúsavik um vöru skortinn, og var það ekki fögur lýsing. Alþýðublaðið bætir nýju atriði við s.l. sunnudag og segir: „Þegar ég kom út, rakst ég á kunningja minn, sem var heit- vondur yfir því að fá hvergi sæmi legan leslampa. Hann var búinn að æða um alla borg, en allir lampar voru ýmist of dýrir eða of litlir, eða bara alls ekki les- Iampar“. Kíkisstjórnin virðist því í þessu ekki gera upp á milli laudshlut- anna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.