Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 4. des. 1957 Halldóra Einarsdóftir Mi nningarorð Fædd 24. janúar 1865. Dáin 6. september 1957. MEIÍK kona og mikilhæf kvaddi jarðvistina og þetta lif einn síð- sumarsdag á þessu ári. Þá skein sól á tinda í norðlenzkum byggð- um, yijaði búandmönnum og veitti þeim brautargengi við að hirða síðasta heyfeng sinn eftir hagstætt og gjöfult sumar. Þessi kona, sem muna mátti tímana tvenna í eigin ævi og alþjóðar, komin á tiræðisaldur, hlaut það hnoss að leiðarlokum, að sá er sólina skapaði signdi geislastöf- um heimkomu hennar á önnur tilveruskeið. Hún var aiin upp í islenzkum dalabyggðum, bónda kona í sveit fram um sextugsaid- ur og átti löngum eins og séttar- systur hennar allt sitt undir sól og regni. Að lokum var hún langa stund eins konar gestur á kaupstaðarmöl og enti þar ald- ur sinn. Það var mikill veigur í þeirri kynslóð, er sleit barnsskóm sín- um við bjartsýni og sigurgleði íslenzkrar þjóðar, er þáttaskilin urðu i sögu hennar þjóðhátíðar- árið 1874. Hún gekk ung og sterk út í hina miklu eldraun harðinda og hrakfalla tímabilsins 1880— 1887. Þá var ekki legið á silki eða dansað á rósum, er almenn- ingur mátti hafa sig allaa við að halda lífi og heilum sönsum. Nú eru sem óðast að hverfa leifar þessarar kynslóðar, er fékk þol, þrek og seiglu íslenzkrar alþýðu í vöggugjöf og hertist í mann- raunum og átökum við erfið og óblíð lífskjör. Kynslóðin sú, er lifði meiri byltingar og breyting- ar á þjóðlífsháttum, lífsvenjum og hugsunarhætti, en nokkur önn ur í íslandssögu og lagði í lófa íramtíðar dýrmætt og vandgeymt gull fornrar menningar og skil- aði lífgrösum þess hugsunarhátt- ar, er bezt reyndist til bjargar hverjum einstaklingi og allri þjóð að hver maður sé sinnar eigin gæfu smiður og skylt að gera ekki minni kröfur til sjálfs sín en annarra. Og nú er „Halldóra frá Kirkju- bæ“ horfin af sjónarsviðinu eftir langan vinnudag. Hið mikla þrek, er henni var gefið til Jíkama og sálar, fjaraði út og síðast „keypti hún kvölum kvittun heimsins“, eins og sagt var um mikilhæfan og eldri samtíðarmann hennar. Hún hefir efalaust orðið hvíld- inni fegin. Hún var fædd á 111- ugastöðum í Fljótum norður. Foreldrar hennar voru Einar Andrésson og seinni kona hans, Margrét Gísladóttir á Hrauni í Lýtingsstaðahreppi Jónssonar. Einar bjó áður í Bólu í Blöndu- hlíð, nafnkunnur maður, gáfaður, dulskyggn og skáld gott, fróður og lesinn og þótti vita jafnlangt nefi sínu, þrekmaður mikill, smið ur og hagvirkur. Margrét, kona hans, var vel gefin og þrekmikil, einbeitt og umsýslukona. í báðar ættir stóð að Halldóru hið næsta þróttmikið og vel gefið bænda- fólk og stóðu ættir hennar mest um Skagafjörð og austanvert Húnavatnsþing en verða ekki nán ar raktar hér. Einar Andrésson var bókamaður og las mikið, meira en títt var um bændur á hans dögum. Þó börn hans nytu ekki mikillar bóklegrar kennslu í uppvexti, sagði hann þeim margt, er hann las og fræddi þau á forna vísu. Sjálf hefir Halldóra sagt vel frá föður sinum og lýst honum í fræðiritinu Menn og minjar VI. hefti. Halldóra og hennar mörgu syst kini ólust upp við öllu meiri bók- lega menning en algengt var þá og þess bar hún merkin síðan. Vinnu var þó litt niður slökkt fyrir því, þó gripið væri tii bókar stund og stund, því iðjusemi var þá talin með helztu dygðum og unglingum ekki leyfð mörg hjá- skot. Þar þurfti Halldóra ekki áminninga né hvatningar við. Hún var þegar frá barnæsku frá- bærlega vinnuhneigð. Hún var með foreldrum sínum íram um tvítugsaldur og fluttist með þeim vestur í Húnavatnsþing 1884 að Efri-Mýrum og síðar að Þor- brandsstöðum, þar bjuggu þau Einar og Margrét til þess, er Einar féll frá, 2. júní, 1891. Þá var hann 77 ára gamall. Á undan Einari bjó á Þorbrandsstöðum Ólafur Ólafsson, skagfirzkur mað ur og flutti nú að Njálsstöðum. Bústýra hans var ekkja, er Guð- björg hét Klemenzdóttir. Hún hafði verið gift manni þeim, er Halldóra Einarsdóttir. Myndin er tekin af henni áttræðri Jón hét Gunnarsson og bjuggu á Syðstu-Grund í Blönduhlíð. Sam vistir þeirra urðu skammar, Jón dó eftir fárra ára hjónaband og áttu þau tvo syni barnunga, Jón og Gunnar. Ekkjan baslaði fyrst við búskap, var síðan í hús- mennsku unz hún gerðist bústýra Ólafs. Synir Guðbjargar ólust upp með móður sinni og voru fulltíða menn á Þorbrandsstöð- um, vaskir menn og skynsamir. Þarf ekki mörgum orðum frá því að segja, að þeir urðu báðir tengdasynir Einars og Margrétar á Þorbrandsstöðum, Jón fékk Halldóru, en Gunnar Guðríðar. Jón og Halldóra hófu búskap á Sæunnarstöðum í Hallárdal og höfðu til umráða hálfa jörð- ina. Þau settu saman með lítil efni og ekki var hægt að segja að búskapur þeirra byrjaði með miklum fyrirheitum. Fyrsta ár búskapar þeirra var lokaár harð- indanna miklu 1887. Þá var al- mennt heyleysi og fjárfellir mik- ill um vorið. Reyndi þá mjög á þrek og þol frumbýlinganna, því heylaus urðu þau sem flestir aðr- ir, en fyrir eistaka elju og harð- fylgi tókst þeim að bjarga skepn- um sínum flestum lifandi út úr fimbulhringum veðra og snjóa þessa einstæða vors. Frá Sæunnarstöðum fluttu þau vorið 1890 að Ytra-Hóli og eftir þriggja ára búskap þar að Kirkju bæ í Norðurárdal. Þar bjuggu þau siðan um þrjátíu ára skeið við risnu svo mikla, myndarskap og rausnarbrag að víðkunnugt var. Hjónin í Kirkjubæ bjuggu á gamla vísu. Forsjá og fyrirhyggja sátu þar í fyrirrúmi, oftast gnótt í búi heyja og matar, sem löngum þótti einkenna farsæla búmenn, engu teflt í tvísýnu, aldrei lagt á tæpt vað í neinu eða treyst á slembilukku bralls og brasks. Bú- ið var aldrei stórt, en það var arð samt, mikið unnið allan ársins hring og elja og iðjusemi frábær. Kirkjubæjarhjón kunnu ekki að sitja auðum höndum. En þó mik- ið væri unnið og verk féili sjald- an úr hendi, var ávallt tími til að koma þeim til hjálpar, er vegna óhappa eða sjúkdóma kom ust í þröng eða stóðu höllum fæti. Þá var oft skjótt og mannlega viðbrugðið. Og ekki síður að sinna gestum, er að garði bar og þeir voru margir. Gestrisni þeirra hjóna var frábær. Lengi búskapar síns á Kirkjubæ bjuggu þau við þröng húsakynni, en enginn virt- ist verða þrengslanna var. Frá húsbændunum stafaði ylur sannr ar og fölskvalausrar gestrisni og timinn leið án þess að eftir væri tekið við skemmtilegar viðræður og hnittin og gáfuleg tilsvör. Á umræðuefni var aldrei þurrð. Skrafað var um daginn og veginn, fornan og nýjan skáldskap og far ið með vísur og erindi, rifjaðar upp og ræddar gamlar sagnir og metnar og gagnrýndar, hetjur og hversdagsmenn í íslendingasög- um. Svo gat húsbóndinn brugðið því fyrir sig að ræða um „stafróf náttúruvísindanna“ og ekki sízt stjörnufræði, væri gesturinn ekki slrynlaus á þá hluti og vildi um- ræðu. Mjög voru þau samhent hjónin og þó býsna ólík um margt. Hall- dóra var víkingur, skyldust kven hetjum sögualdar, forn í skapi og forn í máli, stórlynd og sterk í hverri raun og gædd fágætu þreki og starfsorku og vilja- krafti svo miklum, að allt varð undan að láta, enda voru vinnu- afköst hennar dæmafá, eigi að- eins meðan hún var á léttasta skeiði, heldur allt fram á elliár. Undir stálbrynju sinni átti hún hjarta trölltryggt og „viðkvæmt og varmt þó varirnar flytu ekki í gælum“. Það vissu nágrannar hennar, vinir og þeir mörgu, er hún rétti hjálparhönd í erfiðleik- um og andstreymi. ið. Jón lézt á Siglufirði 12. októ- ber 1935. Bæði voru þau Kirkjubæjar- hjón börn hins gamla tíma. Þau bjuggu við rótfestar erfðavenjur, þær beztu úr fari genginna kyn- slóða og lifðu þó það, að sjá nýja tímann halda innreið sína með öllum þeim breytingum og bylt- ingarbramli er hounm fylgdi. Þau voru börn íslenzkra sveita og unnu engu eða fáu meir en gróðri þeirra og önn í andlegum og ver- aldlegum skilningi. Þar hefðu þau helzt kosið að bera beinin og hvílast að lokum. Þess varð þeim ekki auðið. En þó þau létust sitt á hvoru landshorni og Hall- dóra lifði mann sinn í meira en tuttugu ár í skjóli Þóru, dóttur sinnar, fá þó bein þeirra að hvíla saman í vígðum reit látinna manna. Hún hafði eins og Berg- þóra hlakkað til að hvíla sig af dagsins þreytu við hlið bónda síns. Dætur hennar létu flytja móður sína til Siglufjarðar og jarða þar við hlið föður þeix-ra. Sé þeim gengnu og burtsofnuðu heiðurshjónum hvíldin rósamleg og mjúk og létt moldin, sem skýl ir þeim. Magnús Björnsson, Syðra-Hóli. Félag „Grænlands áhugamanna44 í Bolungarvík BOLUNGARVÍK, 30. nóv. — S. L fimmtudag var stofnað hér félag „Grænlandsáhugamanna" í Bol- ungarvík. Stofnendur voru 15 talsins. Félagið hefur þegar sótt um upptöku í „Landssamband íslenzltra Grænlandsáhuga- manna" sem fyrirhugað er að slofna í Reykjavík 1. desember. Stjórn félagsins slripa, Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, Finn- ur Th. Jónsson, ritari og Bernodus Halldórsson, gjaldkeri. f vara- stjórn voru kosnir, Gísli Hjalta- son, Benedikt Bjarnason og Guðmundur Kristjánsson. End- urskoðendur eru Halldór Hall- dórsson og Guðfinnur Einarsson. Tilgangur félagsins er að kynna mönnum fornan rétt íslendinga til Grænlands og sækja þann rétt í hendur Dönum. —Fréttaritari. Jón var að eðlisfari fíngerður maður og draumlyndur. Innst með honum bjó listamannseðli, er hversdaglega bar litið á, en samfara því var hann gæddur rósemi og frábærri seiglu. Hann tók engin virki eða vígi með áhlaupi, fór að engu óðslega og vannst þó vel, því hann var bæði velvirkur og drjúgvirkur. Hann var hlédrægur og frábitinn því að trana sér fram, sóttist ekki eftir vegtyllum eða vinfengi fyr- irmanna og var þó vinsæll maður. Fáir sáu honum bregða eða missa stjórn á skapi sínu, en minnugur var hann þess, er til hans var gert, hvort sem var vel eða illa. Hann var fljóttekinn en gleymdi aldrei gömlum vini og þeir, sem þekktu hann bezt, virtu hann mest. Handtak hans var hlýtt og mjúkt og maður fann að á bak við það stóð góður maður. Bæði vorix þau hjónin hagmælt vel og kösVuðu oft fram tækifæris stökum. Þau höfðu miklar mætur á gömlum kveðskap og kunnu firnin öll af vísum og kveðlingum. Gamlar sagnir og gamlar minning ar voru þeim hugstæðar. Þau sögðu bæði vel frá hvort á sinn hátt og var um skemmtilega til- breytni að ræða, er þau skiptust á. Halldóra fór lítið með penna, en Jón var prýðilega ritfær tæki hann á því og skrifaði á gamals- aldri skemmtileg og sérstæð sendi bréf. Kii'kjubæjarhjón eignuðust fjórar dætur og komust allar upp og eru á lífi. Elzt er Gunnfríður listakona, myndhöggvari í Reykja vík, næst er Jóninna, gift Eggert Sölvasyni, fyrrum óðalsbónda á Skúfum í Norðurárdal, nú búsett í Reykjavík, meðal barna þeirra er Halldóra, námsstjóri hús- mæðraskólanna, þriðja er Þóra skáldkona, gift Jóhanni Fr. Guð- mundssyni, kaupmanni á Siglu- firði, síðar á Seyðisfirði, nú í Reykjavík. Fjórða dóttirin Einara saumakennari, gift Hirti Krist- mundssyni, skólastjóra í Reykja- vík. Allar hafa þær systur borið gott vitni ætt sinni og uppruna. Vorið 1920 var kalt og snjóa- mikið og mörgum erfitt. Þá voru þau Kirkjubæjarhjón þreytt orð- in á erli og striti búskaparins, tekin mjög að reskjast og dætur þeirra að heiman farnar. Þau drógu saman seglin og fluttu að Skúfum til dóttur sinnar og tengdasonar og byggðu þar yfir sig, bjuggu þó áfram á nokkrum hluta Kirkjubæjar, þar til þau, vorið 1928, fluttu til Siglufjarðar til Þóru, dóttur sinnar, og manns hennar. Elxki settust þau í helgan stein. Bæði voru óvön iðjuleysi og það var þeim hvimleitt mjög. Unnið var meðan verk fékkst, HalJdóra sat löngum við tóskap eins og í gamla daga og stytti sér stundir við hann til hins síðasta, meðan hún gat uppi setið og verki vald- Vegleg risgjöld barna- skólans að Laugalandi Mykjunesi, 2. des. í GÆRDAG 1. des., voru haldin risgjöld hins nýja skólahúss að Laugalandi í Holtum og voru þar saman komnir flestir forráða- menn þeirra hreppa er að skóla- byggingunni stantía ásamt þeim mönnum sem þar hafa unnið og nokkrum öðrum gestum m.a. Helga Elíassyni íræðslumála- stjóra, og Guðmundi Guðjónssyni fulltrja húsameistara ríkisins, en hann gerði teikningar að skólan- um. Fyrst gengu gestir um bygging una og skoðuðu húsið, en síðan var sezt að veizluborðum í félags heimilinu að Laugalandi. Sátu menn þar við rausnarlegar veit- ingar langa stund. Margar ræð- ur voru fluttar og rætt um þann áfanga sem nú hefði náðst, þegar skólabyggingin er orðin fokheld. Eftir er að setja járn á þakið en það verður gert næstu daga. Milli þess sem ræður voru flutt- ar, var almennur söngur, undir stjórn ísaks Einarssonar kaupfé- lagsstjóra á Itauðalæk. Þessi skólabygging er stórhýsi, 600 ferm að flatarmáli, samtals 3000 rúmmetrar. Húsið er í þrem álm I um, eru tvær álmurnar ein hæð en stærsta álman kjallari og tvær hæðir. Að skólbygging- unni standa þrír hreppar: Ása- Holta- og Landshreppur. Er mikil þörf að skólinn komist sem fyrst | áfram, enda að því unnið eins og framast er unnt. Yfirsmiður við bygginguna er Sigurður Haralds son byggingameisiari á Hellu. Var honum og öllum þeim sem að byggingunni hafa unnið færðar þakkir fyrir vel unnin störf, því mjög þykir hafa vel tekizt að koma svo stóru húsi jafn langt áfram á svo skömmum tíma. því fyrsta steypuvinnsla hófst 6. júlí, en þá hafði að sjálfsögðu fram farið ýmis undirbúningur. Þegar járn verður komið á þak skólans verður byggingai’kostn- aðurinn kominn uPP í 1,2 milljón ir kr. Það er óhætt að fullyrða að það verður mikil hátíðastund þegar þessu verki lýkur og hrepp arnir þrír geta tekið þet.ta glæsi- lega menntasetur æskunnar í notkun. — Magnús. Kristilegt stúdenta- blað KRISTILEGT Stúdentablað er komið, en það er Kristilegt stúdentafélag, sem blaðið gefur út. í stjórn þess eru Ingólfur Guðmundsson stud. theol. form., Ingþór Indriðason stud. theol. ritari og Birgir Albertsson kenn- ari, gjaldkeri. Blaðið hefst á ávarpsorðum úr V. Mósebók. Próf. Sigurbjörn Einarsson skrifar greinina Fáein orð um trú. Inger Jenssen, stud. philol. Trú þú á Drottin Jesúm. Þá segir Frank Halldórsson stud. theol. frá „Kristinni æsku að starfi“ og er þar sagt frá komu æskufólks hingað á vegum Al- kirkjuráðsins til starfa við bygg- ingu Langholtskirkju. Ingþór Indriðason skrifar: „Tak þú og les“ og er það grein um lestur Bibilíunnar. Benedikt Arnkels- son stud. theol. segir frá kristi- legu stúdentaráði í Svanavík (Swanwick) og frá öðru slíku móti á Álandseyjum segir Ingólf- ur Guðmundsson stud. theol. Þá er grein um flóttamannavanda- málið í Hong Kong. r Söfnun L.I.B. fyrsfa vetrar- gekk vel um land alll LANDSSAMBAND íslenzkra barnaverndarfélaga, hafði fyrsta vetrardag almenna fjársöfnun til styrktar starfsemi sinnar svo sem venja hefur verið undanfarin ár. Söfnunin gekk vel, þrátt fyrir alar óhagstætt veður. Alls söfn- uðust rúml. 90 þúsund krónur. Barnavei-ndarfélag Reykjavik- ur safnaði 42 þúsundum króna, Barnaverndarfélag Akureyrar 113.500 krónum, Barnaverndarfé- lag Akraness 12.500 krónum, en félögin í Hafnafirði, Húsavík, ísa- firði, Keflavík, Siglufirði, Stykk- ishólmi og í Vestmannaeyjum minni upphæðum. Landssamband íslenzkra barna verndarfélaga ákvað á lands- fundi samtakanna á Akureyri í sumar, að efla fræðslustarfsemi sína um vernd og uppeldi barna og hefur sambandið sótt til Al- þingis um fjárstyrk í þessu skyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.