Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 1
20 síður 44. árgangur. 276. tbl. — Miðvikudagur 4. dcsember 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsins* Bandaríska gervitunglinu sennilega skotiö á loft í dag WASHINGTON, 3. des. Banda- rískir vísindamenn og tækni fræðingar unnu að því í alian dag að undirbúa sendingu bandaríska gervitunglsins út í himingeiminn. Gera þeir ráð fyrir, að það nái um 2000 km hæð. Ef allt gengur samkvæmt áætlun, verður tunglinu skotið upp á morgun, miðvikudag. I*að fer með Vanguard-skeyti, sem vegur um 11 smál. Hefur því verið komið fyrir í eldflauga- stöðinni í Cape Canaveral í Florida. Frá því hefur verið skýrt, að vísidnamennirnir hafi unnið bug á ýmsum erfiðleikum í sam- bandi við tunglið, en þó er eftir að leysa það vandamál, hvernig eigi að koma í veg fyrirof mikinn Ókyrrð í Indónesíu - menn sló eign sinni enzk fyrirtæki * a Verkn- holl- DJAKARTA, 3. des. — Verka- mcnn í Indónesíu tóku eítt stærsta fyrirtæki Hollendinga í landinu herskildi í dag. Var það hið konunglega indónes- íska skipafélag. Verkamenn - irnir drógu rauða fánann að hún á skrifstofubyggingu fé- lagsins í Djakarta. Síðan lýstu þeir því yfir, að félagið væri orðið eign indónesíska lýð- veldisins. Ríkisstjórn Sukarnos tilkynnti verkamönnunum síðdegis í dag, að þeir hefðu enga heimild til að slá eign sinni á hollenzk fyr- irtæki án leyfis stjórnarinnar. Stjórnin hefur jafnframt bannað öllum hollenzkum skipa- og flug- félögum að flytja farþega til og frá landinu og allt símasambana við Holland hefur verið slitið síð- an í gær. Willem Drees, forsætisráðherra Hollands, tilkynnti á þingi í dag, að stjórn sín mundi gera allt, sem í hennar valdi stæði til að slegið yrði skjaldborg um hags- muni hollenzkra manna í Indó- nesíu. Hann sagði, að framkoma Indónesíumanna bryti algjörlega bág við mannréttindi. Við von- um, hélt forsætisráðherrann á- fram, að Indónesíustjórn geri sér ljóst, að hún skaðar ekki aðeins Holland með því að slíta stjórn- málasambandi við okkur, heldur líka — og ekki síður — Indónesíu. titring í skeytinu. Þessu verður að kippa í lag, því að skeytið getur hristst sundur að öðrum kosti. Gervitunglið bandaríska er 15 sm. í þvermál. í því eru tvö radíó senditæki, sem ráðgert er, að falli aftur til jarðar. — Vísindamaður sá, sem ber höfuðábyrgð á þessu fyrirtæki, hefur sagt, að vel geti svo farið, að eldflaugarhylkið snúist í kringum jörðina eftir að eldsneytið er til þurrðar gengið. Hylki þetta, sem hlotið hefur nafnið „Tuzigoot", mun þá sjást um sólarris og sólarlag, en tungl- ið er aftur á móti svo lítið, að það sést ekki frá jörðinni með berum augum. Rússneski vísindamaðurinn Grenin Fraw skrifar í dag grein í flugtímaritið rússneska og ræð- ir þar um ástæður þess, að Banda ríkjamönnum hefur ekki enn tek- izt að skjóta langdrægum flug- skeytum. Hann segir, að orka slíkra skeyta sé svo mikil, að 3000 gráða hiti á celsíus myndist í skeytinu. Rússum hefur tekist að koma í veg fyrir, að skeytin splundrist í loftinu, en Banda- ríkjamenn hafa ekki enn fundið aðferð til þess, segir vísindamað- urinn. Almenna bókafélagið hefur gefið út120 þús eintök bóka á 2 árum „Heimurinn okkar' — glæsilegasta bók félagsins til þessa „Stœrsti skerfurinn til almennrar vísinda- frœðslu", segir danskur gagnrýnandi Stevenson til Parísar? WASHINGTON, S. des. — í dag bau’ð' Eisenhower Bandarikjafor- seti Adlai Stevenson leiðtoga demókrata að taka þátt í ráð- herrafundi Atlantshafsbandalags ins, sem haldinn verður í París í þessum mánuði. — Dulles utan- ríksráðherra fer til Parísar í byrj un næstu viku að undirbúa þenn- an mikilvæga fund leiðtoga NATO-ríkjanna. ★ Stevenson lýsti því yfir í gærkvöldi, aS hann mundi ekki sækja NATO-ráðstefnu í París nema álitið væri af heztu mönnum, að dvöl hans þar væri bráðnauðsynleg. Menntamenn handteknir BÚDAPEST, 3. des. — Fjölmarg- ir menntamenn hafa verið hand- teknir í Ungverjalandi undan- farið. Meðal þeirra er einn af leiðtogum Þjóðlega bændaflokks ins, sem áður var menntamála- ráðherra. Er þessum mönnum gef i ðað sök að hafa tekið þátt í uppreisninni í fyrra. Fréttamenn segja ,að svo virðist sem ofsóknir á hendur ungverskum mennta- og listamönnuih færist cnn i auk. ana. — Á FUNDI með fréttamönnum í gær skýrði Eyjólfur K. Jónsson forstjóri frá starf- semi Almenna bókafélagsins og sagðist honum svo frá: Almenna bókafélagið hefur nú starfað í rúm 2 ár og á því tímabili hefur það sent út, hvorki meira né minna en 120 þúsund eintök bóka eða nær eina bók á hvern lesandi íslending. Þátttaka í félaginu hefur orðið miklum mun meiri en ráð var fyrir gert í upphafi. Hefur því verið hægt að senda félögum fyrir óbreytt árgjald vandaðri og dýrari bækur en þeim var heitið. Samt hefur allur útgáfu- kostnaður hækkað geysilega á þessum tíma. Fullkomnir skinulagshættir Samhliða hefur félagið styrkzt svo, að nú, er lokið er tveggja ára starfstíma þess, hefur verið ákveðið að hverfa frá þeim skipulagsháttum, sem einkennt hafa íslenzk bókafélög, þ. e. a. s. að skylda félagsmenn til að taka ákveðnar félagsbækur. í stað þess verður félögum nú veitt fullt valfrelsi milli allra útgáfu bókanna. Jafnframt verður reynt að fylgjast með því, hvað aðrir út- gefendur hafa á prjónunum. Ef væntanleg er sérlega eiguleg bók, mun Bókafélagið leitast við að ná samningum við útgefanda hennar um að því verði heimilað að bjóða félagsmönnum hana með sérstökum vildarkjörum. Ef slík bók er tekin frá öðrum útgef- anda verður litið á það sem sér- staka viðurkenningu bókmennta- ráðs. Bók mánaðarins Útgáfunni verður þannig hátt- að frá næstu áramótum, að ein bók verður send út í hverjum mánuði. Verður hún væntanlega kölluð „bók mánaðarins" eða „mánaðarbókin". Þurfa félags- menn aðeins að taka einhverjar fjórar þessara bóka til að halda félagsréttindum og þeim sér- stöku kjörum, sem félagið veitir. Þeir geta hafnað þeim bókum, sem þeir ekki girnast. Gerir stjórn félagsins ráð fyrir, að með þessu íyrirkomulagi muni þátttaka í félaginu mjög aukast, þar sem enginn þarf nú að ótt- ast að fá sendar bækur, sem hann ekki óskar. Enginn skuld- binding hvílir heldur á mönn- um um að halda áfram þátttöku í félaginu. Þvert á móti þurfa þeir ekki annað en hafna ákveð- inni tölu „mánaðarbóka“ til þess að falla út af skrá félagsins. Félagsbréf sent ókeypis. Haldið verður áfram útgáfu Félagsbréfs og verður það senr félögum ókeypis. í ráði er að gefa það út ársfjórðungslega, en endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin í því efni. Myndabækur Hinar fögru myndabækur ÍS- LAND og ELDUR í HEKLU hafa skapað félaginu miklar vinsæld- ir og selzt mjög vel. Er ánægju- legt að geta skýrt frá því, að þær fást nú báðar að nýju. Er hugmynd félagsins að halda á- fram útgáfu myndabóka eftir því sem aðstæður leyfa. Velgengni félagsins Er Almenna bókalélagið var stofnað, var safnað miklu fé með al hundraða velviljaðra manna og stofnað félagið Stuðlar, sem er styrktarfélag Bókafélagsins. Festi það kaup á hluta fasteign- arinnar Tjarnargata 16 og tryggði hið ákjósanlegasta aðsetur fyrir Bókafélagið og hjálpaði því að öðru leyti yfir erfiðasta hjall- ann. Var sá stuðningur auðvitað mjög nauðsynlegur, en nú er að því stefnt, að Almenna bókafé- lagið geti staðið óstutt, og heitir hinn mikli áhugi almennings á félaginu góðu um, að svo megi verða. í forföllum Gunnars skálds Gunnarssonar skýrði Eiríkur Hreinn Finnbogason frá bókaút- gáfu félagsins að þessu sinni: Félagsbækur Bókafélagsins eru: Einar Benediktsson: Sýnis- bók, John Steinbeck: llunda- dagastjórn Pippins IV. og Fé- lagsbréf. Val verkanna í Sýnisbók önn- uðust í sameiningu stjórn Ut- gáfufélagsins Braga og bók- menntaráð Almenna bókafélags- ins. Vakti fyrst og fremst fyrir veljendum, að bókin sýndi sem fjölbreytilegasta mynd af skáld- skap Einars Benediktssonar á Framh. á bls. 18 Fréttir í stuttu máli LUNDÚNUM, 3. des. — í dag bárust enn fregnir um áframhald- andi bardaga milli spænskra hersveita í Marokkó og skæruliða- sveita. Hefur komið til allsnarpra bardaga í landinu. Frá Sydneý berast þær fregnir, að mjög hefði dregið úr skógar- cldunum í Bláfjöllum. Ástralska stjórnin hefur tilkynnt, að tjónið r emi nú orðið meira en 2 millj. sterlingspunda. — í kvöld var spáð kaldara veðri á brunasvæðinu. Fréttir frá Washington lienna, að ákveðið hafi verið, að framlög til Iandvarna verði aukin um 2 milljarða dollara á næstu fjárlög- um, eð;i úr 38 milljörðum í 40 milljarða. — Þá er búizt við, að þingið samþykki fjögurra milljarða dollara framlag til vinveittra þjóða og í dag skýrði Hennings öldungadeildarþingmaður frá því, að liklcga verði varið 600 milj. dollara til hernaðarvísinda. Hammarskjöld og David Ben Gurion forsætisráðherra ísraels ræddu í þrjár klukkustundir í dag um landamæradeilur ísraels- manna og Jórdaníumanna. — Aður hafði Hammarskjöld rætt málið við Hussein konung í Jórdaníu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.