Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.12.1957, Blaðsíða 16
16 MORGUNBl AÐ1Ð Miðvikudagur 4. des. 1957 Sannleik urinn um Ef tir GEORGES SIMENON Þýtfing Jún H. Aðalsteinsson 13. (Béíé 2) oncje get sagt þér, að það er frambæri- legt frá læknisfræðilegu sjónar- miði. Yrði ég kallaður sem vitni þá skykli ég. ... Auk þess hef ég þegar talað við Levert og ef þörf gerist vottar hann gjama. . . Hvað ' segirðu um þetta, gamli vinur? Francois átti erfitt með að byrgja inni brosið. — Maður gæti kannske einnig sett sig í samband við Boniface, eða iátið einhvern áreiðanlegan manr. tala við hann svo það veki engar grunsemdir. Ef hún verður daemd óábyrg gerða sinna, verður léttara fyrir hann að verja hana. Ég get tekið að mér að tala við þá lækna, sem verða kallaðir til að gefa vottorð. — Bébé er ekki geðveik. Hafðu ekki svona miklar áhvggjur af þessu, Jalibert. Þetta bjargast allt, vertu viss. .. En hvernig gengur með sjúkrahúsið? Er bygg mgunni brátt lokið? .. Fy'rir- gefðu, en nú á ég að fá sprautu. Hann rétti út hendina og hringdi. Systir Adonie drap létt á dyrnar og kom inn, án þess að bíða svars. — Hringdi herra Donge? — Já, systir getur byrjað með mig hvenær sem er. Ef hjúkrunar- maðurinn er laus. ... Hann þráði að fá aðgerðinni lokið, fá að vera einn í notalegu herberginu með gluggann opinn út í garðinn, njóta snertingarinn- ar við hrein, nýstrokin lökin, f:nna líkamann tóman og sálina mókandi eftir sp-rautuna. Honum lá svo á að finna Bébé aftur að hann beið þess ekki, að Jalibert færi. Það var rétt að hann heyrði hann kveðja. Hann lá með aftur augun. Hann fann að hann var afklæddur og honum snúið á hliðina og farið með hann eins og hann væri ungbarn. — Er það sárt? Hann svaraði ekki. Hann var langt í burtu. Það var kannske sárt, en það skipti engu ir.áli. .... Herbergi á gistihúsi, sem þó var líkara því að það væri í furstahöll, ' með íburðarmiklum gluggum og hvítum svölum, en þaðan var útsýni yfir la Croisette og alla höfnina í Cannes, óteljandi möstur, fallegar, lystisnekkjur, se-a lágu hlið við hlið og enda- laust blátt hafið, þar sem mótor- bátarnir þutu fram og aftur.... Felix og Jeanne höfðu farið til Neapel. Af gagnkvæmri tillits- jólunum semi höfðu bræðurnir valið sinn staðinn hvor til brúðkaupsferðar. Kannske voru það mistök, þegar allt kom til alls? Heil nótt í svefnvagni. Stöðvar- byggingin með blómstrandi mimós ur fyrir framan. Gistihússvörður- inn stóð á stéttinni og beið þeirra. „Herra og frú Donge? Gerið svo vel, þessa leið“. Francois setti upp sitt háðsk- asta bros, eins og hann gerði jafn an, þegar hann móðgaðist. í fyrsta ltgi hafði hann riðu, og þar að auki fannst honum hann hlægileg ur. Er nokkuð hlægilegra en hlut- verk nýgifta eiginmannsins þeg- ar hann stígur út úr blómskreytt- um svefnvagnsklefanum með fang ið fulLt af brúðargjöfum, sem hafa verið afhentar á síðustu stundu, og býður brúði sinni arm- inn, sem nú bíður þess að verða kona, veit að stundin er nærri og virðir hann fyrir sér með blend- ingi af óþolinmæði og ótta. „Veiztu til hvers mig langar, Francois? Þér finnst það sjálf- sagt heimskulegt, en mig langar til að fara í bátsferð. Það verður alveg eins og að fara í yali út á Bosporus.' .... Þú ert vonandi ekki reiðu • við mig fyrir þetta?" Nei. Jú! Þetta var fullkomin fávizka. Og ekki bætti það úi: skák, að þau fundu engan árabát. Við hverja bryggju var krökt af mótorbátum og eigendur þeirra létu rigna yfir þau tilboðum. „Ferð út á hafið? . . Ile Sainte- Marguerite?" Bébé skynjaði ekki, hvað ástand ið var hlægilegt. Hún þrýsti hand legg hans og hvíslaði með munn- inn við éyrað á honum: „Lítinn bát fyrir okkur tvö. .“ Að lökum fundu þau þennan litla bát. Hann var þungur í róðri. Árarnar voru svo illa festar að þær skruppu úr festingunum hvað eftir annað. Það var heitt. Bébé hallaði sér út yfir borðstokk- inn og lét hendina dragast í vatn- inu, eins og sýnt er á póstkortum. Ostruveiðimenn fylgdu þeim með glaðlegum augum. Skemmti- snekkja á leið til hafnar hafði nærri siglt þau um. „Þú ert vonandi ekki reiður við mig? Þú skilur, það kom fyrir að ég reri alein út á Bosporus í yali á kvöldin og lét hann reka fyrir straumi fram í brúnamyrkur. .“ Einmitt það, já. Á Bosporus. . „Ef bú ert þreyttur, getum við haldið til baka aftur‘\ Hann hefði viljað fara inn í barinn og fá sér eitthvað að drekka, en hún var komin í lyft- una. Jafnvel lyftudrengurinn brosti meinfýsilega við þeim. j Klukkan var tíu að morgni. ! „Er ekki hræðilegt að hafa j svoná mikið sólskin, Francois? | Mér finnst hafið horfa á okkur inn um gluggann... . “ Hafið horfir! Allt í lagi! Hann renndi niður rimlatjöldunum. Þá skarst allt í ‘I herberginu í mjóar ræmur, líkami Bébé og allt annað. Hún kunni ekki að kyssa. Var- ir hennar voru slappar. Henni hlýtur að hafa fundizt snerting munns við munn dýrsleg, en kannske nauðsynleg athöfn. Allan tímann lá hún með opin ^ augu og horfði upp í þakið. Annað veifið fóru sársaukakippir um andlitið. Litlu brjóstin hennar voru hvorki mjúk né stinn og hún hafði djúpar grópar sitt hvorum megin á hálsinum. Hvað hafði hann eiginlega sagt? Eitthvað í þessa áttina: „Þú nunt komast að raun um, að það verður betra seinna — strax, eftir nokkra daga. .. .“ Hún þrýsti hönd hans með rök- um fingrunum og muldraði: „Já, já, Francois". Alveg eins og þegar maður vill hugga einhvern svo hann láti sér ekki leiðast. * Þar sem hann vissi ekki, hvað hann átti að taka sér fyrir hend- ur, reis hann upp og gekk í nátt- fötwnum yfir að svaladyrunum. Hann dró upp gluggatjöldin og kveikti sér í sígarettu. Ef hann hefði getað og þorað að vera eins og honum var eðlilegt, þá hefði hann hringt á þjónustuliðið og beðið um eitt glas af portvíni eða eítt staup af whisky.' Sólarljósið flæddi yfir rúmið. Bébé dró áhreið una upp undir höku. Hún ]á með andlitið grafið í lroddann og hann sá aðeins Ijðst hárið, en hann þótt ist sjá axlir hennar kippast til. „Grætur þú?“ Hann sagði það umhyggjusam- lega, en þó dálxtið höstugt. Hann hafði andstyggð á tárum og öllu, ! sem spillti einfaldri og eðlilegri j rás viðbux-ðanna — þessari hlægi- legu bátsferð, starandi augnaráði hennar og nú þessum tárum. „Heyiðu, góða mín, ég held þú ættir að hvíla þig dálitla stund. Eftir einn eða tvo tíma geturðu komið niður og svo borðum við saman á veröndinni". Þegar hún kom niður að lokum, klædd ljósbrúnum kjól, með mjó- um „pífum“, sem bæði laðaði fram kvenleg-an yndisþokka hennar og ungmeyjarfas, þá virtist hún grennri en nokkx-u sinni áður, al- varlegri og tígulegri í hreyfing- um. Hún fann hann í barnum, þar sem hann hafði nýlokið við að panta sér drykk. „Jæja, svo þú ert þarna!" varð henni að orði um Ieið og hún gerði sér upp bros. Fólst ekki ásökun í orðum henn ar? Leit hún ekki vanþóknunaraug- um á sígarettuna hans? „Ég sat og beið þín. Hefur þú sofið?“ „Ég veit það ekki“. Yfir-þjónninn stóð tilbúinn 1 hæfilegri fjarlægð. .„Má bjóða ykkur borð í sóiskin- inu eða skugganum? „1 sólskininu“, svaraði hún. Síðan bætti hún við fljótmælt: „En ef þú vilt heldur, Franco- Hann vildi heldur borða í skugg anum, en hann sagði það ekki. „Ertu vonsvikinn yfir mér?“ spurði hún lágt. „Alls ekki!“ „En þú verður að fyrirgefa mér. . . .“ „Hvers vegna er nauðsynlegt að tala um þetta?" sagði hann og leit j upp frá matnum, sem hann gaf sig að með góðri lyst. Hún sat og potaði í matinn. „Ég er ekki svöng. Skiptu þér ekki af mér, borðaðu bara. . . Þú ert von- andi ekki reiður við mig?“ Byrjaði hún nú aftur! „Nei, ég er ekki reiður við þig!“ Gegn vilja sínum sagði hann þetta í reiðilegum tón. — Jæja, þá er þessu lokið, herra Donge. Við .höfum vonandi ekki pint yður of mikið. Nú skulið þér hvíla yður nokkra klukkutíma. Aðeins áhdartak, þér verðið fyrst að fá sprautu. Milli augnalokanna sá hann móta fyrir kringlóttu og góðlegu andliti systur Adonie. Því næst lokaði hann augunum aftur. FIMMTI KAFLI. Honum tókst að hnýta bindið án þess að líta í spegil. Það voru eng ir speglar í sjúkrastofunum, senni lega til að hlífa sjúklingunum við aö sjá sin eigin andlit. Glugginn var opinn og það var svalt í skugga trjánna, þar sem nokkrir karlar í bláröndóttum fötum sátu ? bekk og röbbuim saman, en tveir sjúkraliðsmenn með börur lögðu lykkju á leið sína til að trufla ekki. Þrátt fyrír allt fann Franco- is til saknaðar þegar hann leit í kringum sig í herberginu, sem til- heyrði honum ekki lengur. Um morguninn höfðu meira að segja lökin verið tekin burt! Felix kom út úr afgreiðslunni, stakk veskinu í vasann og gekk léttum skrefum til bróður síns. Hann var í Ijósum fötum í tilefni dagsins. — Ert þú tilbúinn? — Já. Hefurðu gert allt upp? Þú hefur vonandi ekki gleymt hjúki'unarkonunum? Francois gleymdi aldrei neinu, hvað svo sem það var. Þegar hann stóð með ferðatöskuna í hendinni, hnyklaði hann augna- brúnirnar og sagði: — Ég hefði átt að segja þér að gefa þeirri litlu svarthærðu ekk- ert. Eitt kvöldið skildi hún mig eftir illa á mig kominn af því henni lá á að comast burt. Þeir gxeikkuðu sporið, þegar nálgaðist útgöngudyrnar. Systir Adonie kom til móts við þá. — Jæja, systir, þá er komið að M A R K U S Eftir Ed Dodd 1) — Biddu Vermundur, biddu. I 2) — Taktu saman íarangur- inn Markús. Við snúum strax I heim. 3) . . . og J>ú ert rekinn úr starfi þínu. SHUtvarpiö Miðvikudagur 4. desember: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik ar af plötum. 18,30 Tal og tónar: Þáttur fyrir unga hlustendur —■ (Ingólfur Guðbrandsson náms- stjóri). 18,55 Frambui'ðarkennsla í ensku. 19,05 Þingfréttir. — Tón leikar. 20,30 Lestur forni'ita: Gautreks saga; II. (Einar Ól. Sveinsson prófessor). 20,55 Ein- leikur á orgel: Dr. Victor Ur- baneic leikur á orgel Kristskirkju á Landakotshæð. 21,30 „Leitin að Skrápskinnu", getrauna- og leik- þáttur eftir Stefán Jónsson frétta mann. — Leikendur: Bryndís Pét ursdóttir, Karl Guðmundsson og Steindór Hjörleifsson. 22,10 Iþrótt i- (Sigurður Sigurðsson). 22,30 Harmonikulög: Kvintett Cai'Is Jularbo leikur (plötur). — 23,00 Dagskrárlok. Fiuuntudagur 5. desemlier: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktiiini“, sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlendsdótt ix'). 18,30 Fornsögulestur fyrir börn (Helgi Hjörvar). 18,50 Fram buxðarkennsla í frönsku. — 19,05 Þingfréttir. — Tónleikar. — 20,30 Kvöldvaka: a) Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson rithöfundur les úr öðru bindi ’xókar sinnar „Við, sem byggðum þessa borg“. b) Valdi- xnar Lárusson leikari les kvæði eftir Vilhjálm Ólafsson frá Hvammi í Landssveit. d) Einar Guðmundsson kennari les þátt úr „Nýju sagnakveri" sínu. — 21,45 Is.enzkt mál (Jóri Aðalsteinn Jóns son kand. mag.). 22,10 „Söngsins unaðsmál“: Guðrún Sveinsdóttir talar öðru sinni um þróun söng- listar. 22,40 Á léttum strengjum: Victor Young og hijómsveit han* leika ástarstef úr kvikmyndum. 23,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.