Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. des. 1957 i j RAFSUÐUTÆKI Innflytjendur: Járniönaðarmenn! Ötvegum beint og af- greiðum af lager eft- irtalið: Sérbyggðar D.C. raf- iuðuvélar, knúnar 3ja-fasa innbyggðum rafmótor, ásamt inn- Dyggðum stjörnuræsi Einfasa rafsuðu- straumbreyta. Sérbyggða 3ja-fasa rafsuðustraumbreyta með straumjafna á :afkerfinu, sem gef- ar rafsuðu ýmsa sosti framyfir venju- iega traumbreyta. Einkaumboðsmenn: Everest Trading Company Garðastræti 4, sími 10969 Erdo GjÖF = ER 1 5LEÐI \rr~ VERPARPJ Lísa gerist skáti 144 NÝLEGA er komin út á vegum „Úlfljóts“ skátasagan „Lísa ger- ist skáti“, eftir enska rithöfund- inn C. R. Mansell. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, þó lítil telpa gerist skáti, slíkt er orðið svo algengt að flestum mun varla finnast orð á því gerandi að minnast á það. En um Lísu litlu er svolítið öðru máli að gegna. Hún er aðeins 11 ára gömul, en hefur þó öðlazt lífs- reynslu á við marga, sem mun eldri eru. Hún er fædd og upp- alin í fátækrahverfi Lundúna- borgar, þar sem ástandið er þannig, að íslenzkir lesendur eiga örðugt eða jafnvel ókleift með að skilja það eins og það er KARLMANNASKÓR svartir — brúnir, úr mjúku skinni, reimaðir og óreimaðir Kven- karmanns- og barna- inniskór — Gott úirval — Skóverzlun Péturs Ándréssonar Laugavegi 17 — Framnesvegi 2 TMMSElESna og eiga þar af leiðandi bágt með að setja sig í spor Lísu. Móðir hennar er ekkja eftir drykkjumann, sem látizt hefur af slysförum sakir ölæðis. Hún er að reyna að berjast áfram með 6 börn og af þeim er Lísa elzt. Lísa er mjög óvenju- legt barn, því hún býr yfir þeim þroska og skilningi á kjörum móður sinnar, sem undravert er. En líf hennar er líka fullt af mótlæti, sorg og alvöru, alltof lítið sólskin á vegi svo lítils barns. Þá heyrir hún sagt frá skáta- hreyfingunni, og af því, sem hún heyrir, öðlast hún fullvissu um það, að með því að gerast skáti, geti hún eignazt góða vini og jafnvel ánægjustundir, sem myndu létta henni áhyggjur hins daglega lífs. Hún kemur á skátafund. Það liggur við að skátastúlkurnar sýni henni tómlæti og sumar jafnvel andúð, því hún er svo óhrein og illa til fara. En skáta- foringinn þaggar allt svoleiðis niður, en segir Lisu að þvo sér, áður en hún komi á næsta fund. Vilji hún gerast skáti, þá skuli henni verða hjálpað og svo er hún tekin inn í „Sóleyjarflokk- inn“. Allir skátar eru jafnir, hvort sem þeir eru rikir eða fátækir, hreinir eða óhreinir. Það eru ekki alltaf verstu óhreinindin, sem utan á sjást, þau er hægt að þvo af. Hin eru verri, sem innan að frá koma, þar vérða skáta- lögin að koma til sögunnar. Þar dugar hvorki vatn né sápa, held- ur það hugarfar, sem þroskast fyrir áhrif góðs félagsskapar. Þetta verða hinir ungu skátar að læra. Endirinn verður auð- vitað sá, að nú vilja allir hjálpa Lísu og hún er sannarlega hjálp- arþurfi, fátæk og umkomulaus. Kemur það aðallega í ljós, þegar mamma hennar veikist sökum skorts og ofþreytu og verður að fara á sjúkrahús, en Lísa felur sig með litla bróður sinn, af því að hún gat ekki hugsað sér að skilja hann við sig, en það átti að tvístra systkinahópnum og láta þau fara á barnaheimili. í öllum þessum raunum Lísu, sýna skátasystur hennar, hvað þær eru henni góðir félagar. „Lísa gerist skáti“ er góð bók og getur áreiðanlega vakið hina ungu lesendur sína til umhugs- unar um það, hvað þeir eiga góð heimili og umhyggjusama for- eldra. Flest börn hérlendis þekkja ekki, sem betur fer, svona skuggahliðar lífsins. Við lestur slíkra bóka læra þau að meta gildi góðs heimilis. En fyr- ir utan það, hvað efni bókarinn- Hungarían Trading Company for Electrical Equipment and supplies ar er alvarlegt, þá er létt yfir henni, og hún er skemmtileg til aflestrar. Þorvaldur Þorvaldsson, kenn- ari og skátaforingi á Akranesi, hefur þýtt bókina. Sem gamall skáti og skáta- foringi um margra ára skeið, hef- ur hann mjög góðan skilning á efni bókarinnar. Hjálpsemin og vináttan ganga eins og rauður þráður gegnum alla bókina og sanna, að hvar sem við dveljum í heiminum, og við hvaða aðstæður, sem við lif- um, er eru „Allir skálar góðir lagsmenn". Hrefna Tynes. Sýnirádánarbeði Sir William Barrett ÞAÐ er ótrúlegt að nokkur mað- ur geti mótmælt því, að visinda- legar rannsóknir fari fram um framhaldslíf eftir hinn jarðneska dauða. Ég hef að visu þekkt nokkra góða og skyggna menn, sem hafa sagt, að þetta atriði skipti þá engu máli. „Um slíkt fæst nú lífið ei meira við mig, en máske tekst dauðanum betur“, sagði Þorsteinn Erlingsson, en þó í nokkuð annarri merkingu. Hann mun hafa haft útskúfunarkenn- inguna í huga. Ég fæ ekki betur séð , en það sé mikilsverðasta málið, sem varði alla, hvort unnt sé að sanna það, að mannssálin haldi sínu persónulega lífi eftir burtförina af jörðinni, haldi áfram að þróast og þroskast þar til einhverju takmarki er náð, sem alvitur Guð einn veit hvað er. Bók sú er hér um ræðir er eftir William Barrett, brezkan aðals- mann og viðurkenndan vísinda- mann er lifði frá 1845 til 1926. Hann var mjög strangur og alvar legur vísindamaður. í greinargóð um formála gerir dómprófastur Jón Auðuns æviatriði hans og starf að umtalsefni og er hafið yfir allan efa að Sir William var einlægur í leitinni að sannleikan- um og laus við ofstæki og oftrú á létt sönnuðum fyrirbiúgðum. Þetta er falleg og góð bók, vel frá henni gengið að öllu leyti. Prentuð á góðan pappír með góðu letri, þýðing vönduð og verð lógt. Hún hefur mikinn boðskap að flytja og heilnæman, frólegan og huggunarríkan. Sannleiksleitinni er ekki lokið, mikið frekar má segja að sú leit sé aðeins nýlega hafin, því hvað eru nokkur þúsund ár hjá eilífð- inni. Þorsteinn Jónsson. Af hverjum er myndin? í Skrifaranum frá Stapa segir: „Þorsteinn Helga- son var systursonur biskupsfrúarinnar í Laug arnesi og hafði um skeið verið heitbundinn Sig- ríði dóttur hennar og Hannesar biskups. Eftir heimkomuna frá Kaup- mannahöfn kynntist hann Sigríði systur Páls stúdents. Leiddu þau kynni til, að Þorsteinn hafði „Sigríðaskipti" eins og Steingrímur biskup orðaði það í bréfi.“ í fórum Skrifarans frá Stapa má finna fróðleik og skemmlun. Þorsteinn Helgason RntfFPLLSÚTCÁFAN Letters: Budapest 62, P. O. B. 377 Telegrams: Transelektro Budapest

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.