Morgunblaðið - 21.01.1958, Side 8
8
MORCVN JTtlÐ
Þriðjudagur 21. janúar 1958
Glæsilegur Heimdallarfundur á sunnudaginn
Æskan, Sjálfsfæ&isflokkurinn
og Reykjavík eiga samleib
t FYRRADAG EFNDI HEIMDALLUR til fundar ungs fólks,
þar sem rætt var um æskuna og Reykjavík. — Átta ungir
Reykvíkingar fluttu þar ræður um málefni borgar sinnar og störf
og stefnu Sjálfstæðisflokksins í bæjarmálum. Fyrsti ræðumaður
var fulltrúi æskunnar í bæjarstjórn, Geir Ilallgrímsson, formaður
Sambands ungra Sjálfstæðismanna.
Húsfyllir var á fundinum og hylltu fundarmenn Geir og aðra
læðumenn með dynjandi lófataki.
I ræðunum kom glögglega fram, hve ötullega Sjálfstæðis-
menn í bæjarstjórn hafa unnið að hagsmunamálum unga
fólksins í borginni, hve vel hefur verið búið að skólunum, að íþrótt-
um, að heilbrigðisþjónustunni, og öðru því, er ungu fólki er efst
í huga. Fjölmennið á fundinum og undirtektirnar sönnuðu, að ung-
ir Reykvíkingar ætla að fela Sjálfstæðismönnum að vinna áfram
að hagsmunamálum höfuðstaðarins. — Þeir munu á sunnudaginn
fylkja sér um D-Iistann og veita ríkisstjórninni verðuga ráðningu.
Gildi kosningaréttarins
Fundarstjóri, Sverrir Her-
mannsson, gaf Geir Hallgríms-
syni, bæjarfulltrúa fyrstum orð-
ið. Geir sagði m. a.:
Við þessar bæjarstjórnarkosn-
ingar gengur mikill fjöldi af
ungu fólki í fyrsta sinn að kjör-
borðinu. Það er hátíðleg stund
og á undan þarf að hafa farið
róleg íhugun um meginstefnur og
einstök málefni.
Traustur fjárhagur
Á þessum kosningafundi Heim-
dallar er mér Ijúft og skylt að
gera nokkra grein fyrir því,
hvernig unnið hefur verið í bæj-
arstjórn Reykjavíkur á undan-
förnum árum að því að fram-
kvæma stefnumál Sjálfstæðis-
manna.
Víkjum fyrst að fjármálunum.
Á kjörtímabilinu hefur hreia
eign Reykjavíkurbæjar aukizt
um 242 í 410 milljónir. Þetta er
glögg sönnun þess, að hagur
Reykjavíkurbæjar er traustur og
góður.
Það er staðreynd, að útsvör á
fjölskyldufólki eru mun lægri í
Reykjavík en í öðrum kaupstöð-
um landsinsr.
En hvað er það þá, sem
Reykjavíkurbær hefur gert við
þau útsvör, sem borgararnir
greiða?
Ráðstöfun um helmingsútsvars
upphæðarinnar er ákveðin með
lögum. Að því, sem þá er eftir,
fer langmestur hlutinn, eða um
40% af heildartekjum bæjarins,
til ýmissa verklegra fram-
kvæmda; gatna- og holræsagerð-
ar, íbúða, skóla, Bæjarsjúkra-
hússins, íþróttasvæðisins í Laug-
ardal, Sorphreinsunarstöðvarinn-
ar o. s. frv.
Húsnæðismál, hitaveita
og heilsuvernd
Athugum því næst húsnæðis-
málin. Á síðasta kjörtímabili var
úthlutað lóðum fyrir 3500—4000
íbúðir, eða fyrir allt að 18.000
manns. Á kjörtímabilinu voru
2690 íbúðir teknar í notkun og
um áramótin síðustu voru um
1600 íbúðir í smíðum í borginni.
Mörg ný hverfi hafa verið skipu-
lögð. Bæjarfélagið hefur byggt
280 íbúðir í því skyni að útrýma
heilsuspillandi húsnæði.
Á síðasta kjörtímabili hófust
einnig framkvæmdir við rafstöð-
ina við Efra-Sog og unnið var að
stækkun Hitaveitunnar. Gerðar
voru boranir í bæjarlandinu og
fékkst heitt vatn við Fúlutjörn
og Höfða. Eru framkvæmdir hafn
ar við hitaveitu í Höfðahverfi,
þar sem þetta vatn var nýtt. —
Einnig hefur verið unnið að lagn-
ingu hitaveitu í Hlíðarhverfi.
Á síðasta kjörtímabili var
Heilsuverndarstöðin við Barnós-
stíg vígð. Fjöldi heimsókna þang-
að svarar þegar til þess, að hver
einasti Reykvíkingur komi þang-
að tvisvar sinnum á ári. Einnig
hefur verið unnið að fram-
kvæmdum við BæjarsjúkrahúsiS
í Fossvogi. Tekin hefur verið
ákvörðun um að koma upp fæð-
ingarheimili 1 húsum bæjarins
við Eiríksgötu og Þorfinnsgötu.
og framfarir hafa orðið að því er
varðar heilbrigðiseftirlit og hrein
lætismál.
Æskan, Sjálfstæðisflokkurinn
og Reykjavík
Það, sem hér hefur verið stutt-
lega rakið, sýnir, að Reykjavík
byggir dugmikið fólk, sem hefur
af því, hvernig hinn sundurleiti
hópur vinstri flokkanna verzlar
sín á milli um velferðarmál
Reykvíkinga.
Athafnir núverandi ríkisstjórn-
ar gefa glöggt til kynna, hvernig
fara muni í bæjarstjórn Reykja-
víkur, ef vinstri flokkarnir ná
þar yfirhöndinni. Skráin um lof-
orðasvik ríkisstjórnarinnar er
ærið löng.
í varnarmálum var um það tal-
að, að betra væri að vanta brauð
en að hafa her í landi. Það var
fyrir kosningar. Herinn er enn l
landi, og það hefur komið fyrir
að undarlega skammt væri milii
yfirlýsingar ráðherra um, að her-
inn yrði ekki látinn fara, og þess,
að íslendingar fengju stór pen-
ingalán erlendis.
Þannig mætti lengi telja.
Ofsóknir gegn Sjálfstæðis-
mönnum
Þótt stjórnarflokkarnir hafi
starfsskilyrði verknámsskólans
bætt og styrkir veittir til ýmissar
annarrar skólastarfsemi. Þetta
eru framkvæmdir Reykjavíkur-
bæjar á sl. árum.
En greiðslur á framlögum rík-
isins, sem vera eiga jöfn því, sem
bærinn leggur fram, dragast a
langinn. Skuld ríkissjóðs við
Reykjavíkurbæ vegna skólabygg
inga var 8,3 millj. kr. við síðustu
áramót og hækkar á þessu ári í
15 millj. kr. Sýnir þetta glögg-
lega þann hug, er stjórnarvöldin
bera til Reykjavíkur. Er það þvx
undarlegt, er jafnvel Framsóknar
menn þykjast nú fullir áhuga á
málum Reykjavíkur. Annað er þá
orðið uppi á teningnum en var,
er Reykvíkingar og aðrir kaup-
staðabúar voru aldrei nefndir
annað í málgögnum þeirra en
„Grimsby-lýður“ eða „Malar-
skríll“. Reykvíkingar láta ekki
blekkjast, þeir vita hverjir það
eru, sem unnið hafa af mestum
dugnaði að velferðarmálum
þeirra á undanförnum árum.
Sókn lýðræðissinna
í verkalýðsfélögunum
Næsti ræðumaður var Guðjón
Sigurðsson, iðnverkamaður, for-
maður Iðju. Hann ræddi um
verkalýðsmál og minnti á, að i
fyrravetur féllu 2 vigi kommún-
ista í verkalýðssamtökunum,
Frá HeimuallaríunaL.uin á ^uuiiudagiun
undir forystu Sjálfstæðisflokks-
ins leitazt við að skapa sér sifellt
betri skiiyrði fyrir blómlegt at-
hafna- og atvinnulíf og heilbrigt
fjölskyldu- og félagslif. þar sem
hver einstaklingur fær að njóta
lifshamingju sinnar og hæfi-
leika.
Æskan, Sjálfstæðisflokkurinn
og Reykjavík hafa löngum átt
samleið. Eignarréttur einstakl-
inga, framtak þeirra, von þeirra
um laun í hlutfalli við vinnu-
framlag og óskir þeirra um að ná
því marki, sem þeir hafa sett sér.
hefur alltaf verið grundvöllur
allra framfara mannkynsins. —
Þegar um er að ræða sífelld ríkis
afskipti og ríkisrekstur, síhækk-
andi skattaálögur, velur fólkið
fremur iðjuleysi en vinnu, öryggi
frekar en áhættu og eyðslu frek-
ar en sparnað. Áframhaldandi
framfarir byggjast á því, að ein-
staklingarnir geri sér grein fyr-
ir, að það eru ákvarðanir þeirra
sjálfra, sem ráða um velferð
þeirra, en -ekki forsjá hins opin-
bera. Átján mánaða stjórnarstörf
vinstri flokkanna hafa sýnt, að
þar sem þeir ráða, á æskufólkið
þess ekki kost að vera sinnar
eigin gæfu smiður. Æskan vill
sjálf skapa örlög sín, og því mun
æskan, Sjálfstæðisflokkurinn og
Reykjavík hér eftir sem hingað
til ganga saman til góðs, götuna
fram eftir veg.
Reynslan af ríkisstjórninni
Næsti ræðumaður var Höskuld
ur Ólafsson, sparisjóðsstjóri. —
Hann sagði meðal annars:
Næsta sunnudag verður um
það kosið, hvort í bæjarmál-
um höfuðstaðarins á að ríkja
þróttmikil frámfarastefna, eða
stjórn bæjarfélagsins á að mótast
ekki gert mikið til að efna þau
fyrirheit, er þeir gáfu þjóðinm
fyrir síðustu kosningar, hafa þeir
verið athafnasamir við ofsóknir
gegn pólitískum andstæðingum
sínum og tilraunir sínar til að
lama einstaklinginn. í þvi sam-
bandi mætti nefna varðlags-
ákvæði, bankalöggjöf c kosn-
ingalöggjöf. Kosningalöggjöfin
var sett til þess að i.1 að
lama Sjálfstæðisfl-1 ' í
Reykjavík. Fyrst var áð
fyrir því, að það gæíi ilt
að 4000 kr. sekt við þv , ona
segði manni sínum, hvv,. . hún
hefði kosið eða ekki. Þessu fárán-
lega ákvæði var að vísu breytt
í þinginu, svo að nú varðar það
engum viðurlögum að spyrja, eða
segja frá, hvort menn hafa kosið
eða hvetja aðra til að fara á kjör-
stað. En aðalatriði frumvarpsins
voru knúin í gegn með meiri-
hlutavaldi stjórnarflokkanna á
Alþingi.
Reykvíkingar vilja samhenta
og heiðarlega bæjarstjórn, er
fjalli um málin af frjálslyndi, vel
vilja og festu. Nú er kosið um
glundroða og upplausn vinstri
flokkanna og stefnu Sjálfstæðis-
flokksins. Það val er auðvelt.
Miklar skólabyggingar
Þá tók til máls Hörður Einars-
son, menntaskólanemi. — Hann
ræddi um skólamál og sagði m.a.:
Á síðasta kjörtímabili voru
teknir í notkun í Reykjavík 5
nýir skólar og framkvæmdir
hafnar við 2 aðra. Gerð var rann-
sókn á húsnæðisþörf skólanna og
kom þá í ljós, að byggja þyrfti
um það bil 25 almennar kennslu-
stofur árlega til að fullnægja
þörf vegna aukins fjölda nem-
enda. Á kjörtímabilinu voru
Iðja og Trésmiðafélag Reykja-
víkur, í hendur lýðræðissinna. I
Iðju hafði stjórn kommúnista set
ið lengi að völdum, og kom margt
furðulegt í ljós ,er hún skilaði af
sér plöggum félagsins. Meðal
annars hafði hún misnotað sjóði
þess í þágu kommúnista, og t. d.
lánað þeim % af sjóðum félags-
ins!
Kommúnistar berjast nú þessa
dagana með tilstyrk Fram-
sóknar gegn lýðræðissinnum i
ýmsum verkalýðsfélögum. Hvatti
Guðjón unga Sjálfstæðismenn
sem í félögunum eru til að vinna
ótrauðir að sigri lýðræðisaflanna.
Og þegar kosið er til bæjar-
stjórnar í Reykjavík, sagði ræðu-
maður, fylkjum við liði, svo að
borgin okkar falli ekki í hendur
vinstri fylkingunni, þar sem
„Gengislækkunarflokkur alþýðu,
gervitunglsflokkurinn", er í far-
arbroddi og hefur nú sett shock-
lækni í 2. sæti á lista sinn. Á
ungum Sjálfstæðismönnum hvíiir
mikil ábyrgð, og þeir verða að
vinna svo sem þeir framast mega.
Ungir Sjálfstæðismenn eru og
hafa verið i fararbroddi í stjórn-
málabaráttunni og úr röðum
þeirra hafa kornið þeir ínenn,
sem hæst ber á sviði stjórnmála,
félagsmála og atvinnumála í bæn
um.
Tómstundastörf og íþróttir
Skúli Möller, verzlunarskóla-
nemi, minnti á stofnun Æsku-
lýðsráðs Reykjavíkur 1955. Það
hefur komið upp mörgurn tóm-
stundaheimilum víðs vegar um
bæinn, þar sem ungt fólk á þess
kost að sinna hugðarefnum sín-
um. Æskulýðsráðið hefur einnig
efnt til námskeiða, átt hlut að
æskulýðstónleikum og unnið á
annan hátt að þvi að þroska
unglingana og beina huga þeirra
inn á heilbrigðar brautir.
Á sviði íþróttamála hefur
einnig mikið verið unnið í Reykja
vík. Hinn fagri leikvangur í
Laugardal var tekinn í notkun
á siðasta sumri. Þá hefur verið
byrjað á sundlaugarbyggingu á
Laugardalssvæðinu, svo og á
Sundlaug Vesturbæjar. Reykja-
víkurbær hefur einnig styrkt
íþróttafélögin til þess að
koma sér upp íþróttasvæðum
á 8 stöðum í bænum. Þar er góð
aðstaða til starfs, og hún hefur
verið notuð af ýmiss konar menn
ingarfélögum. — Bæjarstjórn
Reykjavíkur hefur einnig látið
bæta Melavöllinn og komið á
samningum um byggingu íþrótta-
og sýningarhúss.
Þetta eru nokkur dæmi, sagði
Skúli Möller, um það, sem
Reykjavíkurbær hefur gert til
þess að vinna að velferðarmálum
ungra Reykvíkinga. Æska Reykja
víkur kann að meta þá aðstöðu,
sem henni hefur verið búin og
hún mun í kosningunum á sunnu
daginn kemur efla Sjálfstæðis-
flokkinn.
Veitið ríkisstjórninni áminningu!
Ragnhildur Helgadóttir alþm.
sagði, að á sunnudaginn yrði ekki
aðeins kosið 1 bæjarstjórn Reykja
víkur. Þá gæfist einnig tækifæri
til að segja álit á stefnu ríkis-
stjórnarinnar og veita henni þá
áminningu, sem dygði, til að hún
færi sér hægar hér eftir en hing-
að til við framkvæmd á óheilla-
stefnu sinni.
Ragnhildur rakti ýmsar að-
gerðir rikisstjórnarinnar, sem
miðað hafa að því að mismuna
borgurunum eftir stjórnmálaskoð
unum eða búsetu. Ræddi hún
m. a. um húsnæðismálin og
ýmsar ráðstafanir til að skerða
frelsi og umráðarétt einstaklinga
yfir íbúðum. En stjórnln hefur
haft enn frekari ráðagerðir á
prjónunum, svo sem fram hefur
komið í hinni frægu „gulu bók“
Tillögunum, sem í henni eru, átti
að koma í framkvæmd í vetur,
en óttinn við Sjálfstæðisflokk-
inn og fylgi hans meðal almenn-
ings olli því, að stjórnarliðið
þorði ekki að bera þau lagafrum-
vörp sín fram fyrir bæjarstjórn-
arkosningar. Úrslit kosninganna
valda vafalaust miklu um það,
hvað til bragðs verður tekið síð-
ar í vetur á þessu sviði.
Fjandskapur ríkisstjórnarinn-
ar gegn höfuðborginni hefur kom
ið fram á ýmsum fleiri sviðum,
sagði Ragnhildur. Við afgreiðslu
fjárlaganna nú á haustþinginu
var réttur Reykjavíkur fyrir borð
borinn og tillögur, er Sjálfstæðis-
menn báru fram til að koma
fram leiðréttingum, voru að engu
hafðar. Tillögur um framlög til
heilbrigðisstofnana í Reykjavík
voru felldar, einnig tillögur um
aukin framlög til útrýmingar
heilsuspillandi húsnæði, um fé
til leikvangsins í Laugardal og
til skóláhúsa.
Á sunnudaginn kemur kjósa
Reykvíkingar gegn þeirri ríkis-
stjórn sem kann ekki önnur úr-
ræði en að setja lög um skyldur
og höft, lögskipa skyldusparnað
og tekur peningana af æsku-
fólkinu. Æskan kýs þann flokk,
sem vill byggja á lýðræði og
frelsi. Æska Reykjavíkur kýs
D-listann gegn ráðleysi, sundr-
ungu og stöðnun — með frelsi,
einingu og framförum.
Framsóknarflokkurinn og
Reykjavík
Þá tók til máls Birgir ísL
Gunnarsson, stud jur., formaður
stúdentaráðs Háskólans. Hann
sagði meðal annars:
Þau sjónarmið, er ráða því,
hvernig menn skiptast í fylking-
ar stjórnmálaflokkanna. mótast
fyrst og fremst af grundvallar-
kenningum þeim, er flokkarnir
fylgja. En afstaða flokkanna til
hinna einstöku mála, sem eru
ofarlega á baugi hverju sinni,
hljóta þó einnig að ráða hér
miklu um. Því er það að fólk
úr öllum flokkum hefur á und-