Morgunblaðið - 23.02.1958, Page 2

Morgunblaðið - 23.02.1958, Page 2
2 MORCTiNnr 4fíij) Sunnudagur 23. febrúar 1958 Það er beðið effir frosileysu svo galnagerð sé möguleg GÖTUR bæjarins eru nú farnar að láta ailmikið á sjá, einkum þó þær sem mest umferð er um. Sama máli gegnir um Hafnar- fjarðarveginn. Einkum eru það snjókeðjur bílanna sem þessum stórfelldu gatnaskemmdum hafa valdið. Eru bileigendur orðnir óþolinmóðir eftir þvi að viðgerð fari fram. Að sjálfsögðu hefur það ekki farið framhjá yfirmönnum gatna- gerðar bæjarins hve göturnar eru sumar hverjar orðnar holótt- ar. Malbikun á þessum skemmdum er það eina sem dugar. En ekki er framkvæmanlegt að malbika í frosti, því ekki tekst að láta hið nýja malbik bindast hinu gamla. Það er meira að segja illmögulegt að malbika í hláku og rigningu, en það er þó gert í neyðartilfellum, og víða fór lagfæring fram í hlákukafla er gerði fyrir nokkru. f síðasta hlákukafla, er vatn lá á malbikinu og snjókeðjur bílanna lömdu blautt malbikið, mátti sjá eftir daginn þau miklu spjöll sem víða höfðu orðið. Við þetta hefur ekki verið hægt að gera. Gagnslaust er að bera ofaní- burð í holurnar í malbikinu. Það j Silfurmunum stolið úr búð 1 FYRRINÓTT var innbrotsþjófn aður framinn í minjagripa- og smávöruverzluninni Orlofsbúðin í Hafnarstræti. Innbrotsþjófurinn lét þar greipar sópa um ýmis konar silfurmuni, eyrnalokka, hringi, armbönd víravirkis og steypt. Er talið að alls hafi um 130 silfurmunum verið stolið og er hér um að ræða tjón upp á þúsundir króna fyrir verzlunina. er sameiginlegt með starfsmönn- um gatnagerðarinnar og Vega- gerðar ríkisins, að þeir bíða eftir þvi að frostlaust verði, þá munu vinnuflokkarnir fara á stúfana í bænum og suður á Hafnarfjarðar arveg, sem verstur er í Fossvogi. Verkfræðingar sem að þessum málum starfa telja það höfuð- nauðsyn að hefja allsherjar her- ferð gegn því að menn aki með snjókeðjur á bilum sínum þeg- ar hláku gerir og vatnselgurinn liggur á malbikinu. Það mun kosta bæjarbúa stórfé að bæta það tjón sem orðið hefur á göt- unum í bænum nú í vetur, af þessum sökum. Hátíðafundur Náttúrufræði- félagsins HIÐ íslenzka náttúrufræðifélag heldur samkomu í hátíðasal Há- skólans mánudaginn 24. febr. kl. 20.30. Sigurður Þórarinsson, jarð fræðingur, flytur þar erindi, er hann nefnir „Eifel—Hötting— Öræfi“, og sýnir litskuggamynd- ir. Fjallar erindið um Eifelhér- aðið í Þýzkalandi og spréngigígj- ana þar, um hið fræga Hötting þursaberg nálægt Innbruch í Austurríki, sem hefur að geyma plöntuleifar frá lerigsta hlýviðris skeiði jökultímans, og um þær merkilegu plöntuleifar frá jökúl- tíma, er funduzt í Öræfum sl. FENEYJUM, 22. febr. — Fræg- asta balletdansmey Júgóslava, kom í dag yfir landamærin til Ítalíu og baðst hælis sem póli- tískur flóttamaður. Lára Bartlett (Margrét H. Jóhannsdóttir), Jack Weeler (Einar Kristjánsson), Harrigan (Guðjón Hjartarson), Billy Bartlett (Viggó Valdimarsson), Pets (Janus Eiríksson) og liggjandi, Blanny Weeler (Arndís G. Jakobsdóttir). (Ljósm.: Þorv. Ág.) Græno lyfton í Hlégnrði LEIKSÝNING ungmennafél. Aft urelding í Mosfellssveit var í Hlégarði sl. föstudagskvöld. Verk efnið að þessu sinni var „Græna lyftan“ eftir Hopwood í þýðingu Sverris Thoroddsens. Leikurinn er í 3 þáttum og fjallar um hjónabands vandamál og gerist nú á dögum í fjölbýlis- húsi. Frú Weeler, eitt aðalhlut- verkið, leikur Arndís Jakobsdótt- ir, og ber hún af öðrum leikend um, einkum þar sem vandinn er mestur, er frú Weeler er útúr drukkin. Viggó Valdimarsson leikur hr. Bartlett ágætlega, en honum hættir við ofleik er hr. Bartlett er drukkinn, enda er hlut verkið erfitt í þeim kafla. Önnur hlutverk eru yfirleitt vel leikin, einkum frú Bartlett, sem leikin er af nýliðanum Margréti Jó- hannsdóttur. Henni hættir þó við að tala of hratt, en það getur hún lagað. Einar Kristjánsson, sem hr. Weeler og Þuríður Hjaltadóttir, fara mjög þokkalega með hlut- verkin, en önnur hlutverk gefa ekki tileíni til sérstakrar umsagn ar. Leikstjóri er Klemens Jónsson og er áberandi handbragð hans í leiknum í heild. Honum hefir tekizt það vel, að áhorfandinn gleymir að taka tillit til þess, að á leiksviðinu er óvant fó!k. Leiktjöld málaði Magnús Pálg- son. — í leikslok var leikstjórinn kallaður fram með löngu lófataki, enda hefir hann unnið athyglii- vert starf. — Leikhússtjóri var Guðjón Hjartarson og smíðaði hann einnig leiktjöldin og heíir lagt mikla vinnu í leikinn. Græna lyltan verður sýnd aft- ur í dag og naun marga eflaust fýsa að sjá þennan spennandi gamanleik. J. O. ; í f W'líÍd'Á’klliMlL Ö3?fð!l <1r7/JÍ"J ÍR vann IKF 54:43 og IS vnnn KR 62:34 A FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ hófst að Hálogalandi meistaramót Is- lands í körfuknattleik. Benedikt G. Waage setti mótið með stuttri ræðu. Bar hann körfuknattleiks- mönnum kveðjur bandaríska þjálfarans Norlanders, sem dvaldi hér í haust og leiðbeindi leikmönnum og þjálfurum félag- anna hér. Sú nýbreytni er viðhöfð á þessu móti, að einungis tveir meistara- flokksleikir fara fram á hverju leikkvöldi í stað þrikkja leika áð- ur. Er þetta mjög til bóta, því annars líkur leikunum ekki fyrr en eftir miðnætti. KR—ÍS Fyrri leikur kvöldsins var á nilli KR og Iþróttafélags stúd- enta og unnu peir síðarnefndu með 62 stigum gegn 34. Var leikurinn nokkuð fjörugur, þó stúdentar væru aldrei í tel]- andi hættu. Anægjulegt er hversu KR-liðinu hefur farið mikið fram frá síðasta móti. Félagið hefur mörgum ágætum leikmönnum a að skipa, t. d. fyrirliðanum, Sig- urði Gíslasyni, Gunnari, Birgi Helgasyai og Guðmundi Péturs- syni. Með meira sjálfsöryggi og festu mun liðið verða mótherjum sui- um erfiður kcppinautur. Stúdentar, sem eru núverandi Keykjavíkurmeistarar, léku með miklu öryggi allan leiHnn. Flest- ir leikmenn liðsins eru gamiii' nemendur Menntaskólans að Laugarvatni, og kynntust þar íþróttinni fyrst. Körfuknattleiks menn frá Laugarvatni setja mik- inn svip á mótið sem endra nær. Fjórir leika með stúdentum, þrír í liði KFR og tveir háfa leikið með KR til þessa. Beztu menn stúdenta voru sem endranær, Þórir Ólafsson og Kristinn Jóhannsson, einnig mið- herjinn, Hilmar Sigurðsson, sem skoraði 21 stig. ÍR — ÍKF Síðari leikur kvöldsins var á milli IR og ÍKF. Var beðið eftir þessum leik með mikilli eftirvæntingu, því þessi lið hafa löngum elt grátt silfur saman um meistaratit.ilinn í íslandsmótinu. Taugaóstyrks gætti mjög í byrjun leiksins. enda mikið í húfi íyrir bæði lið- in. Keflvíkingar voru fyrri til að átta sig á hlutunum, og áttu meira í leiknum framan af, þó þeir nýttu ekki yfirburði sína sem skildi. ÍR-ingar jöfnuðu sig samt og tóku að leika með meiri festu. Með snöggum gagnáhlaup- um sköpuðu þeir sér mörg tæki- færi, og með meira öryggi hefðu þau átt að gefa fleiri stig. Leikurinn var mjög spennandi og vel leikinn, þótt nokkurrar hörku gætti í seinni hálfleik. ÍR-ingar komu heilsteyptir í þennan leik og sigurvilji liðsins óvenjumikill. Nafnarnir Helgi Jónsson og Helgi Jóhannsson voru beztu menn liðsins og skoi • uðu 25 stig félagsins. Nýliðinn Steinþór Árnason sýndi mjög góðan leik og er hér mikið efni á ferðinni. Úr liði Keflvíkinganna voru Friðrik og Magnús virkastir. Páll og Hjálmar voru eitthvað miður sín í þessum leik. Yfirleitt olli lið ið miklum vonbrigðum með leik sínum. Öryggi og baráttuvilji liðs ins, sem hefur einkent leik liðs- ins til þessa, brást algjörlega. — Ástæðan er eflaust sú, að liðið er þreytt eftir meistaramót, sem haldið var á Kefl'avíkurflugvelli, fyrir vallarstarfsmenn og varnar- liðið. Mótið heldur áfram á morgun og leika þá KFR-Blið gegn stúd- entum og ÍR gegn KR. — G. K Enn setur Jón litli met MELBOURNE, 22. febr. — Jón litli Konrads, 15 ára snáðinn frá Eistrasalti, sem bætt hefur eitt sundmetið af öðru undanfarna daga, setti fjögur ný heimsmet í dag. Er það eitt glæsilegasta sund frjálsrar aðferðar, sem nokkru sinni hefur sézt, sögðu fréttaritarar. Jón litli synti 1,640 yarda á 17 mín. 28,7 sek. Milli- tímar vo*u teknir á 800 yördum og 1,500 metrum — og var alls staðar um heimsmet að ræða. Að sundinu loknu kvartaði afreks- maðurinn um dálítinn höfuðverk, „en hann batnar strax“, sagði i hann. Goðaborg — sérverzlun moð íþrótfavorur opnar á Laugavegi I GÆR opnaði verzlunin Goðaborg að Laugavegi 27. Selur hún alU kyns íþróttavörur, en fyrst um sinn eru þar einungis skotvopn af ýmsu tagi og veiðistengur. Það er Niels Jörgénsen seih rekur verzl* ur. þessa, en hann er að góðu kunnur fyrir verzlun siiia ineð sama rafni á Freyjugötu. í Goðaborg á Laugavegi eru nú fáanlegar allar þær tegundir aí byssum sem hægt er að fá inn- fluttar. Það eru finnskar og tékk- áhöld. í framtíðinni er ætlunin að á boðstólum verði allt það sem nauðsynlegt er til íþróttaiðkana, ekki einungis á sviði skot og veiði mennsku heldur og til knattleika og yfirleitt allra íþrótta. neskar byssur. Verð þeirra og gæði eru mlsjöfn. Þær kosta frá 600 krónum upp í 5000 kr. Þá er þar að finna veiðistengur af ýma- um gerðum og ýmisleg veiði- I gær voru margir gestir hjá kaupmanninum í tilefni opnunar verzlunarinnar. Þeir er skyn báru á söluvörurnar, sögðu að í þesí- ari verzlun fengjust beztu fáah- leg vopn og þetta væri eina verzl unin sem tæki gömul vopn i skiptum, þ. e. a. s. sæi um end- urnýjun vopna og viðgerðir. Þó Á Siglufirði: Samviuna lýðræðisflokka um kjor bæjarstjóra og bæjarstjJorseta SIGLUFIRÐI, 22. febrúar. — í rúmar 3 vikur hafa vinstri flokk- armr í bæjarstjórn Siglufjarðar, sem eiga 6 fulltrúa af 9, reynt að berja saman meirihluta í bæjar- stjórninm án minnsta árangurs. Sl. föstudag var boðaður bæj- arstjórnarfur.dur samkvæmt sér- stakri ósk bæjarfulltrúa Alþyðu- bandaiagsins, og á dagskrá var m.a. kjör forseta og bæjarstjóra. Þrjár umsóknir höfðu borizt um bæjarstjórastarfið, frá þeim Ár- manni Jakobssyni, Halldóri Guð- mundssyni og Sigurjóni Sæm- undssyni. Fram kom tillaga um frestun á kjöri bæjarstjóra og forseta, er flutt var af fulltrúum Alþýðu- og Framsóknarflokks. Var sú tillaga felld að viðhöfðu nafnakalli með 6 atkv. Sjálfstæð- isflokksins og Alþýðubandalags iris, en hlaut 3 atkv. miðflokk- anna. Síðan var gengið til bæjar- stjórakjörs. Hlaut Sigurjón Sæ- mundsson, sem er jafnaðarmað- ur, 6 atkvæði Sjálfstæðis-, Al- þýðu- og Framsóknarflokks. En Ármann Jakobsson hlaut 3 atkv. kommúnista. Forseti bæjarstjórn ar, Baldur Eiríksson, bæjarfull- trúi Sjálfstíeðisflokksins, var endurkjörinn forseti bæjarstjórn arinnar með 5 atkv. Alþýðu- og Sjálfstæðisflokks. Bæjarfulltrúar kommúnista óskuðu þá eftir að varaforsetar væru kosnir hlut- bundinni kosningu, skv. ákvæð- um þar um í fundarsköpum bæj- arstjórnar. Tveir listar bárust, A, með nöfnum þeirra Kristjáns Sig urðssonar og Ragnars Jóhannes- sonar, en sá fyrri er jafnaðarmað- ur en síðari Framsóknarmaður. Á B-lista var nafn Þórodds Guð- mundssonar. Hlaut A-listinn 5 atkvæði, en B-listinn 3 og einn seðill var auður. Varaforseti bæj arstjórnar er því Kristján Sig- urðsson, em annar varaforseti Þóroddur Guðmundsson. Eftir þessum úrslitum að dæma virðist eðlilegt að lýðræðisfiokk arnir myndi meirihluta innan \ bæj arstj órnarinnar og komi sér saman um málefnasamning. Þessi endir í langvarandi stjórnar- kreppu innan bæjarstjórnar hef- ir vakið fögnuð flestra bæjarbúa nema að sjálfsögðu kommúnista, sem dæmdu sig úr leik á fundi, sem haldinn ýar samkv. sérstakri ósk þetrra sjálfjta. — Stefán.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.