Morgunblaðið - 23.02.1958, Qupperneq 11
Sunnudagur 23. febrúar 1958
MORCIJIVBT. AÐIÐ
11
FHÁ S.U.S. RITSTJÓRAR: JÖSEF H. ÞORGEIRSSON OG ÖLAFUR EGII-SSON
LandkynnirLg „menningar- og
friðarsamtaka,,
Lögberg — „Ástarklettur"
Eins og vera ber, var farið með
hina rússnesku gesti til Þing-
valla og þeim veitt nokkur
„fræðsla" um staðinn og sögu
hans; segist greinarhöfundi svo
frá um þetta:
Á SIÐASTA ári kom hingað til lands á vegum Menningar. og
friöarsamtaka íslenzkra kvenna, rússnesk kvennasendinefnd, er
dvaldi hér um nokkurt skeið. Ein af konum þessum, Tamara Yers-
ltova, hefur ritað sitthvað um dvöl sína á íslandi í rússnesk blöð og
nú síðast í janúarhefti tímaritsins „Soviet Woman". Þar sem al-
inenningur hér á landi veit næsta lítið um raunverulegan tilgang
starfs fyrrgreindra menningar og friðarsamtaka, þykir sjálfsagt
að gefa nokkra svipmynd af þeirri landkynningarstarfsemi, sem
samtökin reka, eins og hún kemur fram í frásögnum gistivina þeirra.
í áðurnefndri tímaritsgrein
segir m.a.:
„íslenzkar konur þjáðust
ekki sjálfar af harðræði og
skaða síðustu styrjaldar, en
þær hlýddu með tárin í aug-
unum á sérhvert atriði, er
snerti orrustuna um Stalin-
grad og umsátrið um Lenin-
grad; og þær fullvissuðu okk
ur aftur og aftur um það, að
þær stæðu sem ein við hlið
allra kvenna veraldar um þá
ákvörðun, að láta harmleik-
inn frá Hiroshima aldrei end-
urtaka sig. Þær voru mjög
miður sín vegna hinnar banda
rísku herstöðvar í Keflavík,
á íslenzkri mold, og við urðum
þess varar, hve einlæglega al-
menningur, bæði menn og kon
ur, þráði það, að ályktun AI-
þingis um brntlflutning er-
væri að framfleyta fjölskyldu,
án þess að vinna eftirvinnu . . .
Skattarnir eru háir“.
>á segir:
„Barnavinna (child labour)
tíðkast á íslandi. Við sáum
12—14 ára börn í fiskiðju-
veri við garðyrkjustörf og
blaðasölu. Lífið er erfitt, og
á sumrin senda fjölmargir
foreldrar börn sín í vinnu".
Ekki leikur á tveim tungum,
að greinarhöfundur lítur svo á,
að unglingar hérlendis séu að-
eins sendir til vinnu sökum fá-
tæktar einnar saman, og geta
þær upplýsingar ekki verið frá
öðrum en gestgjöfunum. Óskilj-
anlegt er hins vegar, hvað slíkri
„kynningarstarfsemi“ veldur, þeg
ar vitað er, að flestir unglingar
eru látnir stunda sumarstörf sín
fyrst og fremst vegna þeirra hollu
Þessi mynd sýnir rússnesk börn í „barnavinnu“, sem líklega er
að skapi kommúnískra friðarsamtaka.
lendra herja kæmi til fram-
kvæmda. Kona ein úr milli-
stétt sagði: „Það er takmark
lífs míns, að koma þessum
bandarísku herflokkum burt
af íslandi“.“
Ekki er þess getið, að Menn-
ingar- og friðarsamtök íslenzkra
kvenna hafi haft neitt að segja
um harmleikinn í Ungverjalandi,
enda sennilega grátið þurrum
tárum, þegar fregnir bárust um
að rússneskir böðlar beittu skrið
drekum og vélbyssum gegn vopn-
lausri alþýðu.
Um viðskipti íslands og Sovét-
ríkjanna segir í greininni:
„Sovétríkin eru stærsti
kaupandi að íslenzkum fiski,
og fjöldi fólks sagði okkur,
að það væru viðskiptin við
* Sovétríkin, sem hefðu forð-
að landinu frá atvinnuleysi“.
Það' skyldi þó ekki vera að
Sovétríkin hefðu einhvern hag
af þessum viðskiptum — eða hef-
ur Einari Olgeirssyni alveg út í
bláinn verið gefin línan um að
berjast gegn fríverzlunarhug-
myndinni?
Lifsbaráttan hörð
Þrátt fyiar veiai vinstri stjórn-
arinnar skorti nokkuð á að þeir
ur alþýðustétt, er hinar rúss-
nesku konur ræddu við, væru
ánægðir með hag sinn, svo sem
fram kemur í greinni:
„Verkamennirnir sögðu okkur,
að lifsbaráttan væri hörð, erfitt
uppeldisáhrifa, sem samfara eru
nytsömum störfum.
Nokkru síðar í greinni er gefið
í skyn, að íslenzkur æskulýður
sé mjög báglega á sig kominn
líkamlega (sjálfsagt vegna þrælk
unar!), og segir þar, að hann
þurfi að fara í ljósböð daglega,
til þess að„þjást ekki af h;n.« •
langa norðlæga vetri“.
Þá er drepið á það, seiv. ■
laust á að skoða sem eitt aí
rekum“ Menningar- og fxi . -
samtaka íslenzkra kvenna. . -
þáttur á þessa leið:
„Konunum er mjög umi.i.
að um að börn þeirra ha„
heilbrigt lífsviðhorf; það var
að kröfum þeirra, sem Alþingi
bannaði innflutning banda-
riskra skopblaða (comics)
og Iélegra kvikmynda.“
Þess er ekki getið, hvenær Al-
þingi hafi gert samþykkt sína
um þetta efni, enda mun sann-
leikur málsins vera sá, að tillaga
um þetta hafi aldrei komið fram
á þingi.
En kommúnistakvenfélagið læt
ur enn meira að sér kveða:
„Við komumst að raun um,
að það var að kröfum kvenna,
að ríkisstjórnin ákvað nýlega
að auka innflutning á ávöxt-
um.(l!) Þetta hafði mikið að
segja fyrir norðlægt land, þar
sem loftslagið i sunmm lands-
hlutum gerir jafnvel kartöflu-
ræktun ómögulega.“(!!!)
Gult
„Lög ríkisins voru sögð
upp af háu bjargi. Þaðan sér
yfir breiðan dal umkringdan
útbrunnum eldfjöllum. Þetta
er einnig staðurinn þar sem j
beztu Ijóðin voru lesin og
beztu söngvarnir sungnir. Ó-
giftar stúlkur voru færðar
þangað til hinna árlegu funda
þingsins, til þess að gifta þær
— og af þessum ástæðum er
bjargið kallað „Ástarklettur“
(Love Cliff).“!!!!
Hin rússneska kona skýrir ekki
frá því, hver sé heimildarmaður
að þessum nýstárlegu og athygl-
isverðu upplýsingum um þjóð-
hætti hér og forn örnefni, en eina
manneskjan, sem hún nafngrein-
ir í sambandi við þessa Þing-!
vallaför sína, er Hannibal Valdi-!
marsson, sem hélt þar uppi
nokkrum gleðskap fyrir hina
rússmesku vini sína og mælti
m.a. á þessa leið, að því er grein-
arhöfundur hermir:
„Hér á Þingvöllum voru fyrstu
friðarlögin (laws on peace) sam
þykkt, og þjóð okkar heldur
tryggð við þessi lög. Við viljum
lifa í friði og vináttu við þjóð-
ir Sovétríkjanna“.
Undir lok greinarinnar er svo
sagt frá heimsókn sendinefndar-
innar að Bessastöðum með eftir-
farandi orðum:
„Forsetinn tók hjartanlega á
móti okkur og kom fram hjá hon-
um mjög mikil þekking á rúss-
neskri menningu og listum sam-
fara djúpum skilningi á mikil-
vægi þess að efla menningarleg
og viöskiptaleg tengsl í millum
landa okkar“.
Hver er Jakobína?
Meðal þeirra íslenzku kvenna,
sem nafngremdar eru í umræddri
grein, er Jakobina nokkur Sig-
urðardóttir, „the talented poet-
ess“, og mun hér sennilega vera
átt við þá hina sömu, sem getið
var í rússneska áróðursritinu
„New Times“ 20. nóv. 1954, er
sagt var frá heimsókn annarrar
rússneskrar sendinefndar hingað
til lands. Þar var m.a. komist að
orði - þessa leið:
Hér eru rússneskar ,,friffar“-konur aff kenna ungverskum stalL
systrum hin réttu tök.
„Á ferð okkar um Austurland
fórum við og hittum að máli
skáldjöfur íslenzkra kenna,
Jakobínu Sigurðardóttur . . . .
Jakobína Sigurffardóttir er skáld
fólksins og þaff elskar hana.
Okkur var sögð eftirfarandi saga
um síðasta kvæði hennar: Ame-
ríski sjóherinn ætlaði að halda
heræfingar undan vesturströnd
íslands og Jakobína ákvað að
yrkja kvæði í mótmælaskyni. Á
íslandi er það trú manna, að
skáldin geti rutt þeim úr vegi,
sem ætla sér aff koma i veg fyrir
hamingju fólksins. — Og þegar
hann skall svo á norðan daginn
sem æfingarnar skyldu verða,
sagði fólkið, að kvæðið hefði
komið fram hefndum á henður
innrásarseggjunum . . . .“
Ja, mikil ósköp! Einhverjum
þætti nú kominn tími til, að þessi
makalausa Jakobina færi aff
yrkja lítið ljóð um vinstri stjórn-
ina!
Næsta hefti
Að lokum skal þess getið, að
næsta hefti „Soviet Woman'* á
að koma út í þessum mánuði og
mun samkvæmt fyrirheiti í janú-
ar-heftinu mestmegnis fjalla um
40 ára afmæli Rauða hersins, í
myndum og frásögnum, en því
miður er þess ekki getið, hvort
Menningar- og friffarsamtök ja-
lenzkra kvenna munu einnig
leggja eitthvað af mörkum í
þetta hátíðarhefti.
húsnæði
TÍMAMENN reyna stöðugt að
sverja af sér faðernið á Gulu bók
inni, sem Hannes „borgari" frá
Undirfelli samdi við annan mann
jafnvel þó hann vissi að það
„væri að fara í geitarhús að leita
sér uilar að ræða um róttækar
ráðstafanir í húsnæðismálum við
flokksforustu Framsóknarflokks-
ins". Þannig þykist Hannes „borg
ari“ vera í miklum minnihluta í
flokknum eða jafnvel einn á ferð,
en hins vegar virðist sem skoð-
unum hans vaxi stöðugt fylgi inn-
an flokksins, enda gert ráð fvrir
undanþágum til „verðugra" sóma-
manna, er til þess hafa unniff.
Félag ungra framsóknarmanna
hér í Reykjavík, efndi til fundar
í Sambandshúsinu nú í vikunni
og ræddi þá Hannes „borgari" um
bókina og hvatti menn óspart til
dáða í húsnæðismálum.
. Tíminn er ekki svo heillum horf
inn að vilja ekkert gera fyrir þá
ógæfumenn, sem ekki verðskulda
undanþágu frá „róttækum" aðgerð
um í húsnæðismálum. Blaðið er
svo vinsamlegt að birta ýtarlegar
ráðleggingar fyrir alla þá sem
búa í þröngu húsnæði, en ekki er
enn vitað hvort Hannibal leyfir
sérprentaða útgáfu á þessum leið-
beiningum þegar Hannes „borg-
ari“ gefur út Gulu bókina, sem
væntanlega verður svo snemma, að
hún geti orðið ein af næstu jóla-
bókum Norðra
Þar, sem gera má ráð fyrir
því að menn vilji kynnast leið-
beiningum Tímans er ekki úr
vegi að enaurprenta þær hér, en
til að girða fyrir allan misskiln-
ing skal það tekið fram, að ekki
hefur verið sótt um birtingarleyfi
til „Seminaristans frá Jonstrup".
Tíminn s 1. febr.:
„Hver gripur verður að gegna
margföldu hlutverki: Svefnstaeði
er sæti að deginum til, sama borð
verður matborð og vinnuborð og
heimamenn hvílast í sömu stólum
og notaðir eru við matborðið".
Eins og ofanrituð orð bera með
sér, þá er hér aðeins rætt um
borð og stóla, en síðar í sömu
grein leiðbe'. - Tíminn lesendum
sínum um „praktíska" notkun
annarra húsgagna og segir um
rúmið:
„á að liafa sterka botna í svefn
bekkjum sem notaðir eru sem sæti
á daginn, annars missíga þeir og
verða slæm hvíla".
Ekki cr þess getið hvort sitja
eigi í þessum svefnbekkjum við
matar- og vinnuborð Tímans eða
hvort ekki væri „praktískast" og
brotamim. i að sofa bara líka á
borðinu og mætti þá komast af
með eitt herbergi. Færi einkar vel
á því að heivergið væri málað í
gulum li'. borðið sjálft þyrfti þó
að vera ruutt og er ekki að efa,
að liðsoddar Framsóknar fari
bráðlega aó svipast um eftir litl-
um herbergjum og sterkum borð-
um, sem ekki „missiga".