Morgunblaðið - 23.02.1958, Síða 13
Sunnudagur 23. febrúar 1958
MORCVNBLAÐIÐ
13
REYKJAVIKURBREF
Laugard. 22 febrúar
Þýzka töluð
Svo sem áður hefur verið drep-
ið á hér í blaðinu var auðséð
af bandarískum blöðum í vetur.
að þarlandsmenn töldu Spútnik
hinn rússneska meira áfall fyrir
sig en flestir höfðu ætlað. Banda-
ríkjamenn eru svo vanir því að
vera fremstir í allri tækni, að
þeim brá illilega við, þegar Rúss-
ar fóru fram úr þeim í þessum
efnum. Má segja, að Bandaríkja-
þjóðin hafi ekki tekið á heilum
sér fyrr en vísindamenn hennar
höfðu komið Könnuði sínum á
loft. Þá var mikill fagnaðardag-
ur vestan hafs og er sýnu létt-
ara yfir blaðaskrifum þar síðan.
Er þar nú talað um þessi mál í
mjög öðrum tón en áður var. Til
merkis um það eru þessi orða-
skipti, sem nýlega birtust í New
York Times:
. — Þegar Könnuður hitti
Spútnik úti í himingeimnum,
sagði hann: Úr því að við hitt-
ustum loksins hérna einir, er þá
ekki rétt að við tölum saman
þýzku?
Margir lærðu
í Þýzkalandi
Með þessum orðum viðurkenn-
ir hið bandaríska stórblað á gam-
ansaman hátt, að afrekin sem
unnin hafa verið í Rússlandi og
Bandaríkjunum í smíði geim-
fara eru fyrst og fremst Þjóð-
verjum að þakka. Ýmsir telja,
að með geimferðunum verði
meiri þáttaskil í sögu mannkyns-
ins en við flesta merkisatburði
aðra. Úr því mun reynslan skera
og skal ekki fjölyrt um það hér.
En ekki verður um það deilt,
að mikill er hlutur Þjóðverja i
þessum vísindaafrekum sem
ýmsum öðrum á okkar tímum.
Engir ættu að vera fúsari til
að viðurkenna yfirburði Þjóð-
verja í margs konar vísindum og
menningu en þeir, sem í
Þýzkalandi voru við nám
æskuárum, eins og sá, er
þetta ritar. Hann átti því láni
að fagna að vera við framhalds-
nám í lögfræði við Berlínarhá-
skóla frá því seint á árinu 1930
og þangað til snemma árs 1932.
Á þeim árum var Berlín ein af
menningarmiðstöðvum heimsins,
þó að síðar bæri skugga á. En
einnig eftir að nazistar komust
til valda snemma árs 1933 héldu
margir þýzkir háskólar áfram að
vera með fremstu fræðslustofn-
unum í heimi. Bæði fyrir og eft-
ir valdatöku nazista sóttu margir
Islendingar menntun til Þýzka-
lands, og hafa þeir síðan dreifzt
á milli ailra íslenzkra stjórn-
málaflokka eins og gengur.
Helgi Sæmundsson
seór frá dríiiimi
o
Hér skal þetta ekki rakið nán-
ar, en þess vegna er á það drepið.
að þeim er þetta ritar, er nú nær
daglega brugðið um það í öllum
blöðum stjórnarflokkanna, að
hann hafi numið nazistisk fræði
á æskuárum sínum í Berlín. Ótt-
inn við þann lærdóm liggur eins
og mara jafnvel á meinleysis-
mönnum eins og Helga Sæm-
undssyni. Hann segir sl. fimmtu-
dag í blaði sínu frá draumi, svo
sem frægt er orðið. Draumi, sem
sá er dreymdi, sagði honum sjálf-
ur frá „svo að þetta fer ekki
milli mála“, eins og Helgi segir:
„Honum þótti Bjarni Bene-
diktsson vera einræðisherra á ís-
landi. Hafði hann bækistöð í tvi-
lyftri höll á berangri niður við
sjó í Reykjavík. Neðri hæðin
var salur einn mikill úr gleri.
Var sögumaðurinn staddur á
hæð skammt frá aðsetri einræðis-
herrans og sá þaðan inn í gler-
salinn“.
r>-
Hvorn á ég að
skjóta fyrst?44
Helgi heldur áfram í Alþýðu-
blaðinu:
„Varð honum starsýnt á ei
ræðisherrann, sem gekk um gólf
í glersalnum og hafði skrítna tii-
burði í frammi, æfði sig í handa-
slætti og reigingi fyrir framan
spegil, stefndi fólki á fund sinn
og rak það svo brott, öskraði
valdboð í síma og leit út eins Og
hamstola væri. Allt í einu gekk
sendiboði að sögumanni minum
og mælti: „Nú kemur hann í heim
sókn til Bjarna". Ætlaði sá, seni
drauminn dreymdi að inna eftir
nánari skýringu, en kom í sömu
andrá auga á svartan bíl, er ók
upp að bækistöð einræðisherrans
Út úr honum steig Adolf Hitler
og gekk inn í glersalinn. Bjarni
rann til móts við hann, féll um
háls gestinum og fagnaði honum
ákaflega og dansaði síðan i
kringum Hitler, sem var gamal-
legur orðinn, lotinn í herðum og
tekinn í andliti. Fannst þá sögu-
manninum hann snúa sér að
hópnum, sem honum fylgdi og
skipa: „Fáið mér byssuna". Vissi
hann ekki fyrri til en í höndum
hans var forláta riffill, kjörgrip-
ur að allri smíð og vandlega
fægður. Bar hann vopnið upp að
-fundi var Adolf Hitler mun betur
tekið, þegar hann byrjaði en er
hann hætti. Verður þó ekki um
það deilt, að á landa sína hafði
hann stundum hrein sefjunar-
áhrif, en það kom sem' sagt ekki
fram á þessum fundi. Geta má
samt þess, að þarna var einnig
þriðji íslendingurinn, þó að ekki
væri með hinum tveimur. Eftir
á þótti honum mun meira til
koma en þeim, og festist nazism-
inn þó ekki rækilegar í honum
en svo, að síðan hefur hann orðið
einn skeleggasti baráttumaður
kommúnista á íslandi.
Boð, sem vini
Helga hefði líhað
Annað samband Bjarna Bene
diktssonar við nazista en þetta
mun ekki verða fundið, þótt leit-
að sé með logandi ljósi. Þess má
þó geta, að í ágúst 1939 skrapp
hann örfáa daga til Berlínar eft
ir sumardvöl í Englandi til að
skoða fornar stöðvar. Þá hitti
hann í hóp íslendinga þýzkan
skiptistúdent, sem verið hafði á
íslandi og sennilega hefur verið
nazisti, því að hann hafði orð
á því að leitt væri, að honum
hefði ekki verið kunnugt um
komu Bjarna, því að þá hefði
hann getað boðið honum að vera
viðstaddur aftöku, sem fram
hafði farið þá um morguninn.
Manninum var þökkuð einstök
Voru síðar sannar spurnir af því,
að gerður var út leiðangur til
að fylgjast með ferðum hins tor-
tryggilega borgarstjóra. öllu því
flani lyktaði svo, að herstjórnin
kunni betur að meta sannsögli
rógberanna eftir en áður.
Peron
símaskráin
og
í símaskránni að staðsetja Vetr-
arhjálpina í Valhöll.
Þessi er flugufóturinn fyrir þvi
að gera Bjarna Benediktsson að
persónugerfing þeirra hjóna Ju-
ans og Evu Peron.
Vill Hermann
Alþýðuflokkinn
Af sjálfu málgagni forsætisráð
herrans er raunar öðru hvoru
svo að sjá, að ekki hafi þurft
að bregða sér til Berlínar til að
læra listir einræðisherrans. —
Sunnudaginn 9. febrúar birtist í
Tímanum forustugrein, sem hét:
Heimilisfangið í símaskrá. Þai
segir m. a.:
„Þeir, sem halda að það sé fjar-
stæða að Juan Peron og Bjarni
Benediktsson hugsi svipað í þjóð-
málum ættu að fletta upp í síma-
skránni í Reykjavík, þeirri er
gildir nú í dag og sjá með eigin
augum að „Vetrarhjálpin"
Reykjavik er staðsett í Valhöll,
flokksheimili Sj álfstæðismanna. “
Er furða, þó að Tíminn spyrji
eftir svo augljóst orsakasam-
hengi:
„Er til öllu gleggri sönnun um
það að þessi angi af peronism-
anum lifi góðu lífi innan Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík og
þarna er í raun og sannleika sams
konar vinnubrögð á ferðinni og
notuð voru í hinni umfangsmiklu
,,líknarstarfsemi“ Evu og Juans
Perons í Argentínu fyrir nokkr-
um árum?“
Þarf frekari vitnana við?
í gamla daga kenndi Ólafur
íeig
au
„Fáið mér byssuna“
„— — — forláta riffill, kjör-
gripur að allri smíð og vandlega
fægður“. '
vanga sínum og miðaði á Hitler
og Bjarna, þar sem þeir létu vei
hvor að öðrum inni í glersalnum.
Þóttist hann eiga allskostar við
þá félaga enda skotfærið ákjósan-
a legt. En sem hér var komið sög-
unni og ekki annað eftir en
hleypa af, sneri sögumaðurinn sér
að förunautunum og spurði:
„Hvorn á ég að skjóta fyrst?“
Hcyrði Hitler
einu sinni tala
Gott er að vita það frá Helga
Sæmundssyni, að hér skuli ekk-
ert fara á milli mála. En víst
væri Bjarna Benediktssyni feng-
ur í því að það rættist úr draumn-
um, að hann kynni að dansa,
því að þá list hefur hann aldrei
iðkað í vöku sjálfs sín, þótt
skömm sé frá að segja. Sjálfsagt
er nú að reyna, hvort þessi gáfa
hefur gefizt honum fyrir draum-
farir vinar Helga Sæmundsson-
ar, svo að draumamaðurinn verði
þó að einhverju leyti sannspár.
Um kunningsskapinn við Hitl-
er er það annars að segja, að á
Berlínarárunum sótti Bjarni Bene
diktsson tvisvar sinnum fundi naz
ista og gerði sér mun tíðförulla
á aðrar samkomur. Annar fund-
urinn var nauðaómerkilegur
stúdentafundur, svo leiðinlegur,
að þá íslendinga, sem þangað fóru
saman, fýsti ekki að sækja fleiri
slíkar samkomur. En með Bjarna
Benediktssyni mun þá hafa verið
nafni hans Guðmundsson blaða-
fulltrúi, einhver sannfærðasti
lýðræðissinni á landi hér.
Hinn fundurinn varð sögulegri,
því að þar talaði sjálfur Hitler.
í fylgd með þeim, er þetta ritar,
var þar síðar ritstjóri Al-
þýðublaðsins, nú einn af þing-
mönnum Alþýðubandalagsins.
Voru þeir báðir ámóta hrifnir af
ræðumanni og töldu honum mjög
hafa mistekizt. Enda var ekki
um það að villast, að á þessum
hugulsemi en tjáð, að gesturinn
hefði hug á flestu öðru meira en
að vera við slíkar athafnir.
Sennilega hefur hinn þýzk:
skiptistúdent verið svipaðs sinms
og einkavinur Helga Sæmunds-
sonar er lýsir svo fagurlega riffl-
inum, sem hann ætlaði að skjóta
Bjarna Benediktsson með. Hugar-
fárið er furðulíkt hjá ofstækis-
mönnum, hvort sem þeir teljast
til nazistanna þýzku eða „frjáls-
huga“ „vinslri manna“ á íslandi.
Leiðangur
norður í land
Segja má, að þessar endur-
minningar komi ekki öðrum við,
en í þessum efnum er ekkert að
dylja, og þegar koma á nazista-
stimpli á stærsta stjórnmálaflokk
íslenzku þjóðarinnar, þann sem
lýðræðinu hefur verið tryggast-
ur af öllum íslenzkum stjórn-
málaflokkum, vegna þess, að ung •
ur maður nam lögfræði í Berlín
fyrir meira en aldarfjórðungi, þá
er rétt að gera það að nokkru
umræðuefni. Ókunnugir mundu
t. d. af sumum skrifum stjórnar-
blaðanna ætla, að Bjarni Bene-
diktsson hefði verið þátttakandi
í bruna þinghússins í Berlín 1933.
þó að hann, er sá atburður gerð-
ist, væri farinn að kenna lögfræði
við Háskóla Islands og litillega
farinn að skipta sér af íslenzk-
um stjórnmálum með því að
ganga í ekki brennufúsari félags-
skap en Heimdall.
Stjórnarherrunum til fróunar
má segja, að það sé því alveg
víst, að Bjarni var hvorki í boði
Görings þegar þinghúsið brann
né hafði hann brugðið sér í líki
Lúbbe hins hollenzka það kvöld.
Persónulega hefur nazistarógur
inn aldrei skaðað Bjarna Bene-
diktsson. En geta má þó þess,
að er hann var borgarstjóri á
stríðsárunum bar það við að
hann brá sér í skemmtiferð með
kunningja sínum norður í land.
Það var í júlílok 1942. Þá skutu
einhverjir góðviljaðir menn því
að herstjórninni hér að þetta
ferðalag væri mjög tortryggilegt. hjá liðin og það er algjör villa
Dan í Menntaskólanum að setja
fyrir neðan úrlausnir í flatar-
málsfræði q. e. d., er útlagðist
„quod erat demostrandum", þ. e.
það, sem sanna átti. Er ekki al-
veg auðséð af framangrejndu, að
Bjarni Benediktsson er í senn
holdi klæddur Juan Peron og hin
látna eiginkona hans Eva? E. t. v
kemur þar af hin nýfengna kunn-
átta í danslistinni, sem Helgi
Sæmundsson lýsir svo fagurlega
Hermann
í næsta húsi
Segja má, að hér sé um of
miklar fjarstæður að ræða til
þess að því taki að fjölyrða um
þær. Og vist er, að vitleysan er
svo mikil, að erfitt er hönd á að
festa.
Er það t. d. rétt að Vetrar-
hjálpin í Reykjavík sé staðsett í
Valhöll, eins og Tíminn segir?
Sjálfur hefur forsætisráðherrann
Valhöll daglega fyrir augunum og
getur mætavel fylgzt með manna-
ferð þangað. Hann þarf a. m. k.
ekki að bregða sér nema í næsta
hús til að fullvissa sig um, að
Vetrarhjálpin hefur aldrei haft
aðsetur í Valhöll. Vitnisburð hans
þyrfti og ekki til. Um þetta hefði
Tíminn getað fullvissað sig með
einni upphringingu.
Hvernig stendur þá á þessu
torrtyggilega heimilisfangi j
símaskránni?
Til þess liggur einföld saga og
hún er sú, að þegar Sjálfstæðis-
menn opnuðu félagsheimili sitt í
Valhöll fyrir tæpum tveimur ár
um, var mikill skortur á símum
hér í bæ. Þá var það, að um
nokkra mánaða skeið fengu þeir
lánað símanúmer Vetrarhjálpar-
innar, sem ekki starfaði á því
tímabili. Deila má um, hvort
þetta hafi verið smekklegt eða
ekki, en öruggt er, að það gerði
engum tjón. Vetrarhjálpin fékk
sitt númer jafnskjótt sem hún
þurfti á að halda. Ef enginn
flokkur hefði misnotað aðstöðu
sína í íslenzku þjóðlífi meira en
Sjálfstæðisflokkurinn með því að
fá þetta símanúmer lánað, vær'
lítil ástæða til að tala um spill-
ingu í íslenzku þjóðlífi. Hvað sem
um það er, þá er notkun flokks-
ins á númerinu nú fyrir löngu
Hér að framan var vikið að
því, að Sjálfstæðisflokkurinn
væri ekki einungis stærsti flokk-
ur íslenzku þjóðarinnar heldur
sá, sem tryggastur hefur verið
lýðræðinu fyrr og síðar. Sjálf-
stæðisménn hafa enga unun af
því að bera andstæðingum sínum
á brýn einræðistilhneigingar. En
af marggefnu tilefni frá Alþýðu-
blaðinu, sem þó er málgagn þess
flokks, sem er næst Sjálfstæðis-
flokknum, eindregnasti lýðræðis-
í flokkur landsins, verður ekki
komizt hjá því að minna á, að
í þessum efnum er skjöldur Ai-
þýðuflokksins langt frá því að
vera svo hreinn sem skyldi.
Alþýðublaðið hefur fært þau
rök að því að Sjálfstæðismenn
„vilji Alþýðuflokkinn feigan", að
þeir hafi á sínum tíma tekið
höndum saman við kommúnista
gegn Alþýðuflokknum í verka-
lýðshreyfingunni hér á landi.
Með þessu er átt við það, að á
árunum fyrir seinna stríð, vildu
andstæðingar Alþýðuflokks-
manna í verkalýðssamtökum ekki
lengur una því að Alþýðuflokks-
menn hefðu forréttindi innan Al-
þýðusambandsins.
Þau tengsl, sem
þá voru milli-
Alþýðuflokksins,
og Alþýðusambandsins voru
gersamlega ólýðræðisleg. Þetta
urðu Alþýðuflokksmenn sjálfxr
að viðurkenna. Það var einmitt
einn þáttux;inn í myndun þjóð-
stjórnarinnar 1939, undir forustu
Hermanns Jónassonar, að Alþýðu
flokksmenn lofuðu því að gera
á þessu nauðsynlega breytingu.
Alþýðublaðið spyr:
„Var það gert af umhyggju
fyrir Alþýðuflokknum eða með
hag og heill íslenzkrar alþýðu
fyrir augum?“
Um þetta ætti það að spyrja
Hermann Jónasson, sem þá beitti
sér fyrir þessari breytingu, mann
inn, sem nú lætur málgagn sitt
á Akureyri segja, að Alþýðu-
flokkurinn sé á „hröðu undan-
haldi og niðux-leið".
Hræðslubanda-
lagið ógæfa
Alþýðuflokksins
Þá er það hitt atriðið, sem Al-
þýðublaðið segir um:
„Sjálfstæðisflokkurinn reyndi
eftir síðustu kosningar að gera
Alþýðuflokknum þann „greiða"
að svifta hann fjórum af átta
réttkjörnum þingmönnum sín-
um.“
Það sem allt veltur hér á er
þetta:
Voru þessir þingmenn rétt-
kjörnir eða ekki?
Sjálfstæðismenn og mikill
meirihluti landsmanna með þeim
er sannfærður um, að þessir
þingmenn hafi ekki verið rétt-
kjörnir. Þess vegna sitji þeir
ranglega á Alþingi Islendinga.
Annað mál er, að Alþýðuflokkn
um var lítill greiði gerður með
þessum fjórmenningum. Sumir
þeirra eru beinlínis launaðir er-
indrekar Framsóknar innan Al-
þýðuflokksins. Jón Pálmason hef-
ur nýlega sýnt fram á, að ef rétt
hefði vei-ið að öllu farið, hefði
Alþýðuflokkurinn að öllum lík-
indum fengið 7 þingmenn kosna
við síðustu Alþingiskosningar.
Hann græddi því einungis einn
þingmann á Hræðslubandalags-
svindlinu en tapaði þúsundum
kjósenda. Með þessum hætti
komust inn í þingið menn, sem
Framh. á bls. 14