Morgunblaðið - 25.02.1958, Page 19

Morgunblaðið - 25.02.1958, Page 19
ÞrifSinrtaeair 25. febr. 1958 MORGUNfíLAÐIÐ 19 — Halldór Kiljan ITrti. af bls. 1. af 16 af 21 konum Brigham Youngs, sem var einn helzti trú- arleiðtogi Mormóna. __ Þér minntust á ættfræði- safnið? __ Já, það er stærsta ættfræði- safn veraldar, t.d. er þarna ætt- fræði allra íslendinga. Mormónar hafa haft menn hér við Lands- bókasafnið og hafa þeir safnað öllum ættfræðiheimildum þar. Við báðum um að fá að sjá okkar ættir og tók aðeins 2—3 mínútur að fá leyst úr því. — Mormónar trúa því, að hægt sé að skíra menn eftir dauða þeirra til Mor- mónatrúar og af þeim ástæðum hafa þeir lagt kapp á að grafa upp nöfn á sem allra flestum ættingjum sínum í gamla heima- landinu. Höfðu þeir m.a. skirt Egil Skallagrímsson og konu hans til Mormónatrúar. — Þér höfðuð sérstakan áhuga á að fara til Utah? — Já, ég héf hugsað dálítið um þá íslendinga, sem gerðust Mormónar og fluttust til Utah. Mig hefur langað til að fá að heyra meira um þá en kostur er á hér á íslandi. Ég fékk forvitni minni svalað að vissu leyti, enda fékk ég tækifæri að kynnast af- komendum þessara íslnzku land- nema. Ég hafði sérstakan áhuga á Þórði Diðrikssyni, sem hefur skrifað ágæta bók um Mormóna- trú og sína lífsspeki. Það hefur verið erfitt að festa hönd á bók þessari hér og hún er ekki til í neinu opinberu bókasafni, en mér hefur verið sagt, að Gunnar Hall eigi hana. — Bók Þórðar er fram úrskarandi vel skrifuð. Mormón- ar vita ekkert, hvað i henni stend ur, því hún er skrifuð á íslenzku. Þórður var sveitamaður úr Land eyjum, sem skrifaði klassískt mál eins og við erum að reyna að gera með misjöfnum árangri. En hann hafði þetta í fingrunum. — Ætlið þér að skrifa skáld- sögu um Þórð Diðriksson? — Nei, ég ætla ekki að skrifa um hann skáldsögu, þótt ég skrifi kannski eitthvað lítilsháttar um hann. — Það er ekki hægt að skrifa um hann skáldsögu, það gerðist ekkert i hans lífi. Hann stundaði bara venjulega bænda- vinnu. Hann var hreinræktaður alþýðumaður og tók upp þessa trú, það er allt og sumt. Annars hefir flökrað að mér að skrifa um íslenzka Mormóna, hvað sem verður. — Þér sögðuzt hafa hitt niðjar íslenzku landnemanna. — Já. En þeir hafa yfirleitt gleymt sinni arfleifð og eru út- lendingar í okkar augum. Þeir hafa enga upplýsingu, sem veit að íslandi. Þeir hafa þó valizt saman og búa í sérstöku byggð- arlagi, Spanish Fork, og mynda þar sterkan kjarna. Eru flestir bændur og daglaunamenn. Þó hitti ég þarna rúmlega sjötugan bónda, sem talaði íslenzku all- vel. Hann kom til Utah fjögurra ára gamall með móður sinni. Hann sagðist vilja deyja á fs- landi: Ég er þaðan kominn, sagði hann, þar á ég heima og þar vil ég deyja. — Þessi gamli bóndi sagði mér, að hann hefði verið ' borinn á handlegg vandalauss manns yfir eyðimerkur miðvest- ur-fylkjanna. Hann missti móður sína ungur og átti erfitt uppdrátt ar í æsku: Hún var svo fátæk, sagði hann, að hún gat ekki reist mig. — Og svo fóruð þér til vestur- strandarinnar? — Já. Hana þekkti ég vel sem unglingur og sá enga breytingu á henni frá því ég var þar. Þetta er yndislegt land. — Síðan lögð- um við af stað til Austurlanda og komum til Tókíó, þaðan til Manilla á Filippseyjum og dvöld umst þar í nokkra daga, en héld- um síðan til Hong-Kong, Kanton í S-Kína og loks til Peking. Frá Kanton til Peking eru 2500____ 3000 km. í Kína, eða Rauða-Kína eins og það er kallað á okkar dögum, vorum við allan desem- bermánuð. Það er ákaflega fróð- legt að koma í það land, þar sem býr fjórði hver jarðarbúi, og gaman að kynnast þeim mörgu vandamálum, sem þeir þurfa að glíma við. í Kina er ástandið að vissu leyti betra en annarsstað- ar í Austurlöndum, iðnvæðing- in komin lengra en viðast hvar í Asiu, enda leggja þeir höfuð- áherzlu á hana. Eitt aðalvanda- mál Austurlandabúans er að hafa í sig og á, þótt erfitt sé fyr- ir okkur að gera okkur grein fyrir því. Kínverjar segjast hafa nógan mat handa sinu fólki með því að láta tveggja manna skammt endast handa þremur. Já, ástandið í Kína er mun betra en t.d. í Indlandi og Arabalönd- unum, þó að það sé ekki sam- bærilegt við Vesturlönd. í Kína eru allir í einhverjum fötum. Það er meira en hægt er að segja um flestar þjóðir í Austurlönd- um. — Þér hafið auðvitað kynnzt kínverskri menningu? — Já, eftir föngum. Það er stórkostlegt að kynnast sögu, list og menmngu þessarar merkilegu þjóðar. Forn-kínversk menning á ekki sinn líka. Nú er menning þeirra að breytast. Áður snerist allt um keisarann, en nú er reynt að demókratísera þjóðfélagið. — Þegar þér voruð í Kína, fannst yður þá anda köldu til Vesturlandabúans? —Nei-nei. Kínverjar eru hátt yfir slíkt hafnir. Flestir, sem ég kynntist, höfðu hlotið vest- ræna menntun. Kínverjar vita lítið um ísland, enda líta þeir á Evrópumenn sem heild. Þetta er svo langt í burtu. Það eru bara sérfræðingar, sem vita eitthvað um Evrópu. — Þér hafið minnzt á „Bókina um veginn" í ritum yðar. Fannst yður Rauða-Kína vera það land, sem sú bók er sprottin upp úr? — Já, stundum finnur maður það, þegar talað er við Kínverja. Þá koma allt í einu setningar úr þessari bók, ósjálfrátt að vísu, því að þeir játa ekki þá bók sem stendur. En samt finnur maður, að hún á ítök í þeim, einhvers staðar undir niðri. — Og svo var haldið áfram? — Já, svo var haldið áfram, til Singapore, Ceylon og Bombey. í Indlandi var ég opinber gestur og kynntist mönnum bæði af há- um og lágum stigum, en þó eink- um háum. Það voru hámenntað- ir menn. Annars er stéttaskipt- ingin svo óskapleg í Indlandi, að við gerum okkur enga grein fyr- ir henni. Hér er um að ræða helgi stéttaskiptingM og lifa lægstu stéttirnar í yztu myrkrum mann- legs félags. En nú er unnið mark visst gegn þessari skiptingu. — Þér kynntust Nehrú? — Jú, ég kynntist Nehrú lítil- lega, var boðinn til hans í hádeg- isverð. Hann er ákaflega aðgengi legur og geðugur maður, létt- ur og skemmtilegur og það var eins og hann hefði nógan tíma. Hann hafði gamansögur á hrað- bergi — já mjög viðfelldur mað- ur, það er óhætt að segja. Hann sagði, að sér hefði verið boðið til íslands, þegar hann var stadd ur í Skandínavíu í fyrra, en hefði því miður ekki getað þegið boð- ið. Hann kunni talsverð skil á íslenzkum bókmenntum og sagði, að það væri eitt af undrum ver- aldar, að þessi litla þjóð hefði skrifað bókmenntir á heimsmæli- kvarða og bað mig að gefa skýr- ingu á því. Ég stóð auðvitað á gati, sagði aðeins, að þetta væri bara svona. — Að máltíð lokinni fór hann með okkur út í garð og gaf dýrunum sínum, sem hann geymir þar og heldur mikið upp á. Mesta rækt virtist hann leggja við panda, sem í mínum augum var hálfgert sambland af birni og ketti. Hann spurði, hvort ég vildi koma inn í búrið, en ég þorði það ekki, sýndist þetta vera hið ferlegasta villidýr, með hvassar klær og beittar tennur. Þá setti hann á sig vettlinga og fór að gefa þeim, og var hinn rólegasti. — Hvert fóruð þér svo frá Indlandi? — Við fórum til Arabaland- anna, t.d. Egyptalands, þar sem við dvöldumst í nokkra daga. Þar skoðaði ég stóra grjóthrúgu, sem heitir Píramídinn mikli og er í miklum metum hjá dultrúar- mönnum. — Og niðurstaðan af ferðalag- inu? — Ég hef sennilega haft til- hneigingu til að hafa þröngsýnar og fáfróðar skoðanir um þessi lönd, en fékk nú tækifæri að ryðja þeim burt. Þetta var eins og að fara í hressandi bað. Dýravinir móimæla meSferS á 15 steSa- hundum TOKYO, 24. febr. — Suður- skautsleiðangur Japana gaf í dag upp alla von um að hægt yrði að bjarga 15 sleðahundum leiðang- ursins, sem eftir hafa orðið á óbyggðri eyju við strönd Suður- sknutslandsins. Hundarnir voru skildir eftir á Onguleyju þann 11. febrúar og hjá þeim mánaðarfæða. Ætlunin var að hinn japanski rannsókna- leiðangur kæmi til eyjarinnar áð- ur en fæðu hundanna þryti. En nú vildi svo illa til, að stormur og hrið hindruðu að leið angurinn kæmist til eyjarinnar og japanski ísbrjóturinn Soya sem var þar í nánd neyddist til að snúa frá, þar sem hætta þótti á, að hann frysi inni. Er því nú talið vonlaust að hundum verði bjargað. Síðan þetta gerðist hefur bréf- um rignt yfir skrifstofu leiðang- ursins í Japan, þar sem hunda- vinir mótmæla meðferðinni á vesalings dýrunum. Stykkisliélms- menn afla vel STYKKISHÓLMI 24. febr. Að undanförnu hafa 5 bátar róið frá Stykkishólmi að staðaldri. Alla sl. viku gaf á sjó og fengust þá 198 þonn í 30 róðrum, — eða 6,6 tonn að jafnaði í róðri. Má segja, að þessi afli hafi verið mjög jafn og góður. Mestan afla hafði mb Svanur, 41 lest. Skipstjóri er Eyjólfur Ólafsson. Undanfarna daga hefur verið góðviðri, og vegir eru færir til Reykjavíkur. —Árni. — Egyptar Framh. af bls. 1 að hörundslit *g eru merki ætt- flokks hans skorin í húðina á andliti hans. Helzti keppinautur hans er Ismail Azhari, foringi Sambandsflokksins, sem vill sam- einingu Súdans og Egyptalands Uminæli Khalils um Nasser og Egypta cru harðasta árás sem forsætisráðherra Súdans hefur gert á þessa nágranna sína. Hann sagði, að innrásin í norðurhéruð Súdan hefði verið einn þátturinn í afskipt- um Egypta af innanlandsmál- um Súdans. En þar hefðu Súdanar staðið fastir fyrir og sameinaðir gegn ofbeldi Egypta, svo að ráðagerðir Nassers fóru út um þúfur. Kostnaðarsamur áróður Nú hefur Nasser fallizt á að fresta aðgerðum á landamærun um, sagði Khalil, en þeir halda enn uppi stöðugum kosninga- áróðri í Súdan gegn Umma- flokknum. Þeir hafa varið miklu fé til áróðurs og gert bandalag við kommúnista. Khalil kvaðst viss um að afskipti Egypta af innanríkis- málum Súdans hefðu ekki til- ætluð áhrif. Áróðurinn hefði ekki orðið til að styrkja fyig- ismenn Egypta í landinu. — Þvert á móti hefði hann vakið andúð þjóðarinnar á öllu þvi sem egypzkt er. Kvaðst Khalil öruggur um sigur í þingkosn- ingunum. nnflulningsskrif- slofur ufan Reykiavíkur KOMIÐ er fram á Alþingi laga- frumvarp um, að rikisstjórninni skuli heimilt að ákveða, að sett- ar skuli á stofn allt að 3 skrifstof ur utan Reykjavíkur, er hafi með höndum — með þeim takmörk- unum, sr ríkisstjórnin kann að setja — útgáfu leyfa, er nú eru veitt í innflutningsskrifstofunni í Reykjavík. Ekki eru í frumv. ákvæði um staði, er skrifstofurn ar skuli vera á, en ekki má þó vera nema ein slík skrifstofa í hverjum landsfjórðungi. Leyfi þau, er innflutningsskrifstofan veitir, varða gjaldeyri, innflutn- ing og fjárfestingu. Flutningsmenn frumv. eru Björn Jónsson, Friðjón Skarphéð insson og Bernharð Stefánsson. Brefar móffallnir 12 mílna landbelgi LONDON 24. febr. — Fulltrúi brezkra togaareigenda, T. Boyd, lýsti því yfir í dag, í sambandi við byrjun ráðstefnunnar í Genf, að ef heimilað verði að víkka landhelgi í 12 mílur, eins og mörg ríki óska eftir, þá væri það hættulegra en styrjöld fyrir brezkar fiskveiðar. Slík ákvörðun, sagði fulltrú- inn, myndi þýða að við yrðum sviptir beztu fiskimiðum okkar á norðurslóðum, og verð á fiski myndi tvöfaldast eða þrefaldast á skömmum tíma. —NTB TUTTUGU mál voru á dagskrá Nd. í gær. Eitt þeirra var tekið til umr.: frv. til nýrra umferðarlaga. Allmargar brtt. hafa komið fram og urðu nokkrar umr. um þær. Umr. var frestað og verður síðar sagt frá breytingartillögunum. Churchill hress oy reykir vindii ROQUEBRUNE, Cap Martin 24. febrúar (Reuter). — í dag settist Churchill upp í rúmi sínu, reykti vindil og rabbaði við vini sína, sem heimsóttu hann. Þeir sögðu á eftir, að þeim hefði virzt öld- ungurinn hinn hressasti. Er hann nú talinn úr allri hættu að minnsta kosti í bili og þykir það dæmalaust að 83 ára gamall mað ur skyldí svo skjótt fá bata eftir jafnalvarlegan sjúkdóm og lungnabólgu og snert af brjóst- himnubólgu. í dag fékk Churc- hill skeyti frá Píusi páfa ásamt fjölda annarra skeyta. Uppsagnarfrestur verhafólks FRUMVARPIÐ um rétt verka- fólks til uppsagnarfrests o. fl. var til 2. umr. í Ed. í gær. Björn Jónsson flytur till. um að verka- menn, sem ekki hafa vinnu vegna hráefnaskorts hjá atvinnu rekanda eða vegna annarra hlið- stæðra ástæðna, séu ekki bundn- ir við að segja upp starfi sínu með 1 mánaðar fyrirvara. Hald- ast skal hinsvegar það ákvæði, að atvinnurekandinn þurfi að segja upp með þessum fyrirvara. Till. var tekin aftur til 3. umr. í umr. tók Jón Kjartansson til máls, og lagði áherzlu á, að ó- heppileg vinnubrögð hefðu verið höfð við undirbúning frv. Til Ns&ri deildar FRUMVARPIÐ um ráðstafanir til að draga úr kostnaði við rekst ur ríkisins var afgreitt til Nd. á fundi í Ed. Alþingis í gær. Breyt- ingartill. Sigurðar Ó. Ólafssonar, sem áður hefir verið sagt frá hér í blaðinu, var felld af stjórnarlið- inu. Öllum þeim, er sýndu mér vinarhug með heimsóknum, skeytum, gjöfum og á margvíslegan hátt gerðu mér dag- inn ógleymanlegan á fimmtugs afmæli mínu 10. þ. m., færi ég ykkur öllum innilegustu þakkir. Ásgeir Þorláksson. Jarðarför GÍSLA G. ÁSGEIRSSONAR frá Álftamýri fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudag- inn 26. þ.m. kl. 2 e.h.'Jarðsett verður í Fossvogskirkju- garði. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeir, sem vildu minnast hans láti líknarstofnanir njóta þess. Athöfninni í kirkj- unni verður útvarpað. Börn, fósturbörn, tengdabörn. Innilegar þakkir til allra, er auðsýndu samúð og vinar- hug við fráfall eiginkonu minnar, móður okkar og tengda- móður MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR Björn Björnsson, börn og tengdabörn. Hugheilar þakkir til allra er auðsýndu samúð við frá- fall og jarðarför mannsins míns ÁSGEIRS ÁRNASONAR yfirvélstjóra Fyrir hönd barna og tengdafólks. Theodóra Tómasdóttir. Þökkum af alhug alla vinsemd og samúðarkveðjur við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar JÓNS JÓNSSONAR Efralandi. Þá færum við sérstakar þakkir til stjórnar Hraðfrystihúss Þorkötlustaða og starfsfólks fyrir gjafir og hjálpsemi okkur til handa. Guð blessi ykkur öll. María Jónsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.