Morgunblaðið - 27.03.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.03.1958, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 27. marz 1958 MORGUNBLAÐIÐ 11 Genfarráðsfefnan: Hvað kostar að fœra út landhelgina? Bandankin hafa reiknað þab námkvæmlega út Genf, föstudaginn 14. marz. HVAÐ kostar það að færa út landhelgina? Menn munu yfir- leitt ekki hafa gert um það ná- kvæmar fjárhagsáætlanir, hvorki á íslandi eða í öðrum löndum, sem fyrirætlanir hafa haft um víkkun landhelgi sinnar. Það hef ir þó alltaf verið ljóst og á það drepið í umræðum í íslenzkum blöðum, að aukna löggæzlu þyrfti, er landhelgin væri víkk- uð og því hlyti að fylgja aukinn kostnaður. En mér er ekki kunn- ugt um að nokkurt ríki hafi gert nákvæma kostnaðaráætlun um það hve mikil útgjöld hver land- helgismíla bakaði ríkiskassanum, nema eitt — Bandaríkin. Fjármálasérfræðingar þeirra hafa reiknað þessa tölu út upp á dollar og nú liggja niðurstöð- urnar fyrir. Er það fróðlegt fyrir okkur íslendinga og aðrar þjóðir, sem hyggja á aðgerðir í land- helgismálunum, að kynna sér hin ar bandarisku niðurstöður, hvort sem þær munu taldar algildar með öðrum þjóðum eða ekki. Eins og kunnugt er, leggja Bandaríkin það lil á sjóréttar- ráðstefnunni hér í Genf að land- helgin verði ekki leyfð viðari en þrjár mílur. í fyrradag, 11. marz talaði aðalfulltrúi þeirra hér á ráðstefnunni Arthur H. Dean, fyrrv. utanríkisráðh. og setti fram sjónarmið stjórnar sinnar í skilmerkilegu máli. Mælti hann þar gegn víðri landhelgi og var m. a. ein af röksemdum hans sú, að gífurlegur kostnaður væri því samfara að búa við víðáttumikla landhelgi. Strandríkið lyti þá þeirri skuldbindingu að verja hina víðu landhelgi sina og halda uppi lögum og reglu innan henn- ar. Hefðu Bandaríkin reiknað út hve hárri upphæð hin auknu út- gjöld næmu og komizt að þeirri niðurstöðu sem hér segir, miðað við að þau færðu út landhelgina úr þremur í tólf mílur: ar munu gilda um mörg önnur sjómerki. Víst er það fróðlegt að vita hve háa fjárupphæð hver landhelgis- míla kostar strandríkið. En hitt skortir ennþá, — upplýsingar um það hver fjárhagslegur hagur er af hverri aukinni landhelgismílu í fiskisælum strandsjó. Fyrr velt fyrir sér þessa dagana hér í Genf, hvort hætta væri á því að þau lönd, sem ekki yrðu talin sjóriki og stunduðu ekki fiskveið ar myndu greiða atkvæði gegn ríkjum sem Bretlandi og Noregi varðandi 3 mílna landhelgina og bera sigur af hólmi. — Já, sá möguleiki er fyrir hendi, svaraði Sir Reginald, en hve alvarlegur hann er þykir mér ekki unnt að spá um i byrjun ráðstefnunnar. Benti hann síðan á það hve mikilvægt hann teldi frelsi hafs- ins, og jafnframt á þá staðreynd, að þótt skipum væri frjáls ferð ig ísland hefði túlkað dóm þenn an, (fært út landhelgina í 4 míl- ur) þá mætti ætla, að önnur riki gætu almennt farið eins að ráði sínu. Því svaraði Sir Reginald svo, að hann teldi mjög vafasamt hvort slík túlkun ætti nokkra stoð í reglum þjóðarréttarins. ★ ★ ★ Þessa viku hafa almennu um- ræðurnar um frumvarp þjóð- réttarnefndar S. þ. haldið áfram. Lýkur þeim í lok næstu viku, um 21. marz, og hefjast þá um- ræður um einstakar greinar frum varpsins. Loks munu fara fram síðasta hálfa mánuðinn lokaum- ræðurnar á ráðstefnunni og álykt anir þá gerðar eftir því sem efni standa til, og samkomulag fæst. Enn sem fyrr vekja umræðurn ar í landhelgismálanefndinni mesta athygli. Þar flytur hver fulltrúinn á fætur öðrum skoðan en við höfum einnig frétt um nað gengur dæmið ekki upp. ★ ★ ★ Stórveldin þrjú, Bretland, Bandaríkin og Ráðstjórnarríkin hafa haldið fundi með þeim blaða mönnum, sem staddir eru á ráð- stefnunni hér í Genf, og kynnt þeim þar skoðanir sínar. Hafa þeir fundy; allir farið fram á þann hátt, að í upphafi hefir for- Byrjunarkostnaður við þá ráð- 1 maður sendinefndanna lesið upp stutta frasögn af tillögum og skoðunum ríkisstjórnar sinnar í málum hafsins og síðan hefir blaðamönnum gefizt kostur á að spyrja þá um það efni. Hefir það tækifæri verið óspart notað og víða komið við, allt frá stærð landhelginnar til þess hvoit banna ætti kjarnorkutilraunir á úthafinu. A blaðamannafundi þeim er rússneski aðalfulltrúinn, prófessor Grigori Ivanovich Tunk in hélt spurði ég hann m. a. um afstöðu rússnesku sendinefndar- innar til krafna ýmissa ríkja, m. a. íslands til réttinda yfir landgrunninu, en á það mikils- verða mál ráðstefnunnar hafði hann ekki minnzt í ræðu sinni. Hann gaf þó þar um engin svör, fór undan í flæmingi og kvaðst enga afstöðu til landgrunnsmál- anna vilja taka. Ráðstefnan mundi ræða málið og yrðu hlut- aðeigandi ríki að haga gjörðum sínum eftir niðurstöðum hennai'. Merkilegri en rússneski blaða- mannafundurinn var sá, er enska sendinefndin hélt. Kom þar ís- land mjög til umræðu og að- gjörðir íslendinga í landhelgis- málunum. Þar var fyrir svövum aðalfulltrúi Breta hér, Sir Regin- ald Manningham-Buller, AttornT ey General; eða dómsmálaráð- herra þeirra. Var auðheyrt á fundinum, að þar fór slyngur og sléttmáll lögfræðingur, sem aldr- ei sagði meira en ítrasta var- kárni og fyllsta aðgæzla bauð. Sir Reginald var spurður þeirr ar spurningar, sem margir hafa stöfun væri hvorki meiri né minni en 8.000.000 dollarar og aukning árlegra útgjalda við landhelgina fyrir hverjum 100 mílum strandarinnar væri 1.500.000 dollarar. Aukning árl. útgjalda sökum þessarar land- helgisvíkkunar væri því alls 180.000.000 dollarar. Lýsti ræðumaður því yfir, eftir að hafa skýrt þingheimi frá ‘pess- um milljónasummum, að sér lit- ist satt að segja ekki á blikuna hvað fjármálahlið landhelgis- víkkunarinnar varðaði. — Mér þætti gaman að vita, sagði hann, hve margar aðrar þjóðir hafa gert slika kostnaðar- áætlun um það hver utgjöld það hefði í för með sér að færa út línunaogfjölga jafnframt að mun öllum leiðsögutækjum á siglinga leiðum innan landhelginnar svo sem duflum, þokulúðrum, bjöll- um, blístrum sjómerkjum og vit- um og breyta einmg nauðsyn- legum sjókortum og sjóferðabók- um, sem verða að vera um borö í hverju skipi. Þær tölur myndu vera mjög fróðlegar. Okkur lang- ar til þess að fá að sjá þær. Enn hefir engin þjóð orðið við þessari beiðni fulltrua Banda- ríkjanna, og mun ástæðan vera sú. að slíkar tölur svo nákvæmar sem hinar bandarísku, eru óvið- ast til. Vitað er þó, að aðeins um 20% af vitum veraldar munu hafa það sterkan geisla að hann sjáist í 12 mílna fjarlægð frá ströndinni, og svipaðir annmark- Þjóðabandalagshöllin í Genf um landhelgi annarra ríkja þá væri flugvélum bannað að fljúga yfir hana. Ef t. d. Bretland og Frakkland tækju upp 12 mílna landhelgi myndi Ermarsund við Dover lenda innan landhelginnar og öllum erlendum flugvélum væri þar með óheimilt flug þar yfir. Þannig væru það ekki að- eins sjóveldin og fiskiþjóðir sem hag hefðu að skammri landhelgi. Síðan vék hann að því, að ef landhelgin við ísland, Noreg, Grænland, Færeyjar Nýfundna- land og Nova Scotia yrði færð út í 12 mílur myndi afli brezku togaranna minnka a. m. k. um 40%, ef ekki miklu meir. Var hann þá spurður um það, sem ég hefi orðið var við að furðu margir hér hyggja, hvort ísland hefði ekki 12 mílna landhelgi. Leiðrétti hann þann misskilning. Næsta spurning var svohljóð- andi: I sjöttu nefnd Sameinuðu þjóð- anna, laganefndinni, ræddi full-1 trúi Islands (Hans G. Andersen) um nýtízku fiskveiðamóðurskip, sem afkastagetu hefðu til að ganga mjög á fiskistofninn með veiðum sínum. Hver er skoðun Breta á þessu máli? Þessari spurningu svaraði Sir Reginald á þann hátt, að i.lmennt væri það hagur Bretlands að fiskistofnum væri ekki eytt með rányrkju, en rétt væri, að á því væri hætta á vissum fiskimiðum. Blaðamaðurinn spurði þá enn hvort hann hyggði íslenzka full- trúann hafa kveðið of fast að orði í ræðu sinni og svaraði Sir Regin ald því játandi, hættan væri ekki slík, en friðun fiskimiða þar sem nauðsyn krefði væri mikilsvert atriði. Rætt var síðan um dóm Al- þjóðadómstólsins í Haag í deilu- máli Norðmanna og Breta um það hvernig grunnlínur skyldu dregnar við Noregsstrendur. Blaðamaðurinn hafði það á orði að þegar litið væri til þess, hvern ir lands síns á málinu, m.a. hver víðátta landhelginnar skuli vera, hvort leiða eigi viðbótarbelti við landhelgina í lög (contiguous zone) og hvort ráðstefnan eigi að taka afstöðu til kjarnorku- sprengjutilrauna þeirra, sem að undanförnu hafa farið fram yfir úthafinu. Um það mál hafa staðið yfir orðaskipti milli Bandaríkja,- manna og Rússa semenn eru óút- kljáð. Umræðurnar eru annars keimlíkar dag frá degi, skoðan- irnar ávallt skiptai', og mæla ræðumenn með vídd landhelg- innar frá 3 til 12 mílna og þar á milli, en Suður Ameríkuríkin vekja athygli með kröfum sínum til allt að 200 mílna fiskveiði- landhelgi. Má heyra margvísleg rök fram borin í umræðunum m. a. hafði fulltrúi Perú það á orði í dag, að eðlilegt væri að land hans krefðist 200 mílna land helgi sökum þess að hver Perú- maður yrði að láta sér nægja 1700 hitaeiningar á dag, en hver Bandaríkjamaður nærist hins vegar á 2.800 einingum og sama væri að segja um margar fleiri þjóðir. Fulltrúi Saudi-Arabíu hefir tek ið tvisvar til máis í umræðunum, í síðara skiptið nú í gær og hefir hann verið einna harðskeyttastur og óvægnastur í ummælum sín- um, svo mörgum þykir stappa nærri ósanngirni. Eins og kunn- ugt er á ráðstefnan að freista þess að setja reglur um land- helgisvíðáttuna, en örskömmu áður en hún hófst, sagði fulltrú- inn, setti konungsríkið Saudi- Arabía nýjar reglur um stærð landhelginnar, 12 mílur frá ströndu, og má segja að mál- flutningur hans miðist allur við að réttlæta þá ákvörðun. Lýsti hann því m. a. yfir í gær ~að þriggja mílna reglan ætti hvergi heima annars staðar en á sjó- minjasafni! Þar væri hún bezt geymd, rykfallin og öllum gleymd. Að öðru leyti markast umræð- urnar í öllum nefndum af hóg- værð, sérþekkingu og samkomu- lagsvilja. Felast í ræðum fulltrúa rikjanna almennar stefnuyfirlýs- ingar, fremur en yfiriýsingar um einstök atriði. Þær bíða þar til hver grein frumvarpsins verður rædd sérstaklega. Þá fyrst verður unnt að sjá hver sjónarmiðin eru líklegust til þess að verða sigur- sælust, fyrr ekki. Gunnar G. Schram. Verkfræðistarf sem A.B.F. viimiir söluskattsskyld > í HÆSTARÉTTI er genginn i Fjármálaráðherra byggði sýknu dómur í máli, sem Almenna bygg | kröfu sína fyrir rétti á þvi, að ingafélagið höfðaði gegn fjár- málaráðherra f. h. ríkissjóðs. Hér er um að ræða mál út af greiðslu söluskatts af verkfræðistörfum, alls kr. 15.747,00. Almenna byggingafélagið vildi ekki sætta sig við að slík störf yrðu talin söluskattsskyld. Kærði félagið til yfirskattanefndar og ríkisskattanefndar, en varð eigi ágengt. Greiddi Almenna bygg- ingafél. skattinn með fyrirvara um endurheimtu og höfðaði síð- an þetta mál gegn fjármálaráð- herra f: h. ríkissjóðs. Þau urðu úrslit málsins í hér- aði og fyrir Hæstarétti að A.B.F. var gert að greiða söluskatt þenna. Fyrir rétti lýsti A. B. F. þeim störfum, sem hér ræðir um, a þá lund, að þau séu aðallega fólg- in í útreikningum, uppdráttum, fræðilegu mati á byggingarað ferðum, staðarvali og þeim vanda málum yfirleitt, sem úrlausnar krefjast við byggingu hvers kon- ar mannvirkja og útreikningum og skýrslugerðum þar að lútandi. Telur hann störfin þess eðlis, að eigi sé heimild til að leggja á þau söluskatt, enda séu þau persónu- leg, andleg störf sérfræðinga, er jafna megi til siarfsemi mál- flutningsmanna og áþekktra starfa, en hæstiréttur hafi dæmt þau undan söluskatti. ljóst sé af ákvæðum b-liðs 3. gr.. laga nr. 75 frá 1953, að stefnanda sé skylt að greiða umræddan söluskatt. Telur hann að A. B. F. selji með álagningu vinnu verk- fræðinga þeirra, er hjá honum starfa og vinna fyrir föstu kaupi. Taldi fjármálaráðherra að þessi tilhögun sé á engan hátt sam- bærileg við starfsemi málflutn- ingsmanna, þar sem um sé að ræða persónulega, andlega vinnu þeirra sjálfra og ekki að ræða um sölu þjónustunnar með álagn- ingu. I forsendu dóms undirréttar segir m. a.: Af framanskráðu er það ljóst að umræddur söluskattur hefir verið lagður á tekjur stefnanda af störfum verkfræðinga í þjón- ustu hans. Þótt svo yrði talið að verkfræðingur, er ynni störf sem þau, er hér ræðir um, væri ekki skyldur að greiða af þeim söluskatt, kæmi það ekki stefn- anda að haldi, þar eð telja verð- ur að hann hafi hér verið að selja vinnu eða þjónustu annarra. Er því eigi unnt að telja heim- ilt að undanþiggja hann greiðslu söluskatts af þessum sökum og ber því að taka til greina sýknu- kröfu stefnda en eftir atvikura er rétt að málskostnaður falii niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.