Morgunblaðið - 20.04.1958, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.04.1958, Qupperneq 6
e MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. apríl 1958 Bonna Söndberg sem Leonora og Magnús Jónsson sem Manrico. Að baki þeim stendur Niels Möller sem Luna greifi. Það eykur gleðina að foreldrar mínir og systir voru á frumsýningunni —segir Magnús Jónsson eftir söngsigur sinn við Konunglega leikhúsið Kaupmannahöfn í apríl 1958. EINU SINNI fyrir meira en ald- arfjórðungi hélt Sveinn Björns- son, þáverandi sendiherra, ræðu um framfarirnar á íslandi og nefndi þá að gamni sínu, að við værum jafnvel farnir að flytja út tenóra. En hvað mætti ekki segja nú? Ekki færri en 5 íslendingar starfa við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Eigum við þar listafólk við allar þrjár list- greinarnar, nefnilega Önnu Borg við leiklistina, Stefán íslandi, Einar Kristjánsson og Magnús Jónsson við óperuna og svo Frið- björn Björnsson við ballettinn. Hvert sætí í Konunglega leik- húsinu var selt á sunnudag- inn var, þegar Magnús bættist opinberlega við í hópinn — og kom í fyrsta sinn fram á leik- sviði dönsku óperunnar. Það var auðheyrt, að áheyrendurnir voru hrifnir af þessum unga söngv- ara. Þeir klöppuðu honum mjög lof í lófa. Friðrik konungur sat ásamt dætrum sínum í konungs- stúkunm og klappaði líka óvenju lega mikið. Hann er maður, sem hefur vit á tónlist. Magnús söng þarna sem kunn- ugt er hlutverk Manricos í „Tru- baduren" eftir Verdi og hlaut framúrskarandi góða blaðadóma, þótt þetta hlutverk sé talið eitt af hinum erfiðustu, sem til eru. Það kemur sjaldan fyrir, að svona mikið og vandasamt hlut- verk sé lagt í hendur óperusöngv- ara, sem kemur fram í fyrsta sinn. Ber þetta vott um, að stjórn óperunnar ber mikið traust til Magnúsar. Það er líka mjög sjaldgæft, að byrjandi fái eins góða blaða- dóma og Magnús fékk. Það er ennfremur óvenjulegt, að óperu- söngvari á byrjunarstiginu fái hrós fyrir bæði sönglist og leik- list. Þessi ágæta frammistaða Magn úsar hefur auðvitað glatt alla landa hans. Þeir taka undir með Stefáni íslandi, sem sagði við Magnus eftir sýninguna: „Mér þykir vænt um, hve vel þú hef- ur kynnt ísland“. Rauðar rósir stóðu á borðinu í herbergi Magnúsar í hóteli ná- lægt Konunglega leikhúsinu, þeg ar ég hitti hann að máli. Þetta var einn af mörgum blómvönd- um, sem honum höfðu borizt. — Eruð þér ekki ánægðir með árangurinn í óperunni? spurði ég. — Jú, mjög ánægður. Og það eykur gleðina, að foreldrar mín- ir og systir eru komin hingað og /oru á frumsýningunni. Þetta þótti mér mjög vænt um. Það var gaman að sjá þau. Og það hefur glatt mig, að mér hafa borizt mörg blóm og skeyti frá fólki heima. Bið ég yður að bera kveðju til allra, sem hafa sýnt mér vinarhug. — Voruð þér ekki taugaóstyrk ur á frumsýningunni? — Því get ég ekki neitað. En mér tókst að vinna bug á óstyrk- leikanum. Mér fór að líða betur eftir stóra hléið. Þá fór ég að róast. — Hvernig atvikaðist, að þér komuð hingað? — Poul Reumert heyrði mig syngja í Kátu ekkjunni í Reykja- vík. Hann benti Konunglega leik húsinu á mig. Leikhúsið bauð mér svo að koma hingað og syngja til reynslu. Ég fór því til Kaup- mannahafnar í janúar í fyrra. Reynslusöngurinn tókst vel. Að honum loknum var ég strax ráð- inn, en þó með því skilyrði, að ég væri fyrst í óperuskólanum og fengi þar kennslu í nokkrum greinum: dansi, skylmingum, leik list o. fl. I haust fór leikhúsið svo fram á það við mig, að ég tæki að mér þetta hlutverk, sem ég nú hef sungið. Ég var þó hálfhræddur við það, af því að það er mjög erfitt. Mörgum fannst ég færast þarna nokkuð mikið í fang. En ég hafði sungið þetta hlutverk við hljómleika heima. — Ætlið þér að verða hérna áfram? — Líklega næstkomandi vet- ur, en samningur um það hefur ennþá ekki verið gerður. Ég er búinn að æfa hlutverk konungs- ins i„Grímudansleiknum“ eftir Verdi. Geri ég ráð fyrir að syngja það á næsta vetri. — Gætuð þér hugsað yður að verða hér til langframa? — Ég veit það ekki ennþá. Ef svo langt kemst heima, að Þjóð- leikhúsið byrji að ráða fasta Boðnir til íslands LÖGBERG segir frá því fyrir nokkru, að 3 Vestur-íslendingar, þeir Sveinn Oddsson prentari, Páll Bjarnason skáld og Jón Sig- mundsson bílstjóri hafi verið boðnir til íslands í sumar í til- efni af því, að hinn 20. júní verða liðin 45 ár, síðan þeir Sveinn og Jón, sem seinna urðu mágar, komu með fyrsta Ford-bílinn til Reykjavíkur. Páll annaðist fjár- hagshlið bílakaupanna. „Mr. Oddsson hefur tjáð blað- inu“, segir Lögberg, „að hann muni við því búinn að taka boð- inu, en óvíst sé um hina“. söngvara, þá veit ég ekki, hvað ég geri. En ég get þó sagt yður, að ég er heimaelskur. — Hvernig kunnið þér við yður í Konunglega leikhúsinu? — Ágætlega. Það er prýðilegt fólk við óperuna, og það vill allt fyrir mig gera. Ég hef verið svo heppinn, að fá Önnu Borg sem leikstjóra. Hún hefur hjálpað mér mikið, m.a. með dönskuna, og þau Reumerthjónin hafa verið mikil stoð fyrir mig. Anna Borg er mjög duglegur leikstjóri, og allir, sem vinna undir stjórn hennar, eru hrifnir af henni. — Farið þér ekki heim í sum- ar? — Jú, ég geri ráð fyrir því og hef hugsað mér að halda hljóm Þorleifur iónsson framkv. sfjóri í Sfykkishólmi STYKKISHÓLMI, 18. apríl — Þorleifur Jónsson, sem undanfar- in ár hefur verið framkvæmda- stjóri „Austfirðings" á Eskifirði, hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri útgerðarfélagsins sem rek- ur togarann Þorstein þorskabít. Mun hann senn taka við því starfi. Togarinn kom til Stykkishólms í gær með 240 lestir af fiski, sem fór til vinnslu í hraðfrystihúsin hér. Var þetta aðallega þorskur og ýsa, mjög góður fiskur. Tog- arinn fór aftur á veiðar í dag. Það sem af er þessum mánuði hafa gæftir verið góðar hér í leika heima, ef einhverjir vilja Stykkishólmi og afli yfirleitt hlusta á mig. En þetta eru slæm- ágætur, en þó nokkuð misjafn. ir tímar. Ef til vill fer ég í síld- arvinnu. Páll Jónsson. 5 bátar stunda nú netaveiðar héðan og koma daglega að landL —Árni. SKÁK i X i SKAKÞINGI ISLANDS lauk 15. þ. m. með sigri Inga R., sem hlaut 10 v. af 11 mögulegum. í öðru sæti var Ingimar Jónsson með 8 v. Þetta mun vera bezta frammistaða Ingimars til þessa, enda er hann vaxandi skákmaður, sem hefur marga eiginleika, er góðum skákmanni eru nauðsyn- legir. 3.—4. urðu þeir Jón Krist- jánsson og Páll G. Jónsson með 6¥z v. Frammistaða þeirra fé- laganna, er með ágætum. þegar þess er gætt að á eftir þeim koma kempur eins og Lárus Johnsen, Ólafur Magnússon, Haukur Sveinsson og E. Gilfer Sú nýbreytni að hafa skákþingið um páskana er áreiðanlega spor í rétta átt, þó húsnæðisskortur- inn skyggði nokkuð á ánægju manna í keppninni. Skákþing Júgóslavíu er nú yfirstandandi og leiðir B. Ivkov eftir 8. umferð með 7 (1) næstir koma 2.—3. Gligoric og Ciric með 7. Ciric er aðeins 20 ára og er þetta í fyrsta skiptið, sem hann kemst í úrslit í Júgóslavíu, en hann sigraði í B-riðli á heims- meistaramóti imglinga 1955 I Antverpen. f eftirfarandi skák leggur Ciric sferifar úr i daglega lifinu j Spillið ekki trjágróðri V ELVAKANDI hefur átt tal við mann, sem sagði heldur ljóta sögu af aðförum einhverra gesta í garðinum við hús hans. Gestirnir hafa ráðizt á tré í garðinum, reynt að rífa greinar af þeim og snúið þær af eða skemmt, ef ekki hefur tekizt að kippa þeim af með einu átaki. Maðurinn telur óliklegt, að hér séu litlir krakkar að verki, þar sem talsverða krafta þarf til þessarar iðju. Sennilegra er, að um unglinga sé að ræða. Þeir ættu að hafa náð þeim þroska, að þeir geti séð, að svona nokkuð ér skelfing fúlmannlegt. Á örfáum andartökum geta þeir eyðilagt margra ára starf þeirra, sem garðinn erú að gera. Það getur varla verið sérstakt ánægjuefni. Og mikið ósköp munu ungling- arnir líta þessa skaðlegu fávizku illu auga, þegar þeir fara sjálfir að smna trjárækt á síhum tima. M Misskilningur varðandi skyldusparnað AÐUR, sem látinn er greiða skylduspamaðarfé, skrifar og kvartar undan því, að nokkuð harkalega sé að sér farið. Hér kemur saga hans: „Ég fór niður á pósthús, hafði tal af manni þeim, er afhendir bækur undir sparimerki og sagði honum, að ég væri giftur og þar að auki 26 ára gamall. Hann reyndist mjög almennilegur og vanizt hafa kosningaáróðri af öðru tagi. „Greiðið atkvæði með PEAR- hjálpfús og sagði mér, að ég ætti SON SKIPULAGNINGU“ segir í ekki lögum samkvæmt að vera undir ákvæðum um sparimerki. Ég varð allundrandi yfir þessu. Ég vinn hjá opinberu fyrirtæki og mjög svo þekktu, þar sem hundruð manna starfa, og bjóst fastiega við, að þeir, sem vinna þar við endurskoðun, hefðu vit á öðru eins og þessu. En raunin var önnur. Þegar ég sagði þeim frá þvi, sem við mig var sagt í pósthúsinu, veifuðu þeir framan í mig plöggum frá skattstofunni. Ég fór á skattstofuna og fékk þær uppiýsingar, að ég væri und anþeginn þessum sparnaði. Hringdu þeir fyrir mig til end- urskoðunarinnar, eins gerði hjálpsami og vingjarnlegi mað- urinn á pósthúsinu. En það virð- ist varla hafa haft nokkur áhrif í rétta átt. Er hægt að láta svona lagað viðgangast til lengdar?" Nýstárlegar auglýsingar. V ELVAKANDI var að líta á tvö nýkomin Lögbergsblöð. Þau komu út fyrir þingkosningarnar, sem fram fóru i Kanada fyrir nokkru, og í þeim birtust auglýs- ingar frá flokkunum. Eru slíkar auglýsingar nokkuð nýstárlegar i augum hérlendra lesenda, sem Lögbergi, og svo koma útskýring- ar í nokkrum liðum og mynd af Pearson. Tekur auglýsingin yfir mikinn hluta 2. síðu blaðsins. í næsta blaði birtist svo önnur álíka stór auglýsing. Er þar geysi stór mynd af Diefenbaker og með henni þessi orð: „Til minna Canadisku sam- borgara, lesenda Lögbergs. Ég flyt yður hér með alúðar- þakkir fyrir það fylgi, er þér haf- ið veitt mér á liðnum árum, og óska yður góðrar heilsu, lífs- ánægju og velmegunar. John G. Ðiefenbaker The Progressive Conservative Party of Canada." í sama blaði er önnur auglýs- ing, þar sem kjósendur í SelkirK- kjördæmi eru hvattir til að kjósa Eric Stefanson, , birtar myndir af honum og Diefenbaker og síð- an „tíu gildar ástæður fyrir því að greiða Progressive CoCnserva tive atkvæði 31. marz'1. — Einnig eru í blaðinu augslýsingar frá frambjóðendum annarra flokka. Og fyrst á annað borð er fanð að tala um auglýsingar í Lög- bergi verður að geta um eina enn, þar sem vikið er að elliheimili einu í íslendingabyggðum vestra. 1 blaðinu stendur: „Minnist BETEL í erfðaskrám yðar". hinn fræga stórmeistara Matano- vic að velli. Ég styðst að nokkru við skýringar V. Pirc. Hvítt: Ciric Svart: Matanovic Sikiley j arvörn 1. e4, c5; 2. Rf3, d6; 3. d4, cxd4; 4. Rxd4, Rf6; 5. Rc3, a6; 6. Bc4,g8; Drachenafbrigðið hentar ekki vel með a6 leiknum. 7. 0-0, Bg7; 8. Bg5, Rc6?; Slæmur leikur eins og við þekkjum úr mörgum stöðum. Sjálfsagt var 8. —, 0-0; 9. Rxc6, bxc6; 10. e5! ABCDEFGH 1 M n 2 Í i i i i SL i & i |§ Hf '3 f|f X WM i§ ii w* ÉÉIi ip m á É! ■ 4i m um ABCDEFGH Sönnun á athugasemd við 8. — leik svarts. 10. —, dxe5; Svartur á ekki annarra kosta völ. 11. Dxd8t, Kxd8; 12. Bxf7!, Kc7; Ef 12. —, e6; þá 13. Re4, Ke7; 14. f4, Kxf7; 15. fxe5. 13. Hael, e6; 14. Hxe5, Rd5; 15. He2 Ein- falt var 15. Rxd5t, en með síðasta leik sínum heldur hvítur öruggu frumkvæði í endatafli. 15. —, Bxc3; 16. bxc3, Rxc3; 17. He3, Rd5; 18. Hd3, e5; Matanovic reyn ir peðsfórn til þess að komast í endatafl með mislitum biskup- um, en 18. —, Hf8; 19. Hf3, og síðan c4 hefði verið vonlaust fyrir hann. 19. c4. Sterkara en að leika samstundis 19. Bxd5. 19. —, e4; 20. Hb3, Hhf8; 21. Bxd5, cxd5; 22. cxd5, Hf5; Vinnur peðið aftur, en í staðinn fær hvítur mátsókn. 23. Hclt, Kd6; 24. Hb6f, Kd7; 25. h4, Hxd5; 26. Hb4, Kd6; Til máts leiðir 26. —, He5; 27. Hd4f, 27. Hxe4, Hc5; 28. Bf4f, Kc6; 29. Hdl, Hd5; 30. Hdel, Bf5; 31. Hc7, h5; 32. Hclf, Kb6; 33. Hec7, Had8; 34. Hclc6f, Kb5; 35. a4!f, Kxa4; 36. Hxa6f, Kb5; 37. Hcc6, Hgd7; 38. Hab6f, Ka5; Skárra var Ka4. 39. Hb2, Ka4; 40. Ha6f gefið. IRJóh. P. S. Úrslit hafa nú borizt frá Júgó- slavíu. Efstir urðu 1.—2. Ivkov og Gligoric IIV2, 3. Matanovic 11. Þungavinnuvélar Sími 34-3-33 PÁLL S. PÁLSSON hæstaréttarlögiiiaðui. Bankastneti 7. — Sími 24-200.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.