Morgunblaðið - 07.05.1958, Page 1
20 síður
45. árgangur
102. tbl. — Miðvikudagur 7. maí 1958
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins:
Einhugur um að standa saman um
raunhæfar leiðir til samninga
Sameiginleg yfirlýsing ráðherranna
verður birt í dag
KAUPMANNAHÖFN, 6. maí. — Utanríkisráðherrar Atlantshafs-
líkjanna, sem nú sitja fund í Kaupmannahöfn, luku i dag raun-
verulegum umræðum um tvö veigamestu mál fundarins, spurn-
inguna um víðræður og samningsumleitanir við Rússa og vanc'a
mál afvopnunar. Niðurstaða umræðnanna hefur orðið sú, að vest-
rænar þjóðir séu reiðubúnar til viðræðna við Rússa, ef gerður sé
raunhæfur og viðhlítandi undirbúningur slíkrar ráðstefnu. Það
muni koma í Ijós af viðræðum vestrænna sendiherra í Moskvu við
Gromyko utanríkisráðherra, hvort grundvöllur sé fyrir slíka ráð-
itefnu. —
Umræðum ráðherrafundarins
lýkur á morgun með því, að
ástandið við Miðjarðarhaf verð-
ur tekið fyrir. Að því loknu mun
fundurinn gefa út sameiginlega
yfirlýsingu eins og venja er.
Hvað vakir fyrir Rússum?
Formælandi NATO sagði í dag,
að ræðurnar sem haldnar voru á
fundinum : morgun og eftir há-
degið hefðu í stórum dráctum
tjáð sömu sjónarmið og fram
komu í gær hjá utanríkisráðherr
um Breta og Bandaríkjamanna,
nefnilega að Vesturveldir. verði
að fá úr því skorið. hvað fyrir
Rússum vaki í sambandi við ráð-
stefnu æðstu manna. Fram-
kvæmdastjóri NATO, Paul Henri
Spaak. tók til máls að umræðum
loknum og gaf í fáum orðum höf
uðinntak þeirra sjónarmiða, sem
iram hefðu komið. Veigamest
þeirra væri það, að ráðstefna
æðstu manna yrði tilgangslaus.ef
hún væri ekki rækilega undir-
búin og ef ekki væri fyrirfram
ljóst hvað til umræðu yrði. Vest-
urveldin væru fús að halda áfram
undirbúningsviðræðum í Moskvu,
ef Rússar samþykktu það.
eftir hádegi átti Selwyn Lloyd
utanríkisráðherra Breta viðræð-
ur við von Brentano utanríkis-
ráðherra Vestur-Þjóðverja í
brezka sendiráðinu í Höfn. Haft I utanríkisráðherra Danmerkur
er eftir góðum heimildum, að Framh. á bls 2
þeir hafi rætt um undirbúning að
ráðstefnu æðstu manna og áætl-
anir um fríverzlunarsvæði
Evrópu.
Sendiherra Bandaríkjanna í
Moskvu, Llewelyn Thompson,
kom til Hafnar í dag til viðræðna
við Dulles utanríkisráðherra í
sambandi við undirbúningsvið-
ræðurnar í Moskvu. 'Seinkaði
honum mjög vegna þoku. Frá
Höfn fer hann til Parísar til að
taka þátt í fundi bandarískra
sendiherra.
Ekki ein, heldur margar
ráðstefnur.
Bæði Lange utanríkisráðherra
Noregs og Hansen forsætis- og
Njósnir í danska sendi-
ráðinu í Bonn
Einkaviðræður.
Milli fundanna í morgun
og
Stanzlaust
blóðbað
ALSÍR, 6. maí. — Frakkar til-
kynna að alls hafi 202 uppreisn-
armenn í Alsír verið drepnir í
fjórum bardögum víðs vegar í
landinu síðasta sólarhringinn. í
bardaga við Rumale í Suður-
Alsír voru 100 uppreisnarmenn
drepnir og Frakkar náðu jafn-
framt miklum birgðum af vopn-
um, m.a. tveimur skotstöðvum
eldflauga.
KAUPMANNAHOFN, 6. maí. —
Danska og vestur-þýzka lögregl-
an eru nú að vinna að því, að
upplýsa víðtækt njósnamál,
sem 62 ára gamall viðskiptafull-
trúi í danska sendiráðinu i Bonn,
Einar Blechingberg, er potturinn
og pannan í. Hann mun hafa
látið af hendi mikilvæg hernað-
arleg leyniskjöl við embættis-
mann rússneska sendiráðsins í
Bonn, að því er mörg dagblað-
anna í Kaupmannahöfn segja.
Blechingberg er sagður hafa
játað, að hann hafi tekið ýmis
leyndarskjöl í danska sendiráð-
inu og farið burt með þau. Hon-
um hefur verið vxkið frá starfi
sínu og mun verða yfirheyrður
í lokuðum réttarsal í Kaupmanna
höfn.
Margvíslegar upplýsingar.
Skjölin sem huriu eru m. a.
sögð hafa að geyma leynilegar
upplýsingar um flotasamvinnu
Dana og Vestur-Þjóðverja á
Eystrasalti, um NATO-áætlanir
varðandi sameiginlegan markað
Evrópu og upplýsingar í sam-
bandi við Rapacki-tillöguna, sem
gerir ráð fyrir svæði í Mið-
Evrópu þar sem kjarna- og vetn
isvopn verði bönnuð.
Skjölin voru lánuð.
Lögreglan álítur, að leyniskjöl
in hafi verið lánuð rússneskum
njósnurum með aðstoð miili-
liða. — „Ekstrabladet" heldur
því fram, að allmargir finnskir
borgarar eigi hlut að þessu
njósnamáli.
„Aftenbladet“ skýrir frá því,
að málið sé svo mikilvægt og víð-
tækt, að vestur-þýzki utanrík-
isráðherrann muni taka það til
umræðu á NATO-fundinum, sem
nú stendur yfir í Höfn.
Gat ekki lagt skjölin fram.
Það voru starfsmenn danska
sendiráðsins í Bonn sem uppgötv
uðu að skölin voru horfin. Var
þá bæði dönsku lögreglunni og
vestur-þýzku öryggislögreglunni
gert aðvart. Konan, sem bar
ábyrgð á skjalasafni sendiráðsins
sagði, að Blechingberg hefði feng
ið skjölin að láni, sem eru leyni-
leg og mega alls ekki fara út fyr-
ir veggi sendiráðsins. Bleching-
berg var skipað að skila skjöl-
unum þegar í stað, en hann gat
ekki lagt þau fram, og þá kom
strax skriður á málið.
Danskir lögregluþjónar voru
sendir til Bonn á sunnudaginn
og reyndu að yfirheyra Bleching
berg. Síðar var skýrt frá þvi, að
hann yrði fluttur flugleiðis til
Hafnar og yfirheyrður þar fyrir
luktum dyrum.
Réne Pleven
Horfur Plevens
batna
PARÍS, 6. maí. — Þjóðiegi lýð-
veldisflokkurinn ákvað í dag að
eiga aðild að ríkisstjórn,. sem
mynduð yrði af René Pleven,
sem er í Frjálslynda flokknum.
Stjórnmálafréttaritarar í París
gera því ráð fyrir, að Pleven
muni enn verða við beiðni Cotys
Frakklandsforseta um að mynda
nýja stjórn. Á föstudaginn gafst
Pleven upp á tilraunum sinum
til að leysa stjórnarkreppuna, en
Coty bað hann að gera eina til-
raun ennþá. Stjórnarkreppan
hefur nú staðið í þrjár vikur.
Joseph Laniel fyrrverandi for-
sætisráðherra og einn af leiðtog-
um íhaldsmanna hafði áður gefið
þá yfirlýsingu, að Ihaldsflokkur-
inn væri fús til að taka þátt í
ríkisstjórn undir forustu Plev-
ens. Hins vegar yrði endanleg
afstaða flokksins ekki ákveðin
fyrr en Pleven hefði ákveðið
hvaða menn fengju embætti land
varnaráðherra, utanríkisráðherra
og Alsírmálaráðherra. I gær á-
kvað Radikali flokkurinn að eiga
samvinnu við Pleven með því
skilyrði, að íhaldsmenn ættu ekki
fulltrúa í stjórninni, en þeir átt.u
stærstan þátt í að steypa stjórn
Gaillards.
Vantraust á U Nu
RANGOON, 6. maí. — Forseti
Burma, U Win Maung, hefur
kvatt saman þing 5. júní n. k.
til að ræða vantraustsyfirlýsingu
á U Nu forsætisráðherra. Mun
yfirlýsingin verða borin fram aí
tveimur aðstoðarforsætisráðherr-
um, U Kyaw Nyein og U Ba Swe,
sem eru sagðir hafa stuðning 11
manna í ríkisstjórninni og rúm-
lega helmings af öllum stuðnings-
mönnum stjórnarinnar á þingi.
U Nu mun eiga stuðning þriðja
aðstoðarforsætisráðherrans, Tha-
kin Tim, sem er leiðtogi hins
volduga bændaarms í sósíalista-
flokknum. Hins vegar hafa að-
eins 8 menn í ríkisstjórninni heit-
ir U Nu stuðningi. Sex aðrir ráð-
herrar eru „hlutlausir", en þeir
munu að líkindum styðja for-
sætisráðherrann, ef til tíðinda
dregur. Ennfremur er talið að U
Nu eigi vísan stuðning frá ýms-
um þjóðbrotum á þingi og frá
róttækustu vinstriflokkunum í
stjónrarandstöðunni.
„Kosningarvalda
glundroða44
PEKING, 6. maí. — í dag sendi
Pekingstjórnin og stjórnin í
Norður-Kóreu bréf til ríkis-
stjórna þeirra 16 landa, sem eiga
hermenn í varnarliði Sameinuðu
þjóðanna í Suður-Kóreu. í bréf-
inu er lagt til, að haldin verði
ráðstefna til að finna friðsam-
lega lausn á Kóreu-vandanum
eftir að allar erlendar hersveitir
hafi verið kallaðar heim frá
Suður-Kóreu. Bréfið var svar
við orðsendingunni frá ríkjunum
16 hinn 9. apríl s.l. Segir í bréf-
inu að þessi ríki séu að leitast
við að valda glundroða varðandi
Kóreu-vandamálið með því að
leggja til, að haldnar verði al-
mennar kosningar í Norður-
og Suður-Kóreu undir umsjá
Sameinuðu þjóðanna.
Crivas sakar kommúnista
um samvinnu við Breta
AÞENU, 6. maí. — Dighenis
(Georgos Grivas ofursti), foringi
EOKA-samtakanna á Kýpur, hef-
ur sakað AKEL, kommúnista-
flokkinn á Kýpur um „náið sam-
starf við brezku stjórnina“ gegn
EOKA.
Stjórnarheiinn sækir nð síðastn
vigi uppreisnarmonna ó Súmötru
DJAKARTA, 6. maí. — Herstyrk
ur Djakarta-stjórnarinnar, sem
tók aðalstöðvar uppreisnarmanna
Bukit Tinggi, í gær, er nú á leið
til Batu Sangar, síðustu borgar-
innar á Mið-Súmötru, sem upp-
reisnarmenn hafa á valdi sinu.
Frá þessu var skýrt í Djakarta-
útvarpinu í dag.
Almennt er talið að flestir for-
ingjar uppreisnarmanna séu nú
staddir í Batu Sangar, og mun
getur til að ná borginni á sitt
vald.
Forsætisráðherra Djakarta-
stjórnarinnanr, dr. Djuanda, hélt
útvarpsræðu í dag og sagði, að
stjórnin væri nú að endurskipu-
legga allt stjórnmála- og við-
skiptalíf á Vestur-Súmötru og
koma stjórn mála þaríbetra horf.
Þegar stjórnarherinn hefur unnið
fullnaðarsigur á Súmötru, mun
hann snúa sér gegn uppreisnar-
mönnnum á Norður-Celebes,
stjómarherinn gera allt sem hann sagði ráðherrann.
tvússar skipta um skoðun
PARIS og LONDON, 6. maí. —
Formælandi franska utanríkis-
ráðuneytisins sagði í dag, að það
merkilegasta við síðustu orðsend
ingu Rússa væri, að þeir hefðu
nú horfið frá fyrri sjónarmiðum
að því er tæki til ýmissa stór-
mála. Nú hefðu þeir gengizt inn
á það viðhorf Vesturveldanna,
að ýmis mikilsverð mál, sem tek-
in verða fyrir á ráðstefnu æðstu
manna, verði fyrst rædd af sendi-
herrunum í Moskvu.
Formælandi brezka utanríkis-
ráðuneytisins lét í ljós undrun
sína yfir því, að Grómýkó lætur
í ljós vonbrigði yfir því, að Vest-
urveldin hafi hafnað tillögunni
um sameiginlega ráðstefnu sendi
herra. í fyrri orðsendingu sinni
lagði Grómýkó til, að umræðurn-
ar færu annað hvort fram við
sendiherra Vesturveldanna
þriggja, Frakka, Breta og Banda-
ríkjamanna, hvern í sínu lagi, eða
á sameiginlegum fundi þar sem
sendiherrar Tékka og Pólverja
yrðu líka með. Grómýkó lét í ljós
óskir um að fyrrnefndi hátturinn
yrði hafður á viðræðunum, og
féllust Vesturveldin á það. Það
er því dálítið skrýtið að hann
skuli harma þetta núna, sagði
formælandinn.
MOSKVU, 6. maí. — Rússneska
Tass-fréttastofan skýrði frá
því, að Grómýkó utanríkisráð-
herra hefði í dag átt viðræður við
sendiherra allra kommúnistaríkj-
anna ásamt sendiherrum Svía og
Indvei’ja i sambandi við ráðstefnu
æðstu manna.
I dag birti Aþenu-blaðið
„Apogevmatini“ hina „svörtu
bók“, sem Dighenis er sagður
hafa skrifað. Heldur hann því
fram, að griski kommúnista-
flokkurinn hafi fengið brezkum
yfirvöldum í hendur ljósmynd af
honum og lýsingu á honum.
„Svarta bókin“ ber heitið
„EOKA — forusta kommúnista í
andstöðunni við baráttu Kýpur-
búa, 1958“. Segir m.a. í bókinni,
að Rússar hafi gert það sem i
þeirra valdi stóð til að eyðileggja
baráttu Kýpurbúa.
Loftárás á Jenien
A D E N, 6. maí. — Brezkar
sprengjuflugvélar gerðu í kvöld
loftárás á nokkra staði í Jemen
nálægt landamærum verndar-
svæðisins Aden. Gerðu flugvélarn
ar árásir á fallbyssustæði og önn-
ur virki þaðan sem skotið hafði
verið inn á landsvæði Adens.
Tvær flugvélar löskuðust litils-
háttar af vélbyssuskothrið Jem-
ensbúa.