Morgunblaðið - 07.05.1958, Síða 3
Miðvikudagur 7. maí 1958
MORCinvm 4 ÐIÐ
3
Fyrirhugab sumarstarf
nefndar Þióðkirkjunnar
Sumarbúðir að Löngumýri i Skagafirði
og æskulýðsmót i 8 skólum viða um land
Æskulýðs-
blað. Þannig er mál með vexti,
að undanfarin 9 ár hefir æsku-
lýðsblað verið gefið út á vegum
Æskulýðsfélags Akureyrar-
kirkju, og hafa þeir séra Kristján
Róbertsson og séra Pétur Sigur-
geirsson annazt ritstjórn blaðs-
ins. Samkomulag hefir nú tekizt
milli þeirra og Æskulýðsnefndar
Þjóðkirkjunnar um, að blaðið
komi framvegis út á vegum þess-
arar nefndar. Við þessi þáttaskil
í sögu blaðsins stækkar verksvið
þess og miðast nú við heildar-
samtök Þjóðkirkjunnar. Hefir
blaðið verið stækkað í broti og
aukið að síðufjölda. Einnig hefir
blaðinu bætzt nýr ritstjóri, séra
Sigurður Haukur Guðjónsson,
sóknarprestur að Hálsi í Fnjóska
dal, og mun hann vinna að rit-
stjórn blaðsins auk tveggja fyrr-
nefndra ritstjóra. Blaðið verður
áfram gefið út á Akureyri, kem-
ur út ársfjórðungslega og flytur
fréttir af æskulýðsstarfinu og
greinar um áhugaefni ungs fólks.
August Strindberg
,Faðirinn' eftir Strindberg
í Þjóðleikhúsinu
Kysstu mig Kata flutt i mailok
FORRÁÐAMENN Æskulýðs-
nefndar Þjóðkirkjunnar ræddi í
gær við blaðamenn um fyrirhug-
að starf á sumri komanda. Á veg-
um nefndarinnar verða í sumar
haldin æskulýðsmót í átta skól-
um víða um land, *bg eru mót
þessi ætluð unglingum, sem ferm
ast á þessu vori. Einnig verða
sumarbúðir á vegum Þjóðkirkj-
unnar að Löngumýri í Skaga-
firði. Dr. Ásmundur Guðmunds-
son, biskup, og formaður Æsku-
lýðsnefndar, séra Bragi Friðriks-
son, skýrðu nánar frá fyrirhug-
uðu sumarstarfi.
Æskulýðsmótin mun fara fram
að Núpsskóla, Eiðaskóla, Skóga-
skóla, Laugarvatnsskóla, Vatna-
skógi, Bifröst, Laugaskóla og
Hólaskóla. Verða . þau haldin
helgina 7.-8. júní nema að Eiða-
skóla og Núpsskóla, en þar verða
mótin haldin helgina 5.—6. júlí.
Hugmyndin er að gefa sóknar-
prestum kost á að koma með
fermingarhóp sinn og dveljast
eina helgi á einhverjum þessara
staða. Þegar er greinilegt, að þátt
taka í þessum mótum verður
mjög mikil, og farið getur svo,
að ekki verði unnt að skjóta
skjólshúsi yfir alla. Verður þá um
tvo kosti að velja: Koma því svo
fyrir, að hópar komi í heimsókn-
ir án þess að gista eða hverfa að
því ráði að koma upp tjaldbúð-
um á staðnum. Nefndir starfa að
undirbúningi mótanna á hverjum
stað.
Útileikir, kvöldvaka og erindi
Efnt verður til ýmiss konar
kynningar, t.d. með útileikum og
kvöldvöku, sem haldin verður á
laugardagskvöldið. Á kvöldvök-
unni verður ýmislegt til skemmt-
unar, og lögð verður áherzla á,
að skemmtikraftanrnir séu úr
hópi unglinganna. Síðar um
kvöldið verða flutt erindi og lagt
út af einkunnarorðum mótanna,
orðum Jesú Krists: Ég er vegur-
inn, sannleikurinn og lífið. Á
sunnudagsmorgun munu prest-
arnir ræða við unglingana með
þessi orð í huga, og lýkur mótun-
um með guðsþjónustu, sem hefst
kl. 2 á sunnudag.
10—15 dagar fyrir hvern
flokk í sumarbúðunum
Sumarið 1954 var í fyrst sinn
sumarskóli á vegum Þjóðkirkj-
unnar að Löngumýri í Skagafirði,
og stýrði séra Glafur Skúlason
skolanum. Skolinn var einnig
Léttur vetur
á Ströndum
ÞÚFUM, 5. maí. — Jakob Krist-
jánsson, bóndi í Reykjarfirði á
Ströndum í Grunnavíkurhreppi,
tjáir mér, að á Ströndum hafi
verið einn hinn allra léttasti vet-
ur, sem hann man eftir, og hann
hefur búið þar myndarbúi í 45
ár. Sauðfé gekk úti fram í janúar
og hestar voru teknir á hús í
marz og hefði ekki þurft. Hinn
20. janúar heimtist þar tvílembd
ær, sem aldrei hafði sézt allt
haustið og veturinn. Var ærin og
lömbin í hinu ágætasta ásigkomu
lagi. Lítið heyfóður þurfti fyrir
fénað í vetur.
Tveir synir Jakobs búa nú í
Reykjarfirði og hafa á þriðja
hundrað fjár. Stunda þeir mikið
sögun á rekavið og tófuveiðar, en
mikil einangrun er nú orðin þar,
þar sem allir bæir í nágrenni
Reykjarfjarðar eru komnar í eyði
nema Drangar, Sfem löng leið er
til. Nú eru bátar frá Djúpi og
víðar farnir að sækja rekavið á
hin víðlendu rekasvæði á Strönd
um. —P. P.
starfræktur sumarið 1955 undir
stjórn Ingibjargar Jóhannsdótt-
ur, forstöðukonu, og var aðal-
kennari Ásgeir Ingibergsson, þá
stud. theol. S.l. sumar var þessu
starfi haldið áfram en í nokkuð
breyttri mynd, þar sem ekki var
lengur um sumarskóla að ræða
heldur sumarbúðir. í sumarbúð-
unum dveljast börnin í flokkum
10—15 daga í senn. Tímabilið frá
30. júní til 12. júlí er ætlað
drengjum á aldrinum 9—11 ára,
frá 14. til 26. júlí drengjum 11
ára og eldri, frá 28. júlí til 9.
ágúst telpum 9—11 ára, frá 11. til
23. ágúst telpum 11 ára og eldri.
Ákveðið hefir verið, að þátttöku-
gjald verði 450 kr. Börnum og
unglingum sunnanlands verður
séð fyrir' ódýrum ferðum frá
Reykjavík. Umsóknir skulu
sendast sóknarprestum eða
biskupsskrifstofunni í Reykjavík
fyrir maílok. í sumarbúðunum
munu börnin taka þátt í biblíu-
lestri, söng, íþróttum, gönguferð
um, föndri, garðyrkju og jurta-
söfnun, sundi og ýmsum leikum.
Þess má geta, að forstöðukona
skólans að Löngumýri, Ingibjörg
Jóhannsdóttir, hefir boðið Þjóð-
kirkjunni húseign skólans ásamt
nokkru jarðnæði, og er það mál
í athugun.
★ • ★
Æskulýðsnefnd Þjóðkirkjunn-
ar var skipuð í fyrrasumar af
biskupi, og i henni eiga sæti auk
formanns þeir séra Árelíus
Níelsson, séra Jón Þorvarðsson,
séra Magnús Runólfsson, séra
Jón ísfeld á Bíldudal, séra Pétur
Sigurgeirsson á Akureyri og séra
Erlendur Sigmundsson á Seyðis-
firði. Einn af varamönnum nefnd
arinnar hefir setið alla fundi
hennar, og er það séra Garðar
Svavarsson.
★ • ★
Æskulýðsnefnd var þegar frá
upphafi Ijóst, að mjög æskilegt
væri, að á vegum Þjóðkirkjunnar
væri gefið út sérstakt æskulýðs-
STJÓRNARFRUMV. um breyt-
ingar á liigunum um samvinnu-
félög var til 1. umr. á f'undi efri
deildar Alþingis í gær.
Eysteinn Jónsson fjármálaráð-
herra flutti ræðu og kvað frumv.
þetta flutt til að létta þeirri
skyldu af samvinnufélögum að
leggja 1% af sölu aðkeyptra vara
og afurða í varasjóð, enda hvíldi
slík skylda ekki á öðrúm félögum.
Jón Kjartansson spurði, hvort
samþykkt frumv. myndi hafa í
för með sér, að breytingar yrðu
á skattgreiðslum samvinnufélaga
til ríkisins. Ef svo væri, kvaðst
hann óska upplýsinga um, hverj-
ar þær breytingar væru.
Eysteinn Jónsson sagði, að
frumv. þetta væri ekki skat'tamál.
Ef það yrði samþykkt, og einnig
annað frumv., sem nú er til með-
ferðar í neðri deild ,og fjallar um
Hraðskákmót
Keflavíkur
HRAÐSKÁKMÓT Keflavíkur
fór fram s.l. sunnudag. Þátttak-
endur voru 12. Sigurvegari varð
Páll G. Jónsson með 10 vinninga,
annar Ragnar Karlsson með 9Vz
vinning og þriðji Sigfús Krist-
jánsson sem hlaut 9 vinninga.
—B. P.
NÆSTA laugardag verður leik-
ritið „Faðirinn“ eftir Strindberg
frumsýnt í Þjóðleikhúsinu, að því
er þjóðleikhússtjóri tjáði frétta-
mönnum í gær. Þýðandi leikrits-
ins er Loftur Guðmundsson, en
leikstjóri Lárus Pálsson. Lárus
Ingólfsson hefur gert leiktjöld.
Faðirinn er eitt af þekktustu
leikritum Strindbrgs. Það var
fyrst frumsýnt í Kaupmannahöfn
1887, en hefur síðar verið sýnt
víða m.a. í öllum helztu leikhús-
um Svíþjóðar. Leikritið er fjöl-
skyldudrama og fjallar um hina
margvíslegu erfiðleika hjóna-
bandsins. Til þeirra erfiðleika
þekkti höfundur vel því hann var
þrígiftur og þrískilinn.
Nokkuð hefur dregizt að sýn
ingar hæfust á þessu leikriti.
Þjóðleikhúsið hafði fengið loforð
frá Olaf Molander, leikstjóra við
Dramaten í Stokkhólmi, þess efn-
is að hann kæmi hingað og setti
leikinn á svið, en sífellt dróst að
breytingar á lögunum um tekju-
og eignarskatt, myndi sami skatt-
stigi gilda um samvinnufélög og
önnur félög. — Hann kvað and-
stöðu við frumv., sem til umræðu
var, vera „kala, andstöðu og jafn-
vel fjandskap við samvinnufé-
lögin“ og spurði, hvort Jón Kjart-
ansson vildi e. t. v. leggja til, að
hlutafélög yrðu látin hlíta sömu
reglum um varsjóðsframlög og
samvinnufélögin nú.
Jón Kjartansson kvað ráðherr-
ann hafa smeygt sér undan því
að svara spurningunni, sem til
hans var beint. Sér virtist meg-
inatriði málsins vera það, að
varasjóðir samvinnufélaga hefðu
algera sérstöðu að því leyti, að
framlög í þá væru grundvöllur
fyrir álagningu skatts til ríkis-
ins. Með þessu frumv. væri ætl-
unin að láta félögin ráða því sjálf,
hvort þau legðu nokkuð í vara-
sjóði sína annað en hagnað af
viðskiptum við utanfélagsmenn.
Þetta þýddi, að skattar á félögin
yrðu ákveðnir af þeim sjálfum að
verulegu leyti og gæti svo farið,
að skattarnir yrðu alls engir, ef
ekki væri um viðskipti við utan-
félagsmenn að tefla. Jón sagði,
að þetta yrði að segjast undan-
bragðalaust, enda væri ekki sæm-
andi að fara í felur með tilgang
frumv.
Nokkur frekari orðaskipti urðu
um málið, en að því loknu var
frumv. vísað til 2. umr. og alls-
herjarnefndar.
af því yrði. Þá hafði og verið
áformað að hinn frægi leikari
við Dramaten, Lars Hansen, færi
með aðalhlutverkið. Þar sem það
dróst einnig að hann kæmi,
ákvað Þjóðleikhúsið að færa
leikinn upp með innlendum kröft
um undir stjórn Lárusar Páls-
sonar. Aðalleikendur eru Valur
Gíslason, sem leikur föðurinn og
Guðbjörg Þorbjarnardóttir, sem
leikur konu hans. Arndís Björns-
dóttir leikur fóstruna, Jón Aðils
lækninn og Haraldur Björnsson
prestinn. Dótturina leikur Ása
Jónsdóttir og er það fyrsta hlut-
verk hennar. Með smærri hlut-
verk fara þeir Erlingur Gíslason
og Klemens Jónsson. Leikritið
er í þremur þáttum og gerast
þeir allir á heimili riddaraliðsfor-
ingjans (föðurins). Leikurinn
verður aðeins sýnt fimm sinnum
nú í vor. Faðirinn er fyrsta
sænska leikritið, sem sýnt er í
Þjóðleikhúsinu.
í maílok verður færð upp í
Þjóðleikhúsinu óperettan Kysstu
mig Kata og eru æfingar á henni
þegar í fullum gangi. Stjórnandi
er Svend Ove Larsen, en auk
hans kemur hingað hljómsveitar-
stjóri frá Bandaríkjunum, Saul
Schechtman að' nafni. Gat þjóð-
leikhússtjóri þess að Kysstu mig
Kata væri fyrsta ameríska óper-
ettan, sem sett væri á svið í
Þjóðleikhúsinu. Sænska óperettu
söngkonan Ulla Sallert syngur
aðalhlutverkið.
Þjóðleikhúsið hefur nú sýnt
Dagbók Önnu Frank 22 sinnum,
oftast fyrir fullu húsi. Gauks-
klukkan er sýnd í tíunda sinn í
kvöld. Þá hefur Þjóðleikhúsið
ákveðið leikför um Norður- og
Vesturland með Horft af brúnni í
byrjun júní.
Deild úr norræna
féiaginu slofnuð
í Sfykkishólmi
STYKKISHÓLMI, 5. maí. - í gær
var stofnuð í Stykkishólmi deild
úr Norræna félaginu. Magnús
Gíslason, erindreki félagsins,
mætti á stofnfundinum, sem
haldinn var í samkomuhúsinu, og
gerði grein fyrir tilgangi félags-
ins og starfsemi. í félagið gengu
um 40 manns. 'Stjórn deildarinn-
ar skipa eftirfaldir menn: Ólafur
Haukur Ólafsson, skólastjóri for-
maður, Halldór Jónsson fra.c-
kv.stjóri, Magnús Sigurðsson
verzlunarmaður, Kiistján Halls-
son kaupfélagsstjóri og Guðm.
Hansen kennari. —Árni.
Eiga samvinnufélögin
að ákveða skatfa sina?
STAK8TEIHAB
,,Orð uglunnar“
Alþýðublaðið birtir öðru hverjn
spekiyrði undir þessari fyrirsögn
í þætti, sem heitir „Gaman og
alvara“. í gær hljóðtuðu þau svo:
„Bjargráðin, já . . .“
Meira var ekki sagt, enda e. t. y.
ekki meira um „varanlegu úr-
ræðin“ að ‘segja af hálfu stjórn-
arsinna eins og sakir standa. En
sýnu minna er yfirlætið nú en
var fyrir röskum mánuði, þegar
Alþýðublaðið boðaði „tímamót í
íslenzkri stjórnmálasögu" — eft-
ir páska.
Segja má, að þeim sé ekki alls
varnað, sem getur gert gaman
að eigin eymd. En hætt er við,
að almenningi þyki „bjargráð-
unum“, þegar þau loks koma,
frekar fylgja alvara en gaman.
A. m. k. mun margri húsmóður-
inni finnast svo, þegar nýjn
álögurnar bætast við alla dýr-
tíðina, sem fyrir er.
,,Sjaldan ríkari
nauðsyn“
Daginn fyrir 1. maí lauk aðal-
greininni á forsíðu Þjóðviljans
með þessum orðium:
„Verkalýðsfélögin vænta þess
að alþýða Reykjavíkur geri 1.
maí að eftirminnilegum baráttu-
degi í ár. Hefur sjaldan verið
ríkari nauðsyn en nú að verka-
lýðssamtökin sýni styrk sinn og
einhug í verki“.
Þessi er þá árangur af nær
tveggja ára starfi V-stjórnarinn-
ar, að verkalýðurinn þarf slíkra
brýninga við, að dómi Þjóðvilj-
ans. Reykvískir verkamenn sýndu
og „einhug sinn í verki“ og
skilning á því hvaðan hættan
stafar með hinum frábæru und-
irtektum, sem þeir veittu hinni
hvössu ádeiluræðu Bergsteins
G'uðjónssonar á ríkisstjórnina og
allt hennar athæfi. Þær undir-
tektir voru svo einhuga, að Þjóð-
viljinn hefur ekki náð upp í nef-
ið á sér af ótta og reiði síðan,
heldur birt hverja níðgreinina
eftir aðra um þann ræðumann,
sem talaði svo sem þúsundirnar
vildu mælt hafa.
„Fyrirlitlegustu eigin-
leikarnir“
• Þjóðviljinn hefur enn ekki átt-
að sig á því, að lítt stoðar að nota
stóryrði um athæfi stjórnarinn-
ar og skora á verkalýðinn að
fyikja liði gegn því, sem hann
telur óhæfu, þegar blaðið sjálft
tekur ábyrgð á því, sem það for-
dæmir harðast. í gær segir Þjóð-
viljinn t. d. í forystugrein:
„Þeir tímar eru löngu liðnir
að hernámsmenn reyni að færa
rök fyrir afstöðu sinni; þeir vita
að þaoi rök eru engin til. Það
eru aðeins tregðan og þýlyndið
og skeytingarleysið sem helga
afstöðu þeirra, þeir eiginleikar
sem fyrirlitlegastir eru í fari
manna. Hversu lengi ætla ís-
lendingar að una því að örlög
þeirra séu ráðin af slíkum hvöt-
um?“
Öll þessi stóryrði hitta fyrst
fyrir Þjóðviljann og þingmenn
kommúnista. Þeir bera nú stjórn-
skipulega ábyrgð á dvöl varnar-
liðsins hér. Aðrir, sem ábyrgðin
hvílir á, segjast telja nauðsyn-
legt að hafa liðið. En Þjóðvilj-
inn og aðstandendur hans hafa
ekki þá afsökun, heldur taka á
sig ábyrgðina einungis til að geta
lafað í ríkisstjórn. Þess vegna
er afstaða þeirra „fyrirlitlegri“
en allra annarra.
Sá, sem lýsir „hernámsmönn-
um“ á framangreindan veg, hlýt-
ur að tapa bæði æru og áliti, þeg-
I ar hann sjálfur eflir þá til valda
j eins og kommúnistar gera nú á
íslandi.