Morgunblaðið - 07.05.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.05.1958, Blaðsíða 6
6 MORCUNBL AÐ1Ð Miðvik'udagur 7. maí 1958 Eyfirzkir bœndur mót- mœla hœkkun húnaðar- málasjóðsgjalds og álagi á fóðurbœti Aðalfundur Bændafélags Eyfirðinga NYLEGA hélt Bændafélag Ey- firðinga aðalfund sinn. Jóhann Jónasson forstjóri Grænmetis- verzlunarinnar flutti erindi á fundinum um kartöflurækt og spunnust um það allmiklar um- ræður, enda eru Eyfirðingar mikl ir kartöfluræktendur og þó sér- staklega bændur á Svalbarðs- strönd. Fundurinn samþ. nokkrar till. og fara þær hér á eftir: Bændadagur: „Aðalfundur Bændafélags Ey- firðinga haldinn á Akureyri 28. apríl 1858 ákveður að gangast fyrir bændadegi á sumri kom- anda ásamt sömu aðilum og sl. sumar og felur stjórn félagsins að annast nauðsynlegan undir- búning í samráði við Búnaðar- samband Eyjafjarðar og Ung- mennasamband Eyjafjarðar." Hækkun búnaðarmálasjóðsgjalds „Aðalfundurinn mótmælir fram- komnu frumvarpi á Alþingi um tvöföldun Búnaðarmálasjóðs- gjaldsins. Ennfremur mótmælir fundurinn þeirri ályktun Búnað- arþings, að lagt skuli aukagjald á tilbúinn áburð, án þess að hafa um það samráð við bændastétt- ina. Getur það tæplega verið rétt- látt, að á sama tíma og bændur skortir rekstrarfé í stórum stíl, sé verið að skattleggja þá, svo milljónum króna nemur til bygg- inga í Reykjavík og rannsóknar- starfa, sem Alþingi er öðrum fremur skylt að veita fé til cg þegar tekið er tillit til þess, að bændum hefir aldrei tekizt að fá lögákveðið verð fyrir framleiðslu sína, virðist það vera fráleitt að gera kröfu til þess að þeir taki stöðugt á sig nýjar áiögur.“ Leiðrétting á verðgreiðslum „Aðalfundurinn telur að ekki hafi náðst sú ieiðrétting á verð- greiðslum til bænda, sem vonazt var eftir með aðgerðum Fram- leiðsluráðs, eftir tillögum verð- miðlunarnefndar þeirrar, er það skipaði árið 1957. Þar sem tekjur bænda fjarlægjast jafnt og þétt reiknaðar tekjur þeirra í verð- lagsgrundvellinum, krefst fund- urinn þess að Framleiðsluráð taki verðlagsmálin til raunhæfrar úr- lausnar og láti fara fram endur- skoðun á áliti nefndarinnar og tillögum, svo sem ákveðið er í nefndarálitinu og geri í samráði við ríkisstjórnina viðunandi ráð- stafanir til úrbóta.“ Innheimta andvirðis dráttarvéla „Aðalfundurinn telur það alger- lega óviðunandi og fullkomið við skiptahneyksli að Landsbanki fs- lands og Seðlabankinn skuli leyfa sér það einstæða óréttlæti að inn- heimta fyrirfram allt andvirði dráttarvéla — innkaupsverð (fob) flutningsgjöld, alla skatta í ríkissjóð og verzlunarálagningu, löngu áður en innflutningsleyfi eru veitt og án þess að greiða nokkra vexti af þessum pening- um, jafnvel þótt þeir liggi í bank- anum svo mánuðum skiptir og taka þannig skatt af hverri drátt arvél, sem numið getur þúsur d- um króna“. Skattlagning «g takmörkun á innflutningi fóðurbætis „Aðalfundurinn lýsti yfir því, vegna þráláts orðróms um að tak marka innflutning á fóðurbæti og skattlagmngu hans fram yfir það sem nú er, að á mjólkur- framleiðslusvæðunum, að minnsta kosti, er fóðurbætisnotkun ein aðalstoð framleiðslunnar og mundi því bæði takmörkun á innflutningi og hækkað verð fóð- urbætis verka sem stórfelld kjara skerðing fyrir bændastéttina“. Núverandi stjórn Að síðustu fór fram stjórnar- kjör, en stjórn skipa:Jón G.Guð- mann, Jóhannes Laxdal, Gunnar Kristjánsson, Eggert Davíðsson og Arni Asbjarnarson. Vara- stjórn: Árni Jónsson, Garðar Ralldórsson, Ketill Guðjónsson, Björn Jóhannsson og Jón Bjarna son. Endurskoðendur: Hreinn Ketilsson og Benedikt Baldvms- son. Dágóður afli í Sfykkishólmi STYKKISHÓLMI, 3. maí ~ Tog- arinn Þorsteinn þorskabítur kom í gær með 202 tonn af góðum fiski, sem lagður er upp í fisk- iðjuveri hér. Er þetta eftir tæpa hálfsmánaðar útivist. Fimm bátar eru gerðir út í Stykkishólmi og- hefur afli þeirra frá áramótum til apríl-loka verið 2892 lestir í 342 róðrum eða tæp átta og hálf lest í róðri. Af þessu magni hefur 1851 lest veiðzt í net en hitt á lóðir. Aflahæstur er nú m. b. Tjald- ur, skipstjóri og eigandi Kristján Guðmundsson, en hann hefur fengið 738 lestir í 78 róðrum. Fiskurinn hefur verið mjög góð- ur. Hefur verið stutt að sækja á miðin, sérstaklega eftir að netja- veiðar byrjuðu. Gæftir hafa ver- ið ágætar. Hæstan vikuafla og í einum róðri hafði m.b. Brim- nes, skipstjóri Grímúlfur Andrés- son, en það var vikuna 13. til 19. apríl. Vikuaflinn var 146 lest- ir, en konríst í einum róðri upp í 35 lestir. —Árni. AKRANESI, 5. maí. — Revían, „Tunglið, tunglið taktu mig“ var leikin hér í Bíóhöllinni tvívegís á laugardagskvöldið. Fyrri sýn- ingin var kl. 9, en hin síðari var miðnætursýning kl. 11:30. í bæði skiptin var fullt hús, og revíunni ágætlega tekið. —Oddur. Nasser kemur til Moskvu. — Voroshilov og Krúsjeff fagna honuin Tónleikar ríkisútvarps- ins í Þjóðleikhúsinu RÍKISÚTVARPIÐ hefur efnt til nokkurra opinberra tónleika á liðnum vetri í hátíðasal Háskol- ans, Dómkirkjunni og nú síðastl. sunnudag í Þjóðleikhúsinu. Það er hljómsveit Ríkisútvarpsms, sem borið hefur hita og þunga dagsins á þessum tónleikum, en Hans Joachim Wunderlich hefur stjórnað þeim öllum nema einum. Hafa tónleikar þessir notið vm- sælda og verið vel sóttir. Ýmsir einleikarar og einsöngvarar, auk tveggja kóra, hafa aðstoðað við tónleika þessa, og hefur aðgang- ur verið ókeypis, þar til nú að seldur var aðgangur í Þjóðleik- húsinu. Efnisskrá þessara tónleika var samansett úr óperu- og óperue iu tónlist, aríum og dúettum, auk nokkurra þátta fyrir hljómsveit. Var hér um alþýðlega tónleika að ræða, og var síðari hlutinn (óper- ettulögin) af léttara taginu. Em- söngvarar voru Kerstin Ander- son, óperusöngkona frá Berún, Julius Katona, óperusöngvari cg kammersöngvari við Hamborgar- og Berlínaróperurnar, Guðrún Á. Símonar, óperusöngkona og Guð- mundur Jónsson, óperusöngvan. Efnisskráin var í 19 liðum, og var fulllöng. Fyrri hlutinn var helgaður Verdi, Bizet og Mas- cagni. En síðari hlutinn Joh. Strauss, Suppé, Millöcker og Lehár. Söngur Guðrúnar A. Símonar var með miklum ágæt- um, sömuleiðis söng Guðm. Jóns- son af miklum myndugleik sin hlutverk. Julius Katona mun hafa ofkælzt hér, því nokkurrar þreytu og ræmu gætti í rödd hans framan af, en hann naut sín betur í síðari hlutanum. Arn- ars er auðheyrt að hann er mik- ill kunnáttumaður í sönghst, enda hefur hann notið mikiliar hylli í heimalandi sínu um lang- an tíma. Kerstin Anderson er óperettu- söngkona af lífi og sál, og sóng hún hin ísmeygilegu óperettulóg með yfirburðum. Röddin er ! hreimfögur, há og tindrandi, og j hinn rétti andi óperettunnar svif- ur hér yfir vötnunum. | Hljómsveitin leysti hlutverk ' sitt yfirleitt vel af hendi, og þó shrifar ur daglega lífinu ] 7Nú hefur verið auglýst eftir umsóknum um styrki úr vísindasjóði. Velvakanda skilst að 370 til 380 þúsund kr. komi til úthlutunar, 70% af því í raunvísindadeild og 30% í hugvísindadeild. Er þess að vænta, að féð komi að góðum notum. Menntamálaráð mun und- anfarið hafa unnið að úthlutun hinna svonefndu fræðimanna- styrkja, en það veitir árlega nokkrum tugum manna slíka styrki, 2—3 þúsund kr. hverjum. Þessir styrkir virðast vera alltof lágir til að þeir komi að nokkr- um verulegum notum, og finnst vist mörgum, að stjórnendur vís- indasjóðs verði að standast þá freistingu að dreifa um of fé því sem þeir eiga nú að fá að ráð- stafa. 7Maður nokkur hitti Vel vakanda að máli. Sagðist hann hafa skroppið upp í Heiðmörk nýlega. Kvað hann mörkina vera mikið sótta af Reykvíkingum, og er það vel. Maðurinn bað Velvakanda að láta þess getið, að fars yrði i mjög varlega með eld, þegar far- ið er þarna um, þar sem allt er þar nú skraufþurrt. Er eríitt um slökkvistarf, ef logar ná að læsa sig í sinu og mosa, þar sern langt er í vatn. Nýkomin er út ruaibók Almenna bókafélagsins: ' Gráklæddi m: ðurinn eftir Sloan Wilson. Júrúbókin mun verða Til framandi hnatta eftir Gísla Halldórsson verkfræð ing og júlíbókin fræg skáldsaga eftir Harry Martinson, sænska rithöfundinn, sem hér var á ferð í haust. Hinn íslenzka titil hennar veit Velvakandi ekki, en verði hann orðréttur þýddur úr frum- málinu ætti hann að verða Netl- urnar blómgast eða eitthvað í þá áttina. 7Velvakanda barst fyrir nokkrum dögum bréf, þar sem spurt var, hver ort hefði sálminn „Þinn sonur lifir“. í bréfinu segir, að sálmur- inn hafi verið lesinn í útvarpið nýlega og þá sagður eftir séra Matthías Jochumsson. I sálma- bókinni sé hann hins vegar tal- inn eftir séra Valdimar Briem. Velvakandi hefur reynt að kanna málið. Það er rétt, að sáimurinn er eftir Valdimar Briem, en hins vegar var það ekki hann. sem var lesinn í útvarpið, heldur kvæði séra Matthíasar til Valdi- mars, er hefst þannig: „Þinn sonur lifir, sagði Jesús forðum“ svo söngstu fyrri, kæri vinur minn, og með þeim dýru Drottins líknar orðum, þótt deyi margur, lifir andi þinn, já, lifir, svellur, svífur yfir foldu með sigurkrafti, meðan geisar stríð; en hvað þá hann, sem hafinn yfir moldu á hvergi skylt við dauða, rúm né tíð? hefur hún oft gert betur En Wunderlich, sem er þaulæfður stjórnandi, stýrði öllu heilu í höfn. Þjóðleikhúsið var svo til íull- skipað, þrátt fyrir hið fagra veð- ur, og var öllum listamönnunum mjög vel fagnað með lófataki og blómum. P. 1. Samsönp;ur Kirkju kórasambands Borp;arfjarðar- prófastsdæmis AKRANESI, 5. maí. — Kirkju- kórasamband Borgarfjarðarpró- fastsdæmis er nú orðið 10 ára gamalt. í tilefni þess héldu kirkjukórarnir samsöng í Bíó- höllinni hér sl. sunnudag kl. 4 e.h. Prófasturinn Sigurjón Guð- jónsson í Saurbæ ávarpaði söng- fólk og gesti, og þ. á. m. herra Ásmund Guðmundsson biskup. Bauð prófastur alla velkomna. Fyrst söng kirkjukór Bæjar- kirkju og Reykholts, þá Hvann- eyrarkirkju, þá kirkjukórar Innra-Hólms, Leirár og Saur- bæjar, þá kirkjukór Lundar- kirkju og síðan kirkjukór Akra- ness. Loks sungu allir kórarnir sameiginlega, og var það stór og fríður hópur. Söngstjórar voru Björn Jakobsson og Magnús Jóns- son, nema hvað Bjarni Bjarna- son frá Skáney stjórnaði einu laginu, en organleikarar voru Bjarni Bjarnason, Björn Jakobs- son, Kjartan Jóhannesson og Magnús Jónsson. Söngnum var svo vel tekið, að allir urðu kór- arnir að syngja sitt aukalagið hver. Biskupinn flutti ávarp og þakkaði kirkjukórunum og söng- málastjóra mikilvægt starf. Söng listinni vildi Jón biskup ögmunds son helga alla krafta sína í himna hæð, sagði biskup m.a. Að end- ingu talaði sóknarpresturinn séra Jón M. Guðjónsson. Þakkaði hann hverjum einstökum kór og öllum í heild. Loks þakkaði hann Ásmundi biskupi fyrir komuna og fyrir störf hans öll til blessunar fyrir land og lýð. — Oddur. Sprenging á Skóla- vörðusfígnum KLUKKAN að verða 11 á laug- ardagskvöldið kvað við allmikil sprenging við Fangahúsið við Skólavörðustíginn. Ekki urðu nein meiðsli af völdum spreng- ingarinnar. f gær var mál þetta til rannsóknar hjá rannsóknar- lögreglunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.