Morgunblaðið - 07.05.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.05.1958, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 7. maí 1958 MOKCVISBL AÐIÐ 19 Leikstjóri og leikendur: Sitjandi: Gunnar R. Hansen, leikstjóri. Leikendur, frá vinstri: Melling (Jónatan Ólafsson), Jeffreys læknir (Jóhann L. Jóhannsson), Sarat Carn (María Haralds- dóttir), Systir María (Hildur Einarsdóttir), Phiiips hjúkrun arkona (Ósk Guðmundsdóttir), Ungfrú Pierce (Sigrún Hal)- dórsdóttir), Forstöðukonan (Jóhanna Pétursdóttir), Brent hjúkrunarkona (Kristín Magnúsdóttir), Martha Pentridge (Júlíana Magnúsdóttir), Systir Josefina (Ósk Ólafsdóttir), Willy Pentridge (Björn Jóhannesson). (Ljósm. Á. Matthíasson). Bolvíkingar sýna Systnr Mnríu — undir leikstjórn Cunnars R. Hansen Umræður á Alþingi: Gjald á gosdrykki \ þágu Styrktarfél. vangefinna ÍSAFIRÐI, 27. apríl: — Það þóttu góð tíðindi, er það fréttist hér, að Bolvíkingar hefðu í huga að koma til ísafjarðar og sýna leik- ritið Systir Maríu. Að því, er mér hefur verið tjáð hefur leikáhugi verið mikill í Bol ungarvík um fjöldamörg ár. Að þessu sinni var fenginn hmn kunni leikstjóri Gunnar R. Han- sen til að setja leikinn á svið. Að sýningum stóðu Kvenfél. Brautin og ungmennafélagið í Bolungar- vík. Leikurinn var sýndur á ísa- firði föstud. 25. og laugardag 26. Heimsókn Gerliard sens lokið LONDON, 6. maí. — Einar Ger- hardsen forsaetisráðherra Norð- manna lauk í dag opinbe:ri heim sókn sinni til Bretlands. Fór hann í dag ásamt konu sinni flug leiðis frá London til Kaupmanna hafnar. Frá Höfn flýgur hann til Bandaríkjanna, en þar verður hann viðstaddur hátíðahöldin í tilefni af 100 ára afmæli Minne- sota-fylkis. í morgun hélt Macmillan for- sætisráðherra Breta veizlu til heiðurs Gerhardsen. Viðstaddir voru m. a. Duncan Sandys land- varnaráðherra, John Hare, land- búnaðarráðherra, David Ormsby Gore aðstoðarutanríkisráðherra, sir Peter Scarlett sendiherra Breta í Oslo og Per Prebensen sendiherra Norðmanna í London. Veizlan var haldin í bústað for- sætisráðherrans, Downing Street apríl. Var leikendum forkunnar vel tekið, enda hlutverkum gerð góð skil. Hélzt þar í hendur ágæt leikstjórn, áhugi leikenda og góð- ur skilningur á hlutverkum. Hildur Einarsdóttir lék systir Maríu, og var leikur hennar og gervi ágætt. Framsögnin var góð, framkoman látlaus og eðlileg. Sarat Carn var lekin af Maríu Haraldsdóttur, sem einnig sýndi Systir María (Hildur Einars- dóttir), Carn (María Har- aldsdóttir). FRUMVARPIÐ um að lagt skuli 10 aura gjald á hverja gosdrykkja flösku næstu 5 ár og það látið renna tii Styrktarfélags vangef- inna var til 1. umr. i neðri deild Alþingis i gær. Ný stefna i opinberum f jármálum Björn Ólafsson tók til máls og sagði m.a.: Með þessu frumv. er lagt inn á nýja braut í opinberum fjár- málum, með því á að veita félagi einstaklinga með sérstökum lög- um heimild til að skattleggja einn af aðaltekjustofnum ríkissjóðs. Ég mun ekki tala hér út frá sjónarmiði framleiðenda. Þeir mega innheimta skattinn hjá al- menningi. Ég mun ræða frumv. frá sjónarmiði opinberra fjár- mála og fjalla um, hvert stefnir ef það verður samþykkt. Efni frumv. er að veita félagi, sem stofnað var fyrir rúmum mánuði, heimild til að leggja 6—7% skatt á gosdrykki og inn- heimta þannig hjá almenningi 2—3 millj. kr. á ári í 5 ár. Þetta myndi talinn þungur skattur, ef bæjarfélög legðu hann á. Iðnað- urinn mun ekki fús til að standa í innheimtunni, en þó óttast ann- að meira: að á eftir komi skriða af ýmiss konar svipuðum fjár- heimtum. Hér er ekki um að ræða, að almenningi sé gefinn kostur á að greiða skatt. Hér er um skyldu að ræða, sem ekki er hliðstæð því, að leyft hefur verið að setja skattmerki á umbúðir eldspýtna og vindlinga. Þar geta menn valið, hvort þeir vilja kaupa vöruna með eða án skatt- merkjanna. Stefnt út í reiðileysi Ætlunin er að skatta tollvöru, sem þegar hefur verið sköttuð í þágu ríkissjóðs eins og framast þykir unnt. Ég tel, að það sé ó- smekklegt af Alþingi að leggja nú slíka milljónaskatta á almenning, meðan setið er mánuðum saman við að fá stéttirnar til að sam- þykkja skatta, sem ríkissjóði er lífsnauðsyn að fá. Með þessu er stefnt út í reiði- leysi í opinberum fjármálum, — en ég hygg, að reiðileysi sé það nafn, sem ýmsir telja eiga við ástandið á þessu landi nú. Hér er ekkifarið eftir neinum reglum eða grundvallarvenjum efnahagslífs- ins. Hér er hlutunum leyft að fara úr reipunum, og hér eru þverbrotnar einföldustu reglur, sem opinber fjármál hljóta að byggjast á. Þess vegna er nú kom- ið eins og komið er í mörgum og mikilvægum greinum efnahags- lífsins. Einstaklingarnir og at- vinnulífið í landinu stynur undir sköttunum, og ísland er að verða að viðundri í fjármálum. í skatta málum er brjálsemin og hugsun- arleysið komið á svo hátt stig, að fjárhagskerfi landsins riðar til falls. hér bera fram breytingartillögur um fjáröflun handa öðrum líkn- arfélögum, sem innt hafa mikil- vægt starf af höndum, og mun leggja til, að lagt sé t.d. sérstakt gjald á hvern pakka af sígarettum og hverja flösku af áfengi. Aðstaða hinna frjálsu samtaka Magnús Jónsson: Ég skal sízt af öllu draga úr orðujm síðasta ræðu manns um ástandið í fjármálum okkar yfirleitt, en hins vegar hygg ég, að hann hafi viljað gera of mikið úr þýðingu þessa frumv. í því sambandi. Ég skal fúslega játa, að það er álitamál, hve mikinn rétt, eða a.m.k. lögvarinn rétt á að veita ein stökum félögum, til að skatt- leggja landsfólkið. Vissulega verður að varast að draga úr kost um hinna frjálsu samtaka með því að veita þeim örugga tekju- stofna, sem gefa tekjur fyrirhafn- arlaust. Hins «r þó að gæta, að þessi og raunar fleiri samtök vinna verk, sem ríkisvaldinu ber siðferðileg skylda til að leysa af hendi. Með þessu nýtist starfsorka margra manna og betri árangur næst. Opinber fyrirgreiðsla Mörg líknarfélög hafa fengið opinbera fyrirgreiðslu með ýmsu móti, — þau hafa fengið rétt til að hafa skattfrjáls happdrætti eða þau hafa notið svipaðra rétt- inda og þetta frumv. gerir ráð fyrir. Um það eru tvö dæmi. Annað snertir að vísu opinberan aðila, Landgræðslusjóð, sem fær skatt af sígarettum. Þar er ekki um frjáls framlög kaupenda að ræða, því að merkin eru sett á vissar tegundir, einmitt þær, sem mest eru keyptar. — Hitt dæmið er um félag, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, sem tekur gjald af eldspýtum, sem að vísu er ekki skylt að greiða. Það hefði að vísu verið skemmtilegra, að um frjálst val væri að ræða í sambandi við gos- drykkina, en athugun mun hafa sýnt, að það yrði erfitt í fram- kvæmd. Styrktarfélag vangefinna En er eðlilegt að veita Styrktar félagi vangefinna hliðstæð rétt- indi og aðrir hafa áður fengið? Ég ræði ekki í þessu sambandi, hvort önnur félög séu jaf rvel að slíkum stuðningi komin. Það greiðir ekki fyrir þeim, enda hafa mál sem þessi yfirleitt verið af- greidd fyrir hvert félag sér í lagi. — Að sjálfsögðu má segja, að samtök þessi séu ung. En það kemur á móti, að ríkisvaldið get- ur haft fullkomið eftirlit með ráð stöfun fjársins og beinlínis er tekið fram í frumv., að fénu megi ekki ráðstafa nema til að koma upp stofnun fyrir vangefið fólk. Þess er og að gæta, að um er að ræða málefni, sem er stórkost- legt þjóðfélagsvandamál og rík- ið ætti að réttu lagi að rækja. Má því telja það formsatriði, hvort féð rennur til ríkisins eða félagsins. Og loks fæ ég ekki séð, að skapað sé hættulegt fordæmi umfram það, sem þegar hefur verið gert. Fordæmið Björn Ólafsson: Það liggur I augum uppi, að hér er um for- dæmi að ræða, sem gerir öllum öðrum félögum, er sinna verkefn- um, sem verða að teljast þjóðfé- lagslega nauðsynleg kleift að krefjast þess að fá tekjur með skattlagningu. Ég nefni sem dæmi félög, er vinna að sjúkra- húsbyggingum, en verkefni þeirra eru vissulega brýn og mik- ilvæg. Að umræðunni Iokinni var frumv. vísað tU 2. umr. og heU- brigðis- og félagsmálanefndar. FRUMVARPIÐ um réttindi vél- stjóra var enn tekið fyrir á fundi neðri deildar Alþingis í gær. Enginn kvaddi sér hljóðs, og var gengið til atkvæða. Breytingatil- lögur sj ávarútvegsnefndar náðu samþykki svo og greinar frumv. með áorðnum breytingum. Fór það síðan til 3. umr. fjölritarar og efni til íjölritunar. I Einkaumboð Finnbogi Kjartansson | Austurstræti 12. — Sími 15544. Þeim, er sýndu mér vináttu á fimmtugsafmæli mínu hinn 30. apríl s.l., sendi ég innilegar þakkir og árnaðar- óskir. Bjarni Benediktsson. Innilega þakka ég öllum skyldum og vandalausum sem glöddu mig með heimsóknum, skeytum og góðum gjöfum og annari vinsemd mér auðsýnda á sjötugsafmæU mínu 5/5. — 58. Guð blessi ykkur öll. Guðm. Gunnarsson, Háagerði 16, Rvík. 10. Hraðskákkeppni HARNARFIRÐI. — Starfsemi Skákfélags Hafnarfjarðar lýkur um sinn með hraðskákkeppni, sem háð verður í Góðtemplara- húsinu n.k. föstudagskvöld kl. 8,30. Er öllum heimil þátttaka, og eru félagsmenn hvattir til að fjöl- menna. Um leið verða verðlaun veitt fyrir skákmót á liðnum vetri, en þau hafa verið með meira móti, því »ð sjaldan hefir verið eins mikil gróska í félaginu og einmitt nú. Áður en hraðskák- mótið hefst verður kaffidrykkja. Geta má þess, að fyrir nokkru er sveitakeppni Bridgefélags Hafnarfjarðar lokið, og bar sveit Jón Guðmundssonar sigur úr býtum. —G. E. góðan leik. Þá ber að nefna Björn Jóhannesson, sem lék Willy Pent ridge. Vakti hann mikla hrifn- ingu áhorfenda og hafði vald á hlutverki sínu frá upphafi til enda. Aðrir leikarar voru: Ósk Guðmundsdóttir (Philips hjúkrunarkona, Kristín Magnús- dóttir (Brent hjúkrunarkona), Ósk Ólafsdóttir, (Systir Jósef- ína), Jóhann Líndal Jóhannsson (Jeffreys læknir), Jóhanna Pét- ursdóttir (Forstöðukonan), Jónat an Ólafsson (Melling), Sigrún Halldórsdóttir (Ungfrú Pierce), Júlíana Magnúsdóttir (Martha Pentridge). Leiktjöldin málaði Kristmund- ur Breiðfjörð. Hafi Bolvíkingar kæra þökk fyrir komuna og fyrir ágæta , skemmtun. G.K. Frjáls framlög Hingað til hefur starfsemi líkn- arfélaga hér eins og annars stað- ar byggzt á frjálsum framlögum almennings, en ekki löghelgaðri skattlagningu eins og frumv. þetta gerir ráð fyrir. Menn munu yfirleitt örlátir á fé til þessara félaga, og það á ekki að neyða almenning með lögum til að láta fé af hendi til líknarstarfsemi. Þess er og að gæta, að mörgum líknarféiögum, sem starfað hafa í áratugi með ágætum árangri, er gert stórlega rangt til, ef þeim er í engu sinnt, meðan nýstofn- uðu félagi, sem að vísu sinnir virðingarverðu hlutverki, en ekki hefur sýnt neinn árangur af starfi sínu, eru afhentar 12—15 millj. króna. Ríkið hefur hingað til aldrei viljað leyfa slíkum félögum að leggja skatt á t.d. áfengi. Ég mun Maðurinn minn og faðir okkar ÞORBJÖRN ÖLAFSSON bóndi, Haraldsstöðum, andaðist 6. maí. Björg Ebenesardóttir og börn. Móðir okkar og tengdamóðir MARGRÉX ÞORVARÐ ARDÓXTIR andaðist í Landsspítalanum mánudaginn 5. maL Elín Brynjólfsdóttir, Magpnús Brynjólfsson, Guðný Guðmundsdóttir. MARlA AMUNDADÖXXIR andaðist að heimili sínu Laugaveg 159A þann 5. þ. m. Pétur Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.