Morgunblaðið - 18.05.1958, Blaðsíða 6
6
M ORCVTUU. AÐlb
Sunnudagur 18. maí 1958*
Haukur Snorrason ritstjóri
Á MORGUN, mánudag, verður
Haukur Snorrason ritstjóri, sem
andaðist í Hamborg laugardag-
inn 10. þ.m. borinn til grafar hér
í Reykjavík. Hann var fæddur á
Flateyri 1. júlí árið 1916. For-
eldrar hans voru Snorri Sigfús-
son skólastjóri og Guðrún Jó-
hannesdóttir fyrri kona hans. Er
hún látin fyrir 11 árum. Árið
1930 fluttust foreldrar Hauks til
Akureyrar, þar sem Snorri Sig-
fússon varð skólastjóri barna-
skólans. Hóf Haukur því fram-
haldsnám þar og lauk gagnfræða-
prófi frá Menntaskólanum árið
1933. Reyndist hann þar ágætur
námsmaður og sóttist nám sitt
mjög vel. Engu að síður réðist
það svo, að hann héldi ekki
áfram námi í Menntaskólanum
heldur færi utan til verzlunar-
náms í Bretlandi. Lauk hann þar
prófi í verzlunarsamvinnuskóla
og kom síðan heim til Akureyrar.
f»ar tók hann til starfa hjá Kaup-
félagi Eyfirðinga. Var hann þar
um skeið gjaldkeri og önnur
hönd framkvæmdastjóra hins
stóra fyrirtækis. Ennfremur ann-
aðist hann fræðslustarfsemi á
vegum kaupfélágsins.
Þá starfaði hann einnig við
heimssýninguna í New York sem
einn af fulltrúum íslands. Mun
hann þá hafa dvalið í Banda-
ríkjunum hátt á annað ár.
★ ★ ★
Blaðamennsku sína hóf Hauk-
ur Snorrason á Akureyri. Var
hann fyrst aðstoðarmaður við rit-
stjórn „Dags“ en síðan ritstjóri
blaðsins um rúman áratug. Bætti
hann blaðið mjög og jók út-
breiðsu þess. Meðan hann átti
heima á Akureyri var hann
einnig um nokkurra ára skeið rit-
stjóri Samvinnunnar.
Árið 1956 fluttist Haukur
hingað til Reykjavíkur og gerðist
annar af ritstjórum Tímans.
Tengdu samstarfsmenn og sam-
herjar miklar vonir við starf
hans, þar, enda var hann afkasta-
mikill blaðamaður, hugkvæmur,
þróttmikill og hlífði sér hvergi
við erli og erfiði blaðamennsk-
unnar.
★ ★ ★
Við Haukur Snorrason vorum
bekkj arbræður í gagnfræðadeiid
Menntaskólans á Akureyri.
Kynni okkar hófust á heimili
--foreldra hans. En ég átti því láni
að fagna að búa þar fyrsta skóla-
vetur minn. Hélst vinátta okkar
æ síðan. Og örlögin höguðu því
þannig að við áttum samleið í
framandi landi síðustu daga lífs
hans. Yfir heimili Snorra
Sigfússonar og frú Guðrúnar var
einkar skemmtilegur blær. Hús-
bændurnir voru báðir prýðilega
gefið og þroskað fólk, músikalsk-
ir, fjölfróðir og aðlaðandi mann-
eskjur. Börn þeirra voru öll
hvert öðru geðþekkgra, greind
og fjörmikil. Minningarnar um
dvölina með þessu góða fólki
verða alltaf bjartar og dýrmætar.
Og einmitt nú, þegar Haukur er
skyndilega horfinn úr hópnum
verða þær einkar nálægar og lif-
andi. Haukur Snorrason var ágæt
lega greindur maður, áhlaupa-
maður að hvaða vinnu sem hann
gekk, ör í skapi, tilfinninganæm-
ur og drengur góður. Hann átti
fjölda áhugamála og hugsjóna,
sem hann barðist fyrir af þeim
áhuga og skaphita, sem var meg-
ineinkenni skapgerðar hans.
Hann var harður baráttumaður
en hann var aldrei ódrengilegur.
Haukur var fríður sínum, fín-
gerður, hvatlegur í hreyfingum
og bauð af sér hinn bezta þokka,
hvar sem hann fór. Hann var
glaðlyndur og hið mesta ljúf-
menni í allri umgengni. Strax í
æ?ku naut hann vinsælda og
trausts meðal skólafélaga sinna.
Haukur Snorrason var kvænt-
ur Elsu Friðfinnsson frá Akur-
eyri, indælli konu og áttu þau 3
mannvænleg börn, Hauk 19 ára,
sem nú er að lesa undir stúdents-
Minningarorð
próf, Hildi 16 ára og Kristínu 7
ára. Hjónaband þeirra Elsu og
Hauks var mjög elskulegt enda
voru þau einkar samhent í öllu.
Var Haukur sérstaklega góður og
umhyggjusamur heimilisfaðir.
Þeir deyja ungir, sem guðirnir
elska, sögðu hinir fornu Róm-
verjar. En sár harmur er nú
kveðinn að konu og börnum
Hauks Snórrasonar, föður, syst-
kinum og öðrum ættingjum hans
og fjölmörgum vinum.
Samstarfsmenn hans sakna
góðs samverkamanns og sam-
herja. Að honum er hinn mesti
mannskaði.
En minningin um góðan dreng
og liðnar gleði- og hamingju-
stundir eru nokkur huggun
harmi gegn. Hljóðlát samúð
mikils fjölda fólks streymir þessa
daga til ástvina Hauks Snorrason
ar.
S. Bj.
Kjörbúð á fsafirði
ÍSAFIRÐI, 16. maí — Á morgun
mun Kaupfélag ísfirðinga opna
nýja kjörbúð, sem jafnframt er
hin fyrsta á Vestfjörðum. Kjör-
búðin er í húsi kaupfélagsins í
miðbænum, búin öllum nýtízku
tækjum — og gólfflötur hennar
er 110 fermetrar. Innrétting búð-
arinnar hófst í janúarlok sl. og
hefur Ágúst Guðmundsson, húsa-
smíðameistari, séð um hana. Raf
hf. annaðist raflagnir, Jón Þórð-
arson múrverkið og Guðmundur
Sæmundsson málun alla. Verzl-
unarstjóri verður Kristinn Krist-
insson. — Guðjón.
Samsýningin í Lista-
mannaskálanum
Aðalfiindur Sjálfstæð-
isfélags ísfirðinga
ÍSAFIRÐI, 14. maí—Sjálfstæðis-
félag ísfirðinga hélt aðalfund
sinn í gær. Formaður félagsins,
Högni Þórðarson, sétti fundinn
og bauð félagsmenn velkomna.
Flutti hann því næst skýrslu um
starf félagsins á s. 1. ári. Kom
í ljós af henni, að félagið hefur
starfað með miklum blóma.
Þá fluttu skýrslur formaður
blaðnefndar, Jón Páll Halldórs-
son og formaður húsnefndar,
Maríus Helgason. Er gert ráð fyr-
ir að gera miklar endurbætur á
húsi félagsins, svo að starfsskil-
yrði sjálfstæðisfélaganna batni
enn.
Þá fór fram stjórnarkosning.
Högni Þórðarson baðst eindregið
undan endurkosningu, en hann
hefur verið formaður í 3 ár. For-
maður var kjörinn Albert K.
Sanders og aðrir í stjórn: Böðvar
Sveinbjörnsson, Grímur Samúels-
son, Jón Halldórsson og Sigurð-
ur Pálss«n.
Húsnefndin var endurkjörin,
en hana skipa: Maríus Helgason,
Jón Bárðarson og Albert K.
Sanders.
í blaðnefnd fyrir blaðið Vest-
urland voru kjörnir: Jón P. Hall-
dórsson, Ásberg Sigurðsson og
Matthías Bjarnason.
Hinn nýkjörni formaður tók
næst til máls. Þakkaði hann frá-
farandi formanni ágæt störf.
Matthías Bjarnason ræddi næst
um stjórnmálaviðhorfið og hvatti
ísfirzka sjálfstæðismenn til
starfa..
Að lokum var sýnd kvikmynd.
Fundurinn var fjölmennur.
—G. K.
ÞAÐ er orðið æði langt síðan að
myndlistarfélögin hafa efnt til
samsýningar, allt of langt. Það
fyrsta sem auga áhorfandans
staðnæmist við er höggmynd af
Ásgrími Jónssyni eftir lærisvein
hans, Sigurjón Ólafsson. Hún á
að minna á það, að frumherjinn
er að vísu horfinn úr hópnum,
en ekki gleymdur. Verk hans
munu lifa og ung kynslóð sækja
þangað upprunalegan kynngi-
kraft og þá heilbrigðú starfsgleði
meistarans, sem var svo sann-
færandi og uppörvandi.
Þegar sýningargesturinn er
kominn nokkur skref inn í sal-
inn nemur hann staðar andspæn-
is stórfenglegri sjón: Beint fyrir
framan hann er eitt af rismestu
Fyrri grein
og voldugustu verkum Ásmund-
ar Sveinssonar, Religion. — Á
vinstri hönd Schevingsmynd,
Menn að draga línu, og til hægri
þrjár kompositionir eftir Þorvald
Skúlason. Þessi fimm verk skera
sig mjög úr á sýningunni og virð
ist vera með þeim nokkur and-
legur skyldleiki. Þau eru ákveð-
in og hrein í byggingu eins og
klassísk tónverk, og erindi þeirra
við okkur er ekki fólgið í því
einu að gleðja litaskyn augans,
heldur streymir inn í okkur sá
kraftur, sem listaverkið er hlaðið
af og kristalíserast í taugum okk-
ar og hugheimi, líkt og fossinn,
sem skyndilega er breytt í glatt
ljós og hreyfiafl, sem ber okk-
ur um láð og lög í átt til meiri
hamingju. Hér er ekkert hik,
engin tilfinningavella eða róman-
tík af lágum stigum, allt er hér
stórt og upphafið, þó hreinar
staðreyndir eins og sólin, kross-
inn, hafið og jörðin. Religion Ás-
mundar er surrealistiskt verk í
beztu merkingu orðsins. 1 hend-
ur takast heiðnir trúarsiðir og há-
kristinn átrúnaður, og myndin er
gerð úr mörgum óskyldum efn-
shrit'ar ur
daglega lifinu
VELVAKANDI skrapp fyrir
nokkrum dögum s'.iður í
Háskóla, en þar standa nú yfir
próf. Hafði honum dottið í hu.g,
að e. t- v. hefðu menn gaman
af að sjá, hvaða verkefni það
eru, sem glímt er við þarna suð-
ur á Melunum þessa dagana. Tók
hann því piófstjóra skcians, dr.
Steingrím J. Þorsteinsson próf-
essor tali og fékk hjá hor.um
ýmsar fróðlegar upplýsingar.
Prófin í Háskólanum eru ýmist
skrifleg, munnleg eða verkleg.
Skriflegu prófin í vor eru alls 70.
Úrlausnirnar verða alls 550, svo
að meðaltali taka tæplega átta
manns hvert próf. Velvakandi
skoðaði skýrslu yfir skriflegu
prófin, og er þar um margar
greinar að ræða: gamlatestament
isfræði, tannfyllingu verðlagn-
ingu lyfja. reísirétt, málfræði,
teiknun og burðarþolsfræði, svo
að einhverjar séu nefndar. Flest
skriflegu prófin standa í 6 klukKu
stundir, nokkur í fjórar og eitt
í þrjár. Það er mikú raun að sítja
í prófi frá kl. 9 á morgnana til
ki. 3 á daginn, þót.i leyft sé, að
menn hafi með sér brauðsneið og
kaffi á brúsa.
En lítum nú á nckkur verk-
efni. í skriflegu profi í trúfræði
í guðfræðideild átti að gera gréin
fyrir hugtakinu ,,monogenos
hyios“, — en það útleggst: ein-
getinn sonur. í skriflegri læknis-
fræði var verkefnið: höfuðverk-
ur, orsakir, greining og meðferð.
í uppeldisfræði átti að skrifa um
myndugleika kennarans, áhrif
hans og takmarkanir og einnig
átti að skýra hugtökin greind og
hæfileiki. í kandídatsprófi í ís-
lenzkum fræðum er m. a. tekið
próf í bókmenntasögu.
Verkefnin í því voru þessi:
1. Hvaða Eddukvæði fjalla emk-
um um Óðin?
2. Nefnið þau Eddukvæði, þar
sem Guðrún Gjúkadóttir kem-
ur verulega við sögu.
3. Teljið upp íslenzka sagnritara
á 12. öld, þá sem kunnir eru
að nafni.
4. Nefnið nokkrar norskar þýð-
ingar af riddarasögum.
5. Nefnið 12 af helztu skáldum á
17. öld.
7. Nefnið þau erlend skáld, sem
höfðu mest áhrif á kveðskap
Eggerts Ólafssonar, Bjarna
Thorarensens.
8. Nefnið merkustu bækur, sem
út komu á árunum 1880—1884.
9. Nefnið helztu andstöðuein-
kenni rómantískrar stefnu og
raunsæisstefnu.
Auk þess áttu þeir, sem prófí ‘
tóku, að fást við 8 vísur ortai „
ýmsum tímum, og loks að skrifa
ritgerð um fornaldarsögur Norð-
urlanda.
Velvakandi hefur einnig fyrir
framan sig prófverkefni i burð-
arþolsfræði í verkfræðideild. Þat
eru myndir af ýmsum grindum.
og bitum og talað um vagna, sem
renna eftir bitunum. Vagnarnir
eru þá gjarnan á 4 öxlum og sagt
er, hve langt sé á milli öxlanna
og hvað öxlaþrýstingurinn sé mik
ill. Eftir þessu á síðan að reikna
ýmiss konar flókin atriði út, sem
Velvakandi treystir sér alls ekki
til að útskýra nánar.
f refsirétti skyldi m. a. skrifað
um eignaupptöku og í þjóðhag-
fræði var prófverkefnið um mál,
sem ýmsir munu hafa veít fyrir
sér hina síðustu daga: „Hverjar
eru forsendur þess, að of mikil
fjárfesting orsaki verðbólgu og
jafnvægisleysi í efnahagsmálum
og hvaða leiðir koma til greina
til þess að fyrirbyggja slíkt?
um. Frá sól og krossi stafar hvetj-
andi geislum yfir stafninn á
farkosti mannkynsins og önd-
vegissúlurnar vísa veginn til fyr-
irheitna landsins. Tré, stál og
gljámálmar er svo meistaralega
samhæft að öll guðsbörn, heiðin
sem kristin, eiga samleið með
þessu fari. Þó er þetta mikla verk
Ásmundar fremur árangur leitar
að trú en sprottið af djúpri trúar-
þörf. Mynd Schevings, Menn að
draga línu, er fábreytilegri í lit-
um en ýmsar aðrar stærstu
myndir hans, en listamaðurinn
veit vel hvað hann syngur.
Myndin er samþjöppuð, allt efni
hennar samstillt eins og voldug-
ur kór, sem lýtur einum tón-
sprota, ekkert til að sýnast eða
vekja augnabliks gleði. En sá,
sem á kost á að vera með mynd-
inni um stund, leitar fljótt bak
við hrjúfa sjóstakkana og kemst
að raun um að þetta er ekki bara
mynd af mönnum að draga línu,
heldur eru hér hinar hljóðlátu
hetjur þjóðanna að verki, menn-
irnir, sem hafa örlög þeirra i
hendi sér. Á hvössum ögnlinum
er ekki steinbítur heldur lífs-
björg heillar þjóðar, og hafið er
veraldarhafið með hæðum og
dölum, sem ekki lætur sér nægia
að gleypa eitt bátkrýli, heldur
ógnar með því að svelgja allt
kvikt á sjó og landi, ef slakað er
á klónni eða sofnað á vaktinni.
Það er mjög algengt að sjá í dóm
um um myndlist að allt hafi verið
fjarlægt af myndfletinum, sem
ekki átti þangað brýnt erindi, og
þar hefur margt verið ofsagt, en
hér eiga þessi orð við. Allt þjónar
hér einu marki, samræmdu
átaki huga, hjarta og tauga. Eins
og Björn í Brekkukoti, sem
skáldið nefnir venjulega grá-
sleppukarl, er í augum okkar
heimsfulltrúi fyrir mannlega hag-
sýni, greind og skýrleik í hugs-
un, ofar allri reikningsfræði, í-
mynd hins algilda heiðarleika of-
ar öllum lögum, og þeirrar mildi
og manngöfgi, sem er meiri öll-
um heimsins trúarsetningum, svo
eru hinir veðurbitnu fiskimenn
Schevings í augum okkar, sem
átt höfum þá lengi að persónu-
legum vinum, Óskeikulir fulltrú-
ar þess djarfhuga, sem engar
hættur bíta á, þess einfaldleika
hjartans og fróms hugar, sem er
æðra öllum mannaverkum og
þeirrar tignar, sem býr í hvítum
og bláum fjallatindum. Og Reli-
gion Ásmundar Sveinsson/.r vísar
veginn. Trúarþörfin er eflaust
sterkasta ástriða mannsins og sú
tilfinning, sem veitir honum að
jafnaði varanlegasta og dýpsta
hamingju, og kannske aldrei frem
ur en nú, og ekki hef ég séð mót-
aða í listaverk fegurri hugmynd
en að sameina sólina og krossinn
til þess að lýsa upp leiðina til
framtíðarlandsins.
Gagnvart málverkum Þorvald-
ar Ski'1-----:?r finn ég til nokk-
-rkenndar í svip-
mn. Ég sé að vísu mjög greini-
lega skyldleika með verkum þess-
ara þriggja manna, en á erfitt
með að gera mér grein fyrir því
í hverju hann liggur eða frá
hverjum þeirra upptökin eru, en
sennilega eru þar bæði að verki
víxláhrif samtíðarmanna og ef til
vill að einhverju leyti lik við-
horf til lífs og listar. Handtök
þeirra allra eru mjög hiklaus og
stjórnast af heilsteyptum vilja og
heildaráhrif hverrar myndar
kveikja með áhorfandanum
ósæknar tilfinningar, sem segja
greinilega til um áhrifamátt verk-
anna. í þessum abstraktmyndum
Þorvaldar finnst mér ég nú á ný
skynja þau skýru einkenni, sem
enn leita á hug minn frá 10—15
ára gömlum sýningum hans, og
eru nú mögnuð þroskaðri sjón og
tækni. Hér liggja að baki misk-
unnarlausar ákvarðanir og mikl-
ar þjáningar og vonandi áfram-
haldandi stórsigrar.
R. J.