Morgunblaðið - 18.05.1958, Page 12

Morgunblaðið - 18.05.1958, Page 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. maí 1958 TTtg.: H.í. Arvakur, ReykjavBc. Framkvæmdastjóri: bigíus Jónsson. AðaU'itstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Augiýsmgar: Arni Garðar Kristmsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýs.'ngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr. 30.00 á mánuðí innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. NÚ KOMA ÁBYRGÐARLEYSIÐ OG SVIKIN ÞEIM I KOLL UMRÆÐUR um efnahags- málin á Alþingi undan- farna daga hafa vissu- lega verið lærdómsríkar. Stjórnaðarliðið hefur staðið þar uppi rökþrota með frumvarps- óskapnað sinn, sem brýtur í bága við allar fyrri yfirlýsingar þess um „varanleg úrraeði" þess og nærtæk snjallræði og töfrabrögð, sem leyst gætu allan vanda. Það er fáránlegt, að heyra leiðtoga vinstri stjórnarinnar tala eins og þeir hafi alltaf komið fram af ábyrgðartilfinningi og skilningi á á þjóðarhagsmunum í sambanii við efnahagsmál þjóðarinnar. Allir hugsandi fslendingar vita, að það voru einmitt kommúnist- ar og Alþýðuflokksmenn, sem brutu niður jafnvægisráðstafanir þær, sem fyrrverandi ríkisstjórn- ir gerðu í fjárhagsmálunum. Og Framsóknarflokkurinn launaði það atferli með því að taka skemmdarverkamennina í ríkis- stjórn. Undirstaða vandamálanna nú Sjálfstæðismenn hafa í ræðum sínum um hinar gífurlegu nýju skatta og tollaálögur vinstri stjórnarinnar rætt vandamál efnahagslífsins á breiðum grund- veli, rakið þróun efnahagsmál- anna á undanförnum árum og sýnt fram á. hvernig það öng- þveitisástand hefur skapast, sem ríkir í þeim í dag. Ólafur Björnsson benti m.a. á það í ræðu sinni, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði ekki hikað við það haustið 1949, þegar vand- ræðaástand hafði skapazt í efna- hagsmálunum, að kryfja vanda- málin til mergjar og leggja fram tillögur um víðtækar jafnvægis og viðreisnarráðstafanir. Fram- sóknarflokkurinn hefði síðan tek ið þátt í að framkvæma þær. Ólafur Björnsson komst síðan að orði á þessa leið: „Með þessu tókst um stund að halda meira jafnvægi í efnahags- málum landsins en verið hafði alit frá árinu 1929. Vísitalan breyttist til dæmis ekki frá októ- ber 1952 þar til í maí 1955. Stjórnarandstæðingar börðust með hnúum og hnefum gegn ráð- stöfununum 1955 og bátagjaldeyr inum. Þeir töldu þessar ráðstaf- anir allsendis óþarfar og kváðu sig geta leyst málin með því að leita nýrra markaðar, auka út- flutningsframleiðsluna og leggja byrgðar á breiðu bökin. Hámark ábyrgðarleysisins var verkfallið 1955, og slíkt var þá giftuleysi Alþýðufloks- ins að hann léði komúnistum fylgi til þess. Sú verðbólga, sem fylgdi í kjöfar verkfalls- ins, er undirstaða vandamál- anna, sem nú er við að glíma“, sagði Ólafur Björnsson. Og hann bætti við síðar í ræðu sinni: „En ef til vill hefur versta afleiðing verkfallsins 1955 verið sú, að menn fóru að ræða um verkföll sem tæki til að hafa áhrif á þróun þjóðmálanna. Er það vissulega hættulegt, ef fram leiðslustöðvun á að vera tæki í þjóðmálabaráttunni en ekki að- eins tæki í kjaradeilum stétta.“ Ólafur Björnsson hitti hér naglann á höfuðið. Kommúnistar notuðu nýfengin völd sín í Al- þýðusambandi íslands árið 1955 til þess að koma af stað nýrri verðbólguskriðu og eyðileggja þær jafnvægisráðstafanir, sem Sjálfstæðismenn höfðu haft for- ystu um. Framsóknarmenn töldu það samræmast þjóðarhagsmun- um bezt, að verðlauna þetta fram ferði kommúnista með því að taka þá í ríkisstjórn! Brutu niður varnargarðana Björn Ólafsson benti á það í sinni ræðu, að frumvarp vinstri stjórnarinnar leiddi til meiri eyðslu hjá ríkinu og hefði þar af leiðandi í för með sér meiri verð- bólgu, nýtt kapphlaup milli kaup gjalds og verðlags. Með hinum gífurlegu skattaálögum væri ríkisvaldið enn að auka kröfur sínar á hendur borgurunum. Hann minntist síðan nokkuð á at- ferli kommúnista og Alþýðu- flokksmanna á undanförnum ár- um og komst þá að orði á þessa leið: „Þessir sömu menn, sem 1955 brutu niður varnargarða, er staðið höfðu óhaggaðir í 3 ár gegn flóðbylgju dýrtíðarinnar, eru nú að heimta þann skatt af almenningi, sem þeir sjálfir telja að þurfi nú að greiðast, til þess að stöðva þá hættulegu öfugþró- un, sem þeir hafa sjálfir leyst úr læðingi með áróðri sínum og blekkingum. Þegar svo ekki verður umflúið, vegna lífsafkomu þjóðarinnar, að snúast til varnar, er blekkingun um haldið áfram með því að telja þjóðinni trú um, að hún þurfi engu að fórna til að koma efna- hagsmálum sínum á heilbrigðan grundvöll. Leiðin til farsællar efnahagssamvinnu þjóðfélags- stéttanna er ekki sú að blekkja þjóðina í aðalvandamálum henn- ar“, sagði Björn Ólafsson. Öll fyrirheit svikin En það er einmitt það, sem flokkar vinstri stjórnarinnar hafa gert. Þeir sögðu þjóðinni að þeir ættu varanleg úrræði ti lausnar efnahagsvandamálunum. En þeg- ar á átti að herða, fundust þessi úrræði hvergi. Öll fyrirheitin um „nýjar leiðir“ voru svikin. Og nú leggur vinstri stjórnin 790 millj- ón króna nýjar álögur á þjóðina og hrindir með því af stað nýrri, stórfelldri dýrtíðaröldu. Algjör upplausn og uppgjöf blasir við. Sjálfstæðismenn hikuðu ekki við að segja þjóðinni sannleik- ann um ástand efnahagsmála hennar, þegar þeir fóru með völd. Þeir hikuðu heldur ekki við að leggja fram tillögur um víðtæk- ar viðreisnarráðstafanir. En þeir hafa aldrei lofað þjóðinni því að leysa efnahagsmál hennar með töfrabrögðum eða „varanlegum úrræðum" í eitt skipti fyrir öll. Franskir blaðaljósmyndarar eiga ekki sjö dagana sæla, meðan á stjórnarkreppu stendur, og stjórnarkreppurnar hafa verið ærið tíðar og margar frá stríðslokum. Heita má, að stjórn- arkreppur eyðileggi heimilislíf þeirra. Eiginkonurnar sjá þeim aðeins bregða fyrir, og börnin kannast varla við feður sína, þegar ósköpin eru loks um garð gengin. Allan sólarhringinn bíða þeir átekta í forsölum franskra stjórnarbygginga eftir fréttinni um það hverjum hafi nú loksins tekiztað mynda stjórn. Ekki er að undra, þó að svipurinn á andliti þessara framherja í blaðamennsk- unni beri vott um þreytu og lífsleiða. Átökin milli stjórnarhmar og stjórnarandstæð inga i Líbanon virðast ekkl ætla að verða enda- slepp. Margir hafa látið lífið í óeirðum víðs vegar um landið, m. a. í höfuðborginni Beirut, en myndin hér að ofan er þaðan. Beirut er mikill ferðamannabær og hefir hlotið nafnið „Monte Carlo Arabaríkjanna". Nú er vor í Líbanon, og allur gróður í sinum fegursta blóma. Sýrlenzkir ferðamenn hafa löngum þyrpzt til Beirut til að njóta þar lífsins, og munu þeir ekki vera hrifnir af því, að stjórnarvörd í Líbanon hafa nú látið loka landamærum Sýrlands og Líbanons. Sagl er, að Sýrlendingar tali um Beirut eins og Lundúnabúar um París: — Andstyggileg ósiðsemi veð ur uppi í þessari borg! En til allrar hamingju er stutt að fara þangað! Soraya, fyrrverandi keisaradrottning í Iran, dvelst nú á Bermúdaeyjum og reynir að gleyma raun- um sínum. Móðir hennar og bróðir dveljast með henni í glæsilegum sumarbústað við fagra vík. Þau farartæki, sem mest eru í tízku og hagkvæmust þykja á Bermúda í ár, eru skellinöðrur, og jafnvel keisaraynjur laga sig að þeirri tízku eins og myndin sýnir. Bróðir Sorayu, Bitjan, heldur við skellinöðruna, meðan Soraya æfir sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.