Morgunblaðið - 18.05.1958, Side 20

Morgunblaðið - 18.05.1958, Side 20
20 MORGVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 18. maí 1958 Þögnin ríkti þung og þjakandi umhverfis þau og milli þeirra, unz Joan fann hana eins og eitt- hvað illt og fjandsamlegt. Niðri á miðþiljunum lék hljómsveitin stöðugt. Hún hafði ímyndað sér að hún myndi dansa við hann í tunglsskininu, en aldrei hafði hana langað minna til þess að dansa, en einmitt á þessari stundu. Seint og siðarmeir sneri hann sér að henni og svo kom spurn- ingin: „Hvað sagði Marie þér, áður en hún dó?“ Joan kipptist við, þegar þetta naín hljómaði einu sinni enn í eyrum hennar. , Marie sagði mér ekki neitt“, svoraði hún hljómlausri röddu ejr sá það um leið á svip hans, að hann trúði henm ekki. „Þið voruð þó mjög nánar vir— konur“. Joan hafði snúið sér frá hon- um og horfði út á sjóinn. Augu hennar fylltust tárum. Hún kærði sig ekki um að ræða dauða Marie, sem hún vissi alls eKkert um „Ég var ekki neinn trúnaðar- vinur hennaf". „Hún skrifaði þér þó bréf“. Joan kreppti hendurnar. Þetta bréf hafði hún heyrt nefnt áður. Marie hafði skrifað Lisette bréf, en aðeins umslagið hafði fundizt. „Ég hef ekki fundið neitt bréf“. „Marie sagði mér sjálf frá því“. „Trúirðu ekki því, sem ég segi?“ „Ég veit það naumast sjálfur. Þú varst mjög hrædd um það ieyti“. „Það er nú liðið meira en ár síðan. Óttinn frá þeim fíma hefur horfið“. „Er það nú alveg satt?“ Svarið var ekki nein spurn- ing, heidur öllu fremur fullyrð- ing um það að hún lygi. Hann vissi alveg eins vel, eða betur en hún, að dauði Marie, orsök hans og eftirköst, voru ennþá óieyst vandamál. „Baðstu mig að koma hingað upp i kvöld, til þess eins að tala um dauða Marie Gallons?“, spurði hún. „Ekki eingöngu til þess, en þú veizt sjálfsagt að vinátta okkar var mjög náin?“ „Já, ég hef heyrt svo sagt“, sagði hún kuldalega, svo að hann gat ekki varizt því að brosa. „Þú ætlar þó ekki að leika af- brýðisama manneskju. Hafirðu verið ,að, þá hefðurðu fljótt sigr- azt á henni“. „Nú, svo þú heldur það ... “ Hún varð kafrjóð í framan af reiði — „Svo þú heldur að ég sé stúlka sem auðvelt sé að ... “ „Ég vil ekki heyra svona vit- leysu“. Nú var hann líka reiður. „Farðu með Stíg og stelpuna inn í bakherbergið", sagði Rík- arður. „Eg ákveð síðar, hvað við þau skuli gert“. Magnús hafði — „Þú veizt að mér hefur alltaf geðjazt mjög vel að þér“. „En þú tókst Marie fram yfir mig“. „Það er nú ekki alls kostar rétt. Þú hefur líklega ekki gleymt því hvað þú varst stillt og fáskiptin í þá daga? Það leit næstum út fyrir að þú værir hrædd við mig — eða þér hefur kannske bara þótt ég svona leið- inlegur?“ > Hann lagði alveg sérstaka áherslu á „í þá daga“ og brosið varð svo háðslegt að það verkaði sem móðgun. Reiðin sauð í Joan, en það var jú Lisette en ekki hún sjálf sem hér átti hlut að máli, svo að hún vissi naumast hverju hún ætti að svara. Hann lagði höndina yfir hönd hennar, sem hvíldi á borðstokkn- um. — „Þú mátt ekki vera reið við mig Lisette. — Auðvitað hafð ir þú leyfi til að skemmta þér á þann hátt sem þú helzt kaust sjálf. Þú varst ung og lífsglöð. Söngvarinn í danshljómsveitinni hafði bæði fallega og tælandi rödd. Þú ert ekki fyrsta konan sem fellur fyrir karlmanni vegna raddar hans“. Hér fékk Joan alveg nýjar upp lýsingar um Lisette. Hún þagði og vonaði að hún fengi meira að vita. Hún vildi vita eins mikið og mögulegt væri um systurina og hátterni hennar í ferðinni með Fleurie. „Heldurðu að það hafi aðeins verið rödd hans sem hreif mig“?, neyddist hún til að spyrja, þegar hann þagði. „Það held ég hljóti að' hafa ver- ið“, sagði hann brosandi. — „Því að náunginn var alls ekki neitt geðslegur í sjón með þetta síða, rytjulega hár og stóra örið. Kannske hefur hann haft eitt- hvað sér til ágætis umfram rödd- ina. Þú varst a.m.k. alveg berg numin“. „Var ekki líka eitthvað milli þín og vélstjórans?" spurði hann, þegar hún svaraði ekki. „Maður á aldrei að hlusta á slúðursögur. Það hélt ég að engir prúðir og siðaðir menn gerðu“, sagði hún og hann hló. ,„0, víst gera þeir það nú . . . og svo er það líka mjög mikið vafamál, hvort ég geti talizt i þeirra hóp. Hafa engir varað þig við mér? Þá áttu bara eftir að fá aðvaranirnar. Ég hefi nefnilega ekki sérlega gott orð á mér“. „Maður gæti næstum haldið að þú værir að stæra þig af því“, sagði hún með ískulda. Hann horfði á hana með rann- sakandi svip. — „Þú hefur breytzf mikið“, sagði hann að lok um. — „Þú ert allt öðru vísi en ég hélt, Lisette“. „Jæja, finnst þér það“. að vísu viljað jafna betur um Stíg, en hlýddi skipun húsbónda síns og hratt honum inn í bak- herbergið. — „Þú vildir kannski „Hvernig hélztu þá að ég væri?“ Hann hugsaði sig um langa stund: — ,.Ég vil helzt ekki segja það“. „Ég vildi mjög gjarnan fá að heyra það“. Hann yppti öxlum. — „Dálítið léttúðug og ekki alltof vel gefin“. „Og þér finnst ég sem sagt ekki vera ,að?“ „Nei, nú finnst mér þú vera allt öðru vísi . . . og það er það, sem ruglar mig gersamlega í riminu. Þíj virðist vera heiðarlegri og þroskaðri, en ég hafði álitið þig vera. Og hvað skynseminni við- kemur, þá er ekkert að henni að finna. Þú stendur fast og öruggt á þínum fallegu fótum og lætur ekki hnikast fyrr en í fulla hnefana”. „Ég andmælti ekki, þegar þú kysstir mig“. „Eigum við nú að fara að tala um það aftur. Það var gremju- legur blær á rödd hans. — „Ég kyssti þig vegna þess að mig lang aði til þess. Þú varst svo falleg og tælandi. Þú varst eins og . . . eins og eitthvað sem mig hafði dreymt um. Hver ungur maður lætur sig dreyma um stúlkuna sína, eins og hann vill að hún sé. En það er mjög sjaldgæft að hann finni hana í hinu raunveru lega lífi. Þegar þú komst áðan, varstu alls ekki Lisette, heldur draumastúlkan mín . . . Þetta get- urðu sjálfsagt ekki skilið". „Og nú er ég aftur — Lisette?" „Já, nú ertu Lisette, en Lisette sem er allt öðru visi en ég hafði talið hann vera ... Mér geðjast betur að hinni nýju Lisette. . .“ Hann snerti aftur hönd hennar. — „Geðjast þér ekki líka vel að mér?“ „Það veit ég ekki. . .“ Hún dró til sín hendina. „Þú ert þó ekki reið við mig?“ „Nei“. Hvort henni geðjaðist vel að honum? Það var undarleg spurn- ing. Manni geðjaðist vel að Hal, sem hún hafði umgengizt mikið í London, vegna þess að hann var ærlegur og viðmótsgóður. Maður gat alveg lesið hann niður í kjöl- inn, en þannig var Ron ekki. „Ég er heldur ekki viss um að mér geðjist vel að þér“, sagði Ron. „Það var ekki af þeim til- finningum sem ég kyssti þig. Ég held að við ættum að reyna að kynnast hvort öðru dálítið betur. Er þér það nokuð á móti skapi?“ „Nei“, svaraði hún eftir stund- arþögn. Þegar Joan gekk aftur til káetu sinnar var henni léttara í skapi en nokkru sinni áður, frá því er hún steig á skipsfjJl. Þetta hafði verið undarlegt kvöld, sem hafði látið tilfinningalíf hennar reyna öll tegund geðbrigða, allt segja samhengið í þessu?“ spurði Dídí undrandi. — „Já, Dídí“ sagði Stigur, „ ég heiti Stígur Vagns- son eins og Markús hélt fram. frá reiði og örvæntingu til dýpstu gleði og hamingju. Og því hafði lokið við vináttusamningi milli hennar og Rons. Hún var glöð. Það var vor, bæði umhverfis hana og innra með henni sjálfri. Hún gladdist yfir því að hún skyldi hafa farið þessa ferð, jafnvel þótt henni væri ógnað með hættum. Kannske var engin ástæða til ótta. Hræðsla Lisette gat stafað af því að með skipinu var maður, sem hafði verið helzt til góður vinur hennar, en hún vildi nú slíta öllu sambandi við. Það hafði gert hana móðursjúka og taugaóstyrka. Og dauði Marie Gallon hafði eflaust verið rétt og slétt slys, sem orðrómur og kviksögur klæddu svo í alveg nýjan búning. Þegar öllu var á botninn hvolft, þá var það aðeins frú Leishman ein, sem hafði beinlínis ógnað Joan og hvað ætti hún sosum að geta gert henni? Ef hún yrði of frek og áleitin, þá gæti Joan allt- af farið á fund skipstjórans og sagt horiúm allan sannleikann. Um leið og hún lauk upp káetu hurðinni, greip sami óttinn hana aftur. Það var myrkur í fitla klefarium, en það var ein- hver inni í honum. Joan sá glóð- ina í vindlingi. „Lokaðu dyrunum, svo að ég geti kveikt ljós“, sagði karlmanns rödd í myrkrinu. Það var vélameistarinn Jean Collet, sem talaði — vinur Lis- ette, sem kvöldið áður hafði um- turnað öllu í töskunum hennar. Þegar hann heyrði að slánni var skotið fyrir hurðina kveikti hann á loftljósinu. Hann sat á þilrékkjunni. Rauða hárið stóð úti í loftið, eins og hann hefði verið að ýfa það með fingrunum og hann leit til hennar fýldur á svip. „Þetta tók meiri tírnann", urr- aði hann. Joan stóð kyrr og hallaði bak- inu að dyrastafnum: — „Kemur það yður eitthvað við?,“, spurði hún. „Það getur vel skeð“, hreytti hann út úr sér. „Þér gleymið því víst að ég er ekki Lisette. Ég hefi ekkert haft saman við yður að sælda og mun ekki hafa“. „Því miður getur það verið satt og það ergir mig meira en orð fá lýst. .“ Gráu augun horfðu athugul og áleitin á hana og eng- inn minnsti blettur á líkama hennar fór framhjá þeirri athug- unarlaust. — „Eins og ég sagði í gær“, hélt hann áfram. — „Þá eruð þér jafnsnotur og systir yðar, en þér hafið meira bein í nefi en hún. „Viljið þér ekki gera svo vel að spara yður það ómak að þylja þessar hugleiðingar yfir mér. Ég hlusta hvort eð er ekki á yður“, sagði hún kuldalega. „Það er erfitt. Ég er Frakki, en ég skal reyna að hegða mér sómasamlega“. Hann brosti góðlátlegu afsök- unarbrosi og hún gat ekki verið reið við hann. „Þá ættuð þér að halda yður sem fjærst káetu minni“, sagði hún. „Hvar ættum við þá að tala saman?“ En ég breytti u mnafn og gerðist félagi skinnaþjófanna af gildri ástæðu“. „Það eru svo margir aðrir stað ir á skipinu". „Já, eins og t.d. bátaþil- farið. . .“ Hann leit hvasst á hana og það lék hæðnisbros um varir hans. — „Þér hafið ekkert á móti því að hitta menn að máli þar uppi, skilst mér“. Joan fann hvernig blóðið streymdí henni til höfuðs og reið in blossaði skyndilega upp í henni „Hafið þér verið að njósna um mig?“ „Það er nú kannske fullmikið sagt, en ég hefi leyft mér að gefa yður gætur svona stundum og ég hefi sannfærzt um það. að þér eruð á margan hátt næstum alveg eins og Lisette. Þér hafið bara hafnað mér, en kosið ann- an“. Joan gekk út að kýrauganu, til þess að hann sæi ekki roðann sem breiddist um kinnarnar á henni. Orð hans komu eins og reiðarslag yfir hana, en hún hafði engan rétt til þess að reiðast. Hún hafði gengið beint í faðm Rons, vegna þess að henni fannst það svo eðlilegt. Það var alls ekki neitt venjulegt lauslæti eða dað- ur frá hennar hálfu. En auðvitað gæti hún ekki fengið þennan ókunnuga mann til að trúa því, þegar hún átti jafnvel sjálf erfitt með að skilja það. „Þér megið samt ómögulega halda að ég sé afbrýðisamur sagði Jean Collet. — „Ég er alls ekki móðgaður yfir því þótt þér velduð annan en mig til stefnu- móta. En ég vildi óska þess að það hefði verið ég, því að ég er ekki nema venjulegur breyskur karlmaður. . .“ Hann brosti sem snöggvSst, en varð strax alvar- legur aftur. — „Þér ættuð ekki að hætta yður allt of langt með Ron Cortes. Þér ættuð að vera mjög varkár, cherie". aiUtvarpiö Sunnudugur 18. maí: 9 30 Fréttir og morguntónleikar (10.10 Veðurfregnir). 11.00 Messa í Hallgrímskirkju (Préstur: Séra Sigurjón Þ. Árnason. Organleik- ari: Páll Halldórsson). 12.15 Há degisútvarp. 13.15 „Spurt og spjallað“: Umræðufundurinn „Þú eða þér“ 'éndurtekinn. Stjórnandi Sig. Magnússon fulltrúi. 15.00 Miðdegistónleikar (plötur). 16.00 Kaffitíminn: a) Jan Mórávek og félagar hans leika. b) (16.30 Veðurfr..). — „Á Volgubökkum": Guy Luypartes og hljómsveit hans leika vinsæl rússnesk lög. 17.00 „Sunnudagslögiri*. 18.30 Barna- tími (Helga og Hulda Valtýsdæt- ur): a) Leikrit: „Stóllinn hennar ön.mu“. — Leikstjóri Helgi Skúla- son. b) Upplestur og tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleik ar: Frægir trompetleikarar leika vinsæl lög (pl.). 19.45 Auglýsing ar og fréttir. 20.20 Hljómsveit Rík isútvarpsins leikur. Stjórnandi Hans-Joachim Wunderlich. 20.45 Frá bókmenntakynningu stúd- entaráðs 27. f.m.: Verk Magnúsar Ásgeirssonar skálds. a) Erindi (Séra Sigurður Einarsson í Holti) b) Upplestur úr verkum skálds- ins (Gerður Hjörleifsdóttir, Bald vin Halldórsson, Kristinn Krist- mundsson og Ævar Kvaran. 22.05 Danslög (pl.) 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 19. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 13.15 Búnaðarþáttur: Um menn- ingaratriði í bústörfum (Jónaa Pétursson tilraunastjóri á Skriðu klaustri). 19.30 Tónleikar: Lög úr kvikmyndum (plötur). 20.30 Um daginn og veginn (Loftur Guð- mundsson rith.). 20.50 Einsöngur Kristinn Hallsson syngur; Fritz Weisshappel leikur undir á píanó. 21.10 Skáldið og ljóðið: Jón úr Vör (Knútur Bruun stud. jur. og Njörður Njarðvík stud. mag. sjá um þáttinn). 21.35 Tónleikar. (pl.). 22.10 Erindi: Fljúgandi diskar (Skúli Skúlasori skrifstofu maður. 22.30 Kammertónleikar (plötur). 23.10 Dagskrárlok. a r l ú ó YES, DEEDEE.../VW . NAME IS STAN WARREN, , AS MARK TRAILTOLD VOU ...I CHANGED MY NAME AND JOINED THE FUR THCVES FOR A VERY GOOD RbASON /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.