Morgunblaðið - 19.06.1958, Síða 6

Morgunblaðið - 19.06.1958, Síða 6
6 MUKGUI\ULAOIO Fimmtudagur 19. júní 1958 Nokkrir þátttakendur í norræna blaðamótinu og gestir. Myndin var tekin í Alþingishússgarðinum 17. júní —Ljósm. V. Sigurgeirss. Frd norræna blaðamótinu: Löggjöfin má ekki koma í veg fyr- ir, að blöðin geti rækt hlutverk sitt Valtýr Stefánsson og Carsten Nielsen. — Nielsen ávarpaði Valtý og mótsfólkið hyllti manninn, sem verið hefur ritstjóri Morgunbiaðsins í 34 ár. Valtýr Stefdnsson hylltur FUNDUM á ellefta norræna blaða mótinu var haldið áfram fyrir hádegi í fyrradag. Voru þá haldin tvö erindi. í gær voru tvö síðustu erindin fiutt, tillögur til sam- þykkta afgreiddar og umræðum á mótinu þar með lokið. í dag og á morgun ferðast þátttakend- ur um Suður- og Vesturland. Fyr irlestrarnir fjölluðu um „vernd heimilda blaðamanna", „sjálf- stæði blaðamannanna", „neyt- endaleiðbeiningar og upplýsinga- áróður“ og Ioks „höfundarrétt að blaðaefni". Miklar umræður urðu um öll erindin. Samþykktir voru gerðar um nauðsyn þess að vernda rétt blaða til að leyna því, hvaðan þau fá upplýsingar og um norræn blaðamannanám- skeið. Loks var gerð samþykkt í tilefni af aftöku ungversku blaða mannanna, sem líflátnir voru ásamt Nagy og Maleter. Nafnleynd varðandj heimildir. Carsten Nielsen, ritstjóri við Politiken í Kaupmannahöfn, hafði framsögu um vernd heim- ilda blaðanna. Hann sagði í upp- hafi, að það væri skylda blaða- mannanna að halda því leyndu, hvaðan þeim bærust upplýsingar, ef þess væri óskað. í danskri löggjöf er gerður Yngvar Ahlström — Þakkaði f. h. erlendra gesta. greinarmunur á því, hvort um er að ræða ritstjóra eða aðra blaðamenn. Byggist sú skipting að nokkru á því, að ritstjórar bera lögum samkv. ábyrgð á eíni blaðanna, og er þeim veittur rétt- ur til að neita um upplýsiogar um heimildarmenn sína. Slíkur réttur er hins vegar ekki veitt- ur blaðamönnum almennt. Þó hefur þess ekki venð krafizt í dómsmáli á síðari árum, að blaða menn gæfu slíkar upplýsmgar. 17. júni ÁTÍÐAHÖLDIN 17. júní eru búin að fá á sig nokkuð fast snið hér í Reykjavík^pg tilbrigðin frá ári til árs eru ekki stórvægi- leg. Fólk hefur eitthvað verið að gera athugasemdir við þetta, en satt að segja hefur engin til- laga um breytingar heyrzt, sem talin verður mikils virði. Hátíðin í fyrradag fór vel fram að því er bezt varð séð. Nokkur inis- tök eiga sér reyndar alltaf stað, það var t- d. ósköp hvimleitt, að klukkum dómkirkjunnar skyldi hringt, meðan talað var af svöl- um þinghússins. Hátíðahöldin á íþróttavellinum voru einnig nokk uð lengi að komast af stað, hvers vegna var t. d. ekki búið að koma nauðsynlegum tækjum til stangarstökkskeppni fyrir, áður en mótið hófst? En mótið gekk reyndar greiðlega síðai. Þá eru upptaldir þeir hlutar hátíðarinn- ar, sem Velvakandj fylgdist með. Hann samdi við krakkana im að fara heldur á völlinn en á barna- skemmtunina á Arnarhóli ( á vellinum þarf síður að halda á þeim!), en maður nokkur sagði, að ' fullseint hefði gengið að koma skemmtuninni á hólnum af stað síðdegis og svo er alltaf hvimleitt að sjá ölvaða menn á þjóðhátíðardaginn. Að vísu mun ekki hafa borið mikið á slíku. Blaðamenn hafa hug á að sett- ar verði reglur, sem útiloka að til málarekstrar geti komið, og veita þeim öllum sama rétt og rit- fyrr en undir lokin en í bessu efni er hvað sem er of mikið. Betri þjónusta EILL og sæll Velvakandi: Þar sem ég hefi oft.séð að umkvartanir fólks í dálkum þín- um hafa borið árangur, vil ég nú biðja þig að gjöra svo vel að koma á framfæri eftirfarandi. Hvernig skyldi standa á því, að hér í Reykjavík hefur um árabil (ég veit ekki hvernig var áður) ekki verið hægt að fá keypt iok á tengla og rofa. Þessi lok eru brothætt og ganga því úr sér löngu áður en sjálfur rofinn eða tengillinn er ónýtur. Ef hægt væri að fá lokin keypt, gæti hver og einn sett þau a sjálfur, en með því að fólk er neytt til að kaupa tenglana eða rofana. verður það einnig að fá rafvirkja til upp- setningar og kostar hann minnst kr. 43,00. Ég leyfi mér þvi að spyrja: Er þessi þjónusta, inn- flutningur rafmagnsefna, í hönd- um rafvirkjameistara eingóngu, og misnota þeir þá aðstöðu sína svo herfilega, eða eru íslending- ar orðnir svo vanir lélegri þjón- ustu almennt, að þeir láti sér aldrei detta í hug að andmæla? Því það er ekki eingöngu ,á þessu sviði .Sem þjónustan er fyrir neð- an allar hellur. T. d. snyrtivörur ýmsar og snyrtitæki, sem eru stjórar hafa nú. f þessu sambandi hafa þó komið upp ýmis vanda- mál, t. d. varðandi skrif manna, sem ekki eru fastráðnir við blöð. Framsögumaður lauk máli sinu með því að leggja aftur áherzlu á nauðsyn þess, að réttindi blað- anna yrðu tryggð sem bezt. svo að óæskilegar lagareglur yrðu þeim ekki fjötur um fót, er þau vilja segja frá því, sem raunveru- lega er að gerast. í umræðunum um málið tóku þátt Ivar Hallvig framkvæmda- stjóri (Svíþjóð) og Per Thomsen, ritstjóri í Stafangri, sem sagði, að í Noregi váeri ekki gerður sams konar munur á réttindum ritstjóra og annarra blaðamanna og er í Danmörku á þessu sviði. — í gær var gerð samþykkt um nauðsyn þess, að tryggja betur réttinn til nafnleyndar Sjálfstæði blaðamannanna. í fyrradag flutti einnig Svíinn Gösta Söderlund, aðalritstjóri Dala-Demokraten í Falun, fram- söguerindi um sjálfsæði blaða- mannanna. Ræddi hann um sam band blaðamanna og ýmissa ann- arra aðila — blaðaeigenda, yfir- valda, stjórnmálaflokka og ým- issa annarra félagssamtaka og hagsmunahópa. Einnig ræflai hann um samstarf þeirra, sem starfa við blöðin. Þá vék framsögurnaður að sam bandi blaðamannanna og lesend- anna og lagði áherzlu á, að les- endurnir væru sá hópur fólks, sem blaðamenn þurfi að taka mest tillit til. Hann benti á, að mjög dýr, og alls staðar erlendis er hægt að fá fyllingar og vara- hluti í, er hér alltof oft ekki hægt að fá neitt í. Einnig vil ég spyrja um hvort ekki á að vera hér eitthvert mat- vælaeftirlit, eða hvort þeir, sem um það eiga að sjá, hafa nokk- urn tíma bragðað ætilegt kjöt- fars eða pylsur úr kjötbúðum í Reykjavík, því það hefi ég nefni- lega aldrei gert, og sama má segja um fleiri matartegundir, sem hér eru seldar tilbúnar í pottinn eða á borðið. Einnig mættu bakararnir gjarnan taka það til athugunar, að aliar teg- undir matarbrauða séu komnar í útsölurnar fyrir kl. 12 á hádagi í síðasta lagi, þar sem mikill hluti fólks verður, alvinnu sinnar vegna, að borða kaldan mat um hádegið, en alltot oft kemur það fyrir að brauðin eru ekki komin fyrir hádegi, en snúaðar og vínar brauð koma kl. 10—11 f h. Ég býst við að danskar húsmæður mundu þakka fyrir slíka þjón- ustu, en þar er alltaf hægt að fá ný brauð með morgunkaffinu. Að lokum vil ég eindregið beina þeim tilmælum til* hús- mæðra að gera meiri kröfur til þjónustu, sem þéim er veitt. Með þökk fyrir birtinguna. Óánægð húsmóðir. blöðin yrðu að taka visst tillit til lesenda, hváð sem skoðunum þeirra, sem blöðunum ráða, líður, en hins vegar ættu þau jafnan að vera á verði og gæta þess að Játa ekki lesendurna ráða efni blað- anna nema að vissu marki. Vegard Sletten, blaðamaður í Osló lagði áhezlu á, að einstakir blaðamenn þyrftu að vissu marki að hafa frjálsar hendur. Dönsku ritstjórarnir Poul Graae (Politiken) og Terkel M. Terkel- sen (Berlingske Tidende) sögðu m. a. frá yfirlýsingum, sem út- gefendur þessara blaða hafa gef- ið og veita ritstjórum þeirra Kurt Heineman — flutti erindi um höfundarrétt að blaðaefni. rétt til að taka ákvarðanir um efni þeirra án afskipta útgefend- anna. E. Norén, forstjóri upplýs- ingaskrifstofu norsku blaðanna, sagði, að útgefendur hlytu að ráða meginstefnu blaðsins. Þá svaraði Gösta Söderlund — ræddi um sjálfstæði blaða- manna frummælandi nokkrum atriðum og loks ræddi P. Thomsen (N) um blöðin og stjórnmálaflokk- anna og spurði, hvort þeir gætu Framhald á bls. 18. neytendur og fréttaáróður shrifar ur daglega lifinu j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.