Morgunblaðið - 03.08.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.08.1958, Blaðsíða 1
20 siður «5 árgangur 174. tbl. — Sunnudagur 3. ágúst 1958 Prentsmiðja Morgunblaðsins íraksstjórn vill ekki kaupa rússnesk vopn — segir utanríkisráðherra íraks i viðtali við þýzka blaðið Die Welt Þessar ungu, fallegu stúlkur á myndinni eru ekki að gera leikfimisæfingar. Þær eru að æfa sig að kasta handsprengjum í Bastahverfinu í Beirut. Bastahverfið er eitt höfuðvígi uppreisnar- manna í borginni, og hafa þeir komið sér þar vel fyrir bak við gaddavírsgirðingar og sandpoka- hlaða. Hverfið hefur verið á valdi uppreisnarmanna í 12 vikur. Fallast uppreisnarmenn í Libanon á að hœtta bardögum nú þegar? Uppreisnarforinginn Jumblatt kvað hafa skipað mÖnnum sinum að láta vopn sín af hendi BEIRUT, 2. ágúst —Reuter— Allt bendir til þess, að foringjar upp- reisnarmanna í Líbanon séu í þann veginn að taka upp breytta stefnu að því er varðar dvöl bandarískra hersveita í Iandinu. Á®ur höfðu þeir lýst yfir því, að þeir myndu ekki leggja endan- lega niður vopn, fyrr en banda- rískar hersveitir væru á brott úr landinu. Kemal Jumblatt, foringi uppreisnarmanna meðal Drúsa í □- -□ Bandaríski sendiherrann í Beirut, McClintock, og Hollo way, yfirmaður bandarisku hersveitanna í Libanon, sátu í dag fjölmennan blaða- mannafund. Komst Hollo- way svo að orði, að flutning- ar bandarísks liðsauka til Líbanons væru á engan hátt mikilvægir. — Sendiherrann sagðist vera trúaður á það, að viðræður þær sem nú stæðu yfir milli stjórnarinn- ar og stjórnarandstöðunnar myndu verða til þess, að bundinn yrði endir á borg- arastyrjöldina. Er sendiherr- ann var spurður að því, hve- nær bandariskar hersveitir myndu fara brott frá Líban- on, svaraði hann með því að skirskota til þeirrar yfirlýs- ingar bandafiska utanríkis- ráðherrans, Foster Dulles, að hersveitirnar yrðu fluttar úr landi, þegar Líbanonsstjórn færi fram á brottflutning þeirra. Fuads Chehabs, sem nýlega var kjörinn forseti landsins, og full- trúa stjórnarandstöðunnar. Munu þeir ræða um, hvernig bezt verði að binda endi á borgarastyrjöld- ina í landinu. Til þessa hafa leið- togar stjórnarandstöðunnar hald- ið því fast fram, að uppreisnar- menn muni ekki hætta bardög- um, fyrr en bandarískt herlið hefur verið flutt á brott úr land- inu, og Chehab hefur tekið við forsetaembættinu af Camille Chamoun. Chehab hefur ekkert látið uppi um afstöðu sína, en talið er að hann sé fylgjandi því, að bandaríska herliðið verði flutt úr landi, svo fljótt sem unnt er. Um helgina lýkur flutningum bandarísks liðsauka til Líbanons, Framh. á bls. 2 BONN, 2. ágúst. — Reuter. — Hinn nýi utanríkisráðherra íraks, Abdul Jabbar Jomard, segir í viðtali, sem birt var í vestur-þýzka blaðinu Die Welt í dag, að íraksstjórn vilji ekki' að svo komnu kaupa rússnesk vopn. Bendir Jomard einnig á, að stjórn hans hafi ekki sagt sig úr Bagdadbandalaginu. En íraksstjórn hefir gert samn inginn óvirkan í bili, og frekari samvinna við önnur bandalags- ríki er háð afstöðu þeirra til hinnar nýju ríkisstjórnar Iraks, segir utanríkisráðherrann í við- talinu. Benti Jomard á, að það væri ekki nauðsynlegt fyrir írak að kaupa rússnesk vopn, þó að vopnasala vestrænna þjóða til írak hefði nú verið stöðvuð. ★ Hin nýja stjórn mun hafa nána samvinnu við stjórn Arabiska sambandslýðveldisins, en um sinn mun írak ekki ganga í Arabiska sambandslýðveldið, segir Jomard. Enn væri ekki ljóst, hvort írakska þjóðin vill gerast aðili að sambandslýðveld- inu. Grundvallarstefna íraksstjórn- ar í utanríkismálum er hlut- leysi, sagði utanríkisráðherrann. Hiltunen íalin stjórnariuyndun í Finnlandi HELSINGFOR'S, 2. ágúst — NTB — Reuter — Kekkonen Finn- landsforseti fól í morgun Jafnað- armanninum Onni Hiltunen að reyna að mynda meirihlutastjórn í Finnlandi. Hiltunen er 62 ára að aldri og er forstjóri trygginga- stofnunar ríkisins. Hann hefir oft gegnt ráðherrastörfum. Mun hann nú reyna að mynda stjórn án samstarfs við kommúnista. Tal ið er, að hann muni hefja við- ræður við leiðtoga annarra stjórn málaflokka nk. þriðjúdag. □- -□ Suður-Líbanon, kvað nú hafa skipað mönnum sínum að hætta bardögum. Er hann sagður hafa skipað mönnum sínum að koma til aðalbækistöðva Drúsa — í höll sinni — og skila vopnum síroum „til geymslu“. Þessar frétt- ir hafa ekki verið staðfestar. ★ Stjórnmálamenn í Beirut segja, að í undirbúningi séu viðræður Vestur-þýzka stjórnin reiðubúin að styðja efna- hagsþróunina á íslandi — en heldur fast við kröfu sína um frelsi á hafinu, segir formœlandi samhandsstjórnarinnar í Bonn EFTIRFARANDI frétt var lesin í hádegisútvarpið í gær: For- mælandi sambandsstjórnarinnar í Bonn sagði í fyrradag, að vestur-þýzka stjórnin væri reiðu- búin að styðja efnahagsþróunina á íslandi, en myndi halda fast við kröfu sína um frelsi á hafinu. Ef íslendingar stækkuðu fisk- veiðilögsögu sína, liti vestur- þýzka stjórnin svo á, að það væri skerðing á því frelsi. Sambandsstjórnin vænti þess, að samkomulag gæti náðst á nýrri alþjóðlegri ráðstefnu um réttarreglur á hafinu. Þá sagði formælandinn, að ef íslendingar stækkuðu fiskveiðilögsögu sína í 12 sjómílur, myndi fiskafli V- Þýzkalands minnka um 50 þús. lestir á ári — eða um 10%. Ennfremur sagði hann, að ís- lendingar gætu ekki sjálfir nýtt 12 mílna fiskveiðilögsögu með þeim fiskiskipaflota, sem þeir ættu nú, og íslendingum hefði ekki verið ráðið heilt, ef þeir héldu, að þeir gætu byggt efna- hagslíf sitt eingöngu á fiskveið- um. Islenzka ríkisstjórnin ætti frem ur að leggja traustan grundvöll að efnahagslífinu með því að nýta hið mikal vatnsafl í land- inu og skapa möguleika á því að framleiða alúmíníum, þungt vatn, sement og aðrar iðnaðar- Framhald á bls. 19. Bandarikjamenn, Sviar og Danir viðurkenna íraksstjórn WASHINGTON, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn, 2. ágúst. — Murphy fer til Bagdad BEIRUT, 2. ágúst —Reuter-NTB — Sérstakur erindreki Eisen- howers Bandaríkjaforseta, sem undanfarið hefir vdrið í Miðaust- urlöndum og rætt við ráðamenn um ástandið þar austur frá, fór í morgun flugleiðis til Bagdad. Mun hann eiga þar viðræður við fulltrúa nýju stjórnarinnar í írak. Arabiska sambands- ríkið úr sögunni AMMAN, 2. ágúst, — Reuter. — í dag lýsti Hussein Jórdaníukon- ungur því yfir, að Sambandsríki Jórdaníu og íraks sé úr sögunni. Reuter. f morgun skýrði útvarpið í Bagdad svo frá, að Bandaríkja- menn hefðu viðurkennt íraks- stjórn. Fregn þessi hefir ekki verið staðfest í Washington.Ríkis stjórnir Svíþjóðar og Danmerk- ur viðurkenndu íraksstjórn í dag. Furstinn af Kuwait heimsækir Iran TEHERAN, 2. ágúst — Reuter — Furstinn í Kuwait, Abdullah Salem el Sabah, kom í dag flug- leiðis til Teheran í opinbera heim sókn. Mun hann dveljast í íran í þrjá daga. Bróðir Iranskeisara tók á móti furstanum á flugvell- inum. Heimsókn furstans er í samræmi við þá stefnu írans- stjórnar að taka upp nánari sam- bönd við furstadæmin við Persa- flóann. ALþýðubtað ’Lð skrifar um kvíða og áhyggjur út af LandhelgismáLinu Birting allra gagna málsins er fpjóðarnauðsyn MORGUNBLAÐIÐ hefur að und anförnu hvað eftir annað gert þá kröfu, að ríkisstjórnin gefi tæm- andi skýrslu um allt, sem gerzt hefur í landhelgismálinu, þannig að þjóðin fái tækifærj til þess að átta sig á málinu til fuils. Þetta er sízt af öllu að tilefnis- lausu, því eins og menn muna var ríkisstjórnin nærri því falhn blaðið, blað utanríkisráðherrans, lætur svo sem hér sé allt degmum ’jósara og þjóðin viti allt i sam- bandi við þetta mál og þurfi þar engu við að bæta. Blaðið segir, vegna ágreimngs 1 sambandi við að það sé eins með landhelgis- þetta mál. Sá ágreiningur sýnist líka hvergi nærri vera úr sög- unni og stjórnarblöðin halda áfram deilum um það, hvað raun verulega hafi gerzt í sumar, þeg- ar upp úr sauð milli flokkanna og í hverju ágreiningurinn sé fólginn. Nú bregður svo við í forystugrein í gær, að Alþýðu- málið og efnahagsmálin, að þar hvíli „engin hula“ yfir. heldur sé öllum lýðurn ljóst, hvernig í þeim málum liggi nú, og hvað ætlazt sé fyrir. Nú vill svo til, að í sama tölu- blaði Alþýðublaðsins er kafli urn þetta mál í dálkum Hannesar á Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.