Morgunblaðið - 03.08.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.08.1958, Blaðsíða 18
18 MORCVNRT4fílfí Sunnudagur 3. ágðst 1958 Elísabet II. Englandsdrottning hefir útnefnt Karl son sinn „Prinsinn af Wales“ en það er hinn aldagamli ríkiserfðatitill brezku krúnunnar. Drottningin, sem hefir verið veik að undan- förnu talaði þennan boðskap sinn inn á segulband: „Ég útnefni hér með son minn, Karl, Prins- inn af Wales. Þegar hann-vex upp mun ég kynna hann sem slíkan frá múrum Caernarvon-kastal- ans‘-. Karl verður 21. prinsinn af Wales, en titillinn er nokkurs kon ar tengiliður milli hins áður sjálfstæða Wales og ensku krún- unnar. Sagan segir, að Játvarð- ur 1. hafi sýnt Walesbúum ný- fæddan son sinn frá kastalamúr- unum í Caernarvon og þetta hafi síðan orðið viðtekin hefð sem haldizt hefir um 6—7 aldir. Karl Filippusson er annar Karlinn, sem fær „Prins of Wales“ tit- ilinn. Hinn fyrri var Karl kon- ungur I. (1616—1625). Hinn nýi prins af Wales, sem nú er á 10. árinu, hlustaði á boð skap móður sinnar í útvarpi, í lestrarsal skólans, sem hann nú stundar nám í. Skólastjórinn og nokkrir félagar Karls voru þar einnig samankomnir. Síðan hljóp prinsinn út — og hélt áfram að leika fótbolta — en í Wales var veitt ókeypis öl á öllum bjórstofum í tilefni dags- ins. • Karolína litla, prinsessa af Monaco fór fyrir nokkru á bað- ströndina í fyrsta skipti. Henni hefir verið gefin forláta gúmmí svanur, sem á að vagga henni á lognværum öldum Miðjarðar- hafsins. En Grace móður hennar Njótíð ökuferðarinnar frá byrjun til enda: með þeirri ánægjulegu vissu að þér eruð vel klæddur. Veljið yður gæða-skyrtu af vandaðri framleiðslu gei'ð. — Veljið skyrtuna. Gr afburða poplini með silkigljáa úr litekta efni og krumpfría! Skyrtan sem klæðir yður Umboðsmenn: þykir samt vissara að vera nærri, meðan hún er að venjast volkinu — enda er litla prinsessan bara hálfs annars árs gömul. er kvikmyndinni sem sagt lokið og Jayne sezt við að prjóna bleiju-buxur. Hún var lengi á báðum áttum, hvort hún skyldi í fréttunum Hin ástríðuheita ítalska leik- kona Anna Magnani er nýkomin íeim til Ítalíu ;rá Hollywood — $ull af hrifn- tngu yfir ame- rískum k a r 1 - mönnum. — Þeir eru hreint þeir kurt eisustu og elsku legustu menn, er fyrirfinnast — segir hún. — Þeir forvitnast aldrei um, hve kona sé gömul. Þeir láta sér nægja ef hún segir: Ég er meira en 25 ára! Sjálf er Anna Magnani 53 ára! Kynbomban Jayne Mansfield er byrjuð að prjóna — barnaföt- in. Erfinginn er væntanlegur í desember en Jayne hefir fram til skamms tíma verið að leika — þurfti meira að segja að dansa syngja og vera á hestbaki. Og búningmeistararnir ætluðu hreint að sálga henni — svo misk unarlaust reyrðu þeir hana — svo að á engu bæii. En Jayne varð að bera sig karlmannlega til að húsbændur hennar fengju ekki tilefni til að nöldra — og nú velja bláa eða bleika litinn — en lausnin varð: — allt hvítt. Og í hverjar buxur prjónar hún eitt gullitað hár úr höfði sér. — Það á að boða sérstæka gæfu. Jayne er gift Mickey Hargitey — sem á sínum tíma var verðlaunaður í samkeppni um karlmannlegasta vöxtinn. — Hallast sem sagt ekki á með hjónakornunum. Surrealistinn, Salvador Dali hefir verið skoraður á hólm. En í því einvígi verða hvorkí rýt- ingur, sverð né önnur venjuleg /opn notuð, held ar málarapensill mn. Sá, sem á bólminn skorar er nefnilega hinn í t a ls k i starfsbróðir, Al- berto Trevison, sr neitar þeirri staðhæfingu, að Dali sé mesti surrealiski málarinn í heimi. Hann hefir sem sagt skorað á hann til málara-einvígis. Það skal fara þannig fram, að þeir skulu, hvor um sig mála tvær myndir — að viðstaddri þar til kjörinni dómnefnd. Skal önn- ur myndin vera „dularfull“ en hin „djöfulleg“. Því næst mun dómnefndin skera úr um, hvor þeirra skal hafa réftinn til að kalia sig „hinn mesta“! Rokksöngyarinn frægi, Elvis Presley verður að gangast undir herskyldu eins og aðrir ungir menn, en hann þarf hins vegar ekki að hafa á- hyggjur af, að hann fái ekkert að gera að her- þjónustunni lok- inni — á r i ð 1960. Umboðs- m a ð u r hans, Tom Parker of- Okkur vantar nokkra lilNiGLIIMGA í vinnu í vikutíma einnig 3 VERKAIUEIMIM fursti upplýsir, að kvikmynda- og sjónvarpstilboð — upp á 500 þús. dollara — bíði hans, svo að fjárhagsáhyggjur ættu ekki að þurfa að halda vöku fyrir rokk- hetjunni ungu. Frá hvíta húsinu í Washington berast fregnir um, að Eisenhow- er Bandaríkjaforseti hafi skipað negrasöngkonuna Marian And- erson í fulltrúanefnd Banda- ríkjanna á allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna, en þingið kem- ur næst saman hinn 16. sept. n.k. Þessi ráðstöfun er talin stórt og heillavænlegt spor í áttina til betri sambúðar hvítra manna og svartra í Bandaríkjunum, en Eis- enhower, sem hefir borið lausn kynþáttavandamálsins mjög fyr- ir brjósti hefir, eftir atburðina í Little Rock sl. vetur, ekkert færi látið ónotað til að sýna afstöðu sína í málinu. Marian Anderson hefir áunnið sér heimsfrægð og hylli fyrir ó- venjufagra söngrödd, en hún er einnig þekkt af ljúfmannlegri framkomu og einstakri háttvísi. sem hefir aukið á vinsældir henn ar. — Og ætíð hefir hún leitazt við að verða kynþætti sínum til gagns og fulltingis í baráttunni fyrir auknum réttindum og frelsi. Anderson er fyrsta negrasöng- konan sem kom fram í Metro- politan-óperunni og fyrsta þel- dökka listakonan, sem veitt hafa verið ein helztu heiðursverðlaun Bandaríkjanna — Einstein-verð- launin. Nautabaninn mikli Luis-Migu- el Dominguin, er töluvert hjá- trúarfullur og honum er mein- illa við að fljúga. Það var því eng in furða, þótt honum yrði ekki um sel, er hann þurfti atvinnu sinnar vegna að fljúga frá Madr- id til Casablanca hinn 13. júlí sl. — Fljúga .. og það er sá 13. í dag — kveinaði hann í öngum sínum — það er hræðilegt! — En hann róaðist brátt, er hann fékk að vita, að meðal sam ferðafólks hans væru: 1) eiginkona hans, Lucia Bose 2) Ava Gardner og 3) Brigitte Bardot. Björn Kristjánsson, Vesturgötu 3, Reykjavík, sími 10210 Einkaútflytjendur: Centrotex, Prague, Tékkóslóvakía. um óákveðinn tíma. Upplýsingar hjá verkstjóranum. LÝSI H.F. Grandaveg 42. — Þá þori ég það, sagði hann, því að forsjónin gæti aldrei fengið af sér að útrýma í einu þremur yndislegustu konum jarðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.