Morgunblaðið - 03.08.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.08.1958, Blaðsíða 19
SunnuÆagur 3. ágúst 1958 MonnvvnLAÐlB 19 ^_J\venhióéin oc^ lieirniíiÉ Læra að vera sjálfum sér til sóma og öðrum til ánægju Landlega síldarskipa Spjallað við frú Guðnýju Davis sem kennir við „yndisþokkaskóla" i San Francisco ÞAÐ var eiginlega með nokkrum kviða sem ég lagði af stað til þess að hafa tal af frú Guðnýju Ástu Davis (Ottesen), frá San Francisco, sem hér er stödd um þessar mundir ásamt dóttur sinni. Frú Guðný Ásta kennir nefnilega við „yndisþokkaskóla" vestur í Bandarikjunum, Vouge 'School of Modeling and Charm þar sem stúlkum er kennt allt í sam- bandi við fegrun, snyrtingu, klæðaburð og fágaða fram- komu. En kvíði minn var ástæðulaus, því frú Guðný Ásta virtist ekki veita mér persónu- lega nokkra athygli, svo mér varð hægara innanbrjósts. Hún leysti vei úr spurningum mínum og gaf mér góða hugmynd um hvernig kennslufyrirkomulagið er í skólanum sem hún vinnur við. Vinsælir skólar ■— Eru svona „yndisþokkaskól- ar“ algengir í Bandaríkjunum? — Já. Það er óhætt að segja* það. Hver einasta borg hefur a. m. k. einn slíkan og í San Sjrancisco eru að ég held 6 skólar. — Hvernig er svo namstilhög- unin? — Hvert námstímabil er 5 mán uðir, þ. e. a. s. fyrst 3 -Vz mán. og síðan 6 vikur, sem eru nokkurs konar framhaldsnám íyrir þær sem ætla að vinna fyrir sér á eftir sem fatasýningarstúlkur. — Og á hverju hefst svo nám- ið? — Á hverju námstímabili eru um 20 stúlkur og er byrjað á að vega þær og mæla þegar þær koma. Þeim eru síðan kenndar ýmiss konar líkamsæfingar til þess að lagfæra vöxtinn og halda honum við. Þær, sem þurfa á því að halda, fá leiðbeiningar um mataræði og síðan er fylgzt með vexti þeirra allan tímann sem þær eru í skólanum. Þá er stúlk- unum kennt allt í sambandi við hirðingu og snyrtingu húðarinn- ar, hvaða andlitsfarði klæðir hverja fyrir sig og hvernig á að snyrta sig fyrír hin ýmsu tæki- færi. Hárgreiðsla er þeim kennd, hvernig á að hirða hárið og bvaða greiðsla hæfir hverju andlitslagi, tækifæri o. s. frv. Þá er þeim kennt allt í sambandi við klæða- burð, hvenær á t. d. að nota skinnskó, hvenær rúskinsskó o. s. frv. Hvaða litir fara saman og klæða þær hverja fyrir sig, hvað litir gera fyrir líkamann, t. d. hárið og augun og fyrir hina ýmsu líkamsgalla. Og hvernig á að klæða sig fyrir hin ýmsu tæki- færi, og síðast en ekki sízt hvern- ig á að kaupa sér föt í góðu sam- ræmi, án þess að eyða of miklum peningum i það. — En hvernig er með fram- komuna, kennið þið ekki eitthvað í sambandi við hana? — Jú, að sjálfsögðu. Stúlkun- um er kennd framsögn og lag- færðir gallar á málfari þeirra. Þá er þeim kennt að hefja og halda uppi almennum samræðum feimn islaust. Kennt er hvernig hægt er að standa upp fyrirvaralaust og halda smá tækifærisræðu án þess að allt fari í handaskolum. Og yfirleitt er þeim kennt allt, sem verða má til þess að þær verði sjálfum sér til sóma og öðr- um til ánægju er þær yfirgefa skólann. hvernig líst yður annars á ísl. kvenfólk, yfirleitt? — Mér lízt vel á það, það er mjög jafnfallegt. — Og hvað finnst yður um klæðnaðinn á íslenzku stúlkun- um? — Mér finnst þær klæða sig vel og smekklega. En það er auð- vitað sinn siður í landi hverju og hér er kvenfólkið allt öðru vísi heldur en t.d. í Bandaríkjunum. Nokkur skip fengu sild inni á Reyðarfirði Fréttaritari blaðsins á Siglu- firði símaði í gær að enn væri þykkt loft og þokusúld á miðun- um norðanlands og allmikill sjór. Lægju skipin öll í vari og hefði ekkert þeirra hreyft sig. Fjöldamörg skip lægju inni á Siglufirði. Hefði hann haft frétt- ir víða af norðursvæðinu og væri alls staðar dimmt yfir og vindur. Er tíðindamaður blaðsins átti tal við Seyðisfjörð um hádegi í gær, var lítið um að vera þar. Var hvasst á miðunum og inn- lend og erlend síldarskip streymdu til hafnar. Gott veður var inni í Seyðisfirði í gær, en þó hafði gránað þar í fjöll í fyrri- nótt. ★ ESKIFIRÐI, 2. ágúst. — Brædd hafa verið 8000 mál síldar í Síld- arbræðslunni, sem nú hefur stöðvazt vegna tunnuleysis. Þró- in er full og ekki hægt að taka á móti meiri síld. Saltað hefur verið í 2800 tunnur. Goðafoss tók hér tæpar 100 tunnur af karfalýsi í vikunni og á 3. þús. pakka af freðfiski. G. S. ★ REYÐARFIRÐI, 2. ágúst. — Milli 20 og 30 síldarskip voru hér inni í fjarðarbotni í gær og fengu mörg þeirra einhverja síld og sum góð köst. Síldin var mis- jöfn og ekki söltunarhæf. Þá var einnig erfitt að eiga við hana vegna þess hve mikið hún netjaði sig. Sjómenn segja mikla síld í Reyðarfirði, en hún stendur djúpt vegna kuldans. Síldin fór á Eskifjörð og Norðfjörð. í nótt gránaði í fjöll hér við Reyðar- fjörð. — A. Þ. Frú Guðný Asta Davis og dóttir hennar, Anna Mary. Þetta allt tekur um það bil 3V2 mánuð. Þá kemur eins konar dómnefnd, skipuð fóiki úr tízku- heiminum, sem er á hnotskóg eftir tízkusýningarstúlkum. Eru þá valdar úr hópnum þær stúik- ur, sem líklegastar eru til þess að komast áfram sem sýningar- stúlkur. — Eru það svo þær, sem eru á 6 vikna námskeiðinu? — Já. Þá er þeim kennt hvern- ig á að sýna föt, hvernig á að sitja fyrir hjá Ijósmyndurum í hinum ýmsu klæðum. Alls konar stúlkui Hvers konar stúlhur sækja svona skóla? — Segja má að þá sæki alls konar stúlkur, allt frá ríkum stúlkum, sem mikinn þátt taka í samkvæmislífinu (society). skrif- stofustúlkur, afgreiðsiustúlkur og yfirleitt stúlkur af flestum stéttum og einnig giftar konur, sem hafa nokkur tök á og vilja tii þess að líta óaðfinnanlega út og „kunna sig“. — En eru skólagjöldin ekki há? — Fyrir allt tímabilið (5 mán.) er gjaldið 295 dalir, en 195 fyrir fyrri hlutann. Þar eru innifaldar allar snyrtivörur, sem stúlkurn- ar þurfa að nota í skólanum. Myndi ekki ganga hér — Fyndist yður ekki ástæða til þess að stofnsetja svona skóla hér á landi? — Ekki neita ég því. En ég er hrædd um að honum yrði ekki vel tekið. Hét myndi líklega all- ur almenningur gera gys að þeim stúlkum, sem hann sæktu. — Það er mjög sennilegt. En Blaðið átti tal við fréttaritara sinn í Neskaupstað um miðjan dag í gær og voru þessi skip þá að landa eða búin að landa síld í bræðslu: Helgi SF 400, Pétur Jónsson TH 362, Grundfirðingur II SH 360, Haförn GK 250, Björg SU 350, Faxaborg RE 300, Jökull SH 400, Bergur NK 100, Björg NK 350 mál ★ RAUFARHÖFN, 2. ágúst. _______ Engin síldveiði svo vitað sé nema lítilsháttar smásíld inni í Reyðar- firði. Vindhraði 3—4 stig fyrir öllu Norðurlandi. Almenn land- lega sildarskipa. — Einar Mikil sprenging í grennd við Rio de Janeiro RIO DE JANEIRO, 2. ágúst. — Reuter. — í morgun varð mikil sprenging í birgðageymslu í grennd við Rio de Janeiro, höfuð- borg Brazilíu. Fregnum ber ekki saman um, hversu margir hafi farizt, en talið er, að um 50—100 manns hafi beðið bana. í geymsl unni voru sprengiefni. Forseti landsins, Kubitshek, fór á slys- staðinn. — V.-Þýzka stjórnin Framh. af bls. 1 vörur. Til þess að hægt sé að framkvæma þetta þurfi íslend- ingar að fá lán erlendis frá til langs tíma. Loks sagði formælandinn, að sambandsstjórnin í Bonn vildi ekki gera of mikið úr landhelgis- deilunni. Hins vegar hlytu ís- lenzkir stjórnmálamenn að skilja það, að litið yrði á sérhver af- skipti af erlendum togurum á íslandsmiðum, sem ofbeldi. T.d. málar bandarískt kvenfólk sig miklu meira en það íslenzka. Var eitt sinn sýningarstúlka Þetta er mikil viðurkenning fyrir íslenzka kvenfólkið, því frú Guðný Ásta veit hvað hún er að segja. Hún hefur verið nátengd tízkunni og vel snyrtu kvenfólki svo að segja stöðugt sl. 15 ár. Hún giftist Bandaríkjamanni, Bruce Davis að nafni, fyrir 16 árum, en hann lézt í stríðinu 2 árum siðar. Hún fluttist vestur um haf og eignaðist þar dóttur sína, Önnu Mary. Fljólega á eft- ir gerðist Guðný Ásta sýningar- stúlka og varð brátt mjög eftir- sótt í starfi sínu og naut mikilla vinsælda. Þá stofnaði hún „ynd- isþokka“-skóla, Coronet í Suður Francisco, rak hann í nokkur ár, en seldi hann fyrir um það bil 5 árum og hefur síðan starfað við kennslu í „Vouge 'School of Mod- eling and Charm“ eins og áður segir. Ern á heimleið — Og hvernig var svo að koma I heim eftir öll þessi ár? — Það var yndislegt, en nú er- j um við því miður á förum. Dótt- i ir mín hefur aldrei skemmt sér | eins vel og hérna á íslandi. Hún 1 hefur aldrei komið hingað áður, en alltaf hlakkað til fararinnar síðan hún var lítil stúlka. Frú Guðný Ásta hefur búið hjá móðursystur sinni, frú Guðrúnu og manni hennar Óskari Bjart- j marz. Foreldrar hennar voru' þau hjónin Anna Bjarnadóttir og Morten Ottesen. Að lokum kveðjum við þær mæðgurnar og óskum þein. góðr- ! Hjartans þakklæti til Nils Nilsen, Reynimel 34, Reykjavík, fyrir hina fögru og höfðinglegu gjöf: kvöld- máltíðaráhöld úr silfri, er hann nýverið gaf Búðareyr- arkirkju til minningar um foreldra sína, Kistinu og Nils Nilsen. Sóknarnefnd Búðareyrarklrkju. Hjartkær eiginmaður minn, ÞÓBARINN JÓNSSON fiskimatsmaður, lézt í Landsspítalanum 30. júlí. — Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 5. ágúst kl. 3 e.h. Blóm og kransar afbeðnir. Fyrir mína hönd, bama, tengdabarna og barnabarna, Ingibjörg Kristjánsdóttir. KBISTÍN JÓNSDÓTTIR kennari, andaðist 29. júlí. Minningarathöfn fer fram frá Foss- vogskirkju mánudaginn 4. þ.m. kl. 1,30 e.h. F.h. okkar systkinanna. Jóhanna Þ. Jónsdóttir. Útför íöðursystur minnar ÖNNU U. BJÖRNSDÓTTITR fyrrverandi hjúkrunarkonu frá Stöðvarfirði, fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 5. ágúst kl. 1,30 e.h. Fyrir hönd aðstandenda. Bjarnheiður Brynjólfsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför BJÖRNS GUÐMITNDSSONAR frá FásKruosfirði. Aðstandendur. ar heimferðar og allra heilla í framtíðinni. — A. Bj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.