Morgunblaðið - 03.08.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.08.1958, Blaðsíða 20
1 íslenzka semenfið kemur ámarkaðinn í þessari viku Byrjað að mala sementsgjallið á Akranesi DR. Helgi Tómasson, yfirlæknir á Kleppi, andaðist í fyrrinótt á heimili sínu 61 árs að aldri. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða um nokkurra mánaða skeið. Þó hafði hann gengið til starfa á sjúkrahúsinu daginn áður en hann lézt. Dr. Helgi var þjóðkunnur maður fyrir læknisstörf sín og vísindaiðkanir, svo og þátttöku í ýmsum félagsmálum. Landsliðið mætir >[pressu"-liðinu á þriðjudag Á ÞRIÐ JUDAGSKV ÖLDIÐ kl. 8,30 hefst leikur landsliðsins og „pressu“-liðsins á Laugardals- vellinum. Engin forföll hafa ver- ið boðuð svo liðin verða eins skipuð og þau voru tilkynnt hér í blaðinu á föstudaginn og þegar rætt var um þau í laugardags- blaðinu. Þetta verður síðasta æfingin fyrir landsleikinn við íra 6 dög- um síðar og eftir þennan leik verður landsliðið sem mætir írsku atvinnumönnunum endan- lega valið. AKRANESI, 2. ágúst — Á föstu- daginn var sementskvörnin sett í gang í smentsverksmiðjunni og byrjað að mala sementsgjallið. Er þá náð hinu langþráða takmarki að byrjað er að búa til íslenzkt sement, og mun það koma á markaðinn upp úr helginni eða í næstu viku. Fremur litlar sementsbirgðir eru til í landinu og segja forráða- menn verksmiðjunnar að þeim muni takast að fullnægja sements þörf þjóðarinnar upp frá þessu. Ágætlega hefur gengið að fram- leiða sementsgjallið, sem numið hefur 305 lestum á sólarhring og fer það langt fram úr áætlun. Örlítið hefur borið á vöntun á rafmagni, en bót verður ráðin á því þar sem loforð er fengið fyr- ir að háspennulínan frá Sogs- virkjun verði tilbúin í næstu viku. Pökkun á sementinu hefst eftir tvo daga og verður það þá þegar sent á markaðinn. Ef allt gengur að óskum mun verksmiðjan framleiða 400—500 lestir af sementi á sólarhring.1 íslenzka sementið kvað standast fyllsta samanburð við sement annarra þjóða, enda segir dr. Jón Vestdal, að hráefnin sem notuð eru séu eins góð og frekast verð- ur á kosið. Piltur slasast á Akranesi AKRANESI, 2. ágúst — Það gerðist í Sementsverksmiðjunni í kaffitímanum um miðjan daginn í gær, að Björn Ingvarsson, ung- lingspiltur úr Reykjavík, ætlaði að flýta fyrir sér, greip í kaðal er lá niður með sementsgeymin- um og lét sig renna niður úr 10—12 m hæð. Áður en hann náði til jarðar, missti hann af kaðlin- um og féll. Marðist hann á baki og fótum. —Oddur. Cífurlegur sfraumur ferðafólks út úr bcenum VERZLUNARMANNAHELGIN hefur jafnan verið mikil ferða- mannahelgi og að þessu sinni mun fólksstraumurinn út úr Reykjavík sennilega meiri en nokkru sinni fyrr. Góða veðrið lokkar út í náttúruna. Hundruð og þúsundir fólks hafa flykkzt út úr bæjunum til að njóta sum- arblíðunnar á fjöllum og í ó- byggðum. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðaskrifstofu ríkisins og Ferða félagi íslands, var naumast hægt að anna eftirspurnum fólks eftir ferðum um helgina — allir bílar yfirfullir. Stærstur er hópurinn sem fer í Þórsmörk — mörg hundruð manns, en einnig fara stórir hópar í Landmannalaug- ar, Hveravelli og Kerlingaríjöll, austur í Skaftafellssýslu og vest- ur í Stykkishólm og Breiðafjarð- areyjar. Og víðar og víðar munu hamingjusamir ferðalangar gista fagra staði íslenzkrar náttúru um þessa helgi. Esja í Vestmannaeyjum I gær eftir hádegið sigldi Esja úr Reykjavíkurhöfn í skemmti- för til Vestmannaeyja með fjölda fólks. Var áætlað að hún kæmi til Eyja undir miðnætti í gær kvöldi og kæmi aftur til Reykja- víkur kl. 7 á þriðjudagsmorgun. Þá tvo daga, sem staðið verður við í Eyjum býr ferðafólkið og matast um borð í skipinu. Þá er og ráðgerð skemmtisigling kring- um Eyjarnar — og er búizt við, að allmargir Vestmannaeyingar muni þá slást í hópinn. Með næsta vori verður tekjð til við að dæla upp skeljasandi úti á Sviði, en eins og er, á verk- smiðjan nægan skeljasandsforða til að vinna úr í heilt ár. Um 300 manns hafa verið í starfi hjá verksmiðjunni undanfarið. —Oddur. Eiðahátíð um næstu lielgi MIKIL hátíðahöld verða að Eið- um n.k. sunnudag í tilefni af 75 ára afmæli skólans. Verður þar skólasýning, afmæl isins minnzt i ræðum og út kem- ur Eiðasaga eftir Benedikt Gísla- son. Ferð verður úr Reykjavík á hátíðina frá ferðaskrifstofu Páls Arasonar, ef nægileg þátttaka fæst fyrir þriðjudagskvöld. Söngskemmtun á Raufarhöfn RAUFARHÖFN, 2. ágúst. — í fyrrakvöld hélt ítalinn Vincenzo emetz söngkennari í Reykja- vík söngskemmtun hér á Raufarhöfn við ágætan undir- leik Marenar Gísladóttur, en hún er nemandi í pípuorgel- leik. Kynnir var Róbert Arnfinns son leikari, sem vinnur hér í síld. Var söngvaranum vel tekið og gerður góður rómur að söng hans. — Fréttaritari. KRISTJANA Ingimundardóttir Sandgerði verður 55 ára mánu- daginn 4. ágúst. Frá þjóðhátíðinni i Eyjum í fyrra. Undirbúningi að Þjóð- hátíð í Eyjum senn lokið UNDIRBÚNINGUR að Þjóðhátíði teljast. Flugfélag fslands býst við Vestmannaeyja stendur nú sem hæst. Er öllum meiri háttar verk- um að verða lokið, en eftir er að leggja síðustu hönd á verkið með því að skreyta Herjólfsdal, koma upp ljósum o. fl. er til augnayndis og hátíðarbrigða má Meisfaramót Norður- lands í frjálsum íþróttum AKUREYRI, 2. ágúst — Um helgina, 9. og 10. ágúst nk., verð- ur háð hér á Akureyri hið árlega meistaramót fyrir Norðurland í frjálsum íþróttum. Búizt er við mjög mikilli þátttöku. Keppnin hefst á laugardag kl. 2 og verður þá keppt í eftirtöld- um greinum: 100 m hlaupi, 1500 m hlaupi, 1000 m boðhlaupi, þrí- stökki, kringlukasti, hástökki karla karla og kvenna og 80 m hlaupi kvenna. Á sunnudag hefst keppni fyrir hádegi í 110 m grindahlaupi og langstökki karla og kvenna. Eftir hádegi verður keppt í 400 m hlaupi, 3000 m hlaupi, 4x100 m boðhlaupi karla og kvenna, stangarstökki, spjótkasti, kúlu- varpi og kringlukasti kvenna. Ungmennasamband Eyjafjarð- ar sér um mótið. — Mótsstjóri verður Ingimar Jónsson, Akur- eyri. — Mag. 1 sýningarglugga Morgunblaðsins verður um helgina stækkuð vetrarmynd af Esjunni, tekin af Ijósmyndara blaðsins. Myndin er tekin á Medalist II ljósmyndavél og á infrarauða filmu. Hún er stækkuð frá 6x9 sm stórri filmu upp í 127x254 sm. Drengurinn heldur í vinstri hendi á upp- runalegu myndinni. miklum fólksflutningum til Eyja og gerir sérstakar ráðstafanir til þess að geta annað flutningi fó#ks þangað um næstu helgi. Blaðamenn Reykjavíkurblað- anna skruppu til Eyja í gærmorg- un í boði Flugfélagsins. Sýndu þeir Valtýr Snæbjörnsson form. Þórs og Stefán Runóifsson gjald- keri félagsins þeim undirbúning er gerður hefur verið vegna há- tíðarinnar en hann hófst 5 júlí. Þeir tveir bera hita og þunga undirbúningsins, en Þór stendur að hátíðinni og hyggst félagið reyna að vanda sig sem mest í því efni ekki sízt vegna þess að fé- lagið verður 45 ára á þessu ári. Herjólfsdalur heilsaði í gær votum augum, en þó hlýlega. Þar hefur verið komið upp danspöil- um, hliðum á tjaldgötur, allt tré- verk t. d. brú á tjörnina o. fl. málað skrautlitum. Á Fjósakletti er stór bálköstur ti'búinn til brennu. Eftir eru skreytingar sem fyrr segir m. a. ljósskreyting á taug sem strengd er yfir dalinn milli Blátinds og Molda. Þjóðhátíðin hefst með guðs- þjónustu kl. 2 nk. íöstudag og þann dag verða íþróttir og skemmtun um kvöldið sem lýkur með brennu. Á laugardag hefst hátíð á ný kl. 2 með alls kynns skemmtunum, t. d. bjargsigi og varðeldi skáta. Báða daga er dansað til kl. 4 um nóttina á tveim pöllum. Hátíðinni lýkur á sunnudag. Þjóðhátíðin var fyrst haldin 1874 er Eyjaskeggjar komust ekki til lands til þátttöku í þjóðhálíð- inni 1874. Efndu þeir þá til eigin hátíðar og hafa svo gert hvert ár síðan að undanskildum 2 árum í fyrri heimsstyrjöldinni. Þetta gr því 82. árið sem Þjóðhátíð Vest- mannaeyja er haldin. Mikill fjöldi aðkomumanna er þar æ, og fjölgar með ári hverju vegna bættra samgangna. Flug- félagið flutti í fyrra nær 2000 manns þangað, þar af nær 1000 manns á einum degi. Allir kom- ust sem vildu og er takmark Flugfélagsins að svo verði áfram. VEÐRIÐ Norðaustan gola eða kaldi, léttskýjað með köflaim. 174. tbl. — Sunnudagur 3. ágúst 1958 Reykjavíkurbréf Sjá bls.'ll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.