Morgunblaðið - 03.08.1958, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.08.1958, Blaðsíða 17
Sunnudagur 3. ágúst 1958 MORGVNBLAÐIÐ 17 111 SKÁK 181 UM síðustu helgi lauk Heims- meistaramóti stúdenta 1958 í Varna í Búlgaríu. íslenzku skáksveitinni gekk nokkuð treglega til að byrja með, en þegar líða tók á mótið sótti hún í sig veðrið, og hafnaði í 2. sæti í B-riðli næst á eftir Rúm- enum. Þó að ég gangi þess ekki dulinn að A-riðill er nokkru sterkari en B-riðill, þá virðist mér frammistaða okkar manna viðunanleg, þegar tekið er tillit til þess, að i sveitinni eru 3 (eða helmingur hennar) menn, sem eru algjörlega óvanir harðri skák keppni. Framundan er nú Inter- zonalkeppnin í Portoroz þar sem 21 af 30 beztu skákmönnum heims leiða saman hesta sína. Fimm keppendur komast í úrslita keppnina, en tveir af sovézku þátttakendunum eru dæmdir til að falla niður, þar sem aðeins 4 keppendur frá Sovétríkjunum mega taka þátt í úrslitakeppn- inni. Eins og kunnugt er hafa Smyslov og Keres þátttökurétt 1 úrslitunum. Á þátttöku U. S. A. verður sú breyting að Res- hewsky teflir ekki, en í hans stað kemur Seherwin. en hann tefldi á Heimsmeistaramóti ungl- inga í Khöfn 1953 og tapaði þá fyrir Friðrik Ólafssyni Til samanburðar hef ég tekið saman árangur Friðriks við þá stórmeistara, sem tefla í Portor- oz. En til frekari öryggis vil ég geta þess, að þetta er gert eftir minni: 1. Bronstein: 1%—%. Hastings ’54’55. 1—0, Amsterdam ,54. V2-V2: 2. Tal: V2—Vz. Rvík Vz—V2'. 3. Szabo: 3—3. Prag ’54 1—0, Amsterd. ’54 V2—V2. Hasting ’57 V2—%. Dallas ’57 %—IV2. SKÁKÞRAUT A. BCBEFGH Hvítur mátar i 3. leik, ★ Lausn á síðustu þraut: 1. Hd4!, De7; 2. Hb4! og nú er svartur óumflýjanlega mát í næsta leik, t. d. 2. — Dxb4; 3. e7 mát. 4. Gligoric: 1%—V2. Dallas ’57 1 Vt—Vt. 5. Larsen: T%—8%. Khöfn ’53 0—2. Esbjærg ’53 0—1. Osló ’55 1—0. Rvík ’55 4%—‘iVz. Hastings ’57 0—1. Wageningen ’57 1—0. Dallas 1—1. 6. Pachmann: 1%—V2. Prag ’54 1—0. Amsterd. ’54 V2—Vz, 7. Dr Filip: 1%—1%. Helsing- fors ’52 1—0, Prag ’54 0—1, Rvík ’57 V2—V2. 8. O. Panno: 1—0. Khöfn ’53 1—0. Patrosjan, Matanovic og Aver- bach hafa ekki teflt við hann. Niðurstaðan verður því Frið- rik 15 v. aðrir 18. v. Búast má við mjög harðri keppni, þar sem sovézku þáftttakendurnir verða að láta „einstaklingsframtakið" ráða gerðum sínum. ★ ★ ★ Hvítt: M. Tal. Svart: E. Geller. Riga 1958. Spánski leikurinn. 1. e4, e5; 2. Rf3, Rc6; 3. Bb5, a6; 4. Ba4, Rf6; 5. 0-0, Be7; 6. Hel, b5; 7. Bb3, 0-0; 8. c3, d6; 9. h3, Ra5; 10. Bc2, c5;; 11. d4. Byrjunin hefur runnið í þeim farvegi, sem mest er notaður í lokaða afbrigð- inu af spánska leiknum. 11. — Bb7. Einnig má notast við 11 — Dc7 eða 11. — cxd4; Dc7. 12. b4 Bronstein og . Tal hafa báðir reynt þessa kraftmiklu peðsfram rás með ailgóðum árangri. Aftur á móti getur hvítur tryggt sér örlitla stöðuyfirburði með 12. dxe5, dxe5; 13. Dxd8, Hfxd8; 14 Bg5, en slík taflmennska hentar ekki skákstíl Tal. 12. — cxb4; 13. cxb4, Rc4; Eftir 13. — Rc6 er a3 mjög boðlegur leikur 14. Rbd2, d5!? Geller lætur ekkert tækifæri ónotað til þess að flækja stöðuna, eins og hans er von og vísa. Eigi að síður virðist Hc8 koma mjög til athugunar. 15. exd5, exd4; 16. Rxc4, bxc4; 17. Dxd4, Bxb4; ABCDEFGH ABCDEFGH Staðan eftir 17. — Bxb4. 18. Hbl! Skiptamunsfórn í anda Alechin! Það þarf nákvæmt stöðu mat til þess að leggja út í slíka fórn. í þessari stöðu, er enginn vafi á því að fórnin gefur hvítum meiri möguleika en nokkur ann- ar leikur í stöðunni. 13. — Bxel Lakara er 18. — Rxd5; 19. Bxh7f, Kxh7; 20. Rg5f, Kg8; 21. Hxb4!, t. d. 21. — Rxb4; 22. Dh4 og vinnur. 19. Hxb7, He8 Eftir 19. — Dxd5; 20. Dxd5, Rxd5; 21. Rxel’ Hab8; 22. Hxb8, Hxb8 virðist svartur hafa jafnteflismöguleika, vegna c4 peðsins, sem hindrar mjög hvítu mennina. 20. d6, Bc8; 21. Bg5!, He2! Auðvitað ekki 21. — Dxb7 vegna 22. Bxf6, gxf6; 23. Dh4 og f5; 23. 23. Bxf5, f6; 24. d7 og vinnur. 22. Hc7, De6; 23. Rxel, Hxelt; 24. Kh2, Hd8; Hér er rétt að athuga tvær leiðir. 1) 24. — De5f; 25. Dxe5, Hxe5: 26. Bxf6, gxf6; 27. d7 og vinnur. 2) 24. — Rd7; 25. Ba4! og hvítur vinnur mann. 25. Bxf6 Ekki 25. He7?, vegna 25. — Dxe7; 26. Bxh7f, Kh8!. 25. — gxf6? Hér verður Geller á grófur fingur- brjótur í tímahraki. Betra var 25. — Dxf6; 26. Dxf6, gxf6; 27. d7, Kg7; 28. Bf5, He5; 29. Hc8, Hxf5; 30. Hxd8, Hd5 og jafnteflið blas- ir við. 26. He7, Ðxd6f Ekki 26. — Dxe7, vegna 27. Dg4f 27. Dxd6, Hxd6; 28. Hxel, Hd2; 29. Hcl, Hxf2; 30. Be4, Hxa2; 31. Hxc4, a5; 32. Hc8t, Kg7; 33. Hc7 og svartur gaf. — IRJóh. áukið viðskiptin. — Augiysið í Morgunblaðinu Si mi 2-24-80 Bifvélavirkjar Viljum ráða bifvélavirkja, vana mótorviðgerðum, á vélaverkstæði okkar í Borgartúni 5, Reykjavík. Upplýsingar gefa: Kristján Guðmundsson í síma 12808 og Valdemar Leonhardsson í síma 12809. Vegagerð ríkisins HRINGUNUM FRÁ 9, HAFNAR6TR.A Gítarar: ir»«i ★ GÍTAR — strengir ★ GÍTAR — pokar ★ GÍTAR — neglur ★ GÍTAR — magnarar ★ GÍTAR — HLJÓMAR NYKOMIÐ HLJOÐFÆRAVERZLUN Sigríðar Helgadóttur s.f. Sími — 11315 — Vesturver K. S. í. K. R. R. f. s. f. PRESSULEIKUR' LAISIDSLIÐIÐ - PRESSULIÐIÐ Leika á Laugardalsvellinum þriðjudaginn 5. ágúst kl. 8. 30 e.h. Dómari: Halldór V. Sigurðsson Línuverðir: Einar Hjairtarson, Bjarni Jensson Komið og sjáið spennandi knattspyrnuleik. Hverjir verða í landsliðinu á móti írum? Verð aðgðngumiða. Stúkusæti kr. 30,00. Stæði kr. 20,00. Barnamiðar kr. 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.