Morgunblaðið - 03.08.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.08.1958, Blaðsíða 11
Sunnudagur 3. ágúst 1958 MORCV1SBL4ÐÍÐ 11 iegu og Island, en á ströndum Eystrasalts. En ekki er um það að villast, að viljinn er fyrir hendi til að toga okkur austur á bóginn, að því er látlaust unn- ið. Rússlandsferð þingmannanna og Eystrasaltsmótið eru aðeins tvö dæmi þeirrar viðleitni. 1 sjálfu sér er ámóta mikil fjarstæða að tala um ísland sem Eystrasaltsland, eins og að kalla þau þýzku æskulýðssamtök, sem buðu til þessarar samkomu, „frjálsa þýzka æsku“, eins og þau eru nefnd í Þjóðviljanum. Einkenni þeirra samtaka er þvert á móti það, að þau eru samtök þess hluta þýzkrar æsku, sem ekki er frjáls. Ferðalag Einars og Lúðvíks ari í garð íslendinga en áður var. Stjórnarblöðin hafa skotið sér undan að svara fyrirspurn um þetta, sem fram hefur verið bor- in hér í blaðinu. Hið sanna mun koma í ljós áður en langt um líður. Hins vegar hefur ekkert frétzt af Lúðvík í allmarga daga, frá því að sagt var frá viðtölum hans við austur-þýzka verzlunarmála- ráðherrann. Er ekki að efa, að þeir Einar og Lúðvík hafi lagt lag sitt saman, hversu langt aust- ur á bóginn, sem þeir hafa lent í því slagtogi. Um það er ólík- legt, að nokkurn tímann fáist sannar fregnir. Nánari tengsl austur á bóginn Þessi mynd af formanni Varðarfélagsins, Þorvaldi Garðari Kristjánssyni, og Sigurði Óla Ólafs- syni, þingmanni Árnesinga, og konum þeirra, var tckin í Varðarferðinni sl. sunnudag. REYKJAVÍKURBRÉF Laugcud. 2. agúst Varðarferðin VARÐARFEHÐIN var farin sl. sunnudag. Hún er nú orðin ein af aðalhátíðum ársins í hugum margra þátttakenda. Hún er það ferðalag, sem fjölmargir vilja sízt án vera og sumir gera sér enga aðra ferð úr bænum en hana. Þar hittast gamlir kunn- ingjar og ný kynni skapast. Reykvíkingar kynnast betur sínu eigin landi og rifja upp, hversu föstum fótum tilvera þeirra stendur í íslenzkri sögu og þjóðlífi. Hinar ágætu ferða- lýsingar, sem Árni Óla hefur nú flutt 4 ár í röð, sýna hversu ís- lenzk menning yrði fátækari, ef við gleymdum gömlum sögum og sögnum, sem tengdar eru við ýmsa staði á landi okkar. Sam- bandið við fortíðina verður að haldast til að menning okkar megi blómgast, svo sem hugur okkar stendur til. Það er einnig hollt að sjá, hversu margt af nauðsynjum við verðum að sækja út í sveitirn- ar. Rafmagnið, þessa frumnauð- syn á hverju nútima heimili, sækja Reykvikingar í vatnsfall, er skiptir sveitum í Árnessýslu. Landbúnaðarafurðir sækja þeir til þænda um leið og bæjarbúar skapa bændum markað, sem er undirstaða velgengni þeirra og uppbyggingar sveitanna. Það er venja, að þingmenn þeirra héraða, sem um er farið, slást í förina. Að þessu sinni komu Sigurður Óli Ólafsson, alþingismaður og frú hans til móts við Reykvíkingana austur 1 Hestvík við Þingvallavatn. — Allir áttu ferðalangarnir saman ógleymanlegar stundir. Stundir, sem stuðla að því að efla skiln- ing manna á milli, þá samheldni, sem Sjálfstæðisflokkurinn öðr- um fremur hefur vakið athygli á, að þjóðin þarfnast. V erzlimarmanna- lielgi m Um verzlunarmannahelgina fara fleiri bæjarbúar út í sveitir landsins en nokkru sinni ella á árinu. Því miður njóta fæstir þeirra slíkrar lfeiðsögu, sem þátt- takendur Varðarferðarinnar gerðu. Sumir amast við öllum þessum ferðalögum, þykja þau óþarfa eyðsla og jafnvel hvatn- ing til þeirra, sem enn halda tryggð við heimahagana að binda sig þar ekki við störf, held ur halda í þéttbýlið, þar sem lífs- kjör þeirra muni verða léttari. Víst hafa þessi ferðalög sína ann- marka. En ef þau eru laus við slark og óreglu, sem öllum er til skammar, þá verða þau oft- ast ferðalöngunum í senn til upp örvunar og lærdóms. Forseti Is- lands, herra Ásgeir Ásgeirsson, benti fyrir nokkrum árum á það í ræðu, að menn bæru meira úr býtum og ferðalagið yrði þeim hugstæðara, ef þeir færu um þau héruð, þaðan sem þeir sjálfir eru komnir eða ættaðir og rifj- uðu upp gömul tengsl við sveit- ina eða einstaka bæi. Sú sjálfs- hyggja er öllum eða flestum í brjóst borin, að áhugi þeirra verður meiri fyrir því, sem teng- ist þeirra eigin sögu en hinu, sem gersamlega er framandi. Þýðing verzlunar- stéttarimiar Á frídegi verzlunarstéttarinn- ar er eðlilegt, að huganum sé rennt til þýðingar hennar fyrir þjóðina. Fáar stéttir hafa sætt meira ámæli hérlendis en hún. Þetta á sér að nokkru leyti sögu- legar rætur. Verzlunin var lengi í höndum erlendra einokunar- kaupmanna. Má segja, að það sé ekki fyrr en á okkar dögum, að síðustu leifar þeirra verzlunar- fyrirtækja hverfi. Verzlunin var notuð öldum saman til að flytja allan arð af þjóðarbúinu til ann- ars lands, svo að þjóðin stóð blá- snauð eftir og ekkert var gert til að bæta landið, heldur gekk það úr sér ár frá ári. Eðlilegt var, að mennirnir, sem að þessu unnu og kunnu auk þess ekki mál landsmanna og sýndu þeim yfirleitt litla virðingu, nytu lít- illa vinsælda með þjóðinni. Misnotkun verzlunarinnar og fátækt þjóðarinnar, sem þar af leiddi, sýndi aftur á móti glögg lega, hversu mikilvæg starfsemi verzlunin er. Ef hún er ekki í góðu lagi má segja, að allir aðr- ir vinni fyrir gýg. Þróttmikil, víðsýn og þekkingarrík verzlun- arstétt er þjóðarnauðsyn. Vöxtur innlendrar verzlunarstéttar varð skilyrði fyrir velfarnaði landsins. Auðvelt er að egna til öfundar gegn þeim, sem betur farnast. En ráðdeild, hyggindi og sparnaður koma ekki þeim einum að gagni, sem þær dygðir iðka, heldur þjóðarheildinni. Með talinu um milliliðagróða og eyðingu hans átti að ganga að verzlunarstétt inni dauðri eða stórlega lamaðri. Þegar V-stjórnin var mynduð fyrir rúmum tveimur árum var þetta sagt í stjórnaryfirlýsingu hennar: „Ríkisstjórnin lítur á stöðvun verðbólgunnar sem eitt höfuð- verkefni sitt. Hún mun leggja sérstaka áherzlu á að koma í veg fyrir óeðlilegan gróða milli- liða —------“. Ekki vantar það, að á undan- förnum misserum hafi verið reynt að koma í veg fyrir óeðli- legan gróða milliliðanna. Svo langt hefur verið gengið, að á aðalfundi SÍS kvartaði forstjóri þess, Erlendur Einarsson, yfir versnandi aíkomu fyrirtækisins, sem hann sagði, að „stafar síðast en ekki sízt af óraunhæfum verð lagsákvæðum. Sambandið hefur aldrei gert kröfur um háa álagn- ingu, aðeins um hóflega og rétt- láta álagningu en ekki óraun- hæfa, eins og nú er“. Forstjóri KRON, Kjartan Sæ- mundsson, hefur lýst yfir því, „að meirihluti vara í matvöru- búðum er seldur langt undir dreifingarkostnaði“. Þessar yfirlýsingar kaupfélags stjóranna tala sínu máli. Sök sér væri, ef þetta ranglæti hefði leitt til þess, að ráðist hefði við verðbólguna. Allur landslýður veit, að svo er ekki. Verðbólgan vex nú daglega hraðar en nokkru sinni fyrr. — Ranglætið leiðir aldrei til góðs. hvorki í þessu né öðru. Raunhæf leit að lausn vandans í efnahagsmálunum mun leiða í ljós, að heilbrigð og vel rekin verzlun er ein af for- sendunum fyrir, að þar fáist happasæl lausn. Þátttakendur í Eystrasaltsmóti Um svipað leyti og þingmenn- irnir íslenzku, sem til Rússlands fóru; létu ginna sig til Lettlands í því skyni að vera þar sýningar- gripir valdhafanna frammi fyrir frelsissviptri þjóð, héldu 9 ís- lendingar á Eystrasaltsmót, sem kommúnistar efndu til í Austur- Þýzkalandi. Þjóðviljinn sagði ný- lega frá því, að fararstjóri þeirra, maður að nafni Bogi Guð- mundsson, væri nú kominn heim og hefur eftir honum hinn og þennan fróðleik, þ. á. m. þetta: „Eins og kunnugt er, ér ísland nátengt Eystrasaltslöndunum, bæði menningarlega og efnahags lega og saga okkar er samofin sögu þeirra". Fram að þessu hafa íslending- ar talið sig Atlantshafsþjóð og mundu hinar eiginlegu Eystra- saltsþjóðir, svo sem Eistlending- ar, Lettar og Litháar, vissulega miklu fremur, eins og nú standa sakir, kjósa löndum sínum sömu Trúin flytur fjöll og slær þá blindu, sem þó hafa augu til að sjá með svo sem vona verður, að hinir íslenzku þátttakendur Eystrasaltsmótsins hafi. En ní- menningarnir eru ekki einu ís- lendingarnir, sem nýlega hafa verið á þessum slóðum. Tveir. miklir tignarmenn íslenzkir hurfu nýlega austur fyrir járn- tjald í Austur-Þýzkalandi og fara litlar sagnir af þeim síðan. Einar Olgeirsson fór á flokks- þing kommúnista í Austur- Þýzkalandi, sama þingið og Krús jeff sótti og hélt eina af sínum ræðum á. Þjóðviljinn hefur að vísu enn ekki haft kjark til að | segja frá þessu, en Morgunblað-! ið hafði fregnir af utanför Ein-1 ars og gat þess, hvert erindið hefði verið. Þjóðviljinn mót- mælti því ekki, enda hefur síðan fengizt staðfesting á því, að Ein- ar hafi verið á flokksþinginu með Krúsjeff. Þegar síðast fréttist var for- seti neðri deildar Alþingis ekki kominn heim, en þá hafði annar mektarmaður, sjávarútvegsmála- ráðherrann, Lúðvík Jósefsson, einnig horfið úr landi. Samstarfs- menn hans í ríkisstjórninni láta það boð út ganga, að enginn þeirra hafi vitað um brottför hans, ekki einu ■j.'nni Hannibal Valdimarsson. Þ.ir þurftu þó ekki að bíða jafnlengi fregna af Lúðvík, eins og af Einari, því að austur-þýzka fréttastofan sagði, að Lúðvík væri kominn til Aust- ur-Þýzkalands. Áður hafði Þjóð- viljinn aðeins getið þess, að Lúð- vík hefði farið til útlanda og haldið til Þýzkalands, án þess að segja til hvors hluta landsins hann hefði farið. í Austur-Þýzka- landi var Lúðvík sagður hafa tekið upp samninga og viðtöl við verzlunarmálaráðherrann um aukin viðskipti, þar á meðal smíði fleiri báta en áður hefði verið samið um. Riissneska lánið Kunnugt er, að ríkisstjórnin taldi sig í vor vera búna að fá rússneskt lún að upphæð 50 milljónir króna. Þetta fé átti annaðhvort allt eða að mestu að ganga til greiðslu á bátunum, sem smíðaðir hafa verið í Aust- ur-Þýzkalandi og áður hafði ekki verið séð fyrir neinni greiðslu á. Þegar til átti að taká, reyndist svo, að Rússar kölluðu þetta lán aðstoð til íslands eða Islendinga. Hvernig sem á því stóð, hvort sem sumir ráðherranna höfðu skuldbundið sig til að taka ekki við aðstoð nema frá Bandaríkja- mönnum einum, þá varð raunin sú, að ríkisstjórnin neitaði því að taka á móti peningunum, ef þeir gengju undir þessu nafni. Rússar héldu hins vegar fast við sitt og strandaði málið þess vegna um sinn. Úr því að Lúðvík Jósefsson er farinn til Austur-Þýzkalands og byrjaður að tala um smíði nýrra báta þar, getur það naumast ver- ið nema af því að hann viti eða telji sig hafa tryggingu fyrir, að rússnesku peningarnir séu nú falir. Eftir því hefur eitthvað borið við um mánaðamótin júní- júlí, sem hefur gert Rússa blíð- Nánari tengsl austur á við vekja því meiri athygli sem kommúnistar hafa gert mark- vissa tilraun til að láta líta svo út sem þeir væru í þann veginn, eða a. m. k. meginflokkur þeirra, að slíta öllum tengslum við Moskvu. Sá var tilgangurinn með grein þeirri, sem birt var í Daily Telegraph fyrir h. u. b. tveimur mánuum og fjallaði um hinn íslenzka Tító, herra Valdi- marsson. Þar var sagt, að herra Valdimarsson þjakaði það mest, að hann hefði ekki næga peninga til að stofna eigið blað og flokk. Svo er að sjá sem að þessu sinni hafi einhver tregða orðið á að fá peningana í Vesturlöndum. Kann þá að vera, að úr peninga- leysinu rakni, ef félagarnir, sem austur á bóginn héldu, koma eitthvað loðnari um lófana heim en þegar þeir fóru. Þá mundi órói herra Valdimarssonar e. t. v. hverfa um sinn. í þessari sömu grein var mikið úr því gert, hvílíkt sjálf- stæði herra Kjartansson og herra Ólafsson sýndu við stjórn sína á Þjóðviljanum. Þeir hefðu hvað eftir annað að engu haft forsögn sjálfs „aðalritarans", herra Bjarnasonar. Ekki leyndi sér, að þessi frásögn var höfð eftir manni, sem taldi sig ná- kunnugan. Það er ekki svo oft, að frægðar verka íslendinga sé getið er- lendis. Hér var hrósyrðum farið um sjálfstæðisviðleitni þessara tveggja heiðursmanna £ einu helzta íhaldsblaði Bretlanös. — Hefði því mátt ætla, að Þjóðvilj- inn skýrði frá því með gleði, hví- líkt frægðarorð færi af helztu blaðamönnum hans. En það er eitthvað annað. Lítillætið er svo mikið, að um stórvirkin er alveg i þagað hér heima. Sú þögn líkist mest hógværð Helga Sæmunds- sonar, sem enn hefur ekki látið blað sitt segja frá því, að hann mælti þau orð, sem beztar undir- tektir fengu á Lækjartorgsfund- inum, þegar hann lagði til að ís- lenzku þingmennirnir forfölluð- ust frá heimboðinu til Rússlands. Hógvær ga Það lýsir að vísu mikilli hóg- værð hugarfarsins og hjartans lítillæti, að Helgi Sæmundsson skuli aldrei hafa sagt frá þess- ' um orðum sínum í sínu eigin I blaði. E. t. v. kemur það þó ekki j eingöngu af þessu, heldur af hinu i að svo er að sjá, sem einhvei’jir 1 hafi hrætt Helga með því, að ef j þingmennirnir hættu við ferðina, ’ jafngilti það því, að slitið væri 1 stjórnmálasambandi við Rúss- I land. Auðvitað er slíkt alger ■ fjarstæða. Enginn hefur gerzt | talsmaður þess, Helgi Sæmunds- ; son ekki fremur en aðrir. Menn geta vel haft stjórnmálasamband við ríki og eðlileg viðskipti að öllu leyti, þó að heimsóknir, slíkar sem þingmannaferðin, séu * látnar undir höfuð leggjast. Það J er einmitt vegna þess að heim- ’ sóknin var óeðlileg, eins og mál- um var háttað, að Islendingum var hún almennt mjög á móti skapi. Raunin varð og sú, að Framh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.