Morgunblaðið - 03.08.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.08.1958, Blaðsíða 12
MOR^rvnr 4fíti Sunnudagur 3. ágúst 1958 Í2 baka og sækja það sem vantar. svo í þessari för, því að hana Yfir Þröskuld viff Þjófadali. Ljósm.: vig. norðan Kjöl VÍST hlakkaði ég til þess að fara . ríðandi suður yfir fjöll á hesta- mannamótið á Þingvöllum. En sú tilhlökkun var blandin nokkr- um kvíða, þar sem kominn var miðvikudagur, en leggja átti upp á föstudag, og ég staddur suður í Reykjavík, og enn með tals- verða strengi, eftir að hafa rekið á fjail með Hólmabændum. — Fyrir norðan biðu mín sex hest- ar, sem ég ætlaði að hafa til far- arinnar og ég átti eftir að járna þá alla. Ég riafði meira að segja spurnir af því, að einn hestinn minn vantaði og þyrfti ég að byrja á því, þegar norður kæmi, að ríða upp í fjall og leita hann uppi. En það var enginn tími til þess að velta vöngum yfir vandamálinu. Flugvélin átti að /fara eftir 2 klukkutíma og Arni Magnússon, formaður hesta- mannafélagsins Léttis á Akur- eyri, var að segja við mig í sím- ann, að ef ég kæmi ekki þegar í stað norður, væri útilokað að ég kæmist með þeim í ferðina. En það var hestamannafélagið Léttir á Akureyri, sem gekkst fyrir þessari hópferð. A fimmtudagsmorguninn vatt ég mér af stað, keypti skeifur, fjaðrir og annað er til járning- arinnar þurfti og brá mér út í Mýrarlónshaga, þar sem hrossin voru á beit. Þar tókst mér eftir skamman eltingarleik að hand- sama 5 af hestunum, sem ég ætlaði mér að járna. Ég hafði fengið til liðs við mig þaulvanan hestamann og járningarmann og hugðumst við byrja verkið laust eftir hádegið. Heita má að járn- ingin gengi slysalaust og höfðum við lokið henni um kl. 8 um kvöldið. Sumir hestanna voru unglingar og ekki vanir járning- um og þar af leiðandi dróst þetta lengur en ella. Ekki voru öll kurl komin til grafar þrátt fyrir þetta. Eftir var nú að finna hestinn sem mig vantaði. Ég lagði á 2 hestanna, sem við höfðum verið að járna, og tók á þeim skeifnasprett upp í fjall og fékk tvo góða liðsmenn mér til fylgdar. Það leið ekki á löngu þar til við fundum þann jarpa, því svo var hann lituf. sá er ég leitaði eftir. Allt tók það þó sinn tíma að handsama hest- inn og koma honum heim, enda þá komið fram yfir háttatíma og sýnilega óframkvæmanlegt að fara að járna hann eftir að þessi tími var kominn. Ég athugaði í skyndi, hvernig fór undir hon- um, hugsaði með mér að þetta yrði að ráðast, allar skeifurnar voru vel fastar, þó að hann væri orðinn nokkuð gamaljárnaður. En þar sem flokkurinn ótti að leggja upp klukkan 8 morgun- in eftir, sá ég mér ekki fært að hafa lokið járningu fyrir þann tíma, auk þess sem ég vissi að Jarpur mundi ekki standa kyrr meðan á því verki stæði. Ég hafði nú lokið því erfiðasta af undirbúningnum undir ferðina og gat með sæmilega góðri sam- vizku látið taka hestana mína morguninn eftir og reka þá af stað vestur í Skagafjörð. En þar vestra hugðumst við þrír, sem eftir urðum af hópnum, ná fé- lögum okkar og setjast þá á hest- bak og ríða með þeim suður yfir. Það var fríður hópur, sem skokkaði út Kræklingahlíðina á undan rekstrarmönnunum að morgni föstudagsins. Mennirnir sem ráku voru fimm talsins: Þorsteinn Jónsson tamningamað- ur, Sigurður Jónsson hestamað- ur og kunnur knapi á Akureyri, Sigurður T. Jónsson netagerðar- maður og einnig kunnur hesta- maður, Jón Valberg Árnason bóndi og hestamaður og Hreinn Búið upp á trússahest. Tómasson, ungur piltur og efni- legur hestamaður. — A undan rekstrarmönnunum skokkuðu rúmlega 60 hross en alls voru hestarnir 70 með reiðskjótunum sem knaparmr sátu og teymdu. Fyrsta daginn héldu þeir félag ar vestur að Kotum í Norðurár- Klukkan var 6 á sunnudags- morgunihn, þegar síminn hringdi hjá mér, og mér var tilkynnt að ég ætti að vera til eftir hálfa klukkustund, því að þá yrði hald ið af stað vestur í Skagafjörð. Á tilsettum tíma brunaði jepp- inn hans Magnúsar lögregluþjóns Jónassonar úr bænum og við héldum léttir í lundu í góðu og fögru veðri af stað vestur. Nú var áhyggjunum létt af okkur. Við vissum ekki betur en að við værum með allt sem við þurft- um til fararinnar og því færir í flestan sjó, enda tókum við óspart lagið í morgunsólinni meðan bíllinn brunaði upp Öxna dalinn og vestur yfir Öxnadals- heiði. Klukkan mun hafa verið rúmlega 9. þegar við komum að Hvíteyrum. Þar sáum við að hrossin voru í góðu yfirlæti, höfðu verið á góðym högum um nóttina og nú hafði þeim verið safnað saman í réttina. Það var því ekki um annað að gera en fara að ná í þá hesta, sem við ætluðum að nota fyrsta spottann, leggja á þá og búast af stað. Allt gekk þetta slysalaust, en tók sinn tíma og mun hafa verið komið fast að hádegi, þegar hóp- urinn hélt af stað. Ég ákvað að sitja þann jarpa fyrsta áfangann inn Mælifellsdalinn og lagði því á hann hnakkinn minn. En það var eins og klárinn kærði sig ekki um þessar „tilfæringar. Ég hafði stóra og þunga hnakktösku aftan við mig, en var girtur myndavél og kíki og kortamöppu hafði ég hangandi um hálsinn. Þegar ég snaraðist í hnakkinn með allan þennan útbúnað, tók Jarpur heljarmikið stökk, prjón- Setiff að snæðingi. dal. Þar tóku þeir sér náttstað, en höfðu ekki gott aðhald fyrir hrossin, svo að allmikið verk var að gæta þeirra um nóttina. Daginn eftir héldu þeir svo vest- ur í Blönduhlíð, fengu fylgd yfir Héraðsvötn og riðu þaðan að Hvíteyrum í Lýtingsstaða- hreppi. Þetta var tiltölulega stutt dagleið og þarna fengu þeir félagar góða girðingu fyrir hest- ana og gátu því hvílzt vel næstu nótt. En það er af okkur þremenn- ingunum að segja, sem eftir urð- um, Arna Magnússyni, Sófóníasi Jósefssyni og mér, að við urðum að afla fæðu til fararinnar, ganga frá henni, svo og sjúkra- gögnum og öðru því er nauðsyn- legt er að hafa í langferðir sem þessa. Þessu verki lukum við síð- ari hluta föstudagsins og fyrri hluta laugardagsins og gátum þá farið að búa niður í töskurnar, en tvennar töskur voru eftir, sem við áttum að fylla en eina tösku höfðu félagar okkar farið með. Það þarf án efa ekki að skýra það fýrir lestndunum, hve mikið verk það er að búa sig í fjalla- ferð, sem tekur sex daga og vera með 70 hesta i förinni. Auk mat- ar- og drykkjarfanga fyrir menn þarf að hafa ýmislegt til vara viðkomandi reiðtygjum, þá þarf sjúkragögn bæði fyrir menn og hesta, einnig þarf járningar- áhöld, ólar og gjarðir og annað er kann að bila, þegar á ferð- ina líður. En það er of seint, þeg- ar komið er fram að Ströngu- kvísl eða fram undir Hveravelli, niður í Þjófadali eða Hvítárnes að ætla sér að fara að ríða til aði upp í loftið slag í slag og stakk sér síðan nokkrum sinn- um, áður en hann fékkst til að hlaupa nokkurn veginn eðlilega áfram. Ég mátti gera einar tvær tilraunir til að komast á bak áð- ur en allt gekk slysalaust. Ég hugsaði sem svo, þegar ég reið í spretti upp frá Hvíteyrarrétt- inni, á undan hópnum, að ekki væri nú byrjunin slæm, því að ég hef jafnan haldið upp á þá hjátrú og það máltæki, að „fall er fararheill" enda reyndist mér komst ég að öllu leyti slysalaust. Sólin skein glatt í heiði, þegar við lögðum af stað inn Mælifells- dalinn. Blessuð blíðan bætti upp einkar leiðinlegan reiðveg, sem Mælifellsdalur er. Allir vorum við næsta ókunnugir þessum slóðum. Að vísu hafði ég farið í göngur þessa sömu leið í fyrra- haust, en þá naut ég fylgdar þaulkunnugra manna og lagði því ekki sérstaklega á mig hvar fara ætti. Við héldum okkur við Mælifellsána, fórum yfir hana á nokkrum stöðum til þess að forð- ast keldur og mýradrög, sem eru austan árinnar. Þetta gekk allt saman sæmilega, þó heldur yrð- um við að fara hægt. Nokkuð fyrir sunnan Mælifellshnjúkinn verður Mælifellsdalurinn greið- færari og betri yfirferðar. Þar áðum við nú um stund, sprettum af trússahestunum og tókum til snæðings. Það lá vel á okkur öllum, við vorum kátir og glað- ir, ungir piltar í sólskini með fjölda hesta, margt af þeim ágætisgæðinga og lífið brosti við okkur, eins og það bezt gat. En hér var ekki til langrar setu boðið. Við höfðum hestaskipti og héldum á stað inn á Haukagils- heiði. Hér var góður reiðvegur og skemmtilegur meðfram Stafns gilinu. Hér var ekki heldur vand ratað, því að þarna er vel va'rð- aður vegur og greiðar götur. Á fjórða tímanum um daginn kom- um við í Bugakofa, sem stendur við Bugavatn eða Aðalmanns- vatn öðru nafni. Hér ákváðum við að á alllanga stund. Hagar eru þarna sæmilega góðir, góð rétt til þess að handsama hesta, sem kunna að vera styggir og óþægir, og þarna á hólnum í sól- skininu er gott að leggja sig, teygja úr sér og hvíla lúin bein. Þarna munum við hafa dvalizt á þriðja klukkutíma. í þann mund er við héldum af stað á ný, sáum við bregða fyrir hestalest úti í Haukagils- heiðinni. Þar gerðum við ráð fyfir að tveir Skagfirðingar væru á ferð, sem við í upphafi höfðum hugsað okkur að hafa samflot með en þeir höfðu tafizt einhverra hluta vegna og voru ekki komnir á tilskildum tíma, þegar við héldum frá Hvíteyrum. Við ákváðum nú að stöðva lest- ina, doka og spyrja Skagfirð- ingana, hvort þeir vildu ekki vera samferða. Eg reið spotta- kom á móti þeim til þess að ræða við þá á meðan félagar mínir biðu með hópinn. Brátt mætti ég Skagfirðingunum og voru þar komnir Jón Hallsson á Silfrastöðum og Jóhannes Jóns- son á Víðivöllum. Voru þeir með 12 hesta. Þeir tóku því strax vel að vera okkur samferða, töldu slíkt í upphafi hafa verið ætlun sína enda höfðu þeir vonazt til að ná okkur einhvern tíma dags- ins. Þeir áðu því ekki við Buga- kofann, höfðu aðeins hestaskipti, fluttu trússið yfir á annan hest og síðan hélt allur hópurinn af stað. Það var orðinn glæsilegur floti, sem hélt frá Bugum vest- Tve!r þyrstlr ferðafélagar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.