Morgunblaðið - 03.08.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.08.1958, Blaðsíða 9
Sunrvudagur 3. ágúst 1958 M On CVMrtr iOlÐ 9 Kappreiðar á Kjalarnesi J REYKJUM, 1. ágúst. — Hesta- mannafélagið Hörður gengst fyr- ir kappreiðum sunnudaginn 10. ógúst n.k. Verða þær háðar á velli félagsins við Arnarhamar á Kjalarnesi. — Félagsmenn Harðar eiga nokkra úrvalshesta og má þar nefna Gnýfara Þor- geirs í Gufunesi og Garp Jó- hanns í Dalsgarði, en þeir skip- uðu 1. og 2. sætið í 400 m á lands- mótinu og hlupu báðir á 30,2 sek, sem er mjög góður tími. Nú mæt- ast þeir aftur og að þessu sinni á 350 m., en þar er Gnýfari tal- inn sigurstranglegri, en e'ngu skal spóð um úrslitin, því báðir eru miklir hlaupagammar. Stjórn Harðar hefur í hyggju, að mæla og lagfæra völlinn sér- staklega, en á honum hafa náðst mjög góðir tímar. Nú gera menn sér vonir um íslandsmet, t.d. í þessu hlaupi. Þá er tekin upp sú nýlunda, að hafa sérstakan flokk í skeiði, þar sem atrennan er 100 m. Er nú heimilt að haga því svo, enda samþykkt á síðasta landsþingi L.H. og gekk í gildi um síðustu áramót. í þetta hlaup er einkum búizt við ungum óþekktum hrossum, t.d. er til jörp tryssa á Laugabóli, fleygi- vökur, undan Hreini frá Þverá. í skeiði með venjulegu fyrir- komulagi má búast við, að Gull- toppur Jóns í Varmadal og Nasi í Gufunesi hafi hug á að sigra Kolskegg og borga þannig fyrir sig frá landsmótinu. Vonandi fær maður að sjá alla þessa hesta þarna, en eins og kunnugt er, mega allir félags- KVIKMYNDIR * Fjörugir fimmburar I ÞESSARI frönsku gamanmynd, sem sýnd er í Trípólíbíói, hittum við fyrir gamlan og góðan kunn- ingja, snillinginn Fernandel, sem lengi mun mönnum minnisstæður fyrir frábæran ieik í myndinni Don Camillo, sem sýnd var hér fyrir nokkrum árum. — I þessari nýju mynd er Ferandel hvorki meira né minna en sexfaldur í roðinu, því að hann er ekki að- eins fimmburi heldur fimmburar og fer auk þess með hlutverk gamla mannsins, föður hinna gjörvilegu sona. — Föðurgleði þessa sómamanns hefur að vísu frá því fyrsta verið af skornum skammti, því að ríkið sló eip.n sinni á fimmburana þegar við fæðingu þeirra og tók þá frá for- eldrunum í „vísindalegt" fóstur, rétt eins og gert var við fimm- burasysturnar amerisku forðum. En auk þess hafði gamli maður- inn verið að vonast eftir dóttur, þegar þessir fimm náungar rudd- ust inn í tilveruna samtimis og það gat sá gamli aldrei fyrirgefið þeim. — Þegar myndin hefst eru fimmburarnir um fertugt og dreifðir hingað og þangað við hin ólíkustu störf og lífskjör. — Hinir vísu feður fæðingarþorps þeirra hafa nú ákveðið, til þess að örva ferðamannastrauminn til þorpsins, að efna til mikils fagn- aðar í tilefni fertugsafmælis fimmburanna og tekst eftir langa leit að hafa uppi á þeim ölh.im Kynnumst við nú nokkuð högum bræðranna, en sú saga verður ekkj rakin hér. Einn bræðranna er þó sérstök ástæða til að minn_ ast á, því að hann er þorpsprest- ur og hálförvilnaður út af því að sóknarbörn hans láta hann óspart heyra margs konar hað- glósur vegna þess hversu líkur hann er presti éinum í ítalskri kvikmynd, sem er jafnvígur á knattspyrnu og handalögmál! — Mynd þessi er skemmtileg og vel leikin. Er einkum frábær leikur Fernandels, sem fæt- þarna óvenjulegt tækifæri til að sýna fjölhæfni sína og hin margvíslegu og skoplegu svipbrigði, sem hann er írægur fyrir. Ego. menn L.H. reyna hesta sína á þessum kappreiðum. — J. Sigfús Kröyer fimmtugur FIMMTUGUR er í dag Sigfús Kröyer, verzlunarmaður hjá K. Einarsson og Funk. Sigfús er Austfirðingur að ætt, eins og nafnið bendir til, fæddur að Vífilsstöðum í Hróarstungu. 3. ágúst 1908. Voru foreldrar hans Guðný Sigfúsdóttir og Þorvaldur Kristjánsson Kröyer. Ungur flutt ist Sigfús hingað til Reykjavíkur og hefur nú um áratugi unnið hjá sama fyrirtækinu og er því orð- inn vel þekktur fjölda manna í byggingariðnaði bæjarins. Sigfús er maður orðheldinn og áreiðanlegur, svo að hverju orði hans er óhætt að treysta, Er hann því gæddur einum bezta kosti góðs verzlunarmanns. Sigfús er kvæntur hinni ágæt- ustu konu, Díönu Karlsdóttur frá Djúpavogi. Þau eiga þrjár dætur og einn son. Þeirra ánægjulega gestkvæma heimili er á Kirkju- teigi 5. En ekki verður vinum þeirra og frændum kápan úr því klæðinu að heimsækja húsbónd- Úr fatadeild verzlunarinnar Geysis. I verzluninni ,,Geysi Í44 ann á þessum hans heiðursdegi, því að nú eru þau hjónin stödd austur á Fáskrúðsfirði hjá dóttur sinni og tengdasyni. Við vinir þeirra verðum því að láta okkur nægja að senda þeim skeyti með heillaóskum og þakklæti fyrir vináttu margra ára. G .B.R. Sutidmeistaramó t Akureyrar liáð 5.-6. ágúst AKUREYRI, 1. ágúst — Sund- meistaramót Akureyrar verður háð þriðjudaginn 5. og miðviku- daginn 6. ágúst. Hefst það kl. 8 e. h. í Sundlaug Akureyrar. Keppt verður í eftirtöldum greinum: 100 metra skriðsundi karla, 400 m skriðsundi, 100 m bringusundi, 200 m bringusundi, 50 m baksundi, 4x50 m frjálsri aðferð, 50 m skriðsundi drengja. I kvennagreinum verða keppnis- greinar þessar: 50 m skriðsund, 100 m skriðsund, 200 m skrið- sund, 100 m bringusund, 200 m bringusund, 50 m baksund, 400 m baksund, 4x50 m frjáls aðferð, 50 m skriðsund telpna og 50 m bringusund telpna. Helga Haraldsdóttir frá Rvik mun á mótinu gera tilraun til að setja íslenzkt met í 400 m baksundi. — Hún hefur þjálfað sundfólk Akureyrar sl. þrjár vik ur. Ríkir nú mikil bjartsýni í sundmálum Akureyringa. SAGION, 2. ágúst. — Reuter. — Stjórn Suður-Vietnam viður- kenndi í dag hina nýju stjórn íraks. í TILEFNI af hátið verzlunar- manna heimsóttu fréttamenn frá Morgunblaðinu nokkur fyrirtæki í Reykjavík fyrir helgina. Ljós- myndari blaðsins tók þá myndir þær, sem hér birtast. Myndirnar á þessari síðu eru teknar í verzluninni Geysi. — Fréttamennirnir lituðust þar um innanveggja, komu fyrst í skrif- stofuna, þar sem fjallað er um vörupantanir, umsóknir til banka og innflutningsyfirvalda o. s. frv. Síðan var farið í vörugeymslurn- ar, þar sem nælónkaðlar og sjó- stakkar, vindsængur, hattar, blikkfötur, verkfæri, peyjur, sokkar, úlpur og vaðstígvél eru geymd ásamt öðrum nytsömum og fallegum varningi. Og loks lá leiðin upp í sölubúðirnar sjálfar, Á horninu, þar sem Aðalstræti, Hafnarstræti og Vesturgata mæt- ast er gengið inn í fatnaðardeild- ina. Er hún í stóru húsnæði með nýtízku sniði og á boðstólum eru hvers konar fatnaðarvörur fyrir karlmenn og börn. í veiðarfæra- deildina er gengið inn frá Vest- urgötunni og auk netja og færa má þar fá verkfæri ýmiss konar, teppi, dregla og margt fleira. Verzlunin Geysir var stofnuð haustið 1919 og var til húsa í Hafnarstræti 1 í 36 ár, en var síð- an flutt yfir götuna. Fyrst var ein göngu verzlað með veiðarfæri, en fötum var bætt við árið 1927. Var fyrst miðað við að hafa á boðstólum varning, sem sérstak- lega hentar sjómönnum, en nú fara menn í Geysi til fatakaupa, hvaða starf sem þeir stunda — hvort sem þeir eru kokkar og þUrfa hvíta húfu, smiðir, sem þurfa góðan „galla“, skrifstofu- menn, sem þurfa sterk jakka- föt eða ungir menn, sem þurfa að ganga í augun á kvenfólkinu. — Forstjóri fyrirtækisins er einn af stofnendum þess, Kristinn J. Markússon, sem allir bæjarbúar þekkja undir nafninu Kristinri í Geysi. Frá Geys!. Kristinn J. Markússon og starfsfólk í skrifstofu verzlunarinnar. Vantar yður kolanet með blýstreng? — tJr veiðarfæradeild Geysis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.