Morgunblaðið - 03.08.1958, Blaðsíða 13
Sunnuítagur 3. ágúst 1958
MORrr\Br *t>ið
13
Áð í Mælifellsdal.
ur yfir Þingmannahálsinn und-
ir kvöld á sunnudag.
Þótt Kjalvegur sé víðast hvar
góður reiðvegur og skemmtileg
leið, eru þó kaflar, sem eru
mjög erfiðir og leiðinlegir yfir-
ferðar. Þar á meðal er Þing-
mannaháls, grýttur og hrjóstug-
ur, hvergi nokkurs staðar græn
tó og má þvi heita, að þýðing-
arlaust sé annað en halda í
spretti allt að Galtará. Hrossin
rákust orðið ágætlega.
Þegar við komum að Galtará
rifjaðist upp fyrir einhverjum
kvæðið hans Jónasar. Ekki verð-
Ur því neitað þótt vart geti
þarna talizt fagurt landslag, að
hlýlegir hvammar eru við Galt-
ará og þar er gott að á, og áreið-
anlega mjög gott, ef maður er
í fylgd með ungri og fallegri
stúlku. En allar hugleiðingar og
bollaleggingar um kvæðagerð
Jónasar Hallgrímssonar dugðu
skammt. Við urðum að halda
af stað, hrossin voru fremur
ókyrr, voru tekin að þreytast og
því ekki um annað að gera en
halda áfram, enda fór nú að síga
á seinni hluta dagleiðarinnar,
því að við höfðum hálft í hvoru
ráðgert að gista við Ströngu-
kvísl í gangnamannakofanum
þar. Hins vegar, ef tími hefði
verið til og veður gott, ætluðum
við okkur að reyna að komast á
Hveravelli. Enn höfðum við
hestaskipti og tókum nú okkar
beztu gæðinga, sem venjulega
eru hvað hvikastir og skemmti-
legastir, er líður að kvöldi. Nú
var riðið greitt síðasta spölinn
fram Eyvindarstaðaheiðina. Við
fórum yfir Haugakvísl, öll vatns-
föll voru næsta lítil og þægileg
yfirferðar. Við Siggi Jóns vorum
á undan og þræddum göturnar,
athuguðum vörðurnar og gættum
þess, að við færum ekki
villir vegar. — Þarna er þó ekki
vandratað. Þegar nálgaðist
Ströngukvíslina, stöðvaði Sigurð-
ur hópinn, en ég lagði í kvísl-
ina til þess að athuga, hvort
í henni væri nokkur sand-
bleyta, eða hvort hún væri
erfið yfirferðar. — Ég var
sá eini af okkur ferða-
félögunum, sem hafði riðið þessa
á fyrir aðeins tæpu ári. Stranga-
kvísl er ákaflega mislynd og
kenjótt. í henni geta verið vond-
ar sandbleytur og eins getur
hún verið í slíkum foráttuvexti
að hún sé gjörsamlega ófær. Við
höfðum haft spurir af því nið-
ur í byggð, að Strangakvísl væri
ekki góð yfirferðar. Þetta reynd-
ust þó missagnir einar. Rétt í
þann mund, er ég var kominn yf
ir Ströngukvísl, snarast ég af
baki, ætla að hvíla mig svolitla
stund og fá mér sígarettu. Lít ég
þá til baka til félaga minna og
bregður heldur en ekki í brún.
Ég sé hvar hrossahópurinn er
drifinn af stað upp með kvísl-
inni í einum spretti og það var
rétt að ég grillti í öftustu
hrossin. Svarta þoka hafði skoll-
ið á okkur svo snögglega að ég
varð hennar ekki var^ fyrr en
þarna. Ég snaraðist því á bak
aftur, fór til baka yfir um
Ströngukvisl og reið upp með
henni á eftir félögum sínum. Það
mátti segja, að ekki hafi mátt
tæpara standa, því að ekki er ég
viss um að við hefðum ratað,
ef þokan hefði skollið fyrr á okk
ur en raun varð á. Við höfðum
okkur tiltölulega auðveldlega
heim að gangnakofanum við
Ströngukvísl og nú var ekki um
annað að tala en að á og gista
hér, þó húsakynni geti vart tal-
izt glæsileg. Við kofann er traust
girðing, þar sem við gátum haft
hrossin og þurftum því ekki
að vaka yfir þeim. Fáir höfðu
verið það forsjálir að taka með
sér svefnpoka í förina. Menn
vildu fremur skirrast við að
leggja of miklar byrðar á hest-
ana. Við bjuggumst við fremur
góðu veðri á leiðinni og vissum
að við mundum alls staðar geta
gist í kofum, ýmist gangna-
mannakofum eða húsum Ferða-
félags Islands. Hins vegar hefði
það komið sér vel í Ströngu-
kvíslarkofa að hafa svefnpoka.
En um það var ekki að fást.
Það var fremur kalt og hráslaga-
legt um nóttina. Menn dúðuðu
sig í þau föt, sem þeir áttu til,
klæddu sig í olíugallann yfir allt
saman og lögðust síðan fyrir.
í Ströngukvíslarkófa er trépallur
og gátu nokkrir okkar legið þar,
en hinir lögðust á bert moldar-
gólfið. Ég var einn þeirra, sem
á góifinu lentu. Verð ég að segja,
að mér varð ekki svefnsamt
þessa nótt.
f fyrsta lagi var mér kalt, í
öðru lagi fór heldur illa um mig
og í þriðja lagi hafði ég dálitlar
áhyggjur af hestunum, einkum
og sér í lagi Jarp, sem getur átt
það til að leggjast á girðingar
og brjóta þær niður eða stökkva
yfir þær og þá gjarnan slíta þær
með í leiðinni og þá vissi ég að
allur hrossahópurinn mundi fara
á eftir honum. Ég var því á
rjátli meira og minna um nótt-
ina og gat það vart talizt skemmti
legt að vafra þarna um í kol-
svartri þokunni. Tvisvar sinnum
sá ég að Jarpur ætlaði að fara
að gera af sér skammarstrik en
hætti þó við það, enda hefur
hann sennilega orðið þess var að
ég gætti hans.
Snemma um morguninn kom
blessuð sólin upp og þerraði og
strauk burt þokuna ef svo má
að orði kveða. Ég lagði mig þá
á flötina úti fyrir kofanum, í
sólskininu, breiddi yfir höfuðið
og sofnaði vært. Við höfðum ekki
í hyggju að flýta okkur. Að sönnu
áttum við þéttingsdagleið fyrir
höndum, frá StröngUkvísl og allt
til Hvítárness en við kviðum
engu og vorum því hinir róleg-
ustu fram undir hádegið.
Eins og jafnan, þegar menn
eru með marga trússhesta, og
fjölda hrossa, fór langur tími í
að tygja sig af stað hverju sinni,
taka saman dótið, koma því nið-
ur í töskurnar, girða á klyfja-
hestum og setja upp töskur,
leggja hnakka á reiðhesta, eltast
við þá lausu og annað þvílíkt.
Ekki vil ég sverja fyrir að ein-
staka timburmaður hafi fyrir-
fundizt í Ströngukvíslarkofa um
morguninn, enda var nokkur
ástæða til. Daginn áður hafði
félagi okkar, annar Skagfirðing-
anna, Jón Hallsson, átt fimmtugs-
afmæli og að sjálfsögðu var eink-
ar skemmtilegur staður til þess
að halda upp á slíkt afmæli ríð-
andi fram Eyvindarstaðaheiði á
sólfögrum sumardegi. Jón hafði
tekið upp koníak og skenkt
mönnum um kvöldið. Mér er
ekki grunlaust um að einhverjir
fleiri hafi átt á glasi og voru
þau þá líka látin ganga. Sem
sagt, þetta var eini morguninn
í ferðinni, sem menn voru eilítið
þungir í höfðinu. Og það verður
að viðurkennast að það var ekki
heppilegasti staðurinn að vera
staddur við Ströngukvíslarkof-
ann. Þar er lítið um gott drykkj-
— Grein Gunnars
Guðjónssonar
Frh. af bls. 3.
af eigin rammleik hefur byggt
upp glæsilegan flota togara,
ásamt stóru frystihúsi, ber að
greiða tæpar 3 milljónir. Sam-
tímis hafa bæjarútgerðarfyrir-
tæki víðs vegar um land tapað
tugum milljóna á undanförnum
árum, án þess að hafa lagt fram
einn eyri til ríkis eða bæjar.
Ég á bágt með að trúa því, að
almenningur í landinu fallist ekki
á, að atvinnufyrirtækin séu bet-
ur farin í höndum slíkra manna,
heldur en hjá ríki og bæjarfélög-
um, og jafnframt á það, hvílík
óheillaþróun hefur átt sér stað,
þegar vegið er aðeinkarekstrin-
um á þennan hátt.
Nú kunna að vera ýmsir, sem
ekki taka sér það tiltakanlega t
nærri sér, þótt sorfið sé að til-
tölulega fámennum hópi atvinnu-
rekenda, sem hér hefir verið
skýrt frá. Slíka skammsýni skulu
menn ekki láta sig henda. Hér
er vegið að aflvöðvum efnahags-
kerfisins, en slíkt helzt ekki uppi
til lengdar, nema illa fari. Þegar
veggur nágrannans brennur, er
hús þitt í hættu, segir gamalt
latneskt máltæki, og verði hald-
ið áfram á þessari braut, er hætt
við að allir landsbúar eigi eftir
að finna til sviðans af eldinum.
arvatn, raunar ekkert, aðeins belj
andi jökulvatnið í kvíslinni eða
að öðrum kosti polla með leir-
blönduðu vatni, sem eru skammt
frá kofanum. En menn létu þetta
ekkert á sig fá, drukku skolvatn-
ið og höfðu úr sér þorstann.
vig.
— Reykjavikurhréf
Framhald af bls. 11.
ferðalagið var mjög misnotað af
valdhöfunum í Rússlandi þeim
til framdráttar, og leynir sér
ekki að það hafa verið saman-
tekin ráð að ginna þingmennina-
í heimsókn til Lettlands. Víst er,
að enginn þingmannanna, nema
Karl Guðjónsson, hefðu farið
þangað ótilneyddur, ef þeir hefðu
gert sér ljóst hvað um var að
vera. Hér er sígillt dæmi þess,
hvernig saklausir menn láta
teyma sig stig af stigi út í ófæru.
Þeim hefði sannarlega verið nær
að fylgja ráðum hins hógværa
Helga Sæmundssonar og boða for
föll.
— Thorvaldsens-
hazarinn
Fram. af bls. 4.
undanförnu hefir tekið eftir, að
Thorvaldsensbazarinn hefir ný-
lega tekið allmikilli svipbreyt-
ingu. Þar hefir allt verið fært í
mjög nýtízkulegt horf. Nú eru
þar afgreiðsluborð og skápar úr
harðviði og gleri og einnig er
götuhlið verzlunarinnar klædd
harðvið að utan. Að innan eru
veggirnir klæddir tekki í hvítum
og bláum lit og ljósaútbúnaður er
í senn einfaldur og smekklegur.
— íslenzku vörurnar eru þær
sömu og áður og sóma sér prýði-
lega í hinni nýju umgerð.
Fréttamaður Mbl. brá sér á dög
unum inn á Thorvaldsensbazar-
inn til að forvitnast dálítið nán-
ar um hlutina og hitti þar for-
stöðukonu bazarins, frú Svan-
fríði Hjartar að máli. „Við kunn-
um ákaflega vel við okkur í
þessu fallega husnæði — sagði
Svanfríður — en það hefir líka
kostað skildinginn, svo að við
verðum að herða okkur að selja“.
Vantar fjárfestingarleyfi
Fjárhagurinn annars noklcuð
góður?
Við þurfum ekki að kvarta
yfir, að við eigum enga peninga
heldur öllu fremur hinu, að við
fáum ekki að gera það, sem okk-
ur langar mest til — fyrir þá
peninga, sem við eigum. Á und-
anförnum árum höfum við
keppzt við að safna í barnaupp-
eldissjóðinn okkar með það mark
fyrir augum að byggja fullkomna
vöggustofu. Nú höfum við pen-
ingana í höndunum og lóð eigum
við inni við Hlíðarenda — en fjár
festingarleyfi fáum við ekki og á
því strandar allt. Við getum ekk-
ert annað gert en að bíða og
reyna að vera þolinmóðar.
Á áttræðisafmæli félagsins fyr
ir þremur árum stofnuðum við
nýjan sjóð — Hjálpar- og líknar-
sjóð — að upphæð 100 þús. kr.
og veitum við úr honum árlega á
afmæli félagsins, 19. nóvember,
einhverjum fátækum þurfandi
konum. í fyrra gáfum við t.d.
tvær þvottavélar. — Það er gam-
an að starfa saman að því að
gleðja aðra — sagði frú Svan-
fríður brosandi, og það var auð-
séð að þar fylgdi hugur máli.
★
I Thorvaldsensfélaginu eru nú
60—70 félagskonur. Stjórp, þess
skipa: Svanfríður Hjartar, sem
hefir verið formaður um 15 ára
bil og meðlimur frá árinu 1914
— og auk hennar Sigurbjörg
Guðmundsdóttir, Ásta Krist-
jánsdóttir, Ólafía Jóhannesdóótt-
ir og Svanlaug Bjarnadóttir.
Smíði og inréttingu við lagfær
ingu barzarins önnuðust Ólafur
Guðjónsson og Herbert Sigurðs-
son, en Guðmundur Jónasson
gerði teikninguna.
Við olásin börð sunnan Bláfells.
Yfir jökulkvísl á grýttum söndum.