Morgunblaðið - 03.08.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.08.1958, Blaðsíða 16
16 M O R r. r v n r 4 Ð | Ð 502!F.\WONCr blcklD^AL-A eF'TlR- RítHARP „Þetta er bannsettur þvætting- ur, Rodney“, sagði ég þreytulega. „Þér hlýtur að vera það jafnljóst og mér. Þér hefur gengið illa að ávinna þér hylli Suzie, og þess vegna skellurðu allri skuldinni á mig. Ég þoli það ekki. Þetta er alltof þreytandi. Farðu og finndu þér einhvern annan til að rífast við“. Þessum orðum mínum tók hann með enn meiri heitingum og vonzku, og fyrr en varði var það að hans dómi ég, sem þurfti á taugasérfræðingum að halda, en sjálfur væri hann heilbrigður á likama og sál. Ég kippii mér ekki upp við það, þar sem þannig end- uðu jafnan geðofsaköst Rodneys. Fimm mínútum síðar tókumst við í hendur og komum okkur saman um að fara öll þrjú til spámanns- ins, eins og talað hafði verið um. Og rétt í því kom Suzie. Buiek bifreiðin beið okkar fyr. ir utan, og við settumst öll í bak- sætið. Rodney var hinn ljúfasti. Suzie spjallaði við okkur báða, og alh virtist fallið í ljúfa löð. Það var ekki fyrr en við vorum kom- in í gegnum verzlunarhverfi Hong Kong og vorum á leið inn í vest- urhlutann, sem ég varð þ ss var, að ekki ar allt með felldu. Ég leit á Rodney. Svipur hans var samanbitinn og illskulegur. Rétt í því, að ég fór að brjóta heiiann um, hvað hefði nú orðið til þess að espa hann upp, hallaði hann sér fram í sætinu og bað bifreiðarstjórann um að nema staðar. Ökumaðurinn hægði á sér og svipaðist um eftir stæði fyrir bifreiðina. „Ég sagði þér að nema stað ar!“ hvæsti Rodney. „Hvað er að?“ spurði Suzie, engu síður undrandi en ég. „Hvað hefur komið fyrir?“ Rodney virti hana ekki viðlits. Bifreiðarstjórinn nam staðar í miðri umferðinni, sat síðan og beið rólegur, þótt öll umferð stöðv aðist. — Rodney fór út úr bifreiðinni og skellti hurðinni á eftir sér, Hann gekk að glugga ökumannsins og tók um leið upp veski sitt. „Aktu þessu fólki á áfanga. staðinn og farðu svo“, sagði hann. Hann fékk ökumanninum pening ana, kom síðan að afturgluggan- um og leit inn um hann haturs- fullum og reiðiþrungnum aug- um. Hönd hans titraði af bræði. „Er þetta ekki það, sem þið vilj ið?“ sagði hann. „Eftir þessu haf- ið þið beðið í allan dag — að losna við mig! Jæja, ég vona, að þið séuð nú ánægð. Guð minn góð- ur, þegar ég hugsa til þess, hvað ég------“ Hann beit á vörina og lokaði augunum með þjáninga svip, gagn tekinn sjálfsmeðaumkun. — Hann sneri sér snöggt undar og fór yf- ir götuna, án þess að líta til hægri eða vinstri. Hann hvarf von bráð- ar í mannfjöldann á gangstétt- inni. Við Suzie störðum hvort á ann- að. „Hvað í ósköpunum var þetta, Suzie? Hvað var það, sem reitti hann til reiði?“ „Ég veit það ekki. Ég var mjög alúðleg við hann. Sástu það ekki?“ Hún var augsýnilega sárreið yfir, að öll sú vinsemd, sem hún hafði I lagt á sig að sýna honum, hafði farið til ónýtis. „Já, þrátt fyrir götustelpuna! Hann mátti þakka fyrir, að ég talaði við hann eftir það“. „Manst þú eftir að hafa lagt höndina á hné mér, meðan við töl- uðum saman?“ „Nei, ég kom ekki við þig“. „Þá hlýtur hann að hafa reiðzt vegna einhvers, sem við sögðum". Hvernig sem við brutum heil- ann um þetta, gátum við ekki fund ið neina skýringu á því, hvað hefði vakið gremju Rodneys. — Loks komumst við að þeirri niður- I sér niðri á okkur“, sagði ég. — „Hvernig stendur á, að þú ert svo sannfærð um, að hann muni ekki gera það?“ „Ég veit það bara. Ég sá það á honum". Orð hennar lýstu þeim sannfær- ingarkrafti, að ég komst að þeirri niðurstöðu, að hér hefði enn einu sinni sjötta skilningarvit hennar verið »ð verki. Skörp eðlisávísun Suzi* bætti henni mjög upp menntunarskortin’-' og mér hafði reynzt húr. hafa ótrúlega oft á réttu að standa. dálítið“, sagði hún. „Það getur vel verið, að ég segi pér það seinna". „Jæja, það er ágætt“. „Jæja, nú erum við komin! Við verðum að ganga það se.a eftir er — hérna upp hlíðina". Við yfirgáfum bifreiðina og beygðum upp þrönga hliðargötu. Hún lá upp í miðja brekkuna í þrepum og stöllum, og var iðandi af stöðugum straumi gangandi fólks. Þrepin urðu þéttari eftir því sem hærra kom og það sást varla í himininn fyrir þvotti, sem hékk á bambusstaurum yfir höfðum okkar. Brátt komum við að stein- steyptu sambýlishúsi. Ég fylgdi Suzie eftir upp steyptar tröppur. Þær voru fullar af bréfarusli og útataðar í hrákaslettum. Bygging m bergmálaði af skvaldri og hróp um bama og fullorðinna. Við héld um inn þröngan, dimman gang og Suzie barði að dyrum. Bláleitt, nauðrakað höfuð birtist í gættinni samtímis því að megna matarlykt lagði að vitum okkar. Breitt, góð Spámaðurinn las í lófa Suzie. stöðu, að annaðhvort hefði ímynd- unarafl hans verið að verki, eða skaphöfn hans væri bannig hátt- að, að hann gæti ekki verið í góðu skapi nema takmarkaðan tíma. Ég hafði mestar áhyggjur vegna þess, að ég óttaðist að hann kynni að„ fyrirfara sér — þar sem svo mikil örvænting hafði lýst sér í svip hans. Suzie hristi höfuðið, er ég minntist á það við hana. „Nei, hann drepur sig ekki. Ekki í dag“. „Honum væri trúandi til þess, þ ekki væri til annars en að ná „Guði sé lof fyrir það“, sagði ég. „Við þurfum þá ekki að hafa áhyggjur af því“. Ég leit út um gluggann og sá, að við vorum nú að aka gegnum elzta hluta Hong Kong. „Erum við ekki bráðum komin á leiðarenda, Suzie?“ „Jú, bráðum". „Segðu mér annars, hvers vegna ertu að fara til spámanns- ins núna?‘ ‘ Ég viss., að hún fór þangað aldrei, nema henni lægí eitthvað sérstakt á hjarta. „Ég þarf að spyrja hann um legt bros lék um andlit mannsins. Dyrnar opnuðust meira, og um leið sáum við appelsín Lgulan, en upplitaðan og blettóttan kyrtil hans, sem farinn var að trosna af sliti, þar sem hann dróst við gólf ið. Hann heilsaði okkur með handabandi og bauð okkur inn, brosleitur og símasandi á Shang- hai-mállýzku sinni. Hann var fæddur í Shanghai, en hafði gert sér far um að sveipa um sig tí- betskum dularhjúpi til að auka á hróður sinn sem spámanns. Herberginu var skipt í sundur með strigatjöldum, og í gegnum tjöldin mátti heyra niðurbælt pískur fjölmennrar fjölskyldu, sem auðheyrilega hafði verið skip að að halda sér í skefjum. Lyktin af steiktri feiti blandaðist reyk- elsisilminum, sem lagði upp af nokkrum reyrstöfum, vöfðum ilm jurtum. Spámaðurinn hafði kom- ið reyrstöfunum fyrir í gamalli súpuskál fullri af sanai, sem stóð á smáborði fyrir framan hann. Á borðinu var ennfremur hlaði af slitnum, þvældum dagatölum, talnaband og skjaldbökuskel. — Hann lét Suzie setjast á stól hin- a r L ú á X l'M TOO BUSY TODAV, TIMMY, BUT PERHAPS LOUIS WILL TAKE VOU OUT TO LOST POREST_______- . WITH THE ROAD CREW... áL s. IF VOU'LL KEEP OUT M-Cf J fcfcr-t OF THE WAV/ * WOW/... THAT WOULD BE SWELL/ Believing THAT FRAUDULENT FORCES ARE BEHIND THE PROPOSED ROAD THROUGH LOST FOREST, MARK TRAIL IS TRVING DESPERATELY TO GAIN TIME FOR A CAREFUL INVESTIGATION MEANWHILE, HEAW ROAD MACHINERY HAS BEEN MOVED UP TO THE LOST FOREST LINE AND THE CREW WAITS IN TOWN FOR ORDERS TO MOVE 1) Það líður ekki á löngu áður en binir duglegu bjórar eru bún- ir að koma upp stýflunni sinni og brátt eru margar ekrur á láglendi undir vatni. 2) „Má ég koma með þér í dag, pabbi?“ spyr Tommi. „Mig langar til að taka nokkrar mynd- ir“. 3) „Ekki í dag, Tommi minn. Ég hef svo mikið að gera við að undirbúa lagningu nýja vegar- ins“. Sunnudagur 3. ágúst 1958 __ um megin við borðið, en ég sat á svörtum, útskornum trébekk nokkru fjær. Hann hagræddi horn spangagleraugunum á nefi sér og síðan hófst spásögnin. Hún stóð nærri því klukkustund og fór fram af miklum fjálgleik. Allt fór fram samkvæmt venjum og gamalli hefð í sambandi við slíkar spásagnar, og engu var gleymt. Spámaðurinn grúfði sig ailítvarpiö Sunnudagur 3. ágúst. Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Hallgrímskirkm —- (Prestur: Séra Bjai'ni Jónsson, vígslubiskup. Organleikari: Páll Halldórsson). 15,00 Miðdegistón- leikar (plötur). 16,00 Kaffitím- inn: Lög úr kvikmyndum. (plöt- ur). 16,30 Veðurfregnir. — Fær- eysk guðsþjónusta (Hljóðrituð í Þórshöfn). 17,00 „Sunnudagslög- in“. 18,30 Barnatími (Þorsteinn Matthíasson kennari). 19,30 Tón- leikar (plötur). 20,20 „Æskuslóð- ir“; VI; Mývatnssveit (Séra Gunnar Árnason). 20,50 Tónleik- ar: Þjóðlög og önnur létt tónlist frá Brazilíu (Svavar Gests kynn- ir). 21,20 „1 stuttu máli“. — Um- sjónarmaður: Loftur Guðmunds- son rithöfundur. 22,05 Danslög (plötur). 23,30 Dagskrárlok. Mánudagur 4. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega. 16.30 Veðurfregnir. — Lög fyrir ferðafólk (plötur). 19,30 Tónleik- ar: Lög úr kvikmyndum (plötur). 20.30 Frídagur verzlunarmanna: Vignir Guðmundsson blaðamaður tekur saman dagskrána að tilhlut an Sambands ísl. verzlunarmanna. a) Upplestur: „Minni verzlunar- stéttarinnar" eftir Matthías Jochumsson (Ævar Kvaran leik- ari). b) Erindi: Verzlunarminja- safn (Oscar Clausen rithöfundur). c) Upplestur: „Strandsigling“ eftir Einar Benediktsson (Vignir Guðmundsson). d) Viðtöl við verzl unarfólk: Haraldur Hamar ræðir við Guðrúnu Árnadóttur og Matt- hías Johannessen við Björn Pét- ursson um bækur og bókasölu. e) Leikþáttur: Þriðji þáttúr úr „Pilti og stúlku" eftir Jón Thor. oddsen og Emil Thoroddsen. Leikstjóri: Ævar Kvaran. Leik- endur: Guðmundur Jónsson, Ein- ar Guðmundsson, Flosi Ólafsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Bryndís Pétursdóttir, Ævar Kvaran, Anna Guðmundsdóttir, Jón Aðils og Sigurður Björnsson. — Ennfrem- ur tónleikar. 22,00 Fréttir, iþrótta spjall og veðurfregnir. 22,10 Dans lög, þ.á.m. leikur danshljómsveit Gunnar Ormslev. Söngvari og kynnir: Haukur Morthens. 01,00 Dagskrárlok. Þriðjutlagur 5. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega. 19.30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýms um löndum (plötur). 20,30 Erindi: Frá ísrael. — Þjóð endurfæðist; síðara erindi (Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra). 20,55 Tón- leikar. 21,30 Útvarpssagan: — „Sunnufell“, eftir Peter Freuc- hen; XX (Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur). 22,10 Búnaðar- þáttur: Sitt af hverju (Gísli Kristjánsson ritstjóri). — 22,25 Hjördís Sævar og Haukur Hauks- son kynna lög unga fólksins. 23,25 Dagskrárlok. Miðvikudagur 6. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Við vinnuna“: Tón leikar af plötum. 19,30 Tónleikar: Cperulög (plötur). 20,30 Erindi: Leitin að frummanninum (Ingi- mar Óskarsson grasafræðingur). 21,05 Tónleikar (plötur). — 21,35 Kímnisaga vikunnar: „Gullhúsið kóngsins og drengirnir", — úr handritasafni Jóns Sigurðssonar; síðari hluti (Ævar Kvaran leik- ari). 22,00 Fréttir, íþróttaspjail og veðurfregrnir. 22,10 Kvöldsag- an: „Næturvörður" eftir John Dickson Carr; XVI (Sveinn Skorri Höskuldsson). 22,30 Nýjasta nýtt: Ólafur Briem kynnir dans- og dægurlög, sem vinsælust eru í Lundúnum þessar vikurnar. 23,10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.