Morgunblaðið - 23.09.1958, Side 11

Morgunblaðið - 23.09.1958, Side 11
Þriðjudagur 23. sept. 1958 MORCVNBL4Ð1Ð 11 Uppdrátturinn sýnir legu Quemoy-eyjaklasans fyrir utan Amoy, eina þýðingarmestu höfn Suður-Kína. Kommúnistar skjóta fallbyssukúlum á eyjatrnar úr öllum áttum frá meginlandinu. uemoy og hætiara á nýrri [aeimsstyr jöld LÍTILL eyjaklasi við Kína- strönd getur orðið það tund- ur, sem kveikir í púðurtunnu nýrrar heimsstyrjaldar. Þann 23. ágúst hófu kín- verskir kommúnistar fall- byssuskothríð á eyvirki þjóð- ernissinna á Quemoy. Fall- byssuskothríðin hefur staðið látlaust síðan. Flest hús og mannvirki, sem ofanjarðar eru á eyjunni, er lögð í rústir. Kommúnistar hóta að her- taka Quemoyeyjar. Þjóðernissinnar segjast aldrei skulu láta þær sér úr greipum ganga. Bandaríkin lýsa því yfir að þau muni verja eyjarnar með þjóðernissinnum. Rússar segja að litið verði á árás á kínverska kommún- ista sem árás á sjálf Sovét- ríkin. Og menn spyrja: Hvað gerist næst? Liður í borgarastyrjöld Skothríðin á Quemoy er í sjálfu sér aðeins einn liður í borgarastyrjöld milli þjóðernis- sinna og kommúnista, sem stað- ið hefur í um 25 ár. Fyrir um 10 árum unnu kommúnistar sig- ur á þjóðernissinnum á megin- landinu og hröktu þá til sjávar. Þjóðernissinnar eru hins veg- ar öflugri á hafinu. Þeir flúðu til eyjarinnar Formósu, sem um margar aldir hefur tilheyrt Kína. Auk þess héldu þeir yfirráðum yfir fjölda af smáeyjum með fram meginlandinu. Frá þessum eyjum hafa þeir getað gert komm únistastjórninni margar skrá- veifur. Á síðustu árum hafa þeir þó talið of kostnaðarsamt að viðhalda setuliði á öllutn þess- um eyjum. Nú hafa þeir yfir- gefið flestar þeirra, nema tvo eyjaklasa, sem nefnast Quemoy og Matsu og eru þeim hernaðar- lega mjög þýðingarmiklir. Þar hafa þjóðernissinnar stöðugt eflt herstyrk sinn og komið sér upp öflugum neðanjarðarvirkjum. Með yfirráðum þessara tveggja eyjaklasa loka þjóðernissinnar tveimur af þýðingarmestu höfn- unum á suðurströnd Kína. Matsu- eyja er í mynni Min-kang fljóts- ins, sem hafnarborgin Fu-chou stendur við, og frá Quemoyeyj- um geta þjóðernissinnar stjórnað og ráðið öllum skipaferðum til Amoy, einnar þýðingarmestu hafnarborgar Suður Kína. Hernaðarþýðing eyjanna Yfirráð yfir þessum tveimur eyjum styrkja ákaflega hernað- araðstöðu þjóðernissinna. Þýðing þeirra felst m. a. í þessum atrið- um. 1) Frá Matsu og Quemoy stöðva þeir mikið til strandferðir kommúnista milli Suður- og Norður-Kína. Skip kommún- ista þora ekki að sigla eftir miðju Formósusundi vegna yfirburða þjóðernissinna á hafinu. Þau reyna þess í stað að læðast meðfram ströndinni og mynda þessi eyvirki þjóð- ernissinna, sem eru skammt frá ströndinni, erfiðan þrösk- uld fyrir slíka flutninga. 2) Frá eyjunum koma þjóðernis- sinnar í veg fyrir innrásar- fyrirætlanir kommúnista á Formósu. Slík innrás yrði að- eins hafin frá höfnunum Fu chow og Amoy, sem þessar bækistöðvar þjóðernissinna loka. 3) Þjóðernissinnar hafa sam- band við skæruliðaflokka sína á meginlandinu frá þessum bækistöðvum sínum. 4) Á Quemoy og Matsu hafa þúsundir flóttamanna frá meginlandin fundið hæli. Ástandið þar er á ýmsan hátt líkt og hefur verið í Vestur- Berlín. Stöðugur straumur flóttafólks hefur staðið frá hinu kommúníska Kína, og auðveldast hefur verið að komast undan í náttmyrkri til þessara eyja, sem eru skammt undan ströndinni. Herliðið fjölmennara en íbúarnir í Quemoyeyjaklasanum ráða þjóðernissinnar alls yfir 14 eyj- um. Stærstar þeirra eru Stóra- og Litla-Quemoy og Taneyjarnar. A þessum eyjum bjuggu upp- haflega um 40 þúsund manns og lifðu bæði af ræktun og fisk- veiðum, því að fjöllótt strönd Suður-Kína er frjósöm, fiskisæl og loftslagið hlýtt. En mjög hefur nú fjölgað á eyjum þessum. Þjóðernissinna- stjórnin hefur þar nú um 65 þús. hermenn. Auk þess hefur flykkzt þangað fjöldi flóttafólks. Það er nú grundvallarstefna þjóðernissinnastjórnarinnar á Formósu, að verja Quemoy og Matsu. Yrði það stórfellt áfall fyrir hana, ef hún neyddist til að flytja lið sitt á brott þaðan, því að svo miklu hefur hún kost- að til varna eyjanna. Á Vestur- löndum eru þessar eyjar mönn- um of fjarlægar til þess að al- menningur skilji gildi þeirra. En það er óhætt að segja að fyrir þjóðernissinnastjórnina eru þær nú orðnar sízt þýðingarminni, en Vestur-Berlín er fyrir Vestur- Þjóðverja. Ætla að leggja eyjarnar í rúst Stóra-Quemoy er aðeins um 7 km frá strönd meginlandsins. — Næstu fallbyssuvirki kommún- ista eru þó aðeins í 5 km fjar- lægð á Tatengeyju. Kommúnistar hafa á síðustu 9 árum gert þrjár megintilraunir til að hertaka Quemoy, en verið jafnóðum hraktir til baka. Hafa þeir misst 15 þúsund hermenn í þessum árangurslausu landgöngu tilraunum. Þeir vita að varnarlið þjóð- ernissinna hefur aldrei verið öflugra en nú á Quemoy og því hafa þeir tekið upp nýjar að- ferðir. Síðasta árið hefur verið frem- ur kyrrt kringum Quemoy. Sú kyrrð hefur þó aðeins verið eins og logn á undan stormi. Komm- únistar hafa notað tímann til að flytja ótrúlega mikið magn af fallbyssum og skotfærum til strandarinnar. Öll þessi ógrynni vopna hafa kommúnistar fengið beina leið frá Rússlandi. Það virðist hafa verið ætl- un kommúnista nú, að leggja Quemoeyjar gersamlega í rúst, svo að engum vörnum verðl þar við komið. itleð hinni tíðu fallbyssuskothríð hafa þeir einnig ætlað að setja hafn- bann á eyjuna og leit svo út um tíma að ómögulegt yrði að flytja vistir og vopr, til eyj- anna. Það hafnbann er nú rofið. En samkvæmt fregnum frá Formósu hefur árangur af skot- hríðinni ekki orðið sá sem til var ætlazt af kommúnistum. Það er að vísu rétt, að á yfir- borði eyjanna stendur vart leng- ur steinn yfir steini. En það eru sízt hernaðarmannvirkin sem hafa skemmzt. Þvert á móti eru það bæir og þorp almennings og bændabýlin sem liggja í rústum. Einn fyrsta daginn eftir að skot- hríðin hófst fórust t. d. um 70 manns — aðeins einn þeirra var hermaður. Allt hitt voru bændur, sem höfðu verið að vinna á hrís- ökrum sínum þegar árásin hófst. Stórveldin að baki Allt gæti þetta aðeins verið liður í kinverskri borgarastyrj- öld, sem hefur verið háð með villimannlegri grimmd í ára- tugi. En hið uggvænlegasta er, að bak við þessa atburði standa stór- veldin. Kinversku kommúnist- arnir gætu aldrei haldið uppi svo stórfelldri skothríð, nema af því að Rússar afhenda þeim skotfærin til bardagans. Síðustu fréttir herma að nú séu þeir komnir á vettvang með stærri og þyngri fallbyssur. Allar koma þær llka boðleiðina frá Moskvu. Einnig hafa þeir tekið í notkun hinar ægilegu fosfórsprengikúl- ur, sem ætlaðar eru fyrst og fremst til að svíða allt lifandi, menn og skepnur. Þær koma líka vafalaust frá verksmiðjum Rúss- lands. Aftur á móti stania Bandaríkja menn á bak við þjóðernissinn- ana. Þeir hafa vopnað Formósu- stjórnina og séð henni fyrir vist- um um langt árabil. Þannig vita allir að stór- veldin tvö standa á bak við atburðina á Formósusundi. Þó er nokkur eðlismunur á við- horfum þeirra. Þetta kemur einkum fram í því að Banda- ríkin hafa reynt að hindra út- breiðslu striðsins frá Formósu sundi. Þeir hafa stöðugt reynt að koma á eins konar vopna- hléi eða status quo, m. a. með því að banna þjóðérnissinnum að framkvæma sprengjuárásir á meginland Kína. Árás á meginlandið bönnuð Rússar hafa hins vegar staðið með kommúnistum í útþenslu. þeirra. Það eru enn kínversku kommúnistarnir sem sækja á og halda uppi árásaraðgerðunum. Þetta hefur enn komið greini- lega í ljós við Quemoy í haust. Frh. á bls. 19. Mynd þessi var tekin í strandv'rki þjóðernissinna á Quemey í sumar. Handan við 7 km breitt sund sést á hæðadrög meginlandsins, þar sem konunúnistar bíða færis að hernema eyjarnar. —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.