Morgunblaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 5. nðv. 1958 MOKCVTSBLAÐÍÐ 13 Guðlaugur Einarsson hdl.: Því dœmist réft vera NÝLEGA lögðu tveir þingmenn fram tillögu til ályktunar Al- þingis um athugun á aðbúnaði refsifanga. Samkv. tillögunni skal skipa þriggja manna nefnd til að athuga allan aðbúnað manna, sem dæmdir eru til refsi- vistar hér á landi, frá sjónarmiði betrunar þeirra, eins og komizt er að orði í þátill. Nefnd þessi skal síðar gjöra tillögur til endurbóta, ef athug- un leiddi í ljós, að aðbúnaði refsi- fanga væri í einhverju áfátt. Þessi þátill. á vissulega fullan rétt á sér og ber að gefa henni verðugan gaum, enda þótt hún sýnist ganga allt of skammt. Eitt spor í rétta átt leysir ekki all- an vanda. Sakhæfi iyrst og fremst athugað betur Mér finnst eðlilegast, að hið fyrsta sé að athuga það atriði, hvort réttlætanlegt sé, frá sið- ferðilegu sjónarmiði, að dæma menn til refsivistar. Sérstaklega er skylt að athuga miklu betur, en gjört hefur verið til þessa, hverja þýðingu refsivistardómur kann að hafa á einstaklinginn. Fyrirmæli laga eru hér um of á lausu. Stjórnarskráin skipar dómendum, að fara einungis eft- ir lögunum í embættisverkum sínum, en þeirra er svo að meta gildi laganna. Ákvæði laga eru hins vegar oft með þeim hætti, að dómendum sé bókstaflega gjört skylt að víkja kröfum mannúðar og aukins siðgæðis, að áliti almennings, á bug. Slíku verður að breyta til bóta. Al- þingi, ásamt forseta íslands, fer með löggjafarvaldið, og vísar dómendum þannig leið í embætt- isverkum þeirra. Mér sýnist, að áðurgreind þátill. tvimenning- anna ætti að vera miklu rýmri, þannig að væntanlegri rannsókn arnefnd yrði falið að athuga og endurskoða öll ákvæði refsilaga, sem nú gilda um almenn refsi- skilyrði, ákærureglur, refsingar, sviptingu borgararéttinda, örygg- isráðstafanir o. s. frv. Það ber fyrst og fremst að rannsaka sak- hæfi einstaklings hverju sinni, miklu ýtarlegar en nú er gjört, áður en ákært er og síðan dæmt; sérstaklega hvert gildi dómurinn sjálfur og svo refsing kann að hafa til betrunar fyrir brota- mann. Raunhæfar aðgerðir. í niðurlagi greinargerðar fyrir þátill. segir, að gera verði „til- raun til þess að undirbyggja á raunhæfan hátt þær aðgerðir, sem telja verður fulkomna nauð- syn“. Þetta er rétt og sjálfsagt. Hins vegar er alls ekki nægj- anlegt að snúa sér að mannbót- um, eftir að refsidómur hefur verið kveðinn upp, heldur miklu fremur áður: að meta þýðingu og gildi slíks dóms fyrir ein- staklinginn, ef upp yrði kveð- inn. Dómur einn saman getur auðveldlega orkað því, að betrun brotamanns verði þar eftir von- lítil eða vonlaus. Þetta gildir jafnt þótt refsingu skv. dómi verði ekki fullnægt, t. d. ef ungl- ingur undir 18 ára aldri fær refsidóm (skilorðsbundinn). — Kannske einungis fyrir það áfall eitt, að fá á sig dóm, getur ungl- ingur, eða jafnvel fullorðinn maður, misst trúna á framtíðar- möguleika sína. Hann herðir ef til vill með sér lítt mótaða af- brotahneigð, einungis í mótmæla- skyni við þjóðfélag sitt, sem hon- um finnst með refsidómi rétta sér sáttahönd og fyrirgefningar.. Það væri vissulega sorgleg staðreynd, ef landslög styddu dótnara til þess að afvegaleiða æskuna! Hæstaréttardómur Anno 1958. Snemma á þessu ári kvað Hæstiréttur upp dóm yfir tveim unglingsdrengjum, fyrir þjófn- að. Báðir höfðu þessir drengir gerzt brotlegir við lög áður. I forsendum sakadóms Reykjavík- ur segir, að ákærðu (drengirnir) hafi báðir verið úrskurðaðir til að sæta rannsókn á andlegum og líkamlegum þroska og heil- brigði. Þessa rannsókn fram- kvæmdi yfirlæknir geðsjúkra. Yfirlæknirinn segir m. a. um ákærðu, sem ég nefni X og Y: „Álit mitt á X er þetta: Hann er illa gefinn, þó ekki fáviti, en hvorki geðveill eða geðveikur. Hann hefur haft heilabólgu, og heilaritið gæti stutt það, en gæti þó einnig bent til vanþroska í heila. Það er um að ræða 17 ára ungling .... Handtaka hans og einangrun og flutningur heiman að, er hann er 14 ára, virðist hafa orðið „komplex“-uppistaða hjá honum, sem hann þó hefur bælt.......... Hann virðist engan eiga að, sem hann vill halla sér upp að, sem sé siðferðilega sterkari en hann..... Mér virðast allar líkur benda til þess, að refsing á venjulega vísu muni verka illa á hann heldur en hitt.“ Um drenginn Y segir yfirlækn- irinn m. a.: ,.... Hann er hvorki fáviti né geðveikur, en geðveill (psycho- path). Hann hefur einkenni um króniska bólgu í taugakerfi. Hann hefur hjartasjúkdóm........ Það er um 16 ára ungling að ræða af mjög brengluðu bergi brotinn.... Hann er „upp á kant“ við alla jafnaldra og eldri' félaga....Vitað er að hann hef- ur verið seinþroska framan af, haft mikla beinkröm, tekið seint tennur, gengið seint, talað seint ...., ekki getað haldið sér hrein- um fyrr en mjög seint og gengið í svefni.... Ofan á þennan seina þroska bætist svo kíghósti.., mislingar, rauðir hundar, hlaupa- bóla, eyrnabólga, miklar tann- skemmdir og blóðnasatilhneig- ing, allt saman fyrir 9 ára ald- ur. Líkamleg rannsókn sýnir að hann hefur hjartakvilla.. .. En meginatriðið virðist þó, að heila- rit sýnir, að hann hefur haft heilasjúkdóm...., og þá senni- lega fengið heilabólgu ofan á upphaflega vannært og síðan seinþroska taugakerfi sitt. Hér er með öðrum orðum um ungl- ing að ræða með félagslegum og siðferðilegum ágöllum .. senni- legt að andlegu ágallarnir mundu fara vaxandi, eftir því sem fé- lagslegar kröfur yrðu meiri til einstaklingsins. Samkvæmt ríkj- andi skoðunum tel ég sennilegt, að líkamlegu breytingarnar séu undirstaða hinna...... Á hinn bóginn get ég ekki ímyndað mér, hvernig refsing eigi að hafa bæt- andi áhrif á hann, svo að nokkru gagni megi koma. Tilfellið er mjög merkilegt og þess virði, að með því sé fylgzt árum saman“. Þessar álitsgjörðir yfirlæknis- ins eru vissulega um margt at- hyglisverðar. Það virðist dómendum þó ekki sýnast, þegar þess er gætt, að í forsendum héraðsdóms er ekki einu orði vikið að rannsóknum læknisins. Fulltrúi sakadómara er stutt- orður í forsendum sínum fyrir dómnum og segir í beinu fram- haldi af' álitsgjörðum.yfirlæknis- ins, að „sannað er, að ákærðu hafa framið brot....“ o. s. frv. Þótti héraðsdómara refsing X hæfilega ákveðin 6 mánaða fang- elsi, en refsing Y eins árs fang- elsi. Báðir eru svo piltarnir svlptir kosningarétti og kjör- gengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga. Hæstiréttur gerði engar at- hugasemdir við héraðsdóm og staðfesti hann hinn 10. janúar 1958. Læknisunsagnar leitað í gildandi refsilögum segir, að þeim manni skuli refsað, sem afbrot fremur, enda þótt hann sé andlega og líkamlega vanþroska eða vanheill...........ef ætla má eftir atvikum og eftir að læknisumsagnar hefur verið leit- að að refsing geti borið árangur“. •Það er augljóst, að dómendur telja refsingu geta borið árang- ur, enda eru báðir unglingarnir dæmdir skilorðslaust í saka- dómi og hæstarétti. M. ö. o. eru hinir ákærðu taldir sakhæf- ir í merkingu þess lagaorðs. Mér sýnist nú samt, að eitthvað sé athugavert við þessa niðurstöðu dómenda, enda þótt enginn vafi leiki á réttmæti dómsins skv. lögum. Ég er að vísu lögfræðingur, en lái mér hver sem vill, þótt ég leyfi mér að lýsa því yfir, að ég yrði alls ekkert hissa á þess- ari spurningu almennings: Hvers vegna var leitað umsagnar geð- sjúkdómalæknis? Og hvers vegna var í engu farið eftir ábending- um læknisins? Dómendur, sem styðja lausn við lög, hafa svarað fyrir sitt leyti. Eitthvað finnst mér samt bogið við þetta mál. Læknirinn, sem inntur er ráða, lætur þess sérstaklega getið um X, að refsing á venjulega vísu muni að hans áliti verka illa á hann heldur en hitt. Læknirinn segist ekki geta ímyndað sér, hvernig refsing eigi að hafa böet- andi áhrif á Y, svo að nokkru gagni megi koma. Tekur lækn- irinn meira að segja fram, að sennilega myndu andlegu ágall- arnir hjá Y fara vaxandi, eftir því sem félagslegar kröfur til hans yrðu meiri. í framhaldi af þessu eru báðir unglingarnir dæmdir til refsivistar. Það er óþægilegt að svara þeirri eðlilegu spurningu leik- manns: Hafa andlegir ágallar Y minnkað í fangelsi meðal ann- arra afbrotamanna, þar sem fé- lagslegar kröfur til Y urðu meiri?!! Réttargæzla og ungmennavernd Ekki fæ ég séð af dómi þess- um, að fulltrúi sakadómara hafi leitað álits eða aðstoðar barna- verndarnefndar, þrátt fyrir ský- laus ákvæði laga um vernd og eftirlit með ungmennum innan 18 ára aldurs. A. m. k. er hvergi getið um það í forsendum fyrir dómnum. Eigi hefur dómarinn! heldur séð neina ástæðu til þess að skipa þessum tveim ungmenn- um réttargæzlumenn eða verj- endur, þó svo sé kveðið á í lög- um um meðferð opinberra mála, að án óskar sökunauts geti dóm- ari gert slíkt, ef sakborningar eru að áliti dómara sérstaklega sljóir eða skilningslitlir, eða und ir 18 ára aldri o. s. frv. Af þessu verður sú ályktun ein dregin, að dómari hafi talið þessi tvö ung- menni, 16 og 17 ára gömul, ein- fær í máli sínu og ekki hafi ver- ið nein ástæða til þess að bjóða þeim aðstoð barnaverndarnefnd- ar eða löghæfra manna, þrátt fyrir ýtarlegar umsagnir yfir- læknis geðsjúklinga. Hæstiréttur sá heldur ekki ástæðu til þess að breyta neinu hér um, því hann staðfesti héraðsdóminn „með skírskotun til raka“ hins áfrýj- aða dóms. Kosningaréttur og kjörgengi Eins og fyrr greinir eru bæðl ungmennin „svipt kosningarétti og kjörgengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga“. Það sakar ekki að geta þess, að hvorugur hinna ákærðu hefur enn fengið þann rétt, sem þeir eru sviptir með dómrum. Þetta atriði er að vísu viðtekin venja dómstóla, þegar dæmt er fyrir af- brot, „sem svívirðileg eru að al- menningsáliti“. Sýnist mér samt eðlilegra að láta það nægja, að svipta ólögráða menn heimild- inni til að öðlast rétt, heldur en með dómi að taka af þeim það, sem ekki er til. Allt eins mætti dæma mann fyrir þjófnað á því, sem aldrei hefur verið, burtséð frá öllum lagaskýringum! Nauðsyn úrbóta og laga- breytinga Almenningur mun vafalaust sjá nauðsyn lagfæringa á slíku dómkerfi, ef svo mætti nefna þessa málsmeðferð unglinganna tveggja. Þykir mér augljóst, að meira þurfi að gjöra hér en bæta aðbúnað dæmdra manna, þó það atriði út af fyrir sig sé aðkallandi. Sýnist mér engin goðgá vera, að inna virðulega þingmenn eftir því hvort ekki sé, eftir atvikum, eðlilegt og sanngjarnt að verða við þeirri kröfu, að endurskoðun fari fram á þeim lagaákvæðum, sem skv. framansögðu virðast gjöra dóm- endum skylt, að dæma 16 og 17 ára unglingsdrengi til allt að eins árs fangelsisvistar meðal harð- sviraðra afbrotamanna m. a. — enda þótt alvarlegar, rökstuddar og ómótmæltar aðvaranir yfir- læknis geðsjúklinga mæli því gegn. Stúlkur — atvinna Tvær duglegar stúlkur óskast í verksmiðjuvinnu að Álafossi. Húsnæði á staðnum. Hátt kaup. Upplýsingar á skrifstofu Álafoss, Þingholtsstræti 2. AUGLÝSING um stjórnarkjör í Sjómannafélagi Reykjavíkur Samkvæmt félagslögum fer fram stjórnarkosning í félaginu að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu frá kl. 13,00 þann 25. nóvember n.k. til kl. 12,00 daginn fyrir aðalfund. Framboðslistar þurfa að hafa borizt kjörstjórn fyrir kl. 22,00 þann 20. nóvember n.k. í skrifstofu félagsins. Framboðslistum þurfa að fylgja meðmæli minnst 100 fullgildra félagsmanna. Reykjavík, ð.nóvember 1958. Trúnaðarmannaráð Sjómannafél. Reykjavíkur. Átakanleg nauðsyn krefur lög- gjafaryaldið aðgjörða! Guöl. Einarsson. Skrifstofa félagsins er flutt í Hafnarstræti 8 Félag íslenzkra stórkaupmanna Heildverzlun óskar eftir unglingsstúlku við símavörzlu og til að vélrita nótur. -— Vinsamleg- ast sendið nafn og heimilisfang í Box 1031, Reykjavík. Einbýlishús í Hafnafirði 2ja hæða einbýlishús, grunnflötur ca. 190 ferm alls, til sölu á mjög góðum stað við miðbæinn. Neðri hæð- in er fullgerð en mest allt efni fylgir til innréttingar efri hæðar. Skipti á 4ra—5 herbergja hæð koma til greina. GUÐJÓN STEINGRÍMSSON hdl., Reykjavíkurvegi 3, Hafnarfirði, sími 50960. Til sölu i Kópavogi Höfum til sölu í Hvömmunum í Kópavogi 100 ferm. hæð, sem er 5 herb., eldhús og bað. Einnig góða 3ja herb. kjall- araíbúð, sem er múrhúðuð með miðstöð. Ibúðirnar geta selzt sitt í hvoru lagi. I. veðréttur í báð- um íbúðunum er laus. FASTEIGNASALA & LÖGFRÆÐISTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl., Agnar Gústafsson, hdl., Gísli G. Isleifsson, hdl. Björn Pétursson: Fasteignasala Austurstræti 14. II. hæð, símar 19478—22870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.