Morgunblaðið - 05.11.1958, Qupperneq 18
18
MORCVNBLAÐIÐ
Miðvik'udagur 5. nóv. 1288
West Bromwick varm Úlfana
Yjrslit leika í ensku deildakeppninni
í knattspyrnu sl. laugardag:
1. deild
Arsenal — Newcastle 3:2
Birmingham — Portsmouth 2:2
Bolton — West Ham 0:2
Burnley — Nottm. Forest 0:2
Everton — Blackburn 2:2
Leeds Utd. — Manchester Utd. 1:2
Leicester — Blackpool 0:3
Luton Town — Aston Villa 2:1
Manchester City — Tottenham 5:1
Preston — Chelsea 2:0
West Brom. — Wolverhampton 2:1
2. deild
Bristol Rovers — Bristol City 1:2
Derby County — Cardiff City 1:3
Fulham — Sheffield Utd 4:2
Ipswich — Charlton 3:1
Leyton Orient — Huddersfield 2:5
Lincoln — Brighton 4:2
Scunthorpe — Barnsley 1:0
Sheffield Wedn. — Rotherham 5:0
Stoke City — Liverpool 0:2
Sunderland — Grimsbv 1:0
Swansea — Middlesbro 5:2
3. deild
Accrington — Q.P.R. 2:4
Bradford C. — Norwich 2:2
Brentford — Colchester 2:1
Chesterfield — Plymouth 1:2
Halifax — Rochdale 2:1
Hull City — Bournemouth 5:3
Mansfield — Stockport 2:1
Newport — Doncaster 3:1
Notts County — Tranmere 1:1
Southampton — Bury 4:2
Swindon — Reading 2:0
Wrexham — Southend 3:1
Á LAUGARDAG var mikið um
óvænt úrslit í ensku deildar-
keppninni. Neðsta liðið Manchest
er City sigraði Tottenham með
yfirburðum — fimm mörk-
um gegn einu. Hægri innherjinn
Barlow sýndi sérstaklega góðan
leik, en hann skoraði þrjú mörk
fyrir City. 62 þús. áhorfendur
voru á leikvelli Arsenal, High-
bury, og sáu mjög skemmtilegan
leik, sem þótti jafnvel svo vel
leikinn, að hann gaf ekki eftir
landsleik Englendinga og Rússa
á dögunum, eða svo tók einn
fréttamanna BBC til orða. Vinstri
útherjinn Henderson skoraði tvö
mörk fyrir Arsenal, Groves skor-
aði það þriðja. Allchurch sýndi
afburðaleik fyrir Newcastle og
skoraði annað markið, en Mc-
Guigan hitt. Ungur leikfnaður,
Gordon Hughes, að nafni vakti
mikla athygli í leik þessum.
f skemmtilegum og vel leikn-
um leik nábúanna West Brom-
wich og Englandsmeistaranna
Wolverhampton, skoruðu „Úlfarn
ir“ í fyrri hálfleik og var Deeley
þar að verki, en í síðari hálfleik
lék WBA mun betur og gerði
hvert áhlaupið af öðru upp hægri
kantinn. Varamarkvörður „Úlf-
anna“. Sidebotham varði mikið
af skotum frá Robson, Kevan og
Horobin, en um miðjan hálfleik-
inn jafnaði Campell fyr-
ir West Brom. og Der-
ek Kevan skoraði sigurmarkið er
tvær mín. voru til leiksloka. —
WBA hefur unnið fjóra síðustu
leikina og er liðið einna sigur-
stranglegast í keppninni. Bolton
tapaði á heimavelli öðru sinni í
haust. Bolton átti þó mikið í leikn
um, en gekk mun verr fyrir fram-
an mark andstæðinganna, en
West Ham. — Síðan Manch. Utd.
keypti hinn dýra leikmann
Quixall hinn 19. sept. hefir félag-
ið ekki unnið leik, en á’laugardag
sigraði M.U. í Leeds og var
Quixall bezti maður framlínunn-
ar. Enda þótt flest ensku blöðin
hefðu spáð Leicester sigri gegn
Blackpool, sá hinn 43 ára „ungi“
Stanley Matthews um að Leicest-
er beið sinn mesta ósigur á heima
velli til þessa. Lék Matthews vörn
Leicester grátt, sérstaklega var
leikur hans goður í síðari hálf-
leik.
Sheffield Wednesday virðist
ætla að leika þann leik enn einu
sinni að vinna sig upp úr annarri
deild eftir að hafa fallið niður
úr fyrstu, árið áður. Þetta hefur
félagið leikið 1951—2 og 1955—6.
Sunderland vann sinn fyrsta sig-
ur um nokkurra vikna skeið, á
kostnað Grimsby. Suður-Afríku-
maðurinn Don Kichenbrand skor-
aði sigurmarkið er sex mín. voru
til leiksloka og margir af áhorf-
endum voru farnir að streyma
út af vellinum. Fimm af neðstu
liðunum í 2. deild unnu sína leiki
á laugardag og er Sunderland enn
í neðsta sæti. Fulham sigraði
Sheffield Utd. — Seint í
fyrri hálfleik missti Stoke hinn
16 ára Bullock út af velli vegna
meiðsla, en leikar stóðu þá 0:0.
Liverpool skoraði tvisvar í síð-
ari hálfleik og Stoke fékk sitt
fyrsta tap á heimavelli á þessu
hausti. Swansea lék sér að Midd-
lesbro, sem hefur ekki unnið leik
síðan í byrjun sept. Mel Charles
sýndi góðan leik og skoraði 3
mörk í síðari hálfleik. Cardiff
— Utan úr heimi
Frn. aí bls 10
tist einnig stefnu hans í þjóðmál-
um öllu fremur en stefnu síns
eigin frambjóðanda.
Sigurinn veitti honum aukinn
styrk og kjark, og er hann tók
við embætti forsetans í annað
sinn, var hann enn staðráðnari en
áður í því að koma fram umbóta-
áformum sínum. Hann kom brátt
á enn strangara eftirliti með
starfsemi járnbrautarfélaganna,
og árið 1906 gengu í gildi lög-
in um framleiðslu matvæla, en
þau bönnuðu notkun hvers kon-
ar skaðlegra efna og gerviefna
við framleiðslu lyfja og niður-
soðinna matvæla.
Áætlun hans um þjóðnýtingu
ófrjórra og þurra landssvæða
hlaut samþykki þingsins. Einn
helzti árangurinn af þessari á-
ætlun var bygging Roosevelts-
stíflunnar í Arizona, sem veitti
vatni úr Saltánni yfir á geysi-
víðáttumikla eyðimörk og gerði
hana að einhverju frjósamasta
húlandi í heimi. í kjölfar þessa
fylgdu margar aðrar stíflur,
sem sambandsstjórnin lét byggja
til áveitu, til varnar flóðum, til
skipasiglinga »g til framleiðslu
raforku.
Árið 1908 kallaði hann alla
fylkisstjóra landsins á ráðstefnu
í Hvítahúsinu, og skipaði hann
nefnd, sem átti að rannsaka og
gefa skýrslu um allar náttúru-
auðlindir Bandaríkjanna. Var
þetta fyrsta rannsókn þessarar
tegundar, sem gerð hafði verið í
nokkru landi.
Hann beitti sér fyrir eflingu
hervarna landsins og áleit, að öfl-
ugar landvarnir væru ein ör-
uggasta leiðin til þess að hindra
það, að stríð brytist út. Hann
hafði mikla þekkingu á hermál-
um, enda skrifaði hann bók um
það efni, sem gefin var út árið
1882. Einnig kom hann betri
skipan á hermál landsins og jók
virðingu og álit hersins inn á
við og út á við.
Roosevelt hafði mikinn áhuga
á alþjóðamálum og gerði sér
grein fyrir skyldu Bandaríkjanna
gagnvart öðrum þjóðum heims.
Árið 1905 hlaut hann friðarverð-
laun Nóbels fyrir starf sitt sem
sáttasemjari í stríðinu milli Jap-
ana og Rússa. í ræðu þeirri, sem
hann hélt við afhendingu verð-
launanna, gerði hann það að til-
lögu sinni, að athugaðir væru
möguleikar á því að stofna þjóða-
bandalag til verndar friðnum.
Hann var einnig fyrstur manna
til þess að senda alþjóða deilu-
mál til úrlausnar alþjóða gjörð-
ardómnum í Haag. Eitt höfuð-
verkefni hans sem forseti Banda-
ríkjanna var að hans dómi bygg-
ing Panamaskurðarins, sem
hófst árið 1904, og var tilgangur-
inn með slíkum skurði að efla
verzlunarviðskipti milli þjóð-
anna.
Þegar komið var að forseta-
kosningum haustið 1908, stóð
Roosevelt á hátindi frægðar og
vinsælda. Hann hikaði þó við að
brjóta þá meginreglu, að enginn
forseti Bandaríkjanna eigi að
gegna embætti sínu lengur en
tvö kjörtímabil. Það er engum
vafa bundið, að hann var fjöl-
hæfastur þeirra, sem setið höfðu
á forsetastóli fram að valdatöku
hans, að Tómasi Jefferson . ein-
um undanskildum. Auk þess var
hann raunsýnn stjórnmálamaður,
eldheitur þjóðernissinni og mik-
ill umbótamaður, sem hafði bæði
þekkingu og baráttuþrek til þess
að koma félags-, efahags- og
stjórnmálum landsins í betra
horf. í ræðu þeirri, sem Eisen-
hower forseti hélt við opnun há-
tíðahaldanna um landið í tilefni
af aldarafmæli Roosevelts, taldi
hann það ekki ósennilegt, að fyr-
irrennari hans hefði önnur og ef
til vill dýpri áhrif á Bandaríkja-
menn í dag en hann hafði á sam-
tíðarmenn sína. Lokaorð hans í
þessari ræðu voru:
„Ættjarðarástin svall í æðum
hans .... Hann var spámaður,
sem áminnti okkur um að upp-
fylla skyldur okkar, ekki aðeins
vegna lands okkar og þjóðar,
heldur vegna þeirra um gervall-
an heim, sem leita stuðnings okk-
ar og hafa trú á framtak okkar og
forystuhlutverk".
City hefur staðið sig vel undan-
farið. Liðið sigraði í Derby og hef
ur unnið 5 af síðustu 6 leikum sín
um. Leyton Orient tapaði illa
heima gegn Huddersfield. Hinn 18
ára Dennis Law, sem leikur v.
innh. hjá Huddersfield vekur
mikla athygli um þessar mundir.
Hann var valinn í landslið Skota
gegn Wales á dögunum og átti
hvað mestan þátt í sigri Skota.
Þrjú lið í 1. deild eru ósigruð á
heimavelli en þau eru Arsenal,
Luton og Blackpool, en Sheffield
Wedn. er eina liðið í 2. deild,
sem ekki hefur tapað heima á
þessu hausti.
1. deild
L U J T M st.
Arsenal 16 9 2 5 44:26 20
Preston 16 8 4 4 30:22 20
West. Brom. ., 15 7 5 3 38:23 19
Luton Town .... 15 6 7 2 28:19 19
W olverhampton 15 8 2 5 32:21 18
Bolton 15 7 4 4 27:20 18
Newcastle 15 8 1 6 33:29 17
West Ham Utd. 15 8 1 6 32:29 17
Nottm. Forest .... 15 7 2 6 28:22 16
Blackpool 15 5 6 4 18:17 16
Blackburn 15 5 5 5 35:27 15
Manchester U. 16 5 5 6 32:27 15
Chelsea 15 7 1 7 36:38 15
Burnley 15 5 4 6 23:23 14
Tottenham 15 5 3 7 34:38 13
Portsmouth 15 4 5 6 26:33 13
Manchester C. 15 4 4 7 26:38 12
Everton 15 5 2 8 27:43 12
Leeds Utd 15 3 6 6 16:25 12
Birmingham .... 15 4 4 7 19:31 12
Aston Villa 16 4 3 9 23:40 11
Leicester 15 3 4 8 24:40 10
2. deild
L U J T M St.
Sheffield Wedn. 15 12 1 2 48:15 25
Fulham 15 11 3 1 43:21 25
Stoke City 16 9 2 5 29:27 20
Bristol City .... 15 9 1 5 36:24 19
Liverpool 15 8 2 5 30:24 18
Bristol Rovers 15 7 3 5 29:25 17
Charlton 15 7 3 5 33:31 17
Huddersfield .... 15 6 3 6 28:18 15
Cardiff City .... 14 7 1 6 25:24 15
Sheffield Utd. 15 5 4 6 22:18 14
Barnsley 15 6 2 7 25:29 14
Swansea Town 14 5 3 6 29:27 13
Leyton Orient 15 4 5 6 22:26 13
Ipswich Town.... 15 5 3 7 21:25 13
Grimsby Town 15 4 5 6 25:34 13
Derby County 16 4 5 7 21:30 13
Middlesbro 15 4 4 7 27:23 12
! Brighton 15 3 6 6 21:39 12
Rotherham 15 4 3 8 19:37 n
1 Scunthorpe 15 3 5 7 20:31 11
1 Lincoln City .... 15 4 2 9 30:35 10
I Sunderland 15 4 2 9 18:3« 10
'Ingi R. Jóhannsson íslandsmeistari í skák tefldi fjölskák á
vegum Heimdallar sl. sunnudag. Sézt hann hér við töflin.
Góður árangur hjá
Fram á liðnu ári
AÐALFUNDUR félagsins var
haldinn 23. okt. sl. og var hann
fjölsóttur. Formaður Fram, Har-
aldur Steinþórsson, flutti skýrslu
stjórnarinnar. Félagsstarfsemi
var mikil, og má þar geta
skemmti- og fræðslufunda, kaffi-
kvölda, borðtennis og skákiðkana.
Þá var á árinu stofnað fulltrúa-
ráð, skipað eldri félagsmönnum.
í tilefni af 50 ára afmæli félags
ins var gefið út afmælisblað, hald
in afmælishóf fyrir eldri og yngri
félagsmenn og einnig fóru fram
afmælisleikir í knattspyrnu og
handknattleik. Þá var Lúðvík
Þorgeirsson, kaupmaður kjörinn
heiðursfélagi Fram. Bárust fé-
laginu margar gjafir og heilla-
óskir vegna afmælisins.
Hingað komu á vegum félagsins
tveir danskir knattspyrnuflokkar.
Unglingalið frá Roskilde Bold-
klub lék hér fjóra leiki, vann tvo
en tapaði tveimur. Úrvalsiið frá
Sjællands Boldspil Union lék
einnig fjóra leiki, vann þrjá en
tapaði einum.
Af ferðalögum má geta þess, að
meistaraflokkur Fram fór til Dan
merkur og lék fjóra leiki á Sjá-
landi, sem töpuðust allir. Þá fór
60 manna hópur úr III. og IV.
flokki til Norðurlands, léku par
7 leiki og unnu alla.
Á afmælishátíð félagsins af-
henti borgarstjóri samþykkt bæj-
arráðs um, að Fram fengi íþrótta-
svæði í Kringlumýri, sem það
hafði sótt um. Endanlegri skipu-
lagningu og holræsagerð á svæð-
inu er ekki lokið á vegum bæjar-
ins, en vænta má, að útmæling
þess fari fram um næstu áramót.
Handknattleiksþjálfari félags-
ins var Tryggvi Malmquist. 8
flokkar tóku þátt í handknatt-
leiksmótum og unnust 5 mót.
A — og B lið II. fl. unnu Reykja.
víkurmót og íslandsmót og B —
lið III. flokks vann Reykjavíkur-
mót. Afreksbikar í. B. R. fyrir
bezta frammistöðu í handknatt-
leik hlaut Karl Benediktsson. Ár-
angur einstakra flokka í hand-
knattleik var sem hér segir:
L U J T Mörk
Meistarafl. karla ... 7 2 9 287- -269
1. flokkur karla ... 4 1 1 68- - 52
II. fl. A karla 7 6 1 0 79- - 46
II. fl. B karla 3 2 I 0 22- - 19
III. fl. A karla 3 1 3 62— - 50
III. fl. B karla 3 0 4 56- - 49
Meistarafl. kvenna . 7 3 2 2 54- - 57
II. fl. kvenna 1 0 7 22- - 61
Alls 63 29 8 26 650— -603
Aðalþjálfarar í knattspyrnu voru
Haukur Bjarnason með eldri
flokkana, en Guðmundur Jóns-
son með yngri. 11 flokkar tóku
þátt í 30 knattspyrnumótum.
Unnu Framarar helming þeirra,
eða alls 15 mót. 7 flokkar unnu
Reykjavíkurmót, 4 flokkar unnu
fslands- eða Miðsumarsmót og 4
flokkar unnu Haustmót. Framar-
ar munu hafa hlotið flest heildar-
stig í öllum flokkum eftir suinar-
ið. Á árinu hlutu Framarar af-
reksmerki K. S. í. fyrir knatt-
þrautir, sem hér segir: 15 brons-
merki og 5 silfurmerki. Afreks-
bikar fyrir góða frammistöðu
hlaut Rúnar Guðmannsson og
III. fl. A hlaut afreksbikar, sem
bezti knattspyrnuflokkur félags-
ins.
Árangur einstakra flokka í
knattspyrnu var sem hér seg'.r:
L U J T St. Mörk Unn. mót
Meistarafl................. 13 6 2 5 14 34—22
I. flokkur.................. 9 4 3 2 11 18— 7 2
II. fl. A.................. 10 5 1 4 11 19—16
II. fl. B................... 6 0 1 5 1 7—16
III. fl. A ................ 14 12 1 1 25 51— 6 3
III. fl. B ................. 6 5 0 1 10 26— 3 2
IV. fl. A ................. 8 6 1 1 13 20— 5 2
IV. fl. B................... 10 9 1 0 19 42— 3 3 *
IV. fl. C .................. 9 1 2 6 4 9—29
V. fl. A................... 12 10 1 1 21 40—11 2
V. fl. B.................... 6 2 1 3 5 7— 6 1
Alls 103 60 14 29 134 273—124 15
Aðrir leikir voru 20 og af þeim
unnust 11.
Að skýrslu stjórnarinnar lok-
inni voru samþykktir reikningar
félagsins, sem sýndu góðan fjár-
hag.
Síðan var kosin stjórn, og skipa
hana þessir:
Haraldur Steinþórsson, for-
maður, Sæmundur Gíslason, vara
formaður, Jón Þorláksson, form.
knattspyrnunefndar, Guðni Magn
ússon, form. handknattleiksnefnd
ar, Hannes Þ. Sigurðursson,
gjaldkeri, Sveinn Ragnarsson,
ritari og Sigurður Hannesson,
fjármálaritari.
í varastjórn eru: Gylfi Hinriks-
son, Björgvin Árnason og Inga
Hauksdóttir.
Evrópumet í tug-
þraut 8042 stig
RÚSSINN Vassily Kuznetsov
setti um síðustu helgi Evrópu-
met í tugþraut. Hann hlaut 8042
stig. Gamla metið átti hann
sjálfur. ---