Morgunblaðið - 09.11.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.11.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 9. nóv. 1958 MORCVNBL4ÐIÐ 3 Frú Guðrún Pétursdóttir áttræð í>EGAR ég nýlega hitti frú Guð- rúnu Pétursdóttur að máli og talið barst að afmæli hennar, sem óðum nálgaðist, en hún lét orð um það falla að sér væri ekkert um það gefið, að mikið veður yrði gert út af þeim degi, gat ég ekki orða bundizt, að kona eins og hún, gæti ekki vænzt þess að henni yrði þegj- andi og hljóðalaust leyft að fylla 8. áratuginn. Menn geta að visu runnið stutt æviskeið, sem er þó auðugra af viðburðum, gleði og sorgum, heldur en annarra á langri ævi. En þegar saman fara svo margir áratugir og óvenju margþætt lífs- reynsla er eðlilegt að samferða- fólkið vilji láta til sin heyra á slíkum tímamótum, og því sendi ég Guðrúnu þessa fátæklegu af- mæliskveðju, sem ég vona að hún misvirði ekki. Guðrún Pétursdóttir hefur lif- að mestu umbrota- og framfara- tímabil í sögu þjóðar sinnar, og þar hefur hún ekki verið hlut- laus áhorfandi. Þrátt fyrir eril- söm húsmóðurstörf og stóran barnahóp, hefur hún óspart var- ið tima og kröftum í þágu áhuga- mála sinna utan veggja heimilis- ins, enda dylst það engum, sem henni kynnist, að hún er óvenju þrekmikil kona. Afskipti hennar af félagsmál- um hófust þegar hún, unglings- stúlka, gerðist einn af stofnend- um Hins íslenzka kvenfélags, sem auk háskólamálsins hafði það á stefnuskrá sinni, að berjast fyrir réttindamálum íslenzkra kvenna, og var þá yngst af félagskonum. Hún hefur haft meiri og minni kynni af öllum þeim konum, sem fremst hafa staðið í baráttu fyrir málefnum íslenzkra kvenna á hennar tíð og hefur þar frá mörgu að segja. Og áhugamálin hafa verið margvísleg: Réttinda- barátta og menntun kvenna, mál- efni heimilanna, líknar- og mann- úðarmál, sjálfstæðisbarátta þjóð- arinnar og íslenzk stjórnmál. Hún hefur sagt mér að allt frá bernsku hafi hún haft lifandi áhuga á almannamálefnum, og á heimili hennar og eiginmanns hennar, hins glæsilega og gáfaða stjórnmálamanns og fræðimanns, Benedikts Sveinssonar, voru hug- irnir opnir og næmir fyrir öllum hræringum í íslenzku þjóðlífi og lítt mun þar hafa gætt hálfvelgju í orði né hugsun í afstöðu til dag- skrármála samtíðarinnar. Mig brestur að vísu kunnug- leika á heimilisháttum og fjöl- skyldulífi hjónanna að Skóla- vörðustíg 11, en hitt leynist, hvorki mér né öðrum, að það hefur verið kjarngott veganesti, sem hin vel gefnu og dugmiklu börn þeirra tóku mei sér úr heimahúsum. Mér hefur ávallt þótt sem Guð- rún Pétursdóttir bæri svipmót kvenskörunga fornsagnanna, heil og sterk í hverju því er hún tek- ur sér fyrir, vinur vina sinna, en líka hörð í horn að taka, ef henni þykir hallað á menn eða málefni, sem standa hug hennar nærri. Þegar ég, sem kynntist henni fyrst persónulega á efrl árum, er að reyna að skapa mér svip- myndir úr lífi hinnar áttræðu vinkonu minnar, verður mér hugsað til þeirra breytinga, sem orðið hafa á lífsháttum þjóðar- innar síðan heimasætan unga úr Engey gerðist um aldamótin vetrarlangt kennslukona norður í Þingeyjarsýslu, á heimili séra Benedikts á Grenjaðarstað, og var 3 vikur að komast frá Reykjavík á áfangastað. Ég sé hana síðar fyrir mér sem kven- réttindakonuna, er gekk hús úr húsi til þess að afla fylgis kvennalistanum, þegar konur fengu í fyrsta sinn kosningarétt og kjörgengi til bæjarstjórnar í Reykjavík, sem húsmóðurina, er í Heimilisiðnaðarfélaginu og Kvenfélagasambandinu hefur beitt sér fyrir velferðarmálum heimilanna. Ég sé hana standa upp á fundi í Kvenréttindafélag- inu og hreyfa því fyrst manna að ekkjum yrði með lögum tryggður réttur til lífeyris með börnum sínum. Ég minnist henn- ar í Mæðrastyrksnefndinni, þar sem hún hefur starfað í nær 3 áratugi að líknar- og réttinda- málum í þágu einstæðra mæðra. Og ég hugsa til konunnar, sem óf frelsisþráð þjóðar sinnar í bláhvítu fánana, sem hún saum- aði með son sinn kornungan í kjöltu sér. Það er orðinn ærinn sjóður minninga, sem Guðrúnu hefur safnazt á langri og viðburðaríkri ævi. Þar skiptast að sjálfsögðu á skin og skúrir eins og gengur. Ég vil færa henni þá afmælis- ósk, að enn megi henni endast heilsa og kraftur til þess að auka við þann dýra sjóð og að miðla öðrum af þeirri auðlegð sinni. Auður Auðuns. ★ Á áttræðisafmæli frú Guðrún- ar Pétursdóttur hvarflar hugur minn til þeirra mörgu ánægju- stunda, sem ég átti á heimili þeirra Benedikts Sveinssonar um áratuga skeið. Persónulega kynntist ég þeim Jarðskjálftakippir á Husavík HÚSAVÍK, 8. nóv. — Jarð- skjálftakippir voru á Húsavík frá því um 4 leytið í fyrrinótt og fram á morgun. Vöknuðu margir Húsvíkingar upp af fasta svefni. Harðasti kippurinn mun hafa verið um kl. 5,30, en síðasti verulegi kippurinn kl. 7,30—8. — Enginn þessara kippa var þó eins snarpur og sá sem kom hér snemma í október. Fréttaritari. hjónum fyrst árið 1927. Á heimili þeirra að Skólavörðu stíg 11 voru umræður um lands- mál og það sem þjóðinni mátti verða til farsældar jafnan efst á baugi. Húsbóndinn, hi» alkunna sjálfstæðiskempa, var ekki myrk ur í máli og svo fróður og sjíemmtilegur 1 viðræðum að af bar. Húsfreyjan hafði margt gott til málanna að leggja og ef um mikilvæg málefni var að ræða, hvatti hún til dáða og fram- kvæmda. Mjög gestkvæmt var á heimil- inu og öllum veittur góður beini. Fóru menn á brott margs vísari og fúsari til baráttu fyrir góðum málefnum. Áhrif heimilis þeirra Bene- dikts og Guðrúnar í sjálfstæðis- baráttu og stjórnmálum þjóðar- innar á þessari öld eru viður- kennd og verða vart ofmetin. Sjálfur tel ég mér það mikla gæfu að hafa kynnzt þeim hjón- um og börnum þeirra. Sendí ég frú Guðrúnu beztu þakkir og kveðjur frá mér og fjölskyldu minni í tilefni af þess- um tímamótum í ævi hennar og innilegustu óskir um gæfuríka framtíð. Loftur Bjarnason. Sr. Guðmundur Guðmundsson, Ufskálum: Guð og keisarinn Matt. 22, 15-22. „GJALDIÐ keisaranum það, sem keisarans er *g Guði það, sem Guðs er“. Þetta svar Jesú var ekki aðeins lausn á þessu ákveðna vanda- máli Gyðingaþjóðarinnar, eða lausn úr þeim vanda, er Farise- arnir hugðust koma honum í með spurningunni: Leyfist að gjalda keisaranum skatt, eða ekki? — heldur felst að baki þessu svari það regindjúp guð- legrar speki, sem alltaf er og verður jafn tímabær hverjir, sem í hlut eiga og við hvaða stjórnskipulag sem þeir kunna að búa. Þannig á sú vizka og sá sannleikur, sem í þessu svari Jesú felst, ekki síður erindi til vor, sem nú lifum og engan keis- ara höfum yfir oss, heldur en til Gyðingaþjóðarinnar fyrir 19 öld- um. Hér er nefnilega um að ræða afstöðu mannsins til yfirvalda og þjóðfélags annars vegar, en til Guðs hins vegar. í frumkristninni var þetta gjarnan mikið vandamál, vegna þess að heiðin yfirvöld buðu kristnum mönnum oft að gjöra það, sem trú þeirra og samvizka Vandað pípuorgel í Hóla- dómkirkju ViÐ messugjörð í Hóladómkirkju sunnudaginn 26. okt. var vígt þar nýtt og vandað pípuorgel, sem ríkisstjórnin hefur hlutast til um að kirkjan eignaðist. Þetta er 12 radda orgel, smíðað af orgelsmið unum I. Starup & Sön í Kaup- mannahöfn. Forstjóri þess, herra Aksel Starup, setti orgelið upp í kirkjunni á sl. sumri. Stendur það við vesturvegg kirkjunnar norðan megin dyra og prýðir mjög hina veglegu dómkirkju. Messugjörðin í Hólakirkju hófst með því, að kirkjuorganist- inn Friðbjörn Traustason lék á gamla kirkjuorgelið fyrsta sálm messunar og kirkjukór Hólasókn ar söng. Þá afhenti prófastur, sr. Helgi Konráðsson, orgelið fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og flutti kveðjur forsætisráðherra og biskups og bar fram blessunar- óskir yfir orgelið, organista og kirkjukór og alla þá, sem eiga að njóta hljóðfærisins í framtíð- inni. Síðan fór messan fram að venjulegum hætti, dómkirkju- presturinn, séra Björn Björnsson, þjónaði fyrir altari og prófastur flutti predikun, kirkjukórinn söng við undirleik á hið nýja, hljómmikla og hljómfagra orgel, en á það lék kirkjuorganistinn Friðbjörn Traustason. Prófastur minntist einnig í ræðu sinni annarrar gjafar, sem Hóladómkirkju barzt þennan sama dag, en það var eintak af hinni nýju ljósprentuðu útgáfu af Guðbrandsbiblíu, gefið kirkj- unni af útgefendum, Hauki Thors og Jakobi Hafstein, til minningar um Guðbrand biskup eins og seg ir í áletrun framan á bókinni. Er þetta 3. -eintakið af þeim, sem tölusett eru. Að lokinni messu flutti Árni Sveinsson bóndi á Kálfsstöðum, formaður sóknarnefndar, ávarp, minntist þeirra, sem beitt hafa sér fyrir þessum gjöfum, og bar fram þakkir til þeirra. Kvað hann gjafirnar bera það með sér, að mönnum þætti ekki annað sæma hinni fornu kirkju en það bezta. Minntist hann einnig Kristjáns Eldjárns þjóðminja- varðar og færði honum þakkir fyrir umönnun og aðhlynningu við kirkjuna, og gat þess sér- staklega, hve ánægt sóknarfólk væri með hitalögn þá, sem nú er búið að setja í kirkjuna, svo að nú er í fyrsta skipti í sögu henn- ar hægt að hita hana upp við messugjörð. Síðan gengu kirkjugestir heim á heimili presthjónanna og þágu þar góðgerðir. Suðurfjarðar- ur a von hrepp á nýjum togara BÍLDUDAL, 8. nóv. — Slátrun er nú lokið á Bíldudal. Slátrað var 4000 kindum, og hefur slát- urfé aldrei verið jafnmargt. Vinnu er nú lokið við Mjólk- árvirkjun. Komu seinustu verka- menn við virkjunina heim í gær. Kvenfélagið Framsókn hélt skemmtun síðastl. laugardag. — Var þar bögglauppboð og dans. Samkvæmt upplýsingum frá oddvita Suðurfjarðarhrepps, er von á togara hingað til staðarins um áramót. Er Suðurfjarðar- hreppur aðaleigandi hans. Standa vonir til að atvinnulíf hér glæð- ist við komu hans. Hreppurinn á fyrir einn 45 lesta bát. Vérður hann sennilega seldmr bráðlega. — H. F. bannaði þeim. Af því leiddi árekstra, er höfðu hinar alvar- legustu afleiðingar. Oss ber því að þakka Guði fyr- ir það, að vér lifum í þjóðfélagi — enda þótt því á ýmsan hátt sé áfátt í trúarlegu og siðferðilegu tilliti — er þó kristið þjóðfélag, þar sem kristin sjónarmið og lífs- viðhorf eru ráðandi og þar sem yfirvöld viðurkenna og virða kostna trú og eru ekki líkleg til að bjóða oss að gjöra það, sem samvizka vor og trú bannar oss. Og þar sem slík yfirvöld eru, ber oss skylda til að sýna þeim hlýðni og hollustu, jafnvel þótt vér séum ekki ánægð með allar þeirra ráðstafanir. Líf kristins manns á jafnan að einkennast af hlýðni, hollustu og trúmennsku við þá, sem yfir hann eru settir, svo framarlega, t.ð honum sé ekki af yfirvaldi boðið að brjóta Guðs vilja. Þetta er að gjalda keisaranum það, sem keisarans er. En hvað er þá það að gjalda Guði það, sem Guðs er? Þetta, að gefa Guði það sem Guði ber, hefur fyrir margan trúaðan mann reynzt mikið vandamál, því að honum er það ljóst, að allt, sem hann á og allt sem hani» hefur: líf, heilsa, ást- vinir og eignir, allt eru þetta verðmæti og gjafir frá Guði. Til þess að geta gefið Guði það sem Guðs er, þarf maðurinn raun- verulega að helga honum allt sitt líf. í frumkristninni drógu menn sig gjarnan út úr hávaða og skarkala heimsins, gjörðust ein- setumenn eða lifðu saman í klaustrum til þess að geta helgað Guði líf sitt ótruflaðir af um- heiminum. En þetta gátu þó alls ekki allir gjört. — Og hver varð þá hlutur keisarans? Varð hann ekki of lítill? — Hið daglega líf kallaði manninn tii starfa í þjóð- félaginu. Því kalli varð hann að hlýða, og dagleg störf tóku upp nær allan hans tíma. En varð þá hlutur Guðs ekki of lítill? — Jú, vissulega. Þannig reyndist það þá í framkvæmdinni ókleift að skipta sér milli Guðs og keisar- ans. Það reyndist ókleift að draga markalínu milli þess, sem keis- aranum bar* og þess, sem Guði bar. En þá kemur Lúther fram og leysir þetta erfiða viðfangsefni, er hann segir: „Þú þarft ekki að skipta þér, því að einmitt úti í heiminum átt þú að þjóna Guði. — Keisar- inn, ríkið, þjóðfélagið, það heyr- ir allt saman til heimi Guðs, þar sem hans þjónusta á að vera unnin. Þú átt að gefa Guði allt. Þá átt þú einnig að gefa honum hversdagsstörf þín. Þú átt að vinna þau sem kristinn maður í trúmennsku við hann. Og þar sem þú vinnur hversdagsstörf þín eftir beztu samvizku, þar ert þú að þjóna Guði. Þetta tilheyrir þeirri þjónustu, sem Guð væntir af þér. Sért þú prestur, þá vænt- ir Guð þess, að þú reynist trúr prestur. Sért þú smiður, þá væntir Guð þess, að þú reynist samvizkusamur smiður. Sért þú móðir og húsmóðir, þá væntir Guð þess, að þú reynist góð móð- ir. Og þú getur aldrei þjónað Guði betur heldur en á þennan hátt“. Því meir sem vér leggjum oss fram í þjónustunni við Guð, því betri þjóðfélagsþegnar verð- um vér. Hver þessi þjónusta við Guð er, það hefur Lúther sagt oss, það eru hversdagsstörf vor. Ef oss er það ljóst, hvað svo sem vér annars kunnum að starfa, að vér erum ekki fyrst og fremst að vinna fyrir menn, ’heldur fyrir Guð og reynum að vinna verkið samkvæmt því, þá kemur ekki nein klofning eða tvískipting í lífi voru til greina. Og afleiðing- in verður sú, að keisarinn, þjóð- félagið, fær af engum mönnum betri þjónustu heldur en einmitt af þeim mönnum er fyrst og fremst vilja, að Guð fái það, sem Guðs er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.