Morgunblaðið - 09.11.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.11.1958, Blaðsíða 1
24 siður Hussein í hjóna- bandshugleiðingum? AMMAN, 8. nóv. (Reuter). — Undanfarið hefur gengið orðróm ur um það, að Hussein Jórdaníu konungur sé í hjónabandshug- leiðingum. í dag var tilkynnt, að hann væri að fara í þriggja vikna leyfi til Svisslands, „sér til heilsubótar“. I fjarveru hans mun þriggja manna ráð gegna störfum kon- ungs. Þegar heimildarmenn, sem eru nátengdir konungsfjölskyldunni, voru inntir eftir því, hvort kon- ungurinn, sem er 23 ára gamall, hefði í hggju að kvænast ungri prinsessu frá írak, var svarið: „Það er ekki útilokað, að ást sé í spilinu". Hussein konungur hefur verið fjarvistum við konu sína Dínu, sem nú dvelst í Kaíró, í rúm tvö ár. Það er haft eftir góðum heim- ildum í Lausanne, að Hussein hafi augastað á 18 vetra prins- essu, Khuzima að nafni, en hún er dóttir Rajihu prinsessu og hershöfðingja í írak. Það er tal- ið öruggt að Khuzima muni koma í fjölskyldúboð hjá kon- ungi þegar hann á afmæli í næstu viku. í konunglegri tilskipan, sem Frh. af bls. 2. Lögreglan i Jóhannesarborg í Suður-Afríku er ekki vönd að meðulum þegar hún þarf að fá blökku- konur til að fara yfir götuna. Á dögunum voru 335 blökkukonur ákærðar fyrir að hafa valdið óspektum 21. október s.l., og í tilefni af réttarhöldunum höfðu nokkrar kynsystur þeirra safnazt saman fyrir utan dómshúsið. Lögregluþjónarnir hófu þegar ákafa barsmíð með kylfum sínum og krumlum, og til að eiga ekkert á hættu beittiu þeir líka táragasi. Enda fór svo að þeim tókst að hrekja konurnar á flótta. Information segir: Lúðvík kom Patursson til hjálpar með tylliloforðum Þriðja tunglflaug Banda ríkjamanna eyddist KAUPMANNAHÖFN, 8. nóv. — Einkaskeyti til Morgunblaðsins. — Ekki er búizt við úrslitum lög- þingskosninganna í kvöld. — „Information“ segir í dag, að úr- slitanna sé beðið með óvenju- mikilli eftirvæntingu. Fyrir tveim mánuðum gerðu menn yfirleitt ekki ráð fyrir, að lögþingskosningarnar yrðu kosn- ingar um samband Danmerkur og Færeyja, en á kosningadaginn voru menn á öðru máli. Sennilega fær hvorki Sam- bandsflokkurinn né Þjóðveldis- flokkurinn meirihluta, en talið er víst, að báðir vinni þessir flokkar á í kosningunum, þótt ekki verði um mikla aukningu að ræða. LONDON, 8. nóv. Reuter—Tveir vísindamenn skýrðu frá því í dag, að skozkir hirtir hefðu fengið geislavirk horn vegna'geislamagn aðs ryks af völdum vetnisspreng- inga. Vísindamennirnir, John Hawt- horn prófessor og dr. Ronaid B. Duckworth, báðir frá Glasgow, sögðu frá því í vikulegu vísinda- tímariti, að hluti af horni, sem tekið var af hirti er skotinn hafði verið á eyju undan austurströnd ★--------------------------★ Sunnudagur, 9. nóvember. Efni blaðsins er m.a. : Bls. 3: Sr. Guðm. Guðmundsson. Guð og keisarinn. — 6: Bókaþáttur: Ofsóttir höfundar (s-a-m). — 8: F'ólk í fréttunum. Skákþáttur. —■ 12: Ritstjórnargreinin nefnist: Ótrúlegt ábyrgðarleysi. Presley og Pat Boon drekka aðeins mjólk (Utan úr heimi). — 13: Reykjavíkurbréf. — 15 og 16: Lesbók barnanna. ★--------------------------★ Hugsanlegar breytingar Breytingar á hlutföllum flokk- anna gætu hins vegar leitt til þess, að grundvöllur fengist fyrir stjórnarsamvinnu Þjóðveldis- flokksins, Fólkaflokksins og Sósíaldemókrata. Það mundi sennilega leiða til harðari sjálf- stæðisbaráttu, en hins vegar mundi það binda hendur Erlend- ar Paturssonar. Krafan um sambandsslit ekki eins eindregin Krafan um sambandsslit virð- ist ekki eins eindregin og áður. Blaðið bendir á þau ummæli Paturssonar, að Færeyingar geti fengið sérréttindi innan fiskveiði takmarka íslands, ef þeir vísi á Skotlands, hefði verið svo geisla- virkur, að hann tók mynd af sjálfum sér á röntgenfilmur. Vísindamennirnir sögðu, að hornin af hirtinum sem var skot- inn í fyrra, hefðu að geyma ellefu sinnum meira magn af geisla- virku Strontium en horn á hjört- um, sem skotnir voru á sömu slóðum árið 1952. Þeir sögðu ennfremur, að Strontium 90, sem sezt að í bein- um allra manna og dýra er gleypa geislavirkt ryk, hefði eink um safnazt í horn hjartans vegna þess að þau vaxa svo ört. Ennfremur er þess að gæta að villtir hirtir halda sig einkum á hásléttum þar sem mikið magn af regni leiðir af sér meira magn af geislavirku ryki en víða ann- ars staðar. Dagsbrúnoglðja tefla í dag í DAG kl. 2 e. h. munu félagar í Dagsbrún og Iðju halda skák- mót í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. Verður þar teflt á 30 borð- um. Öllum er heimill aðgangur. bug samningum við Breta. Bend- ir blaðið á, að í kosningabarátt- Framh. á bls. 2. Einar Blechingberg — njósn- aði fyrir Pólverja Kaupmannahöfn, 8. nóv. — NÁKVÆMLEGA hálfu ári eftir að Einar Blechingberg, starfs- maður í utanríkisþjónustu Dana, var handtekinn fyrir að lána leyniskjöl sendiráðsins í Bonn. sendi ríkissaksóknarinn, H. OI- afsson, dómsmálaráðuneytinu á- kæruskjalið. Hækkerup, dóms- málaráðherra, mun síðan skera úr því, hvernig málsókninni gegn Blechingberg skuli hagað. Ekki er búizt við að ráðherr- ann geti lagt fram úrskurð sinn fyrr en eftir svo sem tvær vik- ur, þar eð málið er mjög víð- tækt. Sérfræðingar dómsmála- ráðuneytisins munu fara vand- lega yfir ákæruskjalið, og auk þess mun Jens Otto Krag utan- ríkisráðherra leggja fram sín sjónarmið. 16 ár eða lífstið Þar sem Blechingberg hefur LONDON, 8. nóv. — Reuter. — Moskvu-útvarpið sagði í dag stuttlega frá þriðju misheppnuðu tilraun Bandaríkjamanna til að senda eldflaug til tunglsins. — Síðast í fréttatíma sinum sagði það frá því, að eldflauginni hefði verið skotið á loft, en síðan hefði hún eyðzt. Eftir að þulurinn hafði lesið fréttina sagði hann: „Eldflaugin komst aðeins í 3534 kílómetra hæð. Eins og kunnugt er, mistókust líka tvær fyrri til- „Monty44 gengur ekki á hólm LONDON, 8. nóv. — Eins og skýrt var frá í fréttum, skoruðu tveir ftalir Montgomery mar- skálk á hólm fyrir ummæli hans um ítalska herinn í endurminn- ingum hans. Montgomery, lem er kominn til ára sinna, hugsar sér ekki að verða við áskoruninni. Hann sagði í gær: Ég á ekki einu sinni skammbyssu lengur. Og auk þess held ég að einvígi séu bönnuð í Englandi. Jafnskjótt og hin formlega áskorun berst mér, ætla Iég að setja hana í gler og ramma og festa hana upp á vegg hjá mér. játað flestar þær sakir, sem á hann voru bornar, er búizt við að farið verði með málið sem svokallað „játninga-mál“. Það verður tekið fyrir í borgarrétti. Blechingberg verður ákærður fyrir njósnir í þágu erlends rík- is og getur þá hlotið allt að 16 ára fangelsi, sé farið eftir fyrstu grein laganna um njósnir, en lífs- tíðarfangelsi sé farið eftir ann- arri grein þeirra, en þar er fjall- að um njósnir sem stofna öryggi föðurlandsins í hættu. Dómsmála ráðherrann sker úr því, undir hvora grein hegningarlaganna mál Blechingbergs komi. Ekki hefur enn verið látið neitt uppi um það, fyrir hvaða land Blechingberg stundaði njósnir en góðar heimildir herma að hann hafi staðið í sam- bandi við pólsku njósnaþjónust- una. raunir Bandaríkjamanna til að senda eldflaug til tunglsins, sú fyrri 16. ágúst, sú síðari 11. okt.“ Brezkir og bandarískir vísinda- menn í risastjörnuturninum í Jodrell Bank komu sem snöggv- ast auga á eldflaugina, áður en hún brann til agna yfir Mið- Afríku austanverðri. Radíókíkirinn í Jodrell Bank náði sambandi við eldflaugina 13 mínútum eftir að henni var skotið á loft frá Cape Canaveral í Flórída, en missti aftur af henni nokkrum mínútum síðar. A. C. B. Lovell prófessor, yfir- maður stjörnuturnsins í Jodrell Bank, sagði að eldflaugin hefði birtzt þremur mínútum of seint, svo greinilega hefðu orðið ein- hver mistök í sambandi við send- ingu hennar. Listkynning Mbl. UM þessa helgi hefst sýning á málverkum eftir Jóhann Briem í sýningargluggum Morgunblaðs- ins. — Óþarfi er að fara mörgum orð- ! um um listamanninn Jóhann Briem. Hann hefur um langt skeið verið landskunnur málari og staðið framarlega í félagsskap listmálara. Að þessu sinni sýnir hann 8 olíumálverk, er hann hefur mál- að á þessu ári. Myndirnar heita: Blágrýti, Grámann, Á heimleið, Grindverk, Gult tungl, í hlað- i varpanum, Stelpa að gefa hænsn- um og Blágrýti. Myndirnar eru allar til sölu. Strontium 90 í hjartar hornum *>--------------- i Danski njósnarinn Blechingberg hefur játað á sig sakir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.