Morgunblaðið - 09.11.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.11.1958, Blaðsíða 13
Sunnudagur 9. nóv. 1958 MORCVNBLAÐIÐ 13 Er ekki eitthvaS ónáttúrlegt við það, að ég sé að hanga hér niðri á bryggju með hendur í vösum? sagði Jóhannes Kjarval, er hann varð þess var að ljósmyndari Mbl. var kominn þar til þess að taka mynd af uppskipun á karfa. — Þú spyrð hvers vegna ég stari svona á fuglinn, sagði hann ennfremur . . . ja, fuglana. Það er vert að lifa lífinu til þess eins að fá að sjá fuglana, ekki sízt veiðibjölluna — hún er svo tignarleg. REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 8. nóv. Höfundur Njálu í Reykjavíkurbréfi hefur áð- ur verið minnzt á Njálurann- sóknir Barða heitins Guðmunds- sonar og kennint'ar hans um höfund þessarar víðfrægustu Is- lendingasögu. Ritgerðir Barða um þetta höfðu birzt á víð og dreif, og var erfitt að afla sér þeirra allra. Því miður entist Barða ekki aldur til að gera úr þeim öllum eitt heildarrit, svo sem hugur hans stóð til. Nú hef- ur bókaútgáfa Menningarsjóðs látið framkvæma þetta þarfa verk og gefið út undir heitinu: Höfundur Njálu. Þessar ritgerðir eru nýstárleg- ar og um margt hið merkasta, sem skrifað hefur verið um Is- lendingasögur af okkar kynslóð. Barði leiðir að því óyggjandi rök, að sögurnar, a. m. k. sumar, eru skrifaðar undir rikum áhrifum samtímaatburða. í leit sinni að höfundi Njálu virðist hann að vísu stundum vera um of fyrir- fram sannfærður og miða rök- semdafærsluna við það. Hann færir þó svo mörg rök að máli sinu, að harla ósennilegt sýnist, að um hreina tilviljun sé að ræða. Úr því fæst e. t. v. aldrei skorið. Fróðlegt væri samt, ef kannað væri, hvort hliðstæð rök mætti telja fram fyrir því, að einhver annar en Þorvarður Þór- arinsson væri höfundur Njálu. Kann þó að vera að þetta sé óvinnandi verk. Varnarrit Barði heldur því fram, að Njála og a. m. k. Ljósvetninga- saga séu skrifaðar sem eins kon- ar varnarrit, að nokkru gegn ásökunum, er fram hafi verið bornar gegn höfundunum í öðr- um samtímaritum, sem nú eru hluti Sturlungu. Þessu til and- svara er það, að svo virðist sem miklu hægara hefði ver- ið fyrir þessa menn að skrifa sjálfir eða láta skrifa rétta frásögn frá þeirra sjónar- miði um það, sem gerzt hafði í þeirra eigin lífi, heldur en að svara í formi eins konar lykilsskáldsögu, eins og Barði telur, að þeir hafi gert. Hætt var við, að þær afsakanir færu fyrir ofan garð og neðan hjá flestum. Enda varð sú raunin á, þar sem engum hefur til hugar komið þessi skýring á íslendingasögum, svo að kunnugt sé, fyrr en Barða Guðmundssyni, sem að vísu hef ur um þetta ritað af mikilli skarp skyggni. Sumar ályktanir Barða og rök eru ef til vill hæpin, en eftir skrif hans verða ís lendingasögur aldiei skoðaðar í sama ljósi og áður. Áfellisrit Menn verða ætíð að hafa í huga, að þó að rit sé hlutlaust á ytra borði og virðist geyma áreið- anlega frásögn, þá er það oft meira og minna litað af fordóm- um höfundarins. Svo er t. d. um hina ágætu ferðasögu skozka prestsins Hendersons, sem ferð- ast hér um 1815 í erindum Biblíu- félagsins brezka. Svo sem kunn- ugt er var ferðabók hans gefin út í fyrra í íslenzkri þýðingu eftir Snæbjörn Jónsson og var að henni mikill fengur. Þar má margt læra um íslenzkt þjóðlíf og staðhætti á fyrri hluta 19. aldar. En ef betur er að gáð, er margt sem í bókinni segir, mjög litað af fordómum höfundar gegn merkasta íslendingnum, sem þá var uppi, Magnúsi Stephensen, dómstjóra í Viðey. Óvild höfund- ar til Magnúsar sprettur af ger- ólíkum trúarskoðunum þeirra. Að Magnúsi sjálfum er lítt vikið berum orðum og hefur hann samt bersýnilega lagt sig fram um að gera hinum skozka presti greiða. Henderson sér flest það, sem Magnús hefur gert, í ljósi andúðarinnar. Sá ljómi, sem Henderson hyggur að hafi verið yfir Alþingi um það bil, sem það var lagt niður, var t. d. því miður fyrir löngu úr sögunni áður en Magnús Stephensen kom til. Enda var Alþingi endurreist í allt öðru formi en verið hafði, og íslendingum hugþekkara. Um 1840, þegar Kristján konungur VIII heimilaði endurreisn. þings- ins, kom engum íslendingi til hug ar að leita fordæmis til þess þing- halds, sem verið- hafði á seinni hluta 18. aldar. Vakin er athygli á þessum van- kanti á heimildagildi ágæts rits, vegna þess að það minnir okkur á, hversu mikla varúð verður að hafa, þegar frásagnir eru lesnar. Ætla mætti, að það væri með ólíkindum, að frásögn ágæts er- lends manns væri mjög hlutdræg af atburðum, sem honum koma í rauninni ekkert við. Enn í dag sjáum við þó, hvernig frásagnir erlendra blaðamanna af atburð- um hér mótast af þeim, sem þeir hafa haft tal af. Or því að minnzt er á bók Hendersons er rétt að vekja at hygli á, að a. m. k. í íslenzku þýðingunni er ruglað saman Stefáni amtmanni Thorarensen á Möðruvöllum og frænda hans, Bjarna Thorarensen skáldi, sem þá var dómari í Reykjavík og varð ekki amtmaður á Möðru- völlum fyrr en löngu slðar. Kosningar í Bandaríkjunum Almennt hafði verið búizt við sigri demókrata í kosningunum í Bandaríkjunum sl. þriðjudag. Sigurinn varð þó meiri en ætlað hafði verið. Hann má þó ekki eingöngu dæma eftir því, hversu marga fulltrúa hver um sig fékk kosna, heldur eftir at- kvæðamagninu í heild. Ástæður fyrir ósigri repúblik ana eru margar. Hin alvarleg asta er sú, að Bandaríkjaþjóðin sjálf finnur, að hún hefur ekki haft svo styrka forystu siðustu árin, sem nauðsynlegt hefði ver- ið. Af þessu hefur svo leitt, að Bandaríkin hafa ekki í samskipt um þjóðanna reynzt til fulls vaxin forystuhlutverki sínu. Þótt Eisenhower forseti sé prýðismað- ur, þá hefur hann ekki reynzt mikill stjórnmálaforingi, enda hefur heilsu hans verið um of ábótavant. Auðvitað voru það glæfrar að pína mann, sem fyrir jafnalvarlegu áfalli hafði orðið, til framboðs á ný. Það gerðu repúblikanar fyrir tveimur ár um og verða nú að taka afleið- ingunum af sigri sínum þá. Veik stjórn Því miður eru miklar horfur á, að svo veik og reikul sem for ysta Bandaríkjanna hefur verið að undanförnu, verði hún sízt styrkari næstu tvö árin. Aukinn meirihluti andstæðinga Eisen- howers á þingi gerir alla með- ferð mála mun erfiðari en áður. Þarna kemur fram einn höfuð- veikleiki stjórnarskipunar Bandaríkjanna, sá, að ríkisstjórn- in kann að vera í algerri and stöðu við þingmeirihluta. Slíkt hlýtur ætíð að lama stjórnar athafnir og hafa margvíslegar hættur í för með sér. Það er engan veginn að ástæðulausu, að margir Bandaríkjamenn telja að stjórnmálum væri mun betur komið þar í landi, ef þeir hefðu þingræði að brezkum sið. Þá væri tryggt, svo sem verða má, að þing og stjórn héldu í sömu átt en ekki sitt hvora, eins og nú blasir við í Bandaríkjunum. Orrusta auðmanna Viðbúið er, að Eisenhower hafi beðið enn meiri hnekki við kosn- ingaúrslitin en ella, vegna þess að hann tók virkari þátt í kosn- ingabaráttunni til styrktar flokki sínum en hann hafði ætlað. Hann hefur annars lagt á það áherzlu, að vera forseti allrar þjóðarinn- ar, en ekki eins flokks. Með bar- áttu sinni nú, sem sennilega hef- ur verið óumflýjanleg, tengdi hann nafn sitt óumdeilanlega við ósigur flokksins. Svipað er um Nixon varaforseta. Hann er helzti baráttumaður flokks síns. Fyrir baráttuhuginn fær hann aukna virðingu ýmissa, einkum ákveðinna flokksmanna, en þeg- ar illa gengur, þá er oft þeim, er mest hafa lagt sig fram, helzt kennt um ófarirnar. Slíkt er þakklæti heimsins. Sá maður, sem mest hefur aukið veg sinn í þessum kosn- ingum, er Nelson Rockefeller, er kosinn var ríkisstjóri í New York. Rockefeller er sjálfur með allra ríkustu mönnum, sonarson- ur þess, sem á sínum tíma var talinn auðugastur allra, er þá voru uppi. Hann keppti við mann, sem einnig er stórríkur, núverandi ríkisstjóra, Harri- mann. Sá erfði stórfé eftir föður sinn, sem auðgaðist mjög á járn- brautum, þar sem upphaf auðs | Rockefellers-fjölskyldunnar er olíuvinnsla, svo sem kunnugt er. Atkvæðaseðillinn auðnum meiri Áður fyrri þótti það mjög til trafala í kosningum þar vestra að vera svo stórauðugur sem þess ir tveir frambjóðendur í New York ríki. Nú var sá kosinn, sem talinn hefur verið auðugri. Er þar um slíkt auðsafn að ræða, að við íslendingar getum lítt gert okkur grein fyrir. En þrátt fyrir auð sinn hafa þessir menn helg að líf sitt að verulegu leyti al- mannaþjónustu. Kunnugir menn vestra töldu, að fólkið nyti þess, að auðjöfrarnir sæktu stöður og virðingar undir atkvæði þess. Með því væri á áþreifanlegan hátt sýnt, hver færi með úrslita- völdin í þjóðfélaginu. Fyrsta nýmælið Alþingi hefur nú setið í fjórar vikur. I upphafi þingsins var lagt fyrir það frumvarp til fjár laga. Það fullnægði þó engan veg inn skýlausum fyrirmælum stjórnarskrárinnar um hvert efni fjárlagafrumvarps skyldi vera. Eins og á stóð hefði þess vegna farið betur á því, að láta vera að flytja frumvarpið og sýna ekki þær einskisverðu rytjur af fjár lagafrumvarpi, sem Eysteinn Jónsson bauð Alþingi upp á. Því næst flutti stjórnin fjögur frum- vörp, um endurnýjun á gömlum sköttum. Önnur frumvörp af hálfu stjórnarinnar sáust ekki fyrr en í fjórðu viku þinghaldsins. Þá var útbýtt frumvarpi til laga um veitingasölu, gististaðahald o. fl. Það er að visu flutt af samgöngu- málanefnd neðri deildar, en eftir beiðni samgöngumálaráðuneytis- ins. Þetta frumvarp er því fyrsta nýmælið, sem Alþingi var sýnt af hálfu V-stjórnarinnar á fjög urra vikna setu þingsins. Óneitanlega er þó mesta nýja- brumið farið af frumvarpinu því þetta er sama frumvarpið og lagt var fyrir Alþingi í fyrra og neðri deild samþykkti þá lítt breytt, en efri deild felldi. Sjálft er frumvarpið ekki samið að til hlutun V-stjórnarinnar, heldur er skýrt frá þvi, að það hafi gert milliþinganefnd, sem þáverandi samgöngumálaráðherra hafði skipað árið 1949. Um undirbúning málsins fyrir Alþingi nú segir þetta í greinar gerðinni: „Greinargerð milliþn., sem samdi frv. um þetta efni 1949, er birt hér óbreytt sem fylgiskjal til skýringar á málinu, þó að til- vitnanir í fylgiskjalinu í ein stakar greinar eigi ekki að öllu leyti við þetta frv.“ Geta menn hugsað sér meiri amlóðahátt en þennan? Um und- irbúning þessa fyrsta eiginlega stjórnarfrumvarps fyrir Alþingi er hirðuleysið svo mikið, að ekki er skeytt um að færa gamla greinargerð til samræmis við frumvarpið, eins og það nú ligg- ur fyrir! Ekkert virðist vera svo lítið, að V-stjórnin reyni ekki að gera það verr en nokkru sinni áður hefur verið gert. Á 28. degi Á hinum tuttuguasta og átt- unda degi þinghaldsins bætti stjórnin svo við tveimur málum. Hið fyrra var tillaga um stað- festingu á samningi milli Norður- landanna um samvinnu um fræði leg atómvísindi. Hið seinna var um breytingu á þingsköpum. Efni þess frumvarps er að af- i nema þriggja manna undirnefnd- ina, sem utanríkismálanefnd á að kjósa í því skyni .að vera ríkis- stjórninni til ráðuneytis í utan- ríkismálum. Sú nefnd hefur ekki fengizt kosin síðan V-stjórnin tók við völdum og hefur utan- ríkismálanefnd þar með verið gerð óstarfhæf, því að hún hefur ekki fengizt sett löglega á lagg- irnar. Þvílík vinnubrögð eru fá- heyrð. Út í frá hefur þessi framkoma verið notuð til að -.elja erlendum valdamönnum trú um, að komm- únistar fengju ekki að koma nærri utanríkismálum. Svo sem meðferð landhelgismálsins bezt sýnir er þar um algera blekk- ingu að ræða. Afleiðingin hefur þvert á móti orðið sú, að ekki hefur verið haft eðlilegt — og oftast ekki neitt — samráð við Sjálfstæðisflokkinn um þessi mál. Hafa beinlínis verið brotin lög til að geta haldið því athæfi uppi, og mun sú framkoma gagn- vart stærsta flokki þjóðarinnar, öruggustu stoð lýðræðis í land- inu, vera einsdæmi meðal frjálsra þjóða. Hvað vakir fyrir stjórninni með lagabreytingunni nú er ekki glöggt, en mun væntanlega skjótt koma í Ijós. y „Ohappamenn“ Þó að V-stjórnin óvirði Alþingi með því að leggja engin raun- hæf verkefni fyrir það, skilst manni, að sjálf sé stjórnin að bisa við einhverjar bollalegging- ar. Mjög munu þær þó vera á reiki ennþá. En Hannibal Valdi- marsson var sendur út af örkinni til að boða hina gömlu hugmyjid sína, Hermanns, Eysteins og Gylfa, frá í vor, að svipta laun- þega með öllu frekari vísitölu- uppbótum. Þennan boðskap flutti Hannibal á þingi vörubílstjóra fyrri laugardag. Frá honum var sagt í Morgunblaðinu, en þá brá svo við, að Þjóðviljinn hélt því fram, að Hannibal hefði aldrei sagt það, sem fjöldi manns hafði hlustað á með eigin eyrum. E. t. v. hafa undirtektirnar verið slík- ar, að skynsamlegra þyki að láta svo sem þetta hafi aldrei komið til mála. Lúðvík Jósefsson hefur aftur á móti boðað það, að reynt yrði að koma í veg fyrir vísitöluhækkurv með miklum, auknum niður- greiðslum og minniháttar eftir- gjöfum af hálfu launþega og bænda. í þeim tillögum fólst, að skorn- ar yrði niður að verulegu leyti fjárveitingar til verklegra fram- kvæmda úti um land. Ekki hefur Tíminn enn tekið til berra orða um þær hugmyndir, en skrifar þó á föstudaginn vítur á þá, sem vilji draga úr fjárfestingu úti um land og kallar þá „óhappamenn“. „Ástandið nákvæmlega eins“ Svipaðar hugmyndir og Lúð- víks voru settar fram í Al- þýðublaðinu sl. miðvikudag. Ekki hafði blaðið þó kjark til þess að segja hvaðan þær hugmyndir væru runnar, heldur tók berum orðum fram: „Ekki er blaðinu kunnugt um, hvaðan þessar tillögur eru upp- runnar né heldur hvort þær eiga nokkru fylgi að fagna“. Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.