Morgunblaðið - 09.11.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.11.1958, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. nóv. 1958 muintMðfrife Utg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuð; innanlands. I lausasölu kr. 2.00 eintakið. ÓTRÚLEGT ÁBYRGÐARLEYSI FYRIR kosningar 1956 var stærsta bomban hjá Hræðslubandalaginu og kommúnistum, að ef að þeir kæm ust til valda skyldi bandaríska varnarliðinu verða vikið úr landi og herverndarsamningurinn ekki endurnýjaður. Ályktunin frá 28. marz 1956, sem Hræðslubanda- lagsflokkarnir og kommúnistar stóðu fyrir að Alþingi gerði, var helzta kosningaplagg allra þess- ara flokka. Og fyrir kosningarn- ar sóru stjórnarflokkarnir enga eiða dýrari en þá, að nú skyldi varnarliðið fara úr landi. Ekki hafði þó ríkisstjórnin set- ið nema nokkra mánuði, þegar aftur var gengið til samninga við Bandaríkjamenn og varnar- liðið situr enn, eins og kunnugt er, í landinu. Allir þessir dýru eiðar voru rofnir. Þegar ríkis- stjórnin var að rökstyðja, hvers vegna hún hefði snúizt svo ger- samlega við í málinu, varvísaðtil þess, að ástandið í heimsmálun- um væri ískyggilegt og ófriðar- hættan svo mikil að ekki væri gerlegt að hafa ísland varnar- laust. Á þetta var lögð áherzla og í ræðum forsætisráðherra og utanríkisráðherra kom það fram, að stjórnin stæði óskipt að þess- ari ákvörðun. Enda hafði það líka komið fram í Þjóðviljanum, að fulltrúar kommúnista í ríkis- stjórninni ættu einnig hlut að samningaumleitunum við Banda- ríkjamenn, sem leiddi til þess að varnarliðið sat áfram. Þannig bera allir stjórnarflokkarnir ábyrgð á því, að þessi ákvörðun var tekin og allir hafa þeir þá líka samþykkt þann rökstuðning, sem lýst er hér á undan, um ófriðarhættu og ískyggilegt heimsástand. ★ Þessi mál komu nokkuð til um- ræðu í bæjarstjórn Reykjavíkur á dögunum í sambandi við til- lögu, sem einn af fulltrúum kommúnista flutti um að leggja loftvarnir í Reykjavík niður. Borgarstjórinn, Gunnar Thorodd sen, tók fram að ráðstafnir vegna ófriðarhættu væru fólgnar í tvennu, hervörnum annars vegar og borgaralegum vörnum, eða sérstökum öryggisráðstöfunum ir almenning. Eins og áður er sagt taldi ríkisstjórnin árið 1956 ástandið svo ískyggilegt, að nauð synlegt væri að hafa hervarnir. En á sama ári, þegar stjórnin lagði fram fyrsta fjárlagafrum- varp sitt, var fellt niður allt framlag til hinna borgaralegu varna. Þar með var því lýst yfir af hálfu ríkisstjórnarinnar, að hún vildi ekkert leggja til þess að líf og heilsa hins almenna borgara yrði verndað, ef til striðs kæmi. Að áliti stjórnarinn- ar var nauðsynlegt að hafa hér erlendan viðbúnað vegna ískyggi legs ástands, en á sama tíma vildi hún ekkert gera til þess að vernda sjálfa borgara landsins fyrir ósköpum styrjaldar. Eins og borgarstjóri tók fram, eru í öllum löndum hér í kring- um okkur, bæði hervarnir og einnig öryggisráðstafanir fyrir borgaranna. Engin ríkisstjórn í nágrenni okkar, leyfir sér það skeytingaleysi og ábyrgðarleysi að hugsa alls ekkert um líf og velferð borgaranna, ef til styrj- aldar kynni að koma. Fyrst ástandið er svo ískyggilegt að dómi ríkisatjórnar íslands; að hér verður að hafa erlendan her til að verja landið hvað er þá um líf og heilsu borgaranna? Er þá ekki líka ástæða til þess að gera ráðstafanir til þess að vernda almenning? ★ Stundum hefur þvi verið fleygt að vígvélarnar væru nú orðnar svo magnaðar, með tilkomu kjarnorkuvopnanna, að öryggis- ráðstafanir væru þýðingarlausar. Þetta er mikil villa og hættuleg. Á s.l. ári kom hingað sérfræðing- ur Atlantshafsbandalagsins í loftvörnum og öðrum borgara- legum öryggisráðstöfunum ef stríð skellur á og kvað hann rösk lega niður þennan draug og las borgarstjóri upp á bæjarstjórnar fundinum úr álitsgerð þessa sér- fræðings, þar sem hann taldi að almenningsvarnir í kjarnorku- styrjöld væru sjálfsagðar og ófor svaranlegt annað en að hafa eins fullkominn viðbúnað og unnt er Þrátt fyrir það, þó það væri álit í hverju landi gegn slíkum voða. manna innanlands og utan, að hafa bæri öryggisráðstafanir og álit þessa sérfræðings lægi fyrir, þá lét ríkisstjórnin ekki segjast og felldi einnig niður á gildandi fjárlögum allt framlag til borg- aralegra varna í landinu. ★ Kommúnistum er vel vært, þó ísland sé óvarið. Það er þeirra stefna, þó þeir hafi kvikað frá henni í varnarmálunum nú og gertsamning við Bandaríkja- menn, ásamt hinum stjórnar- flokkunum, Kommúnistar vilja hafa ísland óvarið, þannig að kommúnistiskur árásaraðili, hver svo sem hann er, eigi hægt með að hremma ísland. En kommún- istar vilja meira, þeir vilja einnig að hér séu engar borgaralegar varnir. Þeir láta sig engu varða líf og heilsu almennings ef til styrjaldar kemur. í fljótu bragði gæti slíkt ábyrgðarleysi virzt ótrúlegt, en vilji kommúnista kemur glögglega fram, þegar einn af fulltrúum þeirra leggur til, að gera að engu þær ráðstaf- anir til varna, sem þegar hafa verið gerðar hér í landinu. ★ í sambandi við þessi mál hefur það oft komið fram af hálfu kommúnista, að ófriðarhættan stafi af því, að hér sé erlendur her í landinu. Ef ísland væri hlut laust, ef það væri „friðlýst land“, eins og sumir kommúnistar kalla það, þá væri hér engin hætta á ferðum. En það er hægt að telja upp dæmin frá Eystrasaltslönd- unum, sem voru hlutlaus og frá Finnlandi, sem var hlutlaust, Danmörku, og Noregi, sem líka voru hlutlaus, en öll þessi ríki urðu fyrir heiftarlegum árásum hernaðarþjóða, þvert ofan í griða sáttmála og hlutleysisyfirlýsing- ar. Hið sama gæti auðveldlega komið fyrir ísland og fslendinga. Seinasta styrjöld gerði út af við hina svokölluðu hlutleysisstefnu Vesturlanda að fullu og öllu og það er ekki trúlegt að sú stefna vakni nokkurn tíma upp aftur nema þá hjá þeim mönnum, sem hafa þá hugsun að vilja ofur- selja land sitt erlendum óvætt- um, sem kynnu að vilja seilast eftir því. jaWUTAN ÍIR HFJMl I Presley og Pat Boon drekka aðeins mjólk ÞAÐ er sagt, að hvergi í heimi sé alls kyns klúbbalíf auðugra og fjölbreyttara en í Bandaríkjun- um. Margir þessara klúbba eru hálfgerðar dægurflugur, spretta upp eins og gorkúlur — vegna aðdáunar fólks á einhverjum leikara eða dægurlagasöngv- ara, sem líka hefur sprottið Presley getur kysst hverja sem er upp eins og gorkúla. En, þegar allir verða leiðir á þessum per- sónum, lognast klúbbarnar út af og nýir eru stofnaðir vegna ein- hverra spánnýrra söngvara, sem síðar hafa sprottið upp. • • • Einn frægastur þessara klúbba — og sérstæðastur — er James Dean-klúbburinn, sem starf- ræktur er í fjöldamörgum deild- um í Bandaríkjunum og utan þeirra. James Dean var kvik- myndaleikari er lézt fyrir nokkru í bílslysi. En aðal-og reyndar eina markmið klúbbanna, sem bera nafn hans — er að neita því að hetjan sé látin. Mun sára- lítill árangur hafa orðið af þess- ari göfugu baráttu enn sem kom- ið er, en til þess að halda vonar- neistanum í þorra manna hefur klúbburinn gefið út alls kyns myndir og gripi, merkta James Dean. • • • Þá er Brynner-klúbburinn víð- frægi. Ekki er hann af verri end- anum. Yul Brynner er annar kvikmyndaleikarinn, eins og kunnugt er. Hann vann sér það til frægðar og hylli, að láta krúnuraka sig og sýna á sér skall ann frá öllum hliðum. — Streymdu aðdáendur hans nú til rakara og fóru að dæmi kappans og síðan spruttu klúbbarnir upp einn af öðrum. Meðlimirnir hétu því að láta eigi hár á höfði vaxa og rakarar undu vel við. Fundir voru miklir og fjölmennir, þang- að komu stórir og smáir skallar til þess að sýna sig og sjá aðra skalla. • • • En svo dundi ógæfan yfir. Sjálfur æðsti presturinn, Yul Brynner, kippti fótunum und- an starfsemi klúbbanna. — Hann lét sér vaxa hár. Sumir aðdáendur mótmæltu harðlega — svo og rakarar, en allt kom fyrir ekki: Þessi mikli skalli var alls enginn skalli lengur — og flestir skallar hættu að vera skallar. • • • Svona mætti telja klúbbana, en þó ekki lengi, áður en við kæmum að þeim Elvis Presley og Pat Boon, sem báðir eru söngvarar, eins og þið vitið, einhverjir tekjuhæstu söngvarar í heimi. Þeir, sem komnir eru af létt- asta skeiði, eru yfirleitt ekkert hrifnir af Presley, loka gjarnan útvarpinu, þegar hann hefur upp raust sína í danslagatímunum. Presley- og Boon-klúbbarnir eru hins vegar mjög vel þokkaðir, því að þessir piltar eru hinir mestu fyrirmyndarmenn, þrátt fyrir skjóta frægð og auðlegð. Báðir drekka þeir mjólk daginn út og daginn inn, bragða hvorki áfengi né sígarettur — og fara i kirkju á hverjum sunnudags- morgni. „Hvernig gæti ég látið sjá mig þambandi áfengi?“ spyr Pat Boon. „Þá mundu allir aðdáend- ur mínir segja: Nú, úr því að Pat drekkur — þá get ég líka drukk- ið“. Þetta kallar maður að hafa ábyrgðartilfinningu. • • • Vinsældir Presleys hafa ekki rénað enda þótt hann hafi þurft að skreppa í herinn um stundarsakir, en rokkið er samt búið að lifa sitt fegursta. — Pat Boon hefur hins vegar gert 7 ára samning við kvikmyndafélag í Hollywood, sem nemur 1,428,000 sterlingspundum. Og hann hefur selt yfir 15,000,000 hljómplötur, svo að ekki er hann á flæðiskeri staddur. Boon hefur nýlokið skólanámi, á konu og barn — og lifir mjög heilsusamlegu líferni og svo Pat Boon — mjólk og aftnr mjólk kristilegu, að sumum þykir keyra fram úr hófi. Söfnuður sá, sem Pat Boon er í, er ákaflega strangur, miðað við marga aðra kristna söfnuði. „Við trúum því, að okkar kristni sé sú sama og kristni var í upphafi og Nýja testamentið segir frá“, segir Boon, en söfn- uður hans heitir „Church of Christ". Eru reglur þessa safnað- ar jafnvel svo strangar, að mönn- um er óheimilt að kyssa aðra konu en eiginkonuna — og er sagt, að sumum þyki það ærin ástæða til þess að vera í einhverj um öðrum söfnuði. En Boon hef- ur haldið reglurnar vel, jafnvel neitað að kyssa fegurstu dísir í kvikmyndum, eins og honum hef- ur þó verið ætlað, þegar hann hefur staðið andspænis kvik- myndavélinni. Söfnuður Presleys heitir „The Church of the Assembly of God“. í þeim söfnuði meiga þeir kyssa hverja sem er. HÖFN, Hornafirði, 7. nóv. Lista- fólkið, sem ferðast á vegum Menntamálaráðs og Ríkisútvarps ins, skemmti Hornfirðingum í gærkvöldi í Mánagarði. Húsfyllir var, og listafólkinu mjög vel fagn að. Bjarni Bjarnason, söngstjóii, frá Brekkubæ, þakkaði listafólk- inu, en Guðmundur Jónsson, óperusöngvari, þakkaði góðar við tökur fyrir hönd listamannanna. Að skemmtuninni lokinni bauð hreppsnefnd Neshrepps listafólk- inu og nokkrum gestum til kaffi- drykkju. —Gunnar. Skalli var ekki lengur skalli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.