Morgunblaðið - 09.11.1958, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.11.1958, Blaðsíða 4
4 MORCVNBL4Ð1Ð Sunnudagur 9. nóv. 1958 I dag er 313. dagur ársins. Sunnudagur 9. nóvember. Árdegisflæði kl. 3,26. SíSdegisflæði ki. 15,42. Slysavarðstofa Rcykjavíkur S Heilsuverndarstöðir.ni er opin all- an sólarhringinn. LæKnavörður L. R. (fyrir vitianir) er á sama stað, frá kl. 18—8. — Simi 15030. Næturvarzla vikuna 9. til 15. nóv. er í Vesturbæjarapóteki, sími 22290. Hoks-apótek og Carðs-apótek eru opin á sunnudógum kl. 1—4. Hafnarfjarðar-apótek er <pið alla virka daga kl. 9-21, laugardaga kl. 9-16 og 19-21. Helfidaga kl. 13-16. Nætur- og helgidagslæknir í Hafnarfirði er Kristján Jóhannes son, sími 50056. Keflavíkur-apótek er opið alla ▼irka daga kl. 9-19, iaugardaga kl. 9-16. Helgidaga kl. 13—16. Kópavogs-apótek, ÁlfhóIsTegi 9 er opið daglega kl. 9—2C, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. — Sími 23100. □ MÍMIR 595811107 = 2 □ EDDA 595811117 = 2 Atkv. LO.O.F. 3 a 14011108 = 8% O Messur Neskirkja: — Barnaguðsþjón- usta kl. 10,30 f.h. — Messa kl. 2 e.h. Séra Jón Thorarensen. — Vegna misfcaka féll þessi messu- tilkynning niður í blaðinu í gær. Keflavíkurkirkja: — Barna- guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Messa kl. 5 e.h. — Ytri-Njarðvík: Barna- guðsþjónusta kl. 2 e.h. — Séra Björn Jónsson. IS^Brúðkaup Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Neskirkju af séra Jóni Thorarensen ungfrú Guðrún Sigurðardótfcir frá Marbæli í Skagafirði og Guðmundur 1. Magnússon, trésmiður, Fornhaga 24. Heimili ungu hjónanna er á Þvervegi 40. Nýlega voru gefin saman í hjónab. af sr. Sig. Ó. Lárussyni í Stykkishólmi, ungfrú Birna Bjarnadóttir, Stykkishólmi og Sveinbjörn Sveinsson, sjómaður, Ólafsvík. Heimili þeirra er í Ól- afsvík. 1 gær voru gefin saman í hjóna band í Stykkishólmi af prófasfcin- um, séra Sigurði Ó. Lárussyni, ungfrú Hrefna Þorvarðardóttir, símastúlka og Hannes Gunnars- son, iðnnemi. Heimili þeirra er I Stykkishólmi. HpHjónaefni Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína hér í bænum ungfrú Dóra Iris Guðmundsdóttir, Langholts- vegi 85 og Ivar Ingvarsson, hósa- smiður, Laugarnesvegi 110. IBBS Skipin Eimskipafélag íslands h. f.: — Dettifoss er í Rostock. Fjallfoss fór frá Hamborg í gær. Goðafoss er í New York. Gullfoss er í Kaup mannahöfn. Lagarfoss fór frá Hafnarfirði í gær. Reykjafoss fór frá Hull 6. þ.m. Selfoss fór frá Álaborg í gær. Tröllafoss fór frá Reykjavík 2. þ.m. Tungufoss er væntanlegur til Rvíkur árdegis í dag. — Skipadeild S.l.S.: — Hvassafell „Sa hlær bezt. . .” er eini gamanleikurinn, sem sýndur er í leik- húsum bæjarins um þessar mundir. — Næsta sýning verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld. — Á myndinni eru Alfred Metcalfe (Róbert Arnfinnsson), ungfrú L’Arriere (Sigríður Þorvalds- dóttir) og John Blessingham (Indriði Waage). er á Dalvík. Arnarfell er í Sölves borg. Jökulfell er væntanlegt til Reykjavíkur í kvöld. Dísarfell er í Reykjavík. Litlafell er væntan- legt til Skerjafjarðar í nótt.. — Helgafell fór frá Siglufirði 4. þ. m. Hamrafell fór frá Reykjavík 5. þessa mán. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.. Katla lestar síld á Norðurlands- höfnum. — Askja fór frá Rvík 30. f.m. áleiðis til Jamaica og Cuba. — Flugvélar* Flugfélag Islands h.f.: Gull- faxi er væntanlegur til Reykjavík ur kl. 16,10 í dag frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Osló. Flug- vélin fer til Glasgow, Kaupmanna hafnar og Hamborgar kl. 08,30 í fyrramálið. — Innanland~flug: í dag er áætlað að fljúga til Akur- eyrar og Vesfcmannæyja. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Hornaf jarðar, Isa- fjarðar, Siglufjarðar og Vest- mannaeyja. Loftleiðir h.f.: — Saga er vænt anleg frá New York kl. 07,00, fer til Osló, Gautaborgar og Kaup- mannahafnar kl. 08,30. — Edda er væntanleg frá Hamborg, Kaup- mannahöfn og Osló kl. 18,30, fer til New Ýork kl. 20,00. Aheit&samskot Lamaði íþróttamaðurinn: Ein- ar og Guðmundur kr. 100,00; frá konu í Stykkishólmi 50,00. Lamaða stúl’kan: — Þuríður kr. 100,00; frá konu á Akranesi 50,00; frá konu í Stykkishólmi kr. 50,00. Bruninn á I.átrum: — Frá N N krónur 900,00. Félagsstörf Kvenfélagið Keðjan heldur skemmtifund mánudaginn 10. þ.m. í félagsheimili prentara við Hverf isgötu. — Ljósálfar 4. hverfi (Bústaða- hverfi) : — Ljósálfafundur verður haldinn í Háagerðisskóla n. k. mánudag 10. nóvember kl. 6 e.h. K.F.U.M. og K., Hafnarfirði: — — Sunnudagur: kl. 10,30 f.h. sunnudagaskólinn. Kl. 1,30 e.h. drengjafundur. KI. 8,30 e.h. Al- menn samkoma, Sigurður Pálsson kennari talar. Allir velkomnir. — Mánudagur: Kl. 8. — Athugið kl. 8: Unglingadeild KFUM. — Allir piltar velkomnir. g! Ymislegt Orð lífsins: — Og ég mun alls ekki minnast fra/mar synda þeirra né lögmálsbrota. En þar sem er fyrirgefning þeirra, þar þarf ekki framar fómar fyrir synd. — (Hebr. 10, 17. 18.). Kvenfélag Háteigssóknar: Hinn árlegi bazar félagsins verður miðvikudaginn 12. þ.m. í G.T.-hús inu. Þær konur, sem styrkja vilja bazarinn, eru vinsamlega beðnar að koma munum til Kristínar Sæ- mundsdóttir, Háteigsvegi 23, Ágústu Jóhannsdóttur, Flókagötu 3'5 og Maríu Hálfdánardóttur, Barmahlíð 36. Happdrætti Háskóla íslands. — Dregið verður í 11. flokki á mánu dag. Vinningar eru 996, samtals 1.255.0.00 kr. Verkakvennafélagið Framsókn Félagskonur, munið bazar félags- ins í G.T.-húsinu n.k. þriðjudag kl. 2. — Tekið á móti munum í skrifstofunni til mánudagskvölds. Þjóðliátíðardagur Svía. — í tilefni af þjóðhátíðardegi Svía hefur sænski ambassadoinn, Sten von Euler-Chelpin og kona hans móttöku í sænska sendiráðinu, Fjólugötu 9, þriðjudaginn 11. nóvember frá kl. 5 til 7. Gangleri, rit Guðspekifélags Islands, 2. hefti, er komið út. Efni; Af sjónarhóli. — Sigurjón Daní- valsson (Sigv. Hjálmarsson). — Þorvaldur Árnason (Grétar Fells) Brúðkaupsklæðin (GF) — Draum farir (Guðm. Einarsson frá Mið- dal). — Viðtal við Edwin C. Bolt (Sigv. Hjálmarsson). — Hvít kyngi (Akice Baily. — Erl. Har- aldsson þýddi). — Hugleiðing- (kvæði eftir Kristján frá Djúpa- læk). — Hugtöfrar (GF). — Fjallið helga (Einar Einarsson). Guðir og menn (GF). — Dulræn- ar gáfur (Eiríkur Sigurðsson skólastjóri). • Gengið • Gullverð ísL krónu:J 100 gullkr. = 738,95 pappírskr. Sölugengi 1 Sterlingspund .... kr. 45,70 1 Bandaríkjadollar..— 16,32 1 Kanadadollar .... — 16,96 100 Gyllini .......— 431.10 100 danskar kr.............— 236,30 100 norskar kr.............— 228,50 £ da^ómó dú Hvert er álit yðar á hugmyndinni um aðskilnað ríkis kirkju? Séra Bjarni Sigurðsson, Mos- felli: Þetta er að nokkru spurn- ing um það, hvort kirkjan hafi bolmagn og djörfung til að sækja eigur sínar í greipar ríkisvalds- ins í eitt skipti fyrir öll, eða læt- ur sitja við nöldur þurfalingsins. Þetta er spurn- ing um það, hvort fólki sé treystandi til að gjörast ábyrgð- armenn kirkj- unnar. Og mér er kunnugt um, að það telur ekki eftir sér fórnir í þágu kirkju sinnar, sé eftir leitað. En þjóðkirkjuskipunin stingur safn- aðarvitundinni einatt svefnþorn — þetta áreynzluleysi, sem oft fylgir því að kúra á faðmi ríkis- kirkjunnar. Málið er flókið. En sú hugmynd er athyglisverð að gjöra tengsli ríkis og kirkju mun frjálsari en nú. Þannig leystust vafalaust úr læðingi kraftar, sem ella fá ekki nötið sín sem skyldi. Einar Ásmundsson, framkvstj.: Ég álít, að kirkjan sé og verði ein af höfuðstoðunum í okkar þjóðfélagi, sem hefur mjög þýð- ingarmiklu hlutverki að gegna í menningarlífi okkar. Þ e s s vegna á hún að vera í sem nán- ustum tengslum við ríkið, og ber þvi. að efla við- gang kristninn- ar í landinu til hagsbóta fyrir alla þegna þjóð- arinnar. Að sjálfsögðu hlýtur ávallt að vera starfandi í landinu frjáls kristileg starfsemi, svo sem eins og K.F.U.M. og K. og önnur sam bærileg starfsemi, og ber kirkju- stjórninni að styðja þá starf- semi í hverju tilfelli eftir því sem efni standa til. Andrés Andrésson, kaupmað- ur: Það er mannlegt og einstakl- ingnum eiginlegt að hlúa betur að sínu en því, sem er hins opin- bera. Nærtækasta dæmið er opin ber rekstur á MM ýmsum sviðum, lllsern flestir eru sammála um, að / J&S'í''' ekki sé til fyrir- ' ^ ' myndar. Svo er og með kirkj- una — skilnað- ur ríkis og |kirkju yrði til þess að auðga og efla trúrækni og kirkjulífið í landinu. Og kirkjan á að gera meira. Hún á að gangast fyrir fjölbreyttu æskulýðsstarfi, við hverja kirkju á að vera æsku- lýðsheimili þar sem börn og ungl ingar eiga alltaf athvarf til heil- brigðrar starfsemi og góðrar skemmtanar — og eiga prestar að njóta aðstoðar safnaðarmeð- lima við starf sitt. Séra Óskar J. Þorláksson: Ég hefi engan áhuga fyrir aðskiln- aði ríkis og kirkju eins og nú standa sakir og svo lengi sem ríkisvaldið er vinveitt kirkjunni og lætur hana njóta þess athafna- frelsis, sem hún nú nýtur. — Ég tel eðlilegt, að náið samstarf sé milli ríkisins og kirkjunnar, endda ætti slíkt samstarf ekki að vera neinum vandkvæðum bundið í þjóðfé- lagi þar sem næstum allir íbúar landsins tilheyra einni og sömu kirkjudeild. Þjóðkirkjan mætti þó hafa meira sjálfsfor- ræði en nú er, meiri festa mætti vera í stjórn kirkjumála almennt og meiri fjölbreytni í starfi. — Með sambandi ríkis og kirkju tel ég auðveldara að ná til allrar þjóðarinnar með boðskap kristin dómsins og síður hættu á öfgun og sundrungu í trúmálum. öll- um, sem vilja, er frjálst að efna til fríkirkjusamtaka, en ég held að sú reynzla, sem fengizt hefur af fríkirkjuskipulagi hér á landi sýni ekki neina yfirburði yfir þ j óðkirk j uskipulagið. Sverrir Haraldsson, cand. tlieol: Ekki er hægt að neita því, að kirkjuaðsókn á íslandi er mjög lítil miðað við önnur kristin lönd og trúaráhugi almennings virðist með minnsta móti. Ef FERDIIM AIMD Stakk af! kirkjan segði skilið við ríkið væri fólkinu í sjálfs vald sett hvort það vildi hafa sína kirkju áfram, eða hvort það sýndi trúmálunum jafnmikið skeyt ingarleysi og áður. Ég held, að mikill meirihluti okkar vildi alls ekki missa kirkjuna og að- skilnaður ríkis og kirkju yrði einmitt til þess að þjappa söfn- uðunum betur saman um kirkju sína og prest, þegar á reyndi mundi trúaráhugi landsmanna vakna a ny

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.