Morgunblaðið - 09.11.1958, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.11.1958, Blaðsíða 23
Sunnudágur 9’ nóv. 1958 \tORC. V NRJ 4Ð1Ð 23 Breyting á fasteignaskattinum VEGNA mistaka lenti þessi frá- sögn af bæjarstjórnarfundi með annarri óskyldri í blaðinu í gær. Er hún því birt hér aftur. Á bæjarstjórnarfundi í gær var samþykkt frumvarp að reglu- gerð um fasteignaskatt í Reykja- vík, sem borgarritari og borgar- lögmaður hafa samið. Er þar gert ráð fyrir að af bygginga- lóðum og byggðum og óbyggð- um, greiðist 2% fasteignaskattur, af húseignum og öðrum mann- virkjum 1% og af túnum, görð- um, reitum, erfðafestulöndum og öðrum lóðum og löndum, 0,5%. Borgarstjóri tók fram að fyrir styrjöldina hefði fasteignamatið verið nokkurn veginn í samræmi við raunverulegt verðmæti eign- anna, en í styrjöldinni hefði þetta allt farið á ringlureið og fast- eignaskatturinn þess vegna orðið hlutfallslega miklu minni liður í þessum bæ heldur en áður. En þó nýtt mat væri komið á fasteignir hefði rannsókn sýnt að raunveru legt verðmæti húseigna mundi almennt vera 5 til 10 sinnum hærra en fasteignamatið. Þó tekin væri lægri talan væri fasteignamatið aðeins % hluti af hinu raunverulega verðmæti. Þó frumvarpið yrði samþykkt, sem fæli í sér nokkra hækkun gjald- anna, þá væru þau þó miklu lægri en verið hefðu fyrir styrj- öld ef miðað væri við verðmæti eignanna. Guðmundur Vigfússon bftr. (K) hafði gert breytingartillögu um að í stað 2% komi 1,3% og í stað 1% komi 0,8%. Byggði hann þetta á því að miklu fleiri sjálfs- eignarhúseigendur væru nú í bænum en áður og þyrfti að taka tillit til þeirra. Geir Hallgrímsson bftr. (S) frumvarpinu að greiða kr. 1.155., en samkvæmt tillögu G.V. kr. 912. Munurinn væri þá á ári kr. 253 fyrir báða. Ef tekið væri til- tekið verzlunarhús í miðbænum þá ætti af því að greiða sam- helzt tóma leigukassa. Geir Hall- vakti það athygli að enginn grímsson sagði að með breyting- fylgdi Guðmundi Vigfússyni unni á fasteignaskattinum væri j nema Alfreð Gíslason, en félagi stefnt að þvi að útsvör gætu lækk , Guðmundar og nafni, Guðmund- að hlutfallslega, sem fasteigna- j ur J. Guðmundsson sat hjá. skattur hækkaði. Um tvennt sýndi fram á að lækkunartillaga kvæmt frumvarpinu kr. 20.895., Guðmundar kæmi mest til góða gagnvart hinum stærri eignum, svo sem verzlunarhúsum í mið- bænum, en að miklu minna haldi fyrir þá sem ættu minni íbúðir. Nefndi hann sem dæmi að á húsi í Bústaðahverfinu þar sem væri þriggja herbergja íbúð uppi og tveggja herbergja íbúð niðri ættu báðir eigendur samkvæmt en samkvæmt tillögu G.V. kr. 16.176. og sæist því að hér væri fyrst og fremst um hagræði að ræða fyrir hinar stærri eignir. Kvað G.H. það vera nýtt að kommúnistar bæru þá fyrir brjósti sem sjálfir ættu hús hér í Reykjavík, en það hefði hingað til verið stefna þeirra að byggja væri að ræða, að hækka útsvör- in, eða taka hærri gjöld af fast- eignum vegna hækkandi verðs þeirra og væri auðséð að rétt væri að fara hina síðari leið. Þegar til atkvæðagreiðslu kom Reglur ákveðnar varð- andi beiðnir um bygg- ingarleyfi Á SÍÐASTA bæjarstjórnarfundi, sem haldinn var síðastliðinn fimmtudag, staðfesti bæjar- stjórnin ályktun byggingar- nefndar um, hvernig hagað skuli undirbúningi mála, sem lögð eru fyrir nefndina til fullnaðar- afgreiðslu. Ályktun byggingarnefndarinn- ar er svohljóðandi: Byggingarnefnd samþykkir, að áður en byggingarfulltrúi legg- ur fyrir nefndina til formlegrar afgreiðslu beiðni um byggingar- leyfi, beri honum að láta í té skriflega umsögn, áritun á upp- Nýtt félagsheimili afhent Menntaskóla Rvíkur Endurbœtur gerðar á gamla skólahúsinu UNDANFARIÐ hafa farið fram miklar endurbætur á skólahúsi Menntaskólans í Reykjavík og safnhúsi skólans, íþöku, verið breytt í félagsheimili fyrir nem- endur. Afhenti menntamálaráð- herra Gylfi Þ. Gíslason skólanum hið nýja íélagsheimili siðdegis í gær. Voru þar viðstaddir rektor Menntaskólans, Kristinn Ár- mannsson, kennarar, fulltrúar nemenda og opinberir embættis- menn, sem átt hafa hlut að þess- um breytingum. Hús Menntaskóalans er nú orð ið 112 ára gamalt og var í upp- hafi ætlað hundrað nemendum í heimavist. Heimavistin varð brátt að víkja fyrir kennslustofum. Nú eru nemendur skólans orðnir 518 og var því nauðsynlegt að að- búnaður þeirra, sem í skólanum nema og starfa, yrði að einhverju leyti bættur. í sumar voru gerð- ar breytingar á kennarastofu skólans og skrifstofu rektors og innréttaðar í rishæð stofur til eðlisfræði- og náttúrufræði- kennslu. Auk þess hefur verið bætt við snyrtiherbergjum. Hafa allar þessar umbætur ver ið framkvæmdar af menntamála ráðuneytinu í samráði við rektor, kennara og fulltrúa nemenda. — Skrifstofa húsameistara ríkisins hefur haft frcimkvæmdir á hendi, en aðalumsjón með verkinu verl ið í höndum Björns Rögnvalds- sonar, byggingarmeistara. Fréttamaður Mbl. leit i gær inn í hið nýja félagsheimili í íþöku, skömmu áður en það skyldi af- hent við hátiðlega athöfn og hitti þar fyrir rektor Menntaskólans og nemendurna Þorstein Gylfa- son, sem hefur verið í undirbún- ingsnefnd Félagsheimilisins, og Sigurð St. Helgason, sem er ný- kjörinn formaður félagsheimilis- nefndar. Kváðu þeir aðstöðu nem enda til ýmiskonar félagsstarf- sem hafa stórbatnað við tilkomu félagsheimilisins. Húsakynni íþöku eru hin vist legustu.Niðri er 100 ferm. salur og verður þar opin á kvöldin veit- ingastofa fyrir nemendur, þar sem þeir geta fengið kaffi, gos- drykki, brauð o. þ. m. Verður verð á veitingum heldur ódýrara en á opinberum kaffistöðum, því félagsheimilíð er hugsað sem þjónustu- en ekki ágóðafyrir- tæki. Kona húsvarðar hefur verið ráðin í félagsheimilið, sem verð- ur opið kl. 8—11 á kvöldin og til miðnættis á laugardögum. Á loftinu er einkar skemmti- leg baðstofa, sem rúmar 90 manns í sæti. Hún er innréttuð með sand blásnum viði, sem emnig er í borðum og bekkjum. Innar af henni er komið fyrir bókum Lestr arfélags nemenda. Bókasafnið var áður niðri, en hefur nú verið komið fyrir þarna í miklu þægi- legri húsakynnum. í félagsheimilinu munu í fram- tíðinni fara fram skemmtanir nemenda og all^ konar félags- starfsemi. í salnum niðri ev píanó. Þar er einnig vandaður grammó- fónn, gjöf frá 25 ára stúdentum fyrir tveimur árum, og útvarp og hátalarakerfi, gjöf frá 25 ára stúdentum síðastliðið vor. Við þessar umbætur nú er eink um sú von bundin, að þær megi verða hinum ungu námsmönn- um til gleði og aukins þroska, segir í fréttatilkynningunni frá menntamálaráðuneytinu. drátt, um hvort byggingin sé i samræmi við byggingarsam- þykkt. Ennfremur sér hann um, að samtímis verði lögð fyrir nefndina skrifleg skilríki: Frá skipulagsstjóra um, hvort byggingin sé í samræmi við skipulag. Á’ Frá bæjarverkfræðingi um. hvort hún samræmist um- ferðaskilyrðum, hæðarlegu gatna, leiðslukerfum. ■Á Frá borgarlækni um, hvort hún sé í samræmi við heil- brigðissamþykkt. A Ef um er að ræða samkomu- hús eða aðrar meiriháttar byggingar, skal byggingar- fulltrúi einnig afla umsagnar slökkviliðsst j óra. Jafnframt er byggingarfull- trúa falið að gera ráðstafanir til, að uppdráttum verði skilað til skrifstofu hans eigi síðar en viku fyrir fund. Það, sem ályktun þessi felur í sér, er það, að settar eru fastar reglur um það, hvernig hagað skuli undirbúningi mála þeirra, sem nefndin fjallar um. Þetta er gert í því skyni að tryggja eins örugg vinnubrögð og unnt er við undirbúning hinna þýðingar miklu mála, sem nefndin fjallar um. Þess er vænzt, að sá nýi háttur verði ekki til þess að téfja af- greiðslu mála, heldur geti þetta orðið til þess að afgreiðsla gangi fljótar en verið hefur. Það er al- gengt, að nefndin óski eftir at- hugun einhvers áðurgreindra em bættismanna milli funda, athug- un, sem framvegis á að liggja fyrir, þegar á fund er komið. Aðalatriðið er þó, að framvegis á að vera tryggt, að hvert mál hljóti fyrir fundi eins rækilega at hugun og unnt er. Hljóta allir að fallast á nauðsyn slíks. & SKIP/tUTGCRB RIKISINS HERÐUBREIÐ austur um land til Þórshafnar, hinn 14. þ.m. — Tekið á móti flutn ing-i til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvlkur, Stöðvarfjarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, — Bakkafjarðar og Þórshafnar, & morgun, mánudag. — Farseðlar seldir á fimmtudag. IVLb. BALDUR fer til Sands, Hvaxr.msfjarðar- og Gilsfjarðarhafna á þriðjudag. Vörumóttaka á mánudag. Vottar Jehova „Koma til móts við þörf lífsleitandi manna“. Er fyrirlesturinn, sem haldinn verður í Edduhúsinu sunnudag- inn 9. nóv. 1958 kl. 15,00 Allir velkomnir — Ókeypis aðgangur. Biblíufélagið Varðtuminn. Magnús Ástmarsson tók fram að hann teldi breytinguna miða í rétta átt og væri betra að fara þessa leið en að hækka útsvörin. Að umræðum loknum var frumvarpið í heild samþykkt með samhljóða atkvæðum. Ég þakka fólki mínu, frændum og kunningjum gjafir og heillaóskir á sjötugsafmæli mínu. Valdimar Kr. Árnason. Hjartans þakkir til allra, skyldra og vandalausra, er veittu mér ógleymanlega gleði með heimsóknum, blóm- um, gjöfum og heillaskeytum á 90 ára afmælisdegi mín- um þann 26. september sl. Sérstaklega þakka ég Kvenfélaginu í Borgarnesi fyrir heillaóskir á skrautrituðu skjali. Einnig þakka ég Ung- mennafélaginu skeytið, er það sendi. Megi starfsemi beggja þessara félaga blómgast og verða til blessunar. Kveðjur og hjartans þakkir. Friðborg Friðriksdóttir, frá Borgarnesi. Innilegar þakkir færi ég öllum nær og fjær, vinum og venzlamönnum, sem glöddu mig með blómum, skeytum og gjöfum á 60 ára afæli mínu 4. nóvember og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guðmunda Isleifsdóttir, Suðurlandsbraut 100. Hjartanlegar þakkir öllum, sem heiðruðu okkur á silfurbrúðkaupsdegi okkar, 31. október, með heimsókn- um, gjöfum, skeytum, blómum og á annan hátt stuðluðu að því að gera okkur daginn ógleymanlegan. Guðný Gunnarsdóttir, Jóhann Tryggvi Ölafsson, Kleppsvegi 38. Hjartanlega þökkum við alla vinsemd, gjafir, blóm og heillaóskir á gullbrúðkaupsdegi okkar. Guð blessi ykkur öll. Margrét Jónsdóttir, Gísli Sigurðsson, Aðalgötu 5, Keflavík. Ég þakka af alhug öllum mínum vinum og vanda- fólki, sem glöddu mig á margan hátt á 60 ára afmæli minu 3. nóv. sl. Elísabet Einarsdóttir, Hafnarfirði. Sonur minn og faðir okkar HABALDUR ERLENDSSON sem andaðist að Sólvangi í Hafnarfirði 4. þ.m., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjud. 11. þ.m. kl. 1,30. Jarðarförinni verður útvarpað. Jóhanna Einarsdóttir, Sjöfn Haraldsdóttir, Eygló Haraldsdóttir. Jarðarför konunnar minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu ÖNNU EINARSDÓTTUR Óðinsgötu 16, fer fram þriðjudaginn 11. þ.m. kl. 2 frá Fríkirkjunni. Gísli Sigurðsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar HÓLMFRlÐAR JÓNSDÓTTUR Börn og tengdaböm. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ÖNNU PÉTURSDÓTTUR Einnig þökkum við öllum þeim sem auðsýndu henni kærleika í langri sjúkdómslegu. Sigrún og Magnús Sigurjónsson, og systkini hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.