Morgunblaðið - 11.11.1958, Page 13

Morgunblaðið - 11.11.1958, Page 13
Þriðjudagur 11. nðv. 1958 MORCl’TSBLAÐlh 13 Anna Sigurjónsdóttir Kveðjuorð ÞANN 29. október sl. bárust vandamönnum þau sorgartíðindi að Anna Sigurjónsdóttir, hús- freyja og skólastýra í Hróarsdal í Hegranesi hefði látist þá um nóttina, rösklega 32 ára að aldri. Banamein hennar var heilablæð- ing. Hún verður jarðestt í dag að Sauðárkróki. Anna Sigurjónsdóttir er fædd að Nautabúi í Hjaltadal 10. ágúst 1926 og var yngst fjögurra syst- kina. Foreldrar hennar voru Sig- urjón Benjamínsson og Eiinborg Pálsdóttir. Bernsku- og æskuár sín var Anna hjá foreldrum sínum á Nautabúi. Þegar hún var 18 ára, dvaldi hún vetrarlangt á hús- mæðraskólanum að Löngumýri (1944—45) og 22 ára lýkur hún kennaraprófi í handavinnu ’ 1948. Hún var kennari í Rípur- skólahéraði, Skagafirði, veturinn 1946—47, og frá 1948 til dauða- dags. Árið 1949 gekk hún að eiga Þórarinn Jónsson bónHa í Hró- arsdal í Hegranesi. Þau eignuðust tvær dætur, Lilju 8 ára og Elin- borgu 4 ára. Með Önnu er brottkvödd mikil hæfileika- og mannkostakona, óvenjulega skyggn mannþekkj- ari, einlæg, kærleiksrik, heil og sönn í öllu, ógleymanlegur per- sónuleiki öllum, sem henni kynnt ust. Fundum okkar Önnu bar fyrst saman vorið 1941. Hún var þá aðeins 15 ára. Samt duldist eng- um, að hún var óvenjulega vel gefin og þroskaðri en gerist um unglinga á þeim aldri. Frá þeim tíma hafa kynni okkar verið ó- slitin, og ég því átt þess góðan kost að fylgjast með lífsferli henn ar. Og á þau kynni hefur engah skugga borið, en margir heiðir sól skinsblettir í minningunni. Einna minnisstæðast er mér, hve hin látna var gædd ríkulegum hæfi- leika til að umgangast og skilja það fólk, sem hún átti samleið með. Mörgum okkar er það örð- ugt veltikefli. En aldrei sá ég Önnu skipta skapi til hins verra, og varla hægt að sjá á henni, hvort henni þótti miður eða bet- ur, svo sterka tauma hafði hún á skapi sínu. Sex sumur var Anna önnnur hönd konu minnar og fóstra barna okkar. Fósturstarf hennar var með þeim ágætum, að aldrei verður fullþakkað. Og er um- sögn lítils frænda hennar, sem hún gætti, órækasta vitni þess. Drengurinn sagði: „Anna skilur allt“. Þessi hæfileiki hennar til að umgangast og skilja börn, hef ur komið henni vel og fengið æskilega útrás í kennslustarfi hennar og skólastjórn í Hegra- nesi um 9 ára skeið. Kunnugir bera það einum rómi, að ákjósanlegri og elskulegri kennara væri vart hægt að hugsa sér. Og par sem mörg börnin voru hjá henni í heimavist, annaðist hún þau eins og móðir væri. Svo mikið orð fór af lægni Önnu sem kennara, að foreldrar úr öðrum hreppum sóttu á að koma börnum sínum til námsdvalar hjá henni. Munu nemendur hennar sakna sárlega góðs kennara, og foreldr- um þykja vandfyllt skarðið. Þau voru samhent hjónin, og Þórarinn maður hennar, veitti henni ómet- anlegan stuðning við skólaheim- ilið. Það duldist engum, hve ánægjuleg sambúð þeirra hjóna jafnan var. 75 ára i dag: Margrét Cuðnadóttir ALLIR Súgfirðingar, ungir og gamlir, þekkja Maigréti Guðna- dóttur, sem er 75 ára í dag Hún fæddist þann 11.. nóvem- ber 1883 í Tungu í Skutulsfirði, dóttir hjónanna Helgu Pétursdótt ur og Guðna Jónassonar, sjó- manns á ísafirði. Hún var elzt þriggja barna þeirra hjóna, það kom því í,hennar hlut að yfir- gefa æskustöðvar sínar fyrst barnanna og hefja lífsbaráttuna upp á eigin spýtur, en lífsbarátta íslenzku þjóðarinnar var ólíkt harðari á uppvaxtarárum Mar- grétar heldur en hún er nú í dag. 17 ára gömul fluttist Margrét til Súgandafjarðar, sem átti eft- ir að verða heimili hennar næstu 43 árin. Hún vistaðist á heimili merkishjónanna Kristjáns Al- bertssonar verzlunarstjóra á Suð ureyri og konu hans Guðrúnar Þórðardóttur, en á heimili þeirra hjóna kynntist hún lífsförunaut sínum Örnólfi Jóhannessyni, sem var bróðursonur Kristjáns og ólst hann upp á heimili frænda sins. Þau giftust 15. nóvember 1903, stofnuðu heimili á Suðureyri og bjuggu þar í 40 ár. Þau hjónin eignuðust 16 börn, þar af komust 13 til fullorðinsára og urðu öll með tölu mannvænlegt fólk. Næst elzta barn þeirra hjóna, Ríkey, andaðist árið 1945, en hin börnin 12 eru öll á lífi. Mann sinn Örnólf, missti frú Margrét 11. júlí 1955, eftir tæp- lega 52 ára gæfuríka sambúð. Það er óhætt að segja um Mar- gréti að hún hafi lifað bæði súrt og sætt, en það sem einkennt hef- ur allt hennar líf, er glaðlyndi og æðruleysi ásamt óbifanlegri trúarvissu. Handleiðsla Guðs hef ur ævinlega verið henni örugg, enda aldrei kveinað né kvartað yfir þeim lífskjörum sem samtíð hennar bjó henni. Menn geta ímyndað sér hvort það hafi verið tekið með sitjandi sælunni að koma upp 13 börnum, en hver var að fást um það á þeim tíma, það varð bara að treysta á Guð og lukkuna. Þá var ekki hlaupið í tryggir.garnar og sótt meðgjöf með hvevju barni, mánaðarlega. O-nei. Heimilisfað- irinn var stöðugt vinnandi og móðir sinnti heimili og uppeidi barnanna, en þegar pabbi kom heim reyndi hann að létta undir störfum sinnar ástríka eiginkonu eftir því sem við var komið. Nú getur Margrét litið glöð yfir farinn veg og sagt: Geri aðrir betur. Margrét mín! Ég þakka þér fyrir alla vinsemd þína og gest- risni, alltaf stóð heimili ykkar „Nafna“ opið öllum og alltaf var afgangs bros bæði hjá þér og hon um. Ég vona að við eigum eftir að hittast oft ennþá áður en leiðir skilja og gaspra margt saman. Það verður sjálfsagt mann- margt á heimili dóttur þinnar Kristjönu og tengdasonar Þorláks Jónssonar á Grettisgötu 6 í dag, en það verður aðeins brotabrot af öllum þeim fjölda sem sendir þér hlýjar hugsanir á þessum timamótum þegar þú hefur lifað þrjá fjórðu hiu'a heillar aldar. Kæra vinkona! Guð blessi þig og þína niðja nú og ævinlega. I*. K. Trúkona var Aiina mikil og ein læg og hafði djúpa og víðfeðma lífssýn. Enda leitaði margur á hennar fund til hollrála, og þó að eldri væri en hún. Samráð við hana léttu áhyggjum, vöktu ör- yggiskennd og gerðu lífssýn alla bjartari. Á þeim fundum iék ósjaldan sérkennilegur ljómi um andlit hirinar látnu. Um þetta tala ég af persónulegri reynslu. • Snemma bar á því, að öldruð- um foreldrum hennar þótti engu fullráðið, nema Anna kæmi þar til skjala, segði sitt álit og legði á ráð. Enda var hún augasteinn foreldra sinna og stoð, svo að að- dáanlegt var. Anna var jafnan fáorð um sjálfa sig, hún átti því meira til handa öðrum. Aldrei heyrði ég hana kvarta, gekk hún þó ekki ávallt heil til skógar, og maður hennar engan veginn heilsuhraustur, auk þess, sem hann varð fyrir miklu áfalli nú í haust. Alltaf virtist kjarkur Önnu óbilandi og samt mun hún hafa verið óvenju við- kvæm. Trúað gæti ég, að við hana hefðu getað átt orð góðskáldsins: „Það, sem mitt þrek hefur grætt, það hefur viðkvæmnin misst". Og svo var hún kölluð burt í blóma lífsins. Hörð örlög, að oss virðist, sem eftir lifum. Kærleiks rík móðir og ástrík eiginkona kölluð frá heilsuveilum manni og tveimur kornungum dætrum. En Alfaðir ræður, hann gefur, hann tekur, og hann mun rétta út höndina sína, syrgjendunum til huggunar og styrktar. Nú drýpur sorg í Dal og Nesi, og skuggar teygjast frá tindum Skagafjarðar. Missirinn er mikill, en gjöfin gleymist ekki. Það var bjart yfir ævi og ævilokum Önnu Sigurjónsdóttur. Um hana lék slikur ljómi í lifandi lífi, að þeg- ar élið er hjá liðið, mun aftur birta og tíminn græða sárin. Og var ekki ævi hinnar látnu áhrifa- ríkur vitnisburður um það, hve lífið á margt fagurt og undursam- legt? Var hún ekki einmitt send oss til að sanna það? Og kannske hefur hún verið brotfkölluð til að sanna öðrum hið sama? Það er umhugsunarvert, hve margir, sem gæddir eru óvenjulegum mannkostum, deyja ungir. „Þar eru Guðs vegir, sem góðir menn fara“. Og í hljóðri þökk biðjum vér Alföður að milda sorg og veita stuðning eftir lifandi manni, dætrunum ungu og aldurhniginni móður. Og nú. er Anna kvödd klökk- um huga, hinztu kveðju meS djúpri þökk. En sérstaklega vil ég, að það komi fram, að systur- börnin hennar umvefja hana i Ijúfri minningu með ástarþökk- um fyrir allt, sem hún var þeim og gerði fyrir þau. ★ Og svo ein mynd við kveðjil« stund: Það er vor. Við stöndum á bakka Hjaltadalsár, austanvert. Anna „dansar á fákspori“ niður tangann vestanvert, leggur hik- laust í ána með þrjá til reiðar. Vorgolan bærir föx gæðinganna. Andlit Önnu ljómar og æskugióð hennar slær neista í hjörtum ferðalanganna, sem á bakkanum bíða. Þannig kýs ég að kveðja Önnu mágkonu mína og segi: Við komum á eftir. ísak Jónsson. STYKKISHÓLMI, 6. nóv. — Togarinn Þorsteinn þorskabítur kom af veiðum frá Nýfundna- landi til Stykkishólms í gær með fullfermi af karfa. Hafði tog- arinn verið rúman hálfan mán- uð í veiðiferðinni. Unnið er að uppskipun í dag, og gert er ráð fyrir að ljúka henni á morgun. Aflinn, sem mun vera um 250 lestir, fer til vinnslu í hraðfrysti- húsið hér. Fréttaritari. Málflutningsskrifstofa SVEINBJÖRN DAGFINNSSON EINAR VIÐAR Búnaðarbankahúsi, 4. hæð sími 19568

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.