Morgunblaðið - 30.11.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.11.1958, Blaðsíða 1
24 siður Ekki kemur til mála, að ríki Þýzkalands verði 3 segir Nixon í brezka sjónvarpið Borgarstjórn V-Berlínar mótfallin borg- ríkishugmyndinni Lundúnum, 29. nóv. — TALSMAÐUR brezka utanríkis- ráðuneytisins sagði í dag, að nauðsynlegt væri, að hafnar yrðu hið fyrsta viðræður vesturveld- anna um Berlinarmálin. Einnig yrði Atlantshafsbandalagið að f jalla um málið. — Talsmaðurinn sagði, að þetta mál hefði ekki verið rætt af fyrrgreindum aðil- um, enda er tillaga Rússa í athug- un. Nixon, varaforseti Banda- ríkjanna, hefur verið í opin- berri heimsókn í Bretlandi Nýjar tillögur í kjarn- orkumálum Rússar segjast koma til móts við vestur- veldin LUNDÚNUM, 29 nóv. — Á 15. fundi kjarnorkuráðstefnunnar í Genf, sem haldinn var í dag, lagði rússneska sendinefndin fram tillögu um, að lagt yrði bann við tilaunum með kjarn- orkuvopn. Talsmaður Rússa sagði, að í hinum nýju tillögum Rússa væri komið til móts við vesturveldin í máli þessu. Tillög- urnar hafa ekki verið birtar enn, og eins og kunnugt er, fara við- ræður fram fyrir luktum dyrum. — Þessi 15. fundur stóð í rúma klukkustund. Næsti fundur verð- ur á mánudag. Giftist alþýðu- slúlku TÓKlÓ, 28. nóv. — Michiko Shoda, 24 ára gömul dóttir al- þýðumanns, trúlofaðist í gær Akihito, erfðaprins Japans. í dag héldu foreldrar ungu stúlk- unnar til hirðarinnar til þesis að ræð-a væntanlega giftingu dóttur sinnar. Þetta er í fyrsta sinn í 2618 ára sögu japönsku krúnunn- ar, að erfðaprins giftist alþýðu- stúlku. ,,Prinsessa" undir lög- regluvernd TÓKÍÓ, 29. nóv. — Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum, mun Akihito, krónprins í Japan, giftast Michiko Shoda, sem er tuttugu og fjögurra ára gömul stúlka af borgaralegum ættum. Er þetta í fyrsta skipti í margar aldir, að slíkt gerist austur þar. Hún brosti I dag varð að setja strangan lögregluvörð við heimili stúlk- unnar, því tánungar höfðu safn- azt saman fyrir utan það og heimtuðu að sjá sína væntanlegu keisarafrú. Létu þeir heldur þegar krónprinsinn héldi upp á 25 ára afmæli sitt, 23. des. nk. Fréttamenn segja, að kærustu- parið sé á engan hátt ólíkt öðr- um kærustupörum. Þau hittist við öll möguleg tækifæri og liggi í símanum þess á milli. undanfarið. Hann kom fram í sjónvarp í Bretlandi í dag. Hann sagði m. a., að vestur- veldin gætu ekki fallizt á til- lögu Sovétstjórnarinnar um Berlín, því í henni fælist raunverulega, að þýzku ríkin yrðu þrjú talsins. Það yrði að leysa Þýzkalandsmálið í heild, sagði Nixon. Loks sagði Nixon, að Þýzkaland gæti ekki verið hlutlaust. Borgarstjórn V-Berlínar skor- aði í dag á fjórveldin að hefja á ný samninga um viðræður um sameiningu Þýzkalands. Berlínar málið yrði ekki leyst að öðrum kosti. Þá sagði borgarstjórnin einnig, að hún hafnaði algjörlega tillögu Rússa um, að Berlín yrði sérstakt borgríki. Vilja halda Olympíuleikana BRÚSSEL, 29. nóv. — Yfirvöld- in í Briissel hafa sótt um að fá að halda Ólympíuleikana þar í borg 1964. Aðrar borgir, sem sótt hafa um að halda þessa íþróttahátíð, eru Detroit í Banda- ríkjunum, Tókíó í Japan og Vínarborg í Austurríki. Allir þekkja Skotasögumar góðu, sem yfirleitt fjalla um yfir- drifna sparsemi þeirrar ágætu þjóðar. Það er sagt, að flestar þessar sögur séu „heimatilbúnar" — í Skotlandi, og engir kunna að segja þær jafnvel og Skotarnir sjálfir. Það er auðséð á þessari mynd, að hann hefur ekki verið af verri endanum „brandarinn", sem J. A. Fraser, yfirbiskup skozku kirkjunnar, hefur verið að segja, því að þeir Filipus drottoingarmaður og erkibiskupinn af Kantaraborg hlæja sannarlega af hjartns lyst. Hrun kommúnista blasir við í Frakklandi Þeir höfðu 150 þingmenn' en fá þeir nú aðeins 10 — 12? PARÍS og A LGEIRSBORG, 28. nóv. — Stjórnmálafréttaritarar eru á einu máli um það, áð de Gaulle og fylgismenn hans muni fá mikinn meiri hluta á þingi eft- ir áð kosningum lýkur áð fullu á sunnudaginn, en kommúnistar fari hinar mestu hrakfarir. Á þingi munu sitja 584 fulltrú- ar, þar af 465 -kjörnir í Frakk- landi -sjá'lfu, 67 frá Alsír, 4 frá Saihara og 48 frá öðrum lendum Frakka. Við kosningftrnar í Frakklandi á sunnudag sl. hlutu einungis 39 þingmenn löglega kosning.u, því að allir þingmenn verða að hafa að baki sér hreinan meiri hluta kjósenda. Um helgin-a verður því gengið öðru sinni að kjörborðinu og er þess vænzt, að fullnaðarúr- slit fáist þá. -—oOo— Enginn vafi þykir leika á því, að kommúnislar bíði herfilegait ósigur í kosningum þessum. Þeir höfðu áður 150 þingmenn og voru fjölmennaslir á þingi. Búizt er jafnframt við því, að aðrir vinstri flokkar tapi fylgi, en mið- flokkarnir og liægri flokkarnir vinni á. Stjórnmálafregnritarar eru marg ir þeirrar skoðunar, að flokkur Soustelle, sem styður de Gaulle eindregið, fái 120—150 þingsæti og verði Soustelle fyrsti forsætis- ráðherra franska lýðveldisins. I>á er gizkað á, ac jafnaðarmenn fái 100 þingsæti eða þar yfir, NRP flokkkurinn 50—55, róttækir jafn aðarmenn 15, kommúnistar 10 —12. Þing ASÍ beið aögerðalaust eftir að nefndir gæfu skýrslu Tillaga kommúnista: Greiða skal niður visitölu með greiðsluafgangi rikisins, minni opinberum framkvæmdum og auknum tekjum af einkasölu FUNDIR á Alþýðusambandsþingi voru mjög slitróttir í gærdag. Urðu langar biðir á þinghaldi, vegna þess að umræðuefni voru ekki fyrir hendi. A meðan voru stöðugir fundir í verkalýðs- og atvinnumála- nefr.dinni um ,hvað ætti að gera í efnahagsmálunuin. Undir kvöld mun kjörnefnd sambandsstjórnar hafa komið saman. Þingfulltrúar komu saman í KR-húsinu kl. 9 í gærkvöldi sam- kvæmt fundarboðun, en síðast þegar til var vitað, hafði þingheim- ur fceðið aðgerðarlaus í nærri 2 klst. og fundur hafði ekki einu sinni verið settur. Var allan tímann beðið eftir því hvort atvinnu- má.'anefnd og kjörnefnd hefðu eitthvað fram að leggja. ófriðlega, þegar ekki var orðið við óskum þeirra og átti lög- reglan fullt í fangi með að stöðva þá í að troðast inn í hús- ið. — Það er augljóst, að Japön- um geðjast vel að því að fá þessa stúlku fyrir keisarafrú og er hún nú þegar orðin ákaflega vinsæl af alþýðu manna. Þegar hún heimsótti unnusta sinn nú ný- lega, höfðu um 8000 Tókíó-búar safnazt saman í kringum bíl hennar. Hún brosti og vinkaði í allar áttir. Þess má og geta, að Akihito krónprins er vinsæll af öllum þorra manna í Japan, enda alþýðlegur og blátt áfram. Langur tími! Hirðmeistari skýrði frá því í dag, að ungfrú Shoda yrði fyrsta stúlkan af borgaralegum ættum, sem giftist inn í kéisaraættina japönsku þau 2618 ár, sem hún hefur setið að völdum. — Hann skýrði einnig frá því, að hún mundi ekki fyrst um sinn taka þátt í neinum boðum við hirð- ina, en þó yrði hún viðstödd, Hvernig afla skal fjár til niðurgreiðslna Það helzta, sem gerðist á þing- inu í gær, var að miðstjórn Al- þýðusambandsins lagði fram svonefnd „Drög að ályktun um efnahagsmál“. Munu það vera tillögur þær sem kommúnistar hafa borið fram innan ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálun- um. Aðalefnið í þessum drögum er, að kaupgjaldsvísitalan verði stöðvuð við 185 stig með því að greiða hana niður. Þær leiðir sem bent er á til að afla fjár til niðurgreiðslnanna eru þrjár: 1) Sparnaður í rekstri ríkis- ins og að frestað verði nokkr- um fjárveitingum á vegum hins opinbera sem minni þýð- ingu hafa í rekstri þjóðarbús- ins. (Mun þar vera átt við t. d. byggingar skóla, rafvæð- ing sveitanna o .fl.) 2) Að verja greiðsluafgangi ríkissjóðs til niðurgreiðslu á verðlagi. (Það mun talið að greiðsluafgangur ríkissjóðs nemi milli 20 og 30 millj. kr.) 3) Að auka tekjur af einka- Framh. á bls. 2. •k-------------------------★ JRiprðmtslklafrifr Sunnndagurinn 30. nóv. 1958 Efni blaðsins er m.a. : Bls. 3: Kirkjuþáttur (Óskar J. i>or- láksson). Úr verinu (Einar Sigurðsson). — 6: Rabbað við Eggert Stefánsson. — 8: Sitt af hverju tagi. — 10: Fólk í fréttunum. — 11: Gistivinátta (Jóh. Kjarval). — 12: Forystugreinin: Vantraust á ríkisstjórnina. Fjögurra ára listmálari (Utan úr heimi). — 13: Reykjavíkurbréf. — 15—16 Lesbók barnanna. — 22: Frá umræðum á ASÍ-þingimf. ★ Með þessu blaði er borið út .1. des- ember-blað Mbl. Efni þess er m. a.: Bls. 1—5 40 ára afmæli fullveldisins. (Samtal við Þorstein M. Jóns- son). — 7: Frá Sviss. — 8: Forystugreinin: 1. desember. Bókmenntaþáttur Kristmanns Guðmundssonar. Kvikmyndir. — 9: Samtímafrásögn Mbl. af full- veldishátíðinni 1918. Vísindafélagið 40 ára. — 10: Jólabaksturinn (Kvennasíða). — 15: Guttormur J. Guttormsson. — 16: Nýjungar um borð í Selfossi. ★--------------------------*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.