Morgunblaðið - 30.11.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.11.1958, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 30 nóv. 1958 ^hreízt hiö ití tsupu meó rofum PÁLL heitir hann, 11 ára, og vann sér það til ágætis á sunnu- daginn að koma fram í spurninga þætti útvarpsins og standa sig með prýði. Hann er sérfræðing- ur í þeirri grein náttúrfræðinnar, sem fjallar um skeljar og kuð- unga, eins og útvarpshlustendur vita. Við hittum hann á förnu mvegi á dógunum. Hann var að fara í Melaskólann, þar er gaman að vera, segir hann — og strákarnir j í Melaskólanum slást ekki mikið, I „bara stundum, oftast úti í porti! — þá líka stelpur, bæði strákar og stelpur. Allir í einni hrúgu". Það er alltof haettulegt að fara að hlýða Páli yfir skeljafræðina, því að hann hefur safnað skelj- um bæði á fjörum á Hornafirði og skeljasandsbingnum við se- mentsverksmiðjuna á Akranesí. Svo hefur hann lesið allt um skeljar og knðunga, sem hann hefur komizt yfir. Og nú á Páll litli hvorki meira né minna en 40 skeljateg- undir. Það er-alls ekki svo lítið, því að við ísland finnast 94 teg- undir, sumar þeirra fágætar. Veiðisælastar hafa fjörur Horna- fjarðar verið....." ég hef verið þar í sveit nokkrum sinnum", segir hann —- og í sumar fann ég þar skeljategund, sem ekki hefur fundizt áður hér við land. Hún heitir á latínu Mya Arneria, hefur enn ekki fengið íslezkt afn, en er skylt Smyrslingum. Ég fór með hana til Ingimars Ósk- arssonar og hann greindi hana fyrir mig. Við viljum helzt' komast hjá fræðilegum umrseðum, þekkjum ekki einu sinni Smyrlinginn, vonum að það sé einsdæmi að 11 ára strákar þekki Smyrsling. En svo er þó ekki í reyndinni: — Baldvin bróðir minn hefur líka gaman af skeljum. Hann er 8 ára. Enginn heima nema pabbi vissi að ég fór í þáttinn, við héldum því leyndu. Svo, þegar við komum heim, spurði pabbi Baldvin spurninganna, sem lagð- ar voru fyrir mig. Hann gat svar- að öllum. Svo á ég fjögurra ára bróður, sem verður bráðum fimm ára og — — Áttu ekki einhver önnur áhugamál? grípum við fram í fyrir Páli, þvl að við óttumst að sá fjögurra ára þekki Smyrsling- inn líka. — Ja — jú ég er að læra að spila — á cello". — Er ekki mikill hávaði af því heima? — Nei, nei systir mín er að læra á píanó. — Þú ert þá ekki einn um hit- una. — Baldvin bróðir minn er líka að læra — á fiðlu. — Það er þá starfandi tríó heima hjá þér! — Mamma spilar líka — á píanó og pabbi á grammofón. — Kvintett: Og hver er snjall- astur? — Pabbi. I þessu ber ljósmyndarann okk ar að. Hann ætlar að smella einni mynd af Páli. — Segðu mér, þú sem veitzt allt um skelj- ar: Er ekki eitthvað af þessum skelfiski hér ætur? — Jú, hörpudiskurinn t.d.. Sumum finnst kræklingurinn líka góður. — Hefur þú bragðað nokkuð af þessu? — Nei, aldrei. — Hvað er þá uppáhaldsmat- urinn þinn? — Það veit ég ekki, svarar Páll hikandi og verður kíminn. Helzt kjötsúpa — og svoleiðis, segir hann loks og verður undirleitur — með rófum. Aóíubœk L urnur Romnur % ifir 100 ÞEGAR þið lítið á þessa mynd spyrjið þið auðvitað strax: Hvaða stúlka er þetta? Satt að segja er stúlkan ekki aðalatriði myndarinnar, heldur bækurnar. Þetta er sem sé hluti jólabókanna í ár, fyrri hlutinn ér óhætt að segja, því að allar þessar bækur komu á markaðinn siðari hluta mánaðarins. Þær eru 84 að tölu. Næstu daga koma fleiri bækur á markaðinn — allt fram til jóla ef að líkum lætur. Myndin var tekin á þriðjudags- kvöldið en síðan hafa komið 20 ------ og framhaldið verður eftir því. íslendingar verða þess vegna ekki bókalausir um þessi jól frek ar en fyrr. Mest ber á ferðabókum, melrl- hluti þeirra er íslenzkur, og margar barna- og unglingabækur eru einnig komnar á markaðinn. Það verður úr nógu að velja, þegar jólagjafainnkaupin hefj- ast. En úr þvi að þið viljið endilega vita hvað stúlkan heitir ,sem styð ur þessa myndarlegu bókastafla, — þá er sjálfsagt að segja ykkur það. Hún heitir Svanhildur Jak- obsdóttir og afgreiðir í bókaverzl un Lárusar Blöndal í Vesturveri. Það er ekki vogandi að spyrja hve gömul hún sé, það er heldur ekkert víst að hún mundi segja satt, enda þótt húnn svaraði ein- hverju. Hún er varla eldri en svo, að henni væri vel trúandi til þess að bæta einum eða tveimur árum við — alveg eins og þær sem eldri eru slá þremur eða fjórum árum af. Einu sinni svaraði hún Spurn ingu dagsins hér í Mbl. Það var um stuttu tízkuna. Hún er sjálf i stuttu tízkunni. „Finnst það miklu þægilegra'í, segir hún, „en er bara hrædd um, að sú stutta nái aldrei almennri útbreiðslu eða vinsældum. En mér finnst sumar ganga einum of langt — mér finnst ekki nokkur hæfa að stytta pilsin nema upp að hné. Ég hef séð nokkrar, sem gera betur. Það er ekki hægt", segir hún. Konan á aldrei að láta skína í hnén — þau eru hið ófegursta á líkama konunnar, sagði Dior heitinn einhverju sinni og við tilfærum orð hans án þess að geta heimildarmannsins. Við er- um sem sé á sama máli. ^runn komót til /1(i uró ÞIÐ þekkið ekki Airliss French. Það gerir heldur ekkert til. Þið hefðuð hins vegar gaman af að heyra, að Airlines French hefur unnið til ókeypis ferðar til Mars og aftur heim fyrir að safna 900 tómum rakkremstúbum. ommu dt reyic* ur ALLI Dowdsn 1 Louisiana í Bandrríkjunum varð að biðja móður sína leyfis til þess að fá að gifta sig, eins og allir sannir mömmudrengir gera. En það sak- aði svo sem ekkert, því að mamm an veitti leyfið þegar í stað — og Dowden litli giftist unnustu sinni. Dowden er 77 ár og mamma hans 103 ára. Brúðurin er hins vegar ekki nemi 65 ára. French er Bandaríkjamaður, til heimilis í Appelton í Wisconsin. Hann var fyrir skömmu í öku- ' ferð utan við borgina og rak þá I augun í auglýsingaskilti við veg- inn, en það var frá fyrirtæki, sem framleiðir rakkrem: Ókeyp- is, ókeypis ferð til Mars, ef þér safnið 900 túbum af rakkremi okkar. Auðvitað tók Airliss French þetta alvarlega, hann auglýsti eftir notuðum túbum í blaði einu og innan skamms höfðu honurn áskotnazt 900 túbur. Hélt hann tíl fyrirtækisins með feng sinn og krafðist verðlaun- anna. Og nú voru góð ráð dýr, for- ráðamenn fyrirtækisins höfðu alls ekki reiknað með því að menn yrðu búnir að nota 900 túbur fyrr en eftir marga ára- tugi — og þá yrðu ferðir hafnar til Mars. Það var sem sé ekkert Arndís Björnsdóttir leikkona var á dögunum á ferð í Kaup- mannahöfn. Þessa mynd birti eitt dönsku blaðanna af henni í vina- hópi eftir leiksýningu í Aveny leikhúsinu. Maðurinn, sem skál- ar við hana er Osvald Helmuth, sá hinn sami og fór með böðuls- hlutverkið á myndunum af kommúnistaforingjanum Axel Larsen í snörunni. Myndirnar af Larsen roru teknar á sviði Aveny leikhússins. útlit fyrir, að hægt yrði að efna loforðið og láta French hafa far- miða til Mars eins og sakir stóðu. Meðal starfsmanna fyrirtækis- ins var maður, sem gegnt hafði herþjónustu í Þýzkalandi og, þegar hann heyrði í hvílíkum vandræðum forstjórinn var, minntist hann þess, að í Þýzka- landi væri bær, sem héti Mars. Forstjórinn var látínn vita, að hann gerði þegar boð eftir Airliss French, afhenti honum farmiða til Mars og heim aftur ásamt dag- peningum til 14 daga dvalar í Mars. Málið var leyst. Þess má geta, að íbúar Mars eru 78 talsins. „-J^ruor LjucL I, MQffer en mr, kirhe HIN nýstárlega íshússinnrétting framsóknarmanna í Reykjavik hefur vakið nokkra athygli, eins og lesendum blaðsins mun kunn- ugt. Enda þótt íshússbarinn væri enn ófullgerður var húsið opnað með pomp og pragt og fengu framsóknarmenn danska calypso söngvara til þess að setja hátíð- arblæ á opnunarvikuna. Þetta voru Nína og Friðrik — og með þeim fleiri danskir skemmtikraft ar, sem skemmtu við góðar und- irtektir — og létu vel af húsa- kynnum að sögn Tímans. Þó er haft eftir einum Dananna, er hann gekk í hlað — upp sundið milli Fríkirkjunnar og íshússins: — „Hvor Gud bygger en kirke — bygger djævelen en kro". Aðgangseyrir að skemmtikvöld um Nínu og Friðriks mun hafa verið rétt innan við 200 krónur fyrir manninn og var þá matur og dans innifalið. Þar eð færri komust að en vildu tók Fram- sókn Austurbæjarbíó á leigu og komu calypso-söngvararnir þar einnig fram. Þar var aðgangs- eyrir 60 krónur. Þegar Stefán íslandi söng hér í haust kostaði aðgöngumiðinn 25 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.