Morgunblaðið - 30.11.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.11.1958, Blaðsíða 13
Sunnudagur 30. nðv. 1958 MORCVNBLAÐIÐ 13 Selfoss, hið nýja skip Eimskipafélags íslands, kom til Reykjavíkur á föstudaginn. Nánar er rætt um skipið á öðrum stað í blaðinu. REYKJAVÍKURBRÉF Laugard, 29. nóv. Fullveldisviður- kenningin 40 ára Viðurkenning Dana á fullveldi íslands 1918 er einn merkasti at- burðurinn í sókn þjóðarinnar til fulls frelsis. Sumir óttuðust þá að við sambandslögin yrði látið sitja og höfðu sérstakan beyg af jafnrtétisákvæðum þeirra. Enginn efi er og á þvi, að Danir vonuðu, að með sam- bandslögunum vaeri fengin frambúðarlausn, og ýmsir Is- lendingar gerðu áreiðanlega ráð fyrir hinu sama. Rás atburðanna varð öll önnur. Atburðir síðari heimsstyrjaldarinnar skáru þar úr. Uppsagnarákvæði sambands- laganna voru og slík, að íslend- ingar áttu undir sjálfa sig eina að sækja úrslitaákvörðun máls- ins. Jafnréttið varð ekki til vand- ræða frekar á árunum 1918—44 en það hafði verið allar þær ald- ir, sem það hafði áður gilt. Sú staðreynd haggar ekki því, að í sjálfu sér var ákvæðið mjög varhugavert og óviðunandi að gangast af fúsum vilja undir að láta svo miklu fjölmennari þjóð hafa jafnrétti við okkur. Sann- leikurinn er þó sá, að sárafáa Dani hefur fýst til að setjast hér að, til þess eru löndin of ólík. Sambandslögin voru bein und irstaða og forsenda lýðveldis stofnunarinnar 1944. Þýðing þeirra er mest í því fólgin, og einmitt þess vegna ber að minn- ast samþykktar þeirra sem heilla ríks atburðar í sögu þjóðarinn- Frásögn Þorsteins M. í 1. des. blaði Morgunblaðs ins er birt viðtal við Þorstein M. Jónsson ,sem er einn á lífi þeirra manna, sem áttu sæti í samninganefndunum 1918. Þor steinn var þá ungur að árum og segir hreinskilnislega frá þvi, að aðrir höfðu forystu um samn ingsgerðina. Vilji Þorsteins sjálfs til fulls sjálfstæðis þjóð arinnar var þó hvorki þá né nokkru sinni síðar dreginn í efa. Hann var að vísu í samninga nefndinni sem fulltrúi Framsókn arflokksins, en hann var gamall sjálfstæðismaður að skoðun. Sannfæring hans fyrir nauðsyn frelsis þjóðarinnar hefur aldrei haggazt. Frásögn Þorsteins af störfum nefndarinnar og samningsgerð- inni, sem nú birtist í Morgun- blaðinu, hefur mikið sögulegt gildi. E. t. v. kann hún að ein- hverju leyti að vera mótuð af viðhorfi Þorsteins nú, en svo er um alla sagnfræði. Hún ber ætíð keim af samtímanum, þó að fjall- að sé um löngu liðna atburði. Jón Magnússon Á sínum tíma var Þorsteinn M. Jónsson eindreginn stjórnmála- andstæðingur Jóns heitins Magn- ússonar, forsætisráðherra. Því athygilsverðari er vitnisburður Þorsteins um þátt Jóns í samn- ingsgerðinni 1918. Þar er áreið- anlega ekkert of mælt. Hlutur Jóns hefur enn verið metinn of lítils, bæði af eftirtímanum og samtíð hans sjálfs. Kjósendur í Reykjavík felldu Jón frá þing- mennsku við .fyrsta tækifæri eft- ir að honum hafði öðrum frem- ur tekizt að afla fullveldisviður- kenningar Dana. Því réðu að vísu önnur mál, þau, sem þá voru efst á baugi. Er það og sjálfsagt, að menn meti afstöðu sína til annarra eftir atvikum þá, en miði ekki við það, sem liðið er. Unnin afrek eru þó ætíð vænlegri til varanlegs trausts, en loforð, sem gefin eru um hvað síðar skuli ske. Kom, sá og tapaði Islendingar hafa fengið mjög að kenna á því síðustu tvö árin, hversu lítils virði eru loforð óskilrikra manna. Ef meta ætti stjórn eftir loforðunum einum, mundi enginn fá veglegri dóm en V-stjórnin, en sé við efndirnar miðað verður hlutur engrar lak- Hér er ekki rúm til að rekja allan þann svikaferil. Á það eitt skal minnt, að fyrir rúmum mán- aði afsakaði Eysteinn Jónsson sig fyrir að reikna ekki með réttri vísitölu í fjárlagafrv. með því að „þessi mál verða tekin til nánari athugunar, þegar þessi samtök halda þing sín síðari hluta þessa árs", og var málinu þar með fyrst oe, fremst skotið til Alþýðusambandsþings. Fyrir Alþýðusambandsþingið hefur ríkisstjómin hins vegar engar tillögur um lausn efna- hagsmálanna lagt. Hermann Jónasson kom þangað aftur á móti á föstudagskvöld með bréf, ekki með tillögur um lausn vand- ans, heldur aðeins til að biðja enn um frest og fá fulltrúana í því skyni til að samþykkja rétt- arskerðingu umbjóðenda sinna í einn mánuð. Leyndi sér ekki að það var gert í því skyni að kom- ast hjá að leggja sjálft úrlausn- arefnið fyrir fulltrúa á þinginu. Þá átti að senda heim og síðan halda áfram makkinu til að lengja líftóru stjórnarinnar. Þessu til stuðnings var því dreift á meóal fulltrúanna, að Hermann mundi tafarlaust segja af sér, ef hann fengi ekki frestinn. Þær hótanir dugðu ekki. Málaleitun Hermanns fékk hina hraklegustu útreið. Um Cesar var sagt forð- um: Hann kom, sá og sigraði. Um för Hermanns á Alþýðusambands þingið á aftur á móti við: Hann kom, sá og tapaði. Enn er óvíst, hverjar afleið- leiðingar meðferðin á Hermanni hefur. Engin ástæða er til að taka fremur mark á hótunum hans en faguryrðum. Áhugamál hans er aðeins eitt: Að lafa. Sjá sér út stóður Svo er þó að sjá sem Her- mann og fél. hans hafi vitað upp á sig skömmina um alveg sér- stök svik við Alþýðusambandið. Þess vegna hafi þeir óttast, að þing þess nú kynni að verða hættulegt fyrir áframhaldandi líf stjórnarinnar. Á annan veg verða ekki skildar fregnirnar af undirbúningi ráðherranna um að ætla sjálfum sér tekjumiklar og hægar stöður, þegar ráðherra- dómnum lýkóur. Sl. sunnudag segist Alþýðu- blaðið hafa hlerað, „að Hermann Jónasson forsætisráðherra ætli sér að verða næsti bankastjóri Búnaðarbankans." Síðar í vikunni bárust svo fregnir af því, að Gylfi Þ. Gísla- son væri búinn að sækja um stöðu forstjóra Tryggingarstofn- unar ríkisins, en hana veitir flokksbróðir hans, Guðmundur I. Guðmundsson. Vilja sitt á þurru Gylfi er því óneitanlega hóg- værari en sjálfur höfuðpaurinn, sem um veitingu bankastjóra- stöðunnar á að sækja und- ir bankaráð Búnaðarbank- ans en þar er í forsæti mað- ur af nafni Hermann Jónas- son. — Hermann gengur þó ekki eins langt og hann atti skjólstæðing sínum, dr. Kristni Guðmundssyni til að gera á sínum tíma. Kristinn veitti sem sé umsvifalaust sjálfum sér sendiherrastöðuna í London, þeg- ar hann hvarf úr ráðherrastóli. Víst væri þjóðin ekki eins á vegi stödd og raun ber vitni, ef þessir valdamenn hefðu sýnt hagsmunum hennar þvílíka um- hyggju og þeir gera nú um sjálfra sín. Ákefðin er þeim mun athyglisverðari, sem allsendis ó- víst var, að ótti þeirra um að hrökklast úr ráðherraembættun- um væri á rökum reistur. Hann sýnir þó tvennt: Þeir vita upp á sig skömmina og vilja draga feng sinn á þurrt, áður en hætt er við að misviðri eða öldu- gjálfur skoli honum burt. „Danska parið" I sömu lotunni og Alþýðublað- ið skýrði frá búksorgum Her- manns Jónassonar, segist það einnig hafa hlerað: „að skemmti- kraftarnir Nína og Friðrik & Co., kosti forráðamenn Framsóknar- hússins 2000 krónur á dag — danskar — plús uppihald". Enga leiðréttingu hafa Fram- sóknarmenn birt á þessari frá- sögn, né hafa þeir heldur mót- mælt því, að ekkert veitingahús annað hafi um þessar mundir fengið yfirfærslu á íslenzku fé til erlendra skemmtikrafta. — Framsóknarmenn vona bersýni- lega, að þeir geti þagað þetta mál í hel. Það er eitt af því, sem ekki má spyrjast út um landið. Þeir munu þó ekki komast upp með annað en að svara því af- dráttarlaust, hvort veitt hafi verið leyfi fyrir yfirfærslu til þessa fólks. Ef svo var ekki gert, hvernig hafa Framsóknarbrodd- arnir þá leyst þann vanda, að greiða því kaup? Enginn trúir því, að fólkið hafi komið hingað ókeypis né það láti sér nægja að eiga íslenzka peninga, eins ótryggir og þeir nú eru vegna aðgerða V-stjórnarinnar. Þá er það einnig athyglisvert, sem haft er eftir Nínu og Friðrik í Morgunblaðinu sl. sunnudag: „Þau sögðust hafa ákveðið að koma til Islands fyrir orð Jónas- ar Jónassonar, sem hafði viðtal við þau í Kaupmannahöfn fyrir íslenzka útvarpið." Erfitt er að skilja þetta á annan veg en þann, að útsend- ari útvarpsins hafi samtímis verið í erindum Framsóknar- flokksins. Ef það er á misskiln- ingi byggt, er sjálfsagt að leið- rétta það. Eins og á stendur er skiljan- legt, að Tíminn hafi brugðizt hið reiðasta við, er mál þetta bar á góma. Tíminn er m. a. s. með beinar hótanir út af því, að Morgunblaðið skyldi sl. þriðju- dag birta nokkrar vísur í þessu tilefni, en þeim lauk svo: „Hvaðan hefur fjósið fé, fyrir danska parið?" „Villugjarnt á vegi valdanna" Þau atvik, sem hér að framan hefur verið vikið að, eru að- eins lítil dæmi þess, hvernig Framsóknarmenn beita völdum sínum og fjármagni. Sérstaklega er vikið að þeim nú einungis af því að þau hafa gerzt siðustu dagana. En þannig mætti enda- laust telja. I blaði einu stóð sl. miðvikudag: „Hín nýja stétt taldi sig borna til forustu um hagi þjóðanna og háttsemi alla. En mörgum reyn- ist villugjarnt á vegi valdanna. Og nú hélt auðkúgunin innreið sína.------------ Ekki verður því andmælt með rökum, að hið skefjalausa vald fjárhyggjunnar, með alla tækni mannlegs hyggjuvits í þjónustu sinni, hefur leitt yfir mannkyn allt meira og sárara böl en áður hefur þekkzt. En sérhvert orð, sérhver athöfn, sérhvert stjórn- skipulag, sem snýst til rangs- leitni og yfirdrottnunar, ber í sér eigið dauðamein". Hér er vel og skörulega mælt. Engum getur dulizt, að af djúpri þekkingu er talað, enda eru til- vitnuð orð tekin úr forystugrein Tímans. -----------------------------------.} félögin veita heildarsamtökunum hinn fjárhagslega styrk, sem a£ mannmergðinni kemur, en gildi hvers einstaklings er talið miklu minna ef hann býr í fjölmenni en á hinum fámennari stöðum. Með þeim rangindum er þó brot- ið eitt aðalatriði samvinnufélags- skaparins frá upphaíi: Að full- kominn jöfnuður skuli gilda milli allra félaga hans. „Auðkúgunin" Aldrei fyrr hefur í sögu ís- lands jafnmikið fjármagn verið saman komið undir einni yfir- stjówi og hjá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga nú. Yfirráð þessa fjármagns er í höndum lítillar klíku, sem hefur búið þannig um sig ,að hún telur sig sitja í ó- vinnandi borg. Framsóknarmenn fylgja hvarvetna þeirri reglu að láta fámenna hópa og lítil félög hafa miklu meiri ráð en fjöl- mennið og félagsskap þess. Að- ferðin er sú, að forráðamenn á hinum minni stöðum hafa full- an kunnugleik á öllum háttum og högum félagsmanna sinna, Þeir hafa fjármál þeirra og þar með afkomu í hendi sinni. Þeir geta beitt áhrifum og beinni kúg- un án þess að vörnum verði komið við eða atferli þeirra dregið fram í dagsljósið. Litlu félögin eru síðan notuð til að ná yfirráðum í heildar- samtökunum. Þar sitja stóru fé- lögin við margfalt minni rétt en hin þar sem Framsókn hefur tryggt sér völdin. A þennan veg hafa Framsóknarbroddarnir náð yfirráðum mesta auðmagns, sem til hefur verið hér á landi. Stóru Veikleiki Alþýðu- sambandsins Alþýðusambandið er byggt upp með svipuðum hætti, þó að rangindin séu þar ekki jafn áþreifanleg. Hin fámennari félög hafa hlutfallslega miklu fleiri fulltrúa en hin margmennari. Þetta leiddi til þess m. a., sem Jón Sigurðsson lýsti á Alþýðu- sambandsþinginu: „Sannleikurinn er sá, að í 19- manna nefndinni voru þeir á móti tillögu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, sem höfðu 85% verkalýðssamtakanna á bak við sig en þeir sem sögðu já, höfðu aðeins 15%". Möguleikar V-stjórnarinnar til að halda velli á Alþýðusambands þinginu eru eingöngu byggðir á þeim rangindum, sem nú hefur verið lýst. Enda er hér ekki ein- ungis um það að ræða, að hin smærri félög hafi hlutfallslega fleiri fulltrúa en hin mannfleiri, heldur hefur Framsókn vegna auðvalds síns úti um land svip- aða möguleika til að hafa áhrif á fulltrúaval manna á Alþýðu- sambandsþing þar, eins og hún hefur á val manna á þing SÍS og til Alþingis. Því miður er það ekki frjáls skoðanamyndun, sem ræður, heldur hið skefja- lausa vald fjárhyggjunnar, sem Tíminn lýsti sl. miðvikudag. J „Snaran hangir yfir þeim" Andinn, sem ræður hjá Fram- sókn til svokallaðra samstarfs- manna sinna, lýsti sér vel í um- mælum Guðmundar Björnsson- ar, fulltrúa Verkalýðsfélags Stöðvarfjarðar, en hann er sér- stakur skjólstæðingur og raunar málpípa Eysteins Jónssonar fjár- málaráðherra. Þjóðviljinn segir hinn 27. nóvember sl. svo frá orðum Guðmundar: „Það er mjög hæpið ,að Alþýðu flokkurinn hefði átt nokkurn mann í ríkisstjórn eða á Alþingi, hefði Framsóknarflokksins ekki notið við, sagði hann. Fyrir þetta þing höfðu Alþýðuflokksmenn ekkert við okkur Framsóknar- menn að tala. Siðan lýsti hann því, að Framsóknarmenn hefðu verið reiðubúnir til samstarfs við Alþýðuflokkinn á þessu þingi, en Jón Sigurðsson og hans menn hefðu ekkert viljað við þá tala og reynzt ófáanlegir til nokkurs samkomulags annars en þess að íhaldið fengi einn af for- setum þingsins. Hægri menn Al- þýðuflokksins ætluðu að hengja okkur Framsóknarmenn í sam- vinnu við íhaldið, en sú snara hangir nú yfir þeim sjálfum, og þeir geta gert það upp við sig, hvort þeir ætla að fara til íhalds- ins að fullu og öllu — þar eiga þeir heima". Berið þessar hótanir um tor- tímingu Alþýðuflokksins saman við fleðulætin, sem deildarstjóri Eysteins Jónssonar hafði við kommúnista á bæjarstjórnarfund inum í haust á meðan á Dags- brúnardeilunni stóð! „Framsóknarmenn í Alþýðu- flokknum" Framsóknarmenn fara ekki dult með það, að vegna Hræðslu- bandalagsins telja þeir, að þeir eigi Alþýðuflokkinn með húð og hári. Tíminn hafði og fyrir Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.