Morgunblaðið - 30.11.1958, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.11.1958, Blaðsíða 23
Sunnudagur 30. nóv. 1958 MORGVNBLAÐIÐ 23 þannig að það væri ekkert víst að launþeginn fengi þetta fé sem honum bæri samkvæmt samn- ingum og lögum. I þessari ræðu var Eðvarð mjög harður í garð ríkisstjórn- arinnar. Hann sagði að með til- mælum Hermanns væri verið að gera kjarabaráttu verkalýðsins sl. sumar að skrípaleik. Hann sagði að það væri blekking að kaupmáttur launanna yrði minni þótt þessi vísitöluuppbót yrði greidd. Þvert á móti sagði hann að með uppbótinni yrði kaup- mátturinn meiri. Hins vegar myndi kaupmátturinn minnka, ef allt verðlag fengi að rúlla á eftir. Og einmitt þar ætti að stemma á að ósi. Eðvarð kvaðst ekki trúa um- mælum um að forsætisráðherra myndi ségja af sér, þótt tilmæl- um hans væri hafnað. Hann hefði komið sjálfur á Alþýðu- sambandsþing og ekki sett neina úrslitakosti. Hver heyrði hann segja, að hann ætlaði að segja af sér? Kristinn B. Gíslason, fram- sóknarmaður fra Stykkishólmi, spurði, hvort það gæti virkilega verið, að við vildum ekki doka við og stöíra visitöluna, heldur bara segja: komi það sem koma vill. Hann sagði að ríkisstjórnin myndi ekki þola, að Alþýðusam- bandið synjaði um þennan frest. Síðan bætti hann við: — Höfum við umboð til að láta okkar eigin ríkisstjórn falla? Kristján Guðmundsson, Eyrar- bakka, sagði að fólkið fyndi það, að kauphækkanirnar í sumar hefðu ekki verið til mikilla kjarabóta. Ef kaupið hækkaði nú stórlega um mánaðamótin væri það augljóst mál, að það yrði vinnandi fólki til trafala. Hann sagði að það hlyti að vera vilji allra stétta að ganga til sam- starfs um laúsn efnahagsmál- anna, því að við værum á yztu nöf. Kvaðst Kristján hræddastur við að ef vísitöluhækkunin kæmi til framkvæmda myndu mörg atvinnufyrrtæki stöðvast. Þau væru mörg alveg á yztu nöf. Kvaðst hann óhræddur við að koma heim í sitt byggðarlag og skýra frá því að hann greiddi atkvæði með tilmælum forsætis- ráðherrans. Haraldur Þorvaldsson frá Ak- ureyri sagði að það væri eftir- takanlegt, að það væru helzt Reykvíkingar, sem væru á móti frestun á greiðslu vísitölustig- anna 17. Kvað hann sig gruna að þetta væri vegna þess að Reyk- víkingar vildu áframhaldandi verðskrúfu. Þeir væru í rauninni hræddir um það að með tilmæl- um forsætisráðherra væri verið að stöðva vísitöluna. Afstaða reykvísku fulltrúanna mótaðist líka af kosningasigri Sjálfstæðisflokksins í bæjar- stjórnarkosningunum í Reykja- vík. Jafnvel fulltrúar kommún- ista og Alþýðuflokksmanna væru Iogandi hræddir við Sjálfstæðis- flokkinn og því þyrðu þeir ekki annað en dansa eftir þeim. Hann kvaðst greiða atkvæði með tilmælum Hermanns því að annað gæti leitt til atvinnuleysis og til þess að íhaldið tæki við völdum í ríkisstjórn. Eggert G. Þorsteinsson talaði aftur og mótmælti þeim ummæl- um eins Framsóknarmanns, að það að hafna tilmælum Her- manns væri eins og pöntun frá Sjálfstæðisflokknum um að fella ríkisstjórnina. Bað hann þingheim um að at- huga hve margir 12 — menning- anna, sem fluttu tillögu um að hafna tilmælunum væru líklegir til að ganga á mála hjá Sjálfstæð isflokknum. Sigfús Jónsson, Framsóknar- maður frá Húsavík sagðist frá upphafi hafa verið andvígur stjórnarsamstarfi flokks síns við kommúnista. Hann vissi, að kommúnistum væri aldrei að treysta. Þá sagði hann að nú um rúm- lega tveggja ára bil hefði geng- ið stöðugur áróður um að fegra hið svonefnda vinstrasamstarf. Þessi ríkisstjórn ætti að vera sú bezta, sem nokkru sinni hefði verið. Þess vegna sagði hann að sér hefði brugðið í brún, er hann kom nú suður til Reykjavíkur. Þá hefðu allir línukommúnistar sagt honum, að merkilegir hlutir ættu að gerast á þessu þingi. Það ætti að láta ríkisstjórnina falla og útskúfa Hannibal. Guðmundur Björnsson frá Stöðvarfirði talaði aftur. Hann kvaðst undrast það að margir fulltrúar fjölyrtu um það, að þeir hefðu ekki umboð til að leyfa írestun sem kostaði hvern ein- stakling aðeins 300—500 krónur. En nú vildi Guðmundur spyrja hvort þessir fulltrúar teldu sig hafa umboð til að segja, að þeir vildu ekki stöðva verðbólguna. Það er staðreynd sagði Guð- mundur að núverandi ríkisstjórn er grundvölluð á þvi að hafa sam stöðu við launþegana um að veita kaupgjald sem hagfræðingar segðu að þjóðarbúið þyldi. Við eigum ekki að slá á útrétta hönd sem forsætisráðherra rétt- ir okkur. Ef við gerum það, þætti mér ekki ósennilegt að forsætis- ráðherra bæðist lausnar. Kristinn Ágúst Eiriksson full- trúi járniðnaðarmanna í Reykja- vík sagði að það væri viðtekin regla, að þegar menn sætu að tafli, ættu báðir jafnmarga leiki. Nú hefur verðlag hækkað stór- lega og er það þá okkar leikur að fá laun til samræmis við það. Sagði hann að aðstaða verka- manna væri oftast nauðvörn, þar sem þeir ræða um hærra kaup, en verkamenn hefðu ætíð verið reiðubúnir að fara lækkunarleið- ina. Við erum í ýmsum flokkum, sem hér sitjum, Alþýðubanda- lagsmenn, Alþýðuflokksmenn og Sjálfstæðismenn, sagði Kristinn En hér er enginn öðrum verri. Við erum öll í sama báti, við er- um fulltrúar félaga okkar. Marías Þ. Guðmundsson frá Isafirði skýrði frá því að hann og fleiri fulltrúar flyttu breyt- ingartillögu við tillögu nefndar- innar þess efnis að þótt tilmæl- um forsætisráðherra væri hafn- að virti þing Alþýðusambandsins vilja ríkisstjórnarinnar til að hafa samráð við launþega um lausn efnahagsmálanna. Kvaðst Marías vilja taka fram, að með þessu væri ekki aðeins átt við núverandi ríkisstjórn, heldur hverja þá ríkisstjórn sem við tæki og vildi hafa samráð við launþeganna. Ræðumaður kvaðst myndi greiða atkvæði með til- mælum forsætisráðherra. Hann teldi sig hafa umboð síns félags til þess, enda hefði hann vitað að hverju myndi stefna á þessu þingi ASÍ og væri hann þegar búinn að ræða ýtarlega fyrirfram við sitt félag um þessi mál. Björgvin Sigurðsson frá Stokks eyri kvaðst myndi hafna tilmæl- um forsætisráðherra ekki í trausti þess að það leiddi til stjórnarslita, heldur að það leiddi til lausnar efnahagsmálanna. Ræðumaður sagði að það væri íhaldinu að kenna hvernig efna- hagsmálunum væri komið. Það hefði verið með stöðug yfirboð i kjaramálunum. íhaldið væri að reka sundrungar fleyginn í raðir verkalýðsins. Síðasti ræðumaðurinn á þess- ari nóttu var Framsóknarmaður- inn Kristinn B. Gíslason. Hann sagði m.a.: „Það er að vísu rétt, sem hér hefur verið sagt að Her- mann Jónasson minntist ekki á það í ræðu sinni hér í dag, að hann ætlaffi að beiðast tausnar, eí málaleitan hans yrði synjað. En ég vil nú skýra frá þvi, að Hermann Jónasson hringdi hingað fyrir stuttu til mín og sagði mér, að hann hefði af vissri ástæðu ekki viljað láta þetta koma í ljós, það kynni að vera túlkað sem þrjózka af hans hálfu. Ég vildi því nú skýra frá þvi, að Hermann Jónasson sagði i simtalinu að hann teldi neitun á málaleitun sinni mjög alvarlegt vantraust á rikisstjórninni. Hann bað mig um að láta þessa staðreynd koma hér fram". Að lokum sagði Kristinn: Hvað skeður, ef ríkisstjórnin fer frá? Og það er skoðun mín, að hún fari frá, ef við höfnum til- mælum forsætisráðherra. Þá hófst atkvæðagreiðsla um tillögur. Fyrst voru greidd at- kvæði um þá tillögu Framsókn- armanna að ákveða skyldi með lögum að atvinnurekendur héldu eftir 17 stiga vísitöluuppbótinni og síðan yrði ákveðið með lögum hvað við fé þetta skyldi gert. Þessi tillaga var felld með 259 atkv. gegn 49. Tillaga Eðvarðs Sigurðssonar, o.fl. um að hafna tilmælum for- sætisráðherra var samþykkt við nafnakall með 293 atkv. gegn 39. Atkvæði greiddu ekki 5 en fjar- verandi voru 10. Viðbótartillaga frá Hálfdáni Sveinssyni o.fl. um að virða vilja ríkisvaldsins til að hafa samráð við launastéttirnar var samþykkt með 252 samhljóða at- kvæðum. — Minningarorð Framhald af bls. 6. andi og skemmtileg frásagnarlist húsbóndans ásamt leikandi léttri kímnigáfu húsmóðurinnar, sem öllum kom í gott skap. Því var ekki að undra þótt ungir og aldnir hændust að hennar heim- ili og gleymdu tímanum við rabb um dægurmálin, þjóð- og félagsmál við arineld þessa lífs- glöðu, þroskuðu konu. Það hlaut því að koma að því, að þessi ris- mikla kona haslaði sér völl og bryti á b»k aftur slen og vilja- leysi, samtíðar sinnar í félags- málum. Hún rauf því þögnina og kall- aði til sín nokkrar konur og stofn aði kvenfélagið „Gleym mér ei", sem hún stjórnaði sem formaður með festu og sköruhgsskap, þar til hún flutti úr hreppnum. Nú komst skriður á félagslíf- ið bæði fyrir unga og eldri í leik og starfi. Það voru haldnir fundir, þar sem félagskonur æfðu sig í að bera fram hugsanir sínar í ræðuformi og mörgum góðum málum var komið í framkvæmd. Það var ráðin garðyrkjukona til félagsins til að kenna ræktun og matreiðslu á grænmeti, svo var keypt spunavél (25 þráða) þar sem konur gátu fengið spunn- ið eða spunnið sjálfar, haldnir voru mannfagnaðir, farnar skemmtiferðir, þótt erfiðara væri þá um ferðalög og fararkosti en nú til dags, setin kvenfélagsþing, kennari fenginn til að kenna þjóðdansa og vikivaka og barna- skemmtanir haldnar á jólum svo sitthvað sé nefnt. Af þessu sést, að víðtækt var starfið og ef tir öllum munað ung- um og öldnum, enda stálvilji for- mannsins og trúin á góðan mál- stað öllum örðugleikum sterkari eins og eftirfarandi saga sýnir: Það var um hávetur, að Guð- rún þurfti að reka áríðandi er- indi við félagskonur innan Kol- grafafjarðar, en hann var þá ísi lagður og ísinn laus frá landi og snjór yfir allt. Hún lét það ekki aftra för sinni, fór fram að Hjarð arbóli, sem er stífur klukkutíma- gangur, og fékk annan bóndann þar til að fara með sér á bát yfir fjörðinn, því milli oddana var smá vök í ísinn og þurftu þau að stjaka bátnum á milli ísjak- anna. Hún rak erindi sín við kon- urnar og svo fóru þau sömu leið til baka, og heim kom hún í svarta myrkri. Svona sterkur vilji brýtur alla örðugleika á bak aftur. Enda skildi hún við sína „Gleym mér ei" í svo örum vexti og góðum þroska, að flestar kon- ur hreppsins eru starfandi með- limir í því, og það hefur alltaf borið hátt á í íélagslífi sveitar innar.. Og það sýnir sig hvað félagskonur heima bera hlýjan hug til hennar, að er félagið varð 25 ára, var hún gerð að heiðurs- félaga þess og má segja, að hún sé vel að þeim heiðri komin. Ég minnist þess er við ungl- ingar stofnuðum ungmenniafélag nokkru seinna, hvað gott var til hennar að leita með samvinnu í félagsmálum eða fá hjá henni góð ráð. Og vil ég þakka henni góða samvinnu og þroskaðan skilning á félagsmálum okkar, sem- varð því miður allt of stutt. í dag verða margir fyrir utan ástvinahópinn hennar, sem heiðra hana með nærveru sinni og hjartahlýju handtaki á hennar vinalega heimili, en hinir sem fjarlægðin skilur hugsa hlýtt til hennar. Ég vil svo að síðustu enda þetta spjall með þeirri ósk, að góður Guð heyri bæn hennar, sem henni liggur heitast á hjarta í dag, að þau hjónin megi fá ör- uggan bata á heilsu sinni, og að þau megi lifa í ást og gleði með sínum efnilegu og vel gefnu börnum og barnabörnum og að kærleiksríkur arinneldur afa og ömmu megi hlýja, klæða og fræða litlu ömmubörnin. Ég óska henni svo hjartanlega til ham- ingju með liðnu árih, og ég vona að hin ókomnu ár geymi hana heila og glaða og færi henni margar ánægjustundir. Karl Kristjánsson. AKRANESI, 28. nóv. — Það skal tekið fram, að það var Magnús Finnbogason, húsameistari hér, sími 259, sem fann fyrsta skips- bátinn er sagt var frá í Mbl. 27. þ.m. og ber réttum aðilum að snúa sér til hans með upplýsing- ar um bátinn. — Oddur. Hér með þakka ég hjartanlega öllum þeim, sem heiðr- tiðu mig á sjötugsafmælinu með gjöfum og skeytum vísum og heimsóknum, og allan þann hlýhug sem ég varð aðnjótandi með kærri kveðju. Einar B. Vestmann. Alúðarþakkir færi ég öllum þeim er heiðruðu mig á 60 ára afmæli mínu 2. nóv. s.l. með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum. Sérstakar þakkir færi ég forstöðukonu Farsóttarhússins í Rvík svo og öllum öðrum þar. Lifið öll heil. Halldóra Jóhannesdóttir, Mosfelli. Alúðarþakkir færum við þeim, sem minntust okkar á gullbrúðkaupsdaginn 26. nóv. sl. með heillaóskum, blóm um og gjöfum. Guðný Bjarnadóttir og Þorbjörn Olafsson, frá Hraunsnefi. Jarðarför EYSTEINS GUNNABSSONAB sem lézt 23. þ.m. fer fram þriðjudaginn 2. desember frá Fossvogskirkju kl. 1,30 e.h. Böm, tengdabörn og barnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi EINAR JÓNSSON Miðtúni 17. verður jarðsettur frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðju- daginn 2. des. kl. 2 e.h. Blóm afþökkuð. Börnin, tengdabörnin og barnabörnin. Jarðarför HANSlNU MARlU SENSTIUS fer fram frá Fossvogskirkju þriðjud. 2. des. kl. 10,30 f.h. Börn hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar BJARNA KJARTANSSONAR fyrrum forstjóra. Börnin. Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför ELlSABETAR ÞÖRÐARDÖTTUR Vandamenn. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar. INGIMARS KR. ÞORSTEINSSONAR járnsmíðameistara. Jónína Sigurjónsdóttir, börn og tengdabörn. Hjartanlega þakka ég öllum skyldum og vandalausum fyrir veitta aðstoð og hluttekningu við andlát og jarðar- för konunnar minnar INGIBJARGAR ÞÓRÐARDÓTTUR fyrrverandi ljósmóður. Sérstakar þakkir færi ég félagskonum Kvenfélags Stokkseyrar fyrir þeirra aðstoð. Guð blessi ykkur öll. Magnos Jónsson, Deild, Stokkseyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.