Morgunblaðið - 30.11.1958, Síða 22
22
MORGinVBLAÐlÐ
Sunnudagur 30. nðv. 1958
Fulltrúar á A.S.I.-þingi töldu
sig skorta umbob til að taka
af launþegum vísitöluuppbót
En Framsóknarmenn hótuðu með
stjórnarslitum
Frá nœturfundi A.5.Í. um tilmœli
forsœtisráðherra
OEYSIMIKLAR og harðar um-
ræður urðu á Alþýðusambands-
þingi í fyrrinótt vegna þeirra til-
mæla Hermanns Jónassonar for-
sætisráðherra, að frestað yrði
greiðslu þeirra 17 vísitölustiga,
sem ganga í gildi þann 1. des.
Umræður þessar stóðu óslitið frá
frá því kl. 11,30 til 3,15, eða nær
því 4 klst. Verður nú rakið hér
það helzta, sem fram kom í um-
ræðum þessum.
Umræðurnar hófust með fram-
söguræðu Eðvarðs Sigurðssonar
fyrir áliti meiri hluta verkalýðs
og atvinnumálanefndar. Hann
skýrði frá því hvernig nefndin
hefði klofnað. 10 nefndarmenn
vildu hafna tilmælum forsætis-
ráðherra, en einn þeirra vildi
samþykkja þau.
Eðvarð kvað þetta erindi for-
tætisráðherra eiga sér nokkurn
aðdraganda. Fyrir nokkrum dög-
um hefði ráðherrann kvatt á sinn
fund fjóra menn, sem að hans
áliti væru áhrifamenn í ASÍ til
að hlýða einmitt á þennan boð-
skap. Þeir hefðu hins vegar kos-
ið, að erindið væri alls ekki bor-
ið upp við Alþýðusambandið.
Það myndi bara trufla störf
þingsins.
Það sem felst í málaleituninni
er einfaldlega, að þeirri vísitölu,
sem á að ganga í gildi 1. des.,
202 stigum, verði frestað. Við
höfum lagzt gegn því að þetta
væri gert, — höfum lagt til að
vísitalan komi til framkvæmda.
Hins vegar lýstnn við því yfir,
að spyrna þurfi fótum við verð-
bólguþróuninni. Aðalefni til-
lagna okkar er:
1) Að ráðstafanir verði gerðar
í efnahagsmálum til þess að dýr-
tíðin verði stöðvuð.
2) Lögð sé áherzla á það, að
þar til samkomulag hefur tek-
izt fari að lögum um greiðslu
vísitölu.
Það kann að þykja meinbægni,
sagði Eðvarð, að verða ekki við
tilmælum forsætisráðherra. En
hvað er verið að fara fram á?
— Það, að við semjum af um-
bjóðendum okkar lögboðinn og
samningsbundinn rétt til kjara-
bóta. Til slíks tel ég mig alger-
lega bresta umboð. Eg gæti leyft
það fyrir sjálfan mig, en ekki
fyrir verkamennina, því að hver
þorir að treysta því að þetta yrði
aðeins frestur í einn mánuð.
Eðvarð sagði, að verði núver-
andi ríkisstjórn þess ekki um-
komin að leysa efnahagsmálin,
þá muni hún ekki bíða áramót-
anna að segja af sér.
Vegna ummæla forsætisráð-1
herra um kvaðningu Alþýðusam-
bandsþings, sagði Eðvarð, að
ekki hefði þótt rétt sl. vor, að
kalla saman aukaþing, þegar að
fyrir höndum hefði verið að
kjósa fulltrúa á nýtt þing. —
Ástæðan fyrir því að þingið
hefði ekki komið saman fyrr í
þessum mánuði hefðu verið veik-
indi Hannibals Valdimarssonar.
Næstur talaði fulltrúi minni
hluta nefndarinnar, Guðmundur
Björnsson frá Stöðvarfirði. —
Hann kvaðst vilja skýra út fyrir
þingheimi, hvers vegna hann
einn í nefndinni hefði lagt til,
að tilmæli forsætisráðherra væru
samþykkt.
Það væri vegna þess, að hann
teldi, að ef greitt yrði hærra
kaup um þessi mánaðamót, þá
yrðu þau bara skert um næstu
mánaðamót með hækkuðu verði
og álögum.
Guðmundur kvaðst undrast
það, að ríkisstjórnin legði ekki
fyrir Alþýðusambandsþing til-
lögur í efnahagsmálunum. Eng-
um dyldist, að það væri betra,
að þeir sem hefðu öll gögn í
höndunum legðu línurnar. Al-
þýðusambandsþing gæti svo
kynnt sér þessar tillögur og sagt,
hvað það vildi gera í málinu.
Eðlilegast væri að línan kæmi
að ofan.
En hvers vegna kemur ekki
þessi lína að ofan? Jú, Guð-
mundur kvaðst geta upplýst það,
að ekkert samkomulag hefði
náðzt í sjálfri ríkisstjórninni um
þessi mál. Einn stjórnarflokkur-
inn, Framsóknarflokkurinn, hef-
ur fyrir um hálfum mánuði lagt
fram ákveðnar tillögur í efna-
hagsmálum, en hinir flokkarnir
hafa ekki treyst sér til að leggja
neitt ákveðið til þeirra mála.
Næstur talaði Jón Sigurðsson.
Hann benti á það, að þegar til-
mælum forsætisráðherra væri nú
hafnað, þá stæði ekki Reykjavík
gegn landsbyggðinni, eins og var
í 19-manna nefndinni. Nú væru
menn frá öllum landshlutum
sameinaðir í málinu.
Við teljum engan okkar hafa
umboð til að gefa eftir þessa
kaupuppbót, sagði Jón Sigurðs-
son. En í tillögu okkar látum
við greinilega í ljós, að við telj-
um verðbólguþróun ekki æski-
lega. Þess vegna er það nauð-
synlegt, ef þessi 202 stig koma
til framkvæmda að spyrna við
fótum og koma í veg fyrir verð-
hækkanir.
Við viljum vera á verði um
hvernig fé yrði tekið til að greiða
niður vísitöluna, ef út í það
væri farið. Okkur er ekki sama,
hvort það verður tekið með
auknum sköttum eða tollum.
Jón Sigurðsson kvað það rétt
vera, að Framsóknarflokkurinn
hefði lagt fram í ríkisstjórninni
tillögur í efnahagsmálum, en
báðir hinir flokkarnir væru sam-
mála um, að þær tillögur væru
óaðgengilegar. Kvað Jón hörmu- »
Gólflampar
verð aðeins kr. 695
Borð- og vegglampar í úrvali.
Verð frá kr. 175,00.
Skrifborðslampar
Yel þegin og vönduð tækifæris- og jólagjöf.
Verð kr. 295,00.
Jfekla
Austurstræti 14,
sími 11687
legt til þess að vita, að ekki hefðu
einu sinni verið lögð drög að
lausn efnahagsmálanna fyrir
þing ASÍ.
Pétur Sigurðsson fulltrúi frá
Sjómannafélaginu, talaði næstur.
Hann sagði m. a.: — Ég er kom-
inn á þetta þing, sem fulltrúi
Sjómannafélags Reykjavíkur til
að vinna að bættum kjörum
stéttar minnar.
Erindi forsætisráðherra felur í
sér stórfellda kjaraskerðingu,
sem bitnar á launþegum. Ég tel,
að við höfum ekki umboð til
að rifta gildandi samningi. Við
getum ekki gert það á þennan
hátt.
Kvaðst Pétur vilja skora á alla,
að samþykkja tillöguna um að
hafna tilmælum forsætisráð-
herra.
Eggert G. Þorsteinsson, múrari,
lagði áherzlu á það, að þótt til-
mælum forsætisráðherra væri
hafnað, þá væri undirstrikuð
viljayfirlýsing um að koma í veg
fyrir dýrtíð og verðbólgu.
Ekki væri eining innan stjóm-
arflokkanna um lausn efnahags-
málanna. Ýmsir teldu eðlilegt að
vísitalan væri stöðvuð með nið-
urgreiðslum, en verkalýðnum
væri ekki sama, hvort það væri
gert með því að hækka verðið
á neyzluvörunum.
Sagði Eggert, að það sem for-
sætisráðherra væri að biðja Al-
þýðusambandið að gera væri að
skrifa upp á víxil. En það vildu
fulltrúarnir ekki gera fyrr en
búið væri að útfylla upphæð
víxilsins.
Elías Sigfússon frá Vest-
mannaeyjum sagði, að þegar
hann hefði séð framkomn-
ar tillögur, hefði hann sagt, að
hann myndi eins og skot greiða
atkvæði tillögu um að hafna
tilmælum forsætisráðherra. At-
kvæði sitt byggði hann á því, að
hann hefði ekkert umboð frá fé-
lögum sínum til að skerða eitt
hár á höfði þeirra. Hann hefði
verið sendur til að græða en
ekki til að særa. Vísitölukerfið
væri þannig, að þessa kaup-
hækkun, sem launþegarnir ættu
nú að fá, væru þeir búnir að
borga fyrirfram í dýru vöru-
verði og ef þeir slepptu þessari
uppbót 1 .des., þá fengju þeir
hana aldrei.
Kvaðst Elías furða sig á því
að efnahagsmálasérfræðingur
vinstri stjórnarinnar hefði eng-
an annan boðskap að flytja, en
að við værum að steypast fram
af brekkubrúninni.
Hermann Guðmundsson frá
Hafnarfirði, sagði að fyrir þá
sem færu með völdin og hefðu
efnahagsmálasérfræðinga sér við
hlið, væri hægt að líta á þetta
mál eins og Hermann Jónasson
gerir, að auðvelt ætti að vera að
fresta greiðslu 17 vísitölustiga.
En það mál liti öðruvísi út frá
sjónarhóli verkamanna. Hér
væri um að ræða uppbót til fólks
ins eftir á vegna hækkandi verð-
lags.
Hermann sagði, að verklýður-
inn yrði að gjalda varhug við
orðum þeirra, sem vildu afnema
vísitöluna. Því að hún var fengin
inn eftir harða baráttu, en áður
máttu verkamenn þola verð-
hækkanir bótalaust. Kvaðst
ræðumaður einnig vilja benda á,
að vísitalan hefði verkað sem
bremsa á hækkun vöruverðs. ____
Verðlag myndi vera margfalt
hærra, ef ríkisstjórnin hefði
ekki oftsinnis reynt að borga
vísitölun niður.
Kvaðst Hermann myndi greiða
atkvæði á móti tilmælum for-
sætisráðherra.
Hannibal Valdimarsson tók
næstur til máls. Hann var mjög
fylgjandi tilmælum forsætisráð-
herra. Hann sagði, að þau fælu
ekki í sér lausn efnahagsmál-
anna„ heldur aðeins að Alþýðu-
sambandið féllist á aðgerðir, sem
myndu auðvelda lausn efnahags-
vandamálanna. Lagði hann
áherzlu á að forsætisráðherra
teldi sig bundinn að leysa efna-
hagsmálin í samráði við fólkið.
Nú hafa ýmsir ræðumenn
harmað, að ekki skuli lagðar fast-
mótaðar tillögur fyrir Alþýðu-
samband. En það ætti alls ekki
að leggja fram neinar fastmótað-
ar tillögur. Slíkt yrði túlkað sem
gerræði. Ríkisstjórnin vildi ekki
stjórna eins og Hitler og segja
Alþýðusambandinu fyrir verk-
um. Þvert á móti ætti Alþýðu-
sambandið að móta stefnuna og
leggja fyrir ríkisstjórnina.
Hannibal sagði:
— Mér er kunnugt um það, aö
forsætisráðherra lítur sjálfur
mjög alvarlegum augum á það,
ef tilmælum hans verður hafnað.
Hann hefur látið það persónu-
lega í ljós við mig, að hann telji
það mjög vafasamt, að hann geti
setið áfram að störfum, ef þess-
um tilmælum hans verður hafn-
að. Ég álasa honum ekki fyrir
þetta. Það er ekkert skemmti-
legt að láta velta inn á sig 17
stiga vísitöluhækkun, rétt áður
en á að fara að leysa efnahags-
málin.
Hannibal Valdimarsson vék að
þeirri leið, að greiða vísitöluna
niður. Hann sagði að það myndi
kosta eitthvað á 2 hundrað
milljón krónur.
Ekki kvaðst Hannibal sjálfur
gera breytingartillögu. Það sem
hann legði mesta áherzlu á væru
efnahagsmálatillögurnar, sem
myndu liggja fyrir þinginu næsta
dag.
Árni Agústsson í Dagsbrún
sagði að það sæi á að þjóðnýt
mál ættu sér oft lítið hljóð, ef
þingið ætlaði að hafna tilmælum
forsætisráðherra. Hann benti á
það hve ríkisstjórnin hefði verið
alþýðusamtökunum góð og að
verkalýðurinn fengi ekki betri
undirtektir hjá annarri ríkis-
stjórn, ef þessi færi frá.
Hann sagði að undirrót allrar
ógæfunnar, hvernig komið væri
í efnahagsmálunum, hefði verið
að ríkisstjórnin stöðvaði ekki
verkföll hálaunamannanna i
fyrra og átti hann þar við til-
löguna um gerðardóm í skipa-
verkfallinu. Sagði hann að það
hefði verið Sjálfstæðisflokkur-
inn, sem örvaði til þeirra verk-
falla. Hefði átt að taka hart á því
og beita hálaunamennina hörðu.
Aftur talaði Elías Sigfússon
frá Vestmannaeyjum. Hann réð-
ist harðlega á Framsóknarflokk-
inn. Sagðist hann hafa veitt því
athygli, að efnahagsmálasérfræð-
ingur ríkisstjórnarinnar, Jónas
Haralz, hefði ekkert annað haft
til málanna að leggja, en að
skerða kjör launþeganna.
Hins vegar hefði hann ekkert
minnzt á auðhringana, sem eru
að sliga þetta þjóðfélag. Það
hefði máske ekki verið viðeig-
andi að nefna þá, þegar Her-
mann Jónasson hefði verið við-
staddur, því að hann styddist
einmitt við voldugasta auðhring-
inn.
Björn Kr. Guðmundsson frá
Hvammstanga sagði: Ef tillagan
um að hafna tilmælum forsætis-
ráðherra verður til þess að velta
ríkisstjórninni, þá er eins og hún
komi eftir pöntun frá íhaldinu.
Kvaðst Björn ekki telja sig
hafa umboð frá félögum sínum
til að fella ríkisstjórnina og láta
allt fara út í veður og vind.
Pétur Pétursson, fulltrúi Bald-
urs á ísafirði, sagði að tilmæli
forsætisráðherra hefðu ekki
fengið þá afgreiðslu í atvinnu-
málanefnd, sem hann hefði ósk-
að. Hann hefði óskað að nefndin
gæti fallizt á tilmæli forsætisráð-
herra.
Hann sagði, að það væri ekki
svo voðalegt að fresta greiðslu
vísitölunnar. Þar væri um einn
einasta mánuð að ræða og gæti
þetta munað menn 300—500 kr.
Kvaðst hann telja sig hafa um-
boð til að afsala því fé, ef með
því yrði hægt að stöðva verð-
bólguna. Verkalýðurinn yrði að
bera traust til ríkisstjórnarinnar,
um að hún gerði ekkert, sem
gæti skaðað hann.
Eðvarð Sigurðsson talaði aftur.
Kom hann nú að breytingartil-
lögu Framsóknarmanna, að
ákveðið yrði með lögum að at-
vinnurekendur héldu eftir fé
sem nemur 17 stiga vísitöluupp-
bót og að síðan yrði ákveðið með
lögum hvað yrði gert við þetta
fé. Þetta sagði Eðvarð að væri
eins konar skyldusparnaður, þó